Skessuhorn - 10.05.2006, Síða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 2006
Laun bæjarstarfsmanna á
Akranesi hækka umtalsvert
Bæjarráð Akraness hefur sam-
þykkt að Akraneskaupstaður leiti
eftir samvinnu við Reykjavíkurborg
um launa- og kjaramál. Akvörðunin
kemur í kjölfar óskar Starfsmannafé-
lags Akraness (StAk) um að félagið
sameinist Starfsmannafélagi Reykja-
víkurborgar. Akvörðunin þýðir í
raun að laun sumra félagmanna
StAk hækka um tugi prósenta. For-
ystumenn Akraneskaupstaðar og
starfsmannafélagsins viðurkenna að
óánægja hafi verið með störf Launa-
nefndar sveitarfélaga. Kostnaður
kaupstaðarins vegna þessa getur í
upphafi orðið um 70-80 milljónir
króna.
Valdimar Þorvaldsson formaður
StAk segir að nái þessar hugmyndir
frarn að ganga muni nást fram um-
talsverð hækkun á launum félags-
manna er þau aðlagast launum borg-
arstarfsmanna. Segir hann að hækk-
unin getí í nokkrum tilfellum orðið
á þriðja tug prósenta. Félagsmenn
StAk sem vinna hjá Akraneskaup-
stað eru í dag um 300 talsins og eru
flestir þeirra ófaglærðir. Valdimar
segir að undanfama mánuði hafi fé-
lagið leitað leiða til þess að laun fé-
lagsmanna yrðu hliðstæð launum
fyrir sambærileg störf hjá Reykjavík-
urborg enda á sama atvinnusvæði en
það hafi ekki tekist þar sem Launa-
nefhd sveitarfélaga sé viðsemjandinn
fyrir hönd Akraneskaupstaðar. Því
hafi verið ákveðið að fara þessa leið.
Aðspurður hvort ekki sé líklegt að
önnur starfsmannafélög og sveitar-
félög feti sömu leið sagðist Valdi-
mar vona að svo verði. „Við höfum
verið mjög ósátt með þau störf
launanefhdarinnar að vilja ekki við-
urkenna launaumhverfi hvers sveit-
arfélags fyrir sig“ segir hann. Að-
spurður hvort þessi ákvörðun sé ekki
vantraust á launastefhu Akranes-
kaupstaðar og störf forystu starfs-
mannafélagsins segir Valdimar svo
ekki vera. „Bæjarfélagið fól launa-
nefhdinni á sínum tíma að fara með
umboð tíl samninga. Nú hefur hins
vegar verið ákveðið að leita sam-
starfs við Reykjavíkurborg. Það er
ekki hlutverk starfsmannafélaga að
halda niðri latmtun félagsmanna og
því ákváðum við að leita efrir sam-
einingu við félagið í Reykjavík“. Að-
spurður hvort með þessari leið séu
starfsmenn sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu ekki að festa í sessi
launamun milli sveitarfélaga á ein-
stökum landssvæðum segir hann það
skoðtm sína að greiða eigi sömu laun
fyrir sömu vinnu hjá starfcmönntun
einstakra sveitarfélaga. „Við verðum
hins vegar að taka mið af kjörum á
markaðnum á hverju svæði. Við get-
tun ekki ávallt miðað við lægstu laun
hverju sinni“ segir Valdimar.
Magnús Guðmundsson bæjar-
ráðsmaður segir að á undanförnum
árum hafi samstarf Akraneskaup-
staðar og Reykjavíkurborgar aukist
og nefhir þar samstarf innan Orku-
veitu Reykjavíkur, sameiningu
hafha við Faxaflóa og almennings-
samgöngur. Svæðið sé því orðið eitt
atvinnu- og þjónustusvæði. Því hafi
verið ákveðið að stíga þetta skref
enda ljóst að á sama atvinnusvæði
geti ekki verið mörg launasvæði.
Aðspurður hvort í þessari ákvörðun
felist ekki vantraust á störf Latma-
nefndar sveitarfélaga segir Magnús
að finna hafi mátt að ýmsum
ákvörðunum þeirrar nefndar.
Magnús segir heildarkostnað bæj-
arfélagsins af þessum breytingum
ekki liggja fyrir en líklegt sé að
hann verði um 70-80 milljónir
króna á ári í upphafi.
HJ
Kiwanisklúbbur gefiir golfbíl
Kiwanisklúbburinn
Þyrill á Akranesi afhenti
Golfklúbbnum Leyni veg-
lega gjöf síðastliðið mánu-
dagskvöld. Um er að ræða
golfbíl sem vera á til af-
nota á golfvelli Leynis á
Akranesi. Jón Trausti Her-
varsson formaður Þyrils
afhenti Heimi Fannari
Gunnlaugssyni formanni
Golfklúbbsins gjafabréf að
viðstöddum félögum úr
Kiwanis og stjórnarmeð-
limun Leynis. Heimir
Fannar þakkaði Kiwan-
ismönnunum kærlega fyrir
þessa veglegu gjöf og sagði
að án efa kæmi bíllinn að
góðum notum fyrir tmga HeimirFavnarGunnlaugssonformaðurGolfklúbbsinsogPéturElíssonfélagsmaSurtÞyrlitóku
sem aldna. SO jýrsta rúntinn á golfbílnum nýja.
Hagnaður af
rekstri Dalalambs
á síðasta ári
Dalalamb ehf., sem rekið hefur
sláturhúsið í Búðardal, var í fýrra
rekið með tæplega 8,6 milljóna
króna hagnaði að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu frá félaginu.
Hjá félaginu var slátrað um 15.500
fjár og voru heildartekjur á árinu
tæpar 107 milljónir króna. Slátrun
hófst hjá félaginu síðastliðið haust
en ekki fékkst heimild til slátrunar
haustið 2004 þrátt fýrir að búið
hafi verið að leggja í töluverðan
kostnað vegna undirbúnings slátr-
unar. Vegna rekstrarafkomu árs-
ins 2005 hefur félagið nú staðið að
fullu í skilum með þann kostnað
sem stofnað var til á árinu 2004 að
því er kemur fram í tilkynningu
félagsins.
Þá hefur stjórn félagsins tekið
ákvörðun um að greiða bændum
61 krónu fýrir hverja gæru vegna
sláturtíðar haustið 2005. Greiðsla
til bænda fer fram á næstunni.
Lýkur þá fullnaðaruppgjöri við
innleggjendur hjá félaginu.
Lokið er við endurbætur á hús-
næði sláturhússins. I kjölfar þess
fékk það löggildingu og rekstrar-
leyfi sl. haust. Samkvæmt árs-
reikningi Sláturhússins í Búðardal
ehf. 2005 og uppgjöri við verktaka
nam heildarkostnaðurinn við end-
urbæturnar rúmum 66 milljónum
króna og er fjármögnun lokið.
Fyrir sláturtíð 2005 var gerður
samningur við Norðlenska um
kaup á öllum afurðum Dalalambs
ehf. Gekk það samstarf svo vel eft-
ir að nú hefur verið gerður leigu-
samningur við Norðlenska mat-
borðið um leigu á húsnæði slátur-
hússins í Búðardal til ársins 2015.
Þannig mun Norðlenska taka yfir
rekstur sláturhússins frá og með
haustinu 2006. Mun því slátrun í
haust fara fram á vegum Norð-
lenska matborðsins. I tilefni af
þessu bauð Norðlenska bændum í
Dalasýslu í tveggja daga heimsókn
til fyrirtækisins á Akureyri og
Húsavík í mars sl.
I fréttatilkynningunni segir að
ætla verði að með áframhaldandi
rekstri sláturhúss við hlið hins öfl-
uga Mjólkursamlags í Búðardal sé
hefðbundinn landbúnaður í Dala-
sýslu og nágrenni enn betur
tryggður til framtíðar litið. „Ljóst
er að með þessu er verið að tryggja
nokkur ársstörf í Dalabyggð svo
og mikla þjónustu við bændur á
svæðinu,“ segir orðrétt.
HJ
Styrkir Þróunarsjóðs
gunnskóla 2006
Tveir grunnskólar á Vesturlandi
hlutu styrki frá Þróunarsjóði
grunnskóla fyrir þetta ár, Gunn-
skólinn í Borgarnesi og Grunn-
skóli Stykkishólms. Að tillögu ráð-
gjafanefhdar ákvað menntamála-
ráðherra að veita styrki að upphæð
alls 13 milljónir króna til 31 verk-
efnis, en að þessu sinni bárust 54
styrkumsóknir. Að efla nýjungar,
tilraunir og nýbreytni í skipulagi
náms, námsgögnum, kennsluhátt-
um og mat í grunnskólum er til-
gangur sjóðsins.
Grunnskólinn í Borgarnesi fékk
500.000 kr. styrk vegna verkefnis-
ins „Aukið val nemenda með það
að markmiði að efla sjálfstæði og
ábyrgð nemenda“.
„Lífríki og saga Breiðafjarðar,“
er verkefni Grunnskólans í Stykk-
ishólmi, en í hlut skólans kom
650.000 kr. styrkur til þess verk-
efnis. SO
PISTILL GISLA
Leikur að eldi
Oft og iðulega hef ég mátt
þola háðsglósur útaf hárafari
mínu síðustu tíu árin eða svo.
Það hófst á því að virtur
smiður í Borgarfjarðarhéraði,
sem ég starfaði hjá um tíma,
hrópaði upp yfir sig að ég
væri að verða sköllóttur. Var
hann þá staddur uppi á fjög-
urra metra háum stillansi en
ég staðsettur beint fyrir neð-
an. Hann er nefnilega tölu-
vert lægra yfir sjávarmáli en
ég og því hafði hann ekki haft
aðstæður til að gera þessa
uppgötvun fyrