Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2006, Page 23

Skessuhorn - 10.05.2006, Page 23
SSESSIÍHÖEI: MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2006 23 Stuðningsmannafélagið Skagamörkin í treyjum nr. 12 Þóröur Már Gylfason, formaður stuðningsmannafélgsins Skagamörkin Skagamörkin heitir nýtt stuðn- ingsmannafélag sem stofnað var í samstarfi við rekstrarfélag mfl. ÍA og Café Markar á Akranesi. For- maður félagsins og forsprakkur stofnunar félagsins er Þórður Már Gylfason en auk hans sitja í stjórn þeir Salvar Georgsson, Axel Freyr Karlsson, Jón Valur Ómarsson og Marinó Árnason. Njóta þeir stjórnarmenn aðstoðar Sigrúnar Ríkharðsdóttur en hún sér um fjármál félagsins. Fleimasíða fé- lagsins er komin í gagnið, á vef- slóðinni: skagamorkin.com. „Við erum á fullu að undirbúa okkur fyrir sumarið og þetta er búin að vera alveg brjáluð vinna, en mjög skemmtileg. Að sjá nýtt stuðningsmannalið verða að veruleika er frábært. Við erum að láta útbúa fyrir okkur treyjur, boli og trefla og ætlum að koma sem flestum á vellinum í gult. Fyrirtæki tóku vel á móti okkur þegar við fórum að afla auglýsinga á treyjur- nar, bolina og í leikskrá í fjáröflun- arskyni. Nýtt lukkudýr er í pöntun sem að krakkarnir eiga bara eftir að elska og dýrið á að vera kom- ið heim á Skagarin fyrir ÍA-KR leikinn þann 20. maí,“ sagði Þórð- ur þegar blaðamaður hitti hann að máli í síðustu viku. Á stofnfundinum sem haldinn var á Café Mörk sagði Þórður að mikil stemning hafi verið og Ólaf- ur Þórðarson þjálfari hafi fagnað tilkomu félagsins og vonaðist hann til að stuðningsfólk myndi fjölmenna á velli landsins í sumar, láta vel í sér heyra og hvetja sína menn áfram. Einnig tók Óli það fram að stuðingsmenn væru tólfti maðurinn á vellinum og í fram- haldi af orðum þjálfarans var ákveðið að setja númerið 12 á all- ar treyjur og boli sem stuðnings- mannafélagið er að láta gera. Stuðningsmannalag var flutt á stofnfundinum og í texta lagsins má finna slagorð félagsins; „Önn- ur gullaldarár mættu skella nú á, því við erum liðið, fá aðrir að sjá.“ Um tilkomu félagsins sagði Þórður: „Fjöldi fólks hefur verið að tala um að svona félag vant- aði, en það fólk er nú samt fæst búið að skrá sig í stuðnings- mannafélagið og hvet ég alla til þess að ganga í Skagamörkin og styðja við bakið á okkar mönnum með okkur. Við ætlum að gefa út leikskrá fyrir hvern leik og tromm- urnar okkar sem eru orðnar 14, verða barðar vel á vellinum. Fyrir leiki ætlum við að hittast á Café Mörk og hita upp. Ég vil koma því á framfæri að þetta verða fjöl- skylduskemmtanir og verður Mörkin reyklaus þegar við verðum þar fyrir leiki. Bjóða á upp á rútu- ferðir milli Café Markar og Akra- nesvallar þegar heimaleikir eru, en á leik ÍA-KR 20. maí verður far- ið í skrúðgöngu á völlinn með nýja lukkudýrið í fararbroddi.Við erum búnir að fá ótrúlega góð viðbrögð með félagið og þetta verður bara gaman.“ Á fyrsta leik ÍA í Landsbanka- deildinni þann 14. maí verður boðið upp á fríar sætaferðir til Grindavíkur. „Ég vona að við sjá- um sem flesta á vellinum í sumar og: Áfram ÍA!“ sagði Þórður að lokum. SO Leikmenn IA Igor Pesic, 23 ára Ellert Jón Björnsson, 24 ára Dean Martin, 34 ára Þórður Guðjónsson, 33 ára, Páll Gfsli Jónsson, 23 ára Arnar Gunnlaugsson, 33 ára fyrirliði Guðjón Sveinsson, 26 ára Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Högni Haraldsson, 20 ára Andri Júlíusson, 21 árs Kári Steinn Reynisson, 32 ára Guðmundur Böðvar 20 ára Guðjónsson, 16ára Jón Vilhelm Akason, 20 ára Heimir Einarsson, 19 ára Kristinn Darri Röðulsson, 20 ára Bjarki Guðmundsson, 30 ára Hjörtur Hjartarson, 32 ára

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.