Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2006, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 10.05.2006, Blaðsíða 11
 MIÐVIKUDAGUR 10. MAI2006 11 Framkvæmdastjóri Skagavers óhress með um- mæli bæjarstjóra Sveinn Arnar Knútsson, fram- kvæmdastjóri verslunarinnar Skaga- vers á Akranesi segir Guðmtmd Pál Jónsson, bæjarstjóra hafa farið með órökstuddar dylgjtu- í garð fyrirtæk- isins í frétt Skessuhoms um kaup á húsnæði fyrir bókasafn. Eins og fram kom í fréttinni var ein tillaga starfshóps tun framtíðarstefnu í hús- næðismálum bókasafnsins sú að kannaður yrði vilji eigenda Skaga- vers um hugsanleg kaup bæjarins á húsnæði verslunarinnar. Aðspurður sagði Guðmundur Páll að ekki hefði verið leitað efrir kaupum á húsnæði Skagavers. I samtali við Skesshom í síðustu viku sagði haim ástæðuna þá að vegna fyrri viðskipta bæjarins við eiganda Skagavers hafi ekki verið talið líklegt að viðræður skiluðu ásættanlegri niðurstöðu. Sveinn Arnar segist forviða á um- mælum Guðmundar Páls og ekld hafa hugmynd um hvað bæjarstjór- inn eigi við. „Eg veit ekki hvaða við- skipti bæjarstjórinn á við því þótt ótrúlegt megi virðast hafa þessir að- ilar átt sáralítil viðskipti þá fjóra ára- tugi sem verslunin hefur starfað í bæjarfélaginu. Það er auðvitað rann- sóknarefni í sjálfu sér hvernig á því stendur,“ segir Sveinn Amar. Hann telur ffamgöngu bæjaryfir- valda í húsakaupamálum bókasafns- ins ráðast af því að kosningar séu í nánd og því sé stjómmálamönnum ekkert heilagt. „Bæjarstjóranum má vera það fullljóst að eigendur Skaga- vers em ekki í framboði til bæjar- stjórnarkosninga á Akranesi og af þeim sökum frábiðjum við okkur að vera bendluð við embættisfærslur bæjarstjórans og vandræðagang hans við réttlætingu á leynilegum við- skiptasamningum við utanaðkom- andi fyrirtækjasamsteypur þar sem bæjarstjórinn virðir að vettugi góða stjórnsýsluhætti að mati löglega kjörinna bæjarfulltrúa," segir Sveinn Arnar. Aðspurður segir Sveinn Arnar aldrei hafa verið leitað efrir hugsan- legum kaupum á húsnæði Skagavers þrátt fyrir að faglegur starfshópur hafi komist að þeirri niðurstöðu að húsnæðið gæti vel hentað fyrir bóka- safn. „Það er bæjarstjóranum til minnkunar þegar hann reynir að réttlæta löngu gerða viðsldptasamn- inga sína, sem hann hefur leynt bæj- arstjórn og bæjarbúa mánuðum saman, með órökstuddum dylgjum tun meint fyrri viðskipti. Versltmin Skagaver hefur starfað í fjóra áratugi á Akranesi. Bæjarfélagið er einn stærsti viðskiptavinur verslana í bæj- arfélaginu en þrátt fyrir það hafa viðskipti á milli Skagavers og bæjar- ins aldrei verið mikil enda hafa ein- hver önnur sjónarmið ráðið ferðinni í innkaupastefiiu bæjarins en hag- kvæmnissjónarmið.“ Sveinn Amar segir samskipti bæj- arins og Skagavers hins vegar hafa verið nokkur í gegnum tíðina sér- staklega í skipulagsmálum. „Þá sögu væri áhugavert að rifja upp en hún er bæjaryfirvöldum ekki til framdráttar. Bæjarstjóranum væri nær að segja satt og rétt ffá þannig að öll sagan verði sögð, hvort hann sé með risa- vöxnum fjárskuldbindingum bæjar- félagsins á Skagaverstúninu að hugsa um sérhagsmuni samstarfsað- ila sinna eða almannahagsmuni. Fram hafa komið miklar efasemdir ffá bæjarfulltrúum um að samning- urinn um kaup á húsnæði undir bókasafh sé hagkvæmur bæjarfélag- inu“. Sveinn Amar segir Skagaver ekk- ert hafa að fela í samskiptum sínum við bæjarfélagið. „Eg skora á bæjar- stjórann að upplýsa um þessi við- skipti sem hann vísar til. Við þurfum enga leynd eins og ríkt hefur í hús- næðismálum bókasafnsins. Svo mik- il var leyndin að löglega kjömir bæj- arfulltrúar kaupstaðarins höfðu enga hugmynd um að verið væri að skuld- binda bæjarsjóð fyrir mörg hundmð milljónir króna inn í framtíðina á einum dýrasta stað í bæjarfélaginu. Slíkt og annað eins á sér vonandi ekki hliðstæðu í nútíma samfélagi þar sem reiknað er með að leikregl- ur lýðræðisins séu virtar. Það er ekki stórmannlegt að bjarga sér úr vand- ræðtun með því að skrökva," segir Sveinn Arnar að lokum. HJ - N Auglýsing um framboðslista Þrír listar eru í framboði til sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006 í sameinuðu sveitarfélagi Hvalfjarðarstrandarhrepps, Skilmannahrepps, Innri-Akraneshrepps og Leirár- og Melahrepps. Listarnir og frambjóðendur eru: E - listi sam-Einingar 1. Hallfreður Vilhjálmsson, bóndi og oddviti, Kambshóli 2. Hlynur Máni Sigurbjörnsson, stjórnandi rannsóknarst., Hagamel 15 3. Arnheiður Hjörleifsdóttir, umhverfisfræðingur, Bjarteyjarsandi 4. Stefán Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri og bóndi, Skipanesi 5. Daníel Ottesen, bóndi, Ytra- Hólmi 6. Björgvin Helgason, búfræðingur og húsasmiður, Eystra-Súlunesi 7. Asa Hólmarsdóttir, líffræðingur, Hagamel 2 8. Sigurgeir Þórðarson, sölumaður, Hagamel 10 9. Hallgrímur Rögnvaldsson, bóndi, Innra-Hólmi . 10. Ragna Kristmundsdóttir, kennari, Vogatungu j 11. Daniella Gross, búfræðingur, i Eystri-Leirárgörðum 1 12. Ingibjörg Halldórsdóttir, nemi, Heynesi 5 13. Guðmundur Gíslason, flokksstjóri, Hlíðarbæ 10 14. Haraldur Benediktsson, bóndi, Vestri-Reyni H - listi H4 1. Ása Helgadóttir, oddviti, Heynesi 2. Dóra Lfndal Hjartardóttir, kennari, Vestri-Leirárgörðum 3. Bjarni Rúnar Jónsson, vélsmiður, Ásfelli I 4. Hjalti Hafþórsson, verktaki, Hlíðarbæ 11 5. Pétur Sigurjónsson, iðnvélvirki, Lækjarmel 6 6. Bylgja Hafþórsdóttir, afgreiðslumaður, Hagamel 7 7. Brynjólfur Þorvarðarson, leiðbeinandi, Raðhúsi 2 Heiðarskóla 8. Gauti Halldórsson, ofngæslumaður, Hlíðarbæ 20 9. Hannesína Ásdís Ásgeirsdóttir, stuðningsfu I Itrúi, Litla-Mel 10. Anna Leif Elídóttir, kennari, Leirá 11. Helena Bergström, kennari, Sólvöllum 12. Haraldur Magnús Magnússon, bóndi, Belgsholti 13. Linda Guðbjörg Samúelsdóttir, ferðaþjónustubóndi, Tungu 14. Marteinn Njálsson, oddviti, Vestri-Leirárgörðum Yfirkjörstjórn L - listi Hvalfjarðarlistans 1. Sigurður Sverrir Jónsson, bílstjóri og oddviti, Stóra- Lambhaga IV 2. Magnús Ingi Hannesson, bóndi, Eystri-Leirárgörðum 3. Elísabet Unnur Benediktsdóttir, stuðningsfulltrúi, Eystri-Reyni 4. Jóhanna Harðardóttir, blaðamaður, Hlésey 5. Steinar Matthías Sigurðsson, bóndi, Hrafnabjörgum 6. Bjarki Sigurðsson, flokksstjóri, Neðra-Skarði 7. Magnús Óskarsson, bifreiðastjóri, Nýhöfn 8. Haraldur Jónsson, sjómaður, Móum 9. Magnús Ólafsson, verkamaður, Efra-Skarði J r v Lokahóf meistara- flokks Skallagríms Jovan Zdravevski og Heiðar Lind Hansson. Lokahóf meistaraflokks Skallagríms í körfubolta var haldið á Hótel Hamri á laug- ardagskvöldið. Var það bæjar- stjórn Borgarbyggðar sem bauð leikmönnum liðsins og velunnurum þess upp á veit- ingar og var stemningin góð. Valur Ingimundarson veitti tveimur leikmönnum viður- kenningar en þær komu í hlut Jovan Zdravevski sem var val- inn besti leikmaður liðsins og Heið- ars Lind Hanssonar sem þótti efni- legastur. Olafi Helgasyni var veitt gjöf frá félaginu en hún var til þakk- lætis fyrir það ffábæra starf sem hann vinnur fyrir félagið. Sparisjóð- ur Mýrasýslu veitti deildinni vegleg- an styrk í hófinu. SO/ Ljósm: Af vef UMF Skallagríms. Akranesmót og lokahóf BA Akranesmót og lokahóf Bad- mintonfélags Akraness var haldið í Iþróttahúsinu við Vesturgötu sunnudaginn 23. apríl. Var að vanda mikið fjör og gleði ríkjandi og fjöldi keppenda mætti. A Akra- nesmótinu er keppt um Akra- nesmeistara en einnig er því tengt Trimmmót og hið vinsæla foreldra- og vinamót. Þá var að vanda haldin pizzaveisla eftir mótið og þar voru veitt verðlaun og viðurkenningar tímabilsins. Auk þess er happa- drætti milli þeirra sem mættu á mótið og voru vinningar gefnir af Kawasaki badminton vörum. Kar- itas Osk Olafsdóttir var valin spilari ársins. Urslit Akranesmótsins má finna í heild sinni á vef Skessuhorns frá 8. maí sl. MM Varmalandsskóli auglýsir lausar stöður við skólann Um er að rœða kennslu ó unglingastigi, ííslensku, I dönsku og stœrðfrœði. Líttu inn á heimasíðu skólans 1 www.varmaland.is. z 3 Upplýsingar gefur Flemming Jessen í síma 8401520, netfang: fjessen@varmaland.is. SIM6NNTUNARMIÐSTOÐIN Á V6STURLANDI Aðalfundur Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvarinnar d Vesturlandi verður haldinn í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi fimmtudaginn 18. maí 2006 kl. 16.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mdl Allir velkomnir www.heimaskagi.is Verum stolt af Skaganum! j

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.