Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2006, Side 4

Skessuhorn - 10.05.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2006 SKESSUHÖBKI Stór hluti í framboðum S. SKARÐSHEIÐAR: Þrír framboðslistar komu fram fyrir sveitarstjómarkosningamar í vor í nýju sameinuðu sveitarfélagi sunnan Skarðsheiðar. A listunum þremur em samtals 37 frambjóð- endur og með listunum þurfti að sldla í það minnsta 20 meðmæl- endum sem heita listunum stuðningi sínum við kosningam- ar. Frambjóðendur og meðmæl- endur em því að lágmarki 97 talsins. Ibúar hins nýja sveitarfé- lags vora þann 1. apríl 601 að tölu. Þegar hafa því ríflega 16% kjósenda tengst framboðunum þremur. -hj Hlekktist á í lendingu BORGARFJÖRÐUR: Flug- manni lítdllar einshreyfils Sky- hawk fiugvélar hlekktist á í hlið- arvindslendinu á Stóra-Kropps- flugvelli um hádegisbil, þriðju- daginn 2. maí. Flugmanninn sak- aði ekki og vélin skemmdist h'tið. Flugvélin rann útaf flugbrautinni í lendingunni og lenti á einum flugbrautarhattinum áður en hún stöðvaðist. Fulltrúar ffá Rann- sóknamefnd flugslysa fóra á vett- vang ásamt lögreglunni. -so Tvöhundruð aspir gróðursettar GRUNDARFJÖRÐUR: Grundarfjarðarbær hefur fest kaup á tvöhundrað öspum sem gróðursettar verða á næstunni í sveitarfélaginu. Umhverfisnefhd Grandarfjarðar hefur falið Krist- ínu Pétursdóttur garðyrkjuffæð- ingi að liðsinna byggingafufltrúa við staðsemingu planmanna. -hj Tvær íkveikjur BORGARFJÖRÐUR: Tvívegis kveiktu unglingar í sinu í Borgar- firði um síðusm helgi. Litlu mátti muna að sinueldur bærist í sum- arhús við Gufuá á laugardeginum en þar urðu töluverðar skemmd- ir á trjágróðri. Slökkviliðið náði tímanlega að vinna bug á eldin- um. A sunnudag var síðan kveikt í sinu innan við Grábrók í Norð- urárdal. Náðu heimamenn á Bif- röst og fólk af næstu bæjum að slökkva eldinn áður en hann barst í þurran mosann í hratminu en mjög erfitt getur reynst að slökkva elda við slíkar aðstæður. -so Féll úr stíga AKRANES: Kona slasaðist á höfði og kvartaði um eymsli á öxl og kvið eftir að hún féll niður úr stiga á Akranesi í liðinni viku. Var hún að taka niður ljósaseríu en hún féll úr stiga sem hún notaði við verkið. Talið er að falflð hafi verið um 3 metrar og lenti konan á steinstétt. Hún var flutt með sjúkrabiffeið á Sjúkrahús Akra- ness. -mm VLFA vill laimahækkun annarra starfsmanna bæjarins Verkalýðsfélag Akraness vill að þegar kjör félaga í Starfsmannafé- tryggt verði að sú ákvörðun bæjar- ráðs Akraness að heimila fyrir sitt leitd sameiningu Starfsmannafélags Akraness og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar leiði ekki til þess að starfsmönnum sveitarfé- lagsins verði mismunað. Þetta kem- ur fram í bréfi sem Vilhjálmur Birgisson formaður félagsins hefur ritað bæjarráði. I bréfinu segir að lagi Akraness verði löguð að laun- um hjá Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar verði launakjör félags- manna í Verkalýðsfélagi Akraness mun lakari og við það verði ekki unað. Er því óskað eftir fundi með bæj- arráði í vikunni og að á þeim fundi verði gengið frá bókun „þar sem tryggt verður að félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness verði ekki mismunað á við aðra starfsmenn Akraneskaupstaðar,“ segir orðrétt í bréfinu. I samtali við Skessuhom segir Vilhjálmur að hann fagni ákvörðun bæjarráðs um að hækka laun starfs- manna Akraneskaupstaðar en brýnt sé að allir starfsmenn bæjarfélagsins sitji við sama borð. HJ Ibúum á Vesturlandi fjölgar Þann 1. apríl vora íbúar á Vestur- landi 14.863 að tölu og hafði þeim þá fjölgað um hálft prósent frá því 1. desember í fyrra. Þetta kemur fram í áætlun frá Hagstofu Islands. A sama tíma hafði landsmönnum í heild fjölgað um 0,94%. Mest varð fjölgunin á þessum tíma í Skil- mannahreppi eða 2,34% en mest fækkun varð í Leirár- og Mela- hreppi 7,75%. Hér til hliðar má sjá íbúatölur í sveitarfélögum á Vesturlandi: Sveitarfélag 1.4 2006 1.12 2003 Breyting % Akranes 3,833 3,782 0.88 Hvalfjarðarstrandarhreppur 149 147 1.36 Skilmannahreppur 219 214 2.34 Innri-Akraneshreppur 114 113 0.88 Leirár- og Melahreppur 119 129 -7.73 Skorradalshreppur 60 64 -6.23 Borgarfjarðarsveit 740 732 1.09 Hvítársíðuhreppur 81 83 -2.41 Borgarbyggð 2,748 2,708 1.48 Kolbeinsstaðahreppur 102 102 0.00 Grundarfjarðarbær 972 974 -0.21 Helgafellssveit 34 33 -1.82 Stykkishólmur 1,167 1,163 0.17 Eyja- og Miklaholtshreppur 134 137 -2.19 Snæfellsbær 1,724 1,743 -1.09 Saurbæjarhreppur 13 77 -2.60 Dalabyggð 646 638 1.23 Samtals 14,937 14,863 0.30 Vegurinn er illafarinn enda aurbleyta mikil. Vegaskemmdir á Amarvatnsheioi Miklar vegaskemmdir vora unn- ar á veginum fram á Arnarvams- heiði um síðusm helgi. Þar hafði ökumaður á stóram jeppa böðlast eins langt og hann komst en þá var hann búinn að eyðileggja veginn á löngum kafla. Oll umferð um veg- inn er bönnuð og er hann merkmr í samræmi við það niður við Kalm- anstungu. Lögreglan náði viðkom- andi þegar hann kom til baka og má hann búast við að fá á sig kæra fyr- ir tiltækið. Líklegast er talið að við- komandi hafi verið að stelast f veiði. Mikil aurbleyta er á fjallvegum landsins á þessum árstíma og eru þeir því sérstaklega viðkvæmir fyrir allri umferð. Vegurinn yfir Arnar- vamsheiði er venjulega ekki opnað- ur fyrir umferð fyrr en efrir miðjan júní. SO Hvalfiarðarlistínn býður fraxn Ahugafólk um sveitarstjórnarmál hefur ákveðið að bjóða fram lista til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitar- félagi sunnan Skarðsheiðar þann 27. maí 2006 Listinn heitir Hvalljarðarlistinn og fékk úthlutað listabókstafnum L. Listann skipa: 1. Sigurður Sverrir Jónsson, oddviti og bifreiðastjóri 2. Magnits Ingi Hannesson, bóndi 3. Elísabet Unnur Benediktsdóttir, stuðningsfulltrúi 4. Jóhanna Harðardóttir, blaðamað- ur 5. Steinar Matthías Sigurðsson, bóndi og vaktmaður 6. Bjarki Sigurðsson, flokksstjóri 7. Magniís Oskarsson, bifreiðastjóri 8. Haraldur Jónsson, sjómaður 9. Magnús Olafsson, verkamaður Skipulagning Flóahverfis hafin AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu skipulags- og umhverfisnefndar bæjarins um að fela Olöfu Guðnýju Valdi- marsdótmr arkitekt að skipu- leggja nýtt hverfi, Flóahverfi, fyrir athafnasvæði suðvestan við Höfðasel. I því hverfi er einnig gert ráð fyrir væntanlegu öku- gerði en eins og ffarn hefur kom- ið í fréttum Skessuhorns var ný- lega skrifað undir samning um uppbyggingu slíks svæðis. -hj Berglín lægst í hafiiargerð GRUNDARFJÖRÐUR: Berg- lín ehf. í Stykkishólmi átti lægsta tilboðið í byggingu stálþils- bryggju og grjótvarnar í Grund- arfirði en tilboð í framkvæmdina vora opnuð á dögunum. Þrjú tdl- boð bárust og var tilboð Berglín- ar ehf. að fjárhæð tæplega 83,8 milljónir króna. Islenska gámafé- lagið bauð tæpar 91,2 milljónir króna og Hagtak hf. bauð tæpar 94,5 milljónir króna. Kosmaðar- áætlun var rúmar 85,8 milljónir króna. -hj Leitað að landi undir mold AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur falið sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs bæjarins að kanna hvort heimild fáist hjá hrepps- nefnd Skilmannahrepps til að koma fyrir moldarappgreftri í landareign bæjarins innan Skil- mannahrepps. Þá var sviðsstjór- anum einnig faflð að hefja undir- búning að ffágangi þess svæðis sem nú er notað undir moldar- gröft. -hj Héraðssýning kynbótahrossa VESTURLAND: Dómar kyn- bótahrossa á Vesturlandi munu fara fram að Miðfossum dagana 29.-30. maí næstkomandi. Teldð er við skráningum hjá Búnaðar- samtökum Vesturlands dagana 17.-19. maí. Nánari upplýsingar má finna á vef Búnaðarsamtak- anna; buvest.is -mrn Aðgerðir vegna hjálmaleysis AKRANES: Farið er að bera á hjálmlausum bömum á reiðhjól- um í umferðinni. Lögreglan á Akranesi hefur haft þann háttinn á nú í vor að þegar höfð era af- skipti af hjálmlausum bömum era þau látin reiða hjól sín heim. Forráðamenn bamanna fá svo sent bréf ffá lögreglunni þar sem minnt er á reglur sem um þetta gilda. „Fari svo að það þurfi að hafa afskipti oftar en einu sinni af sama barni vegna þessa verður barnavemdaryfirvöldum send til- kynning um málið,“ segir í tdl- kynningu ffá lögreglunni á Akra- nesi. -mm SKESSUHOR WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.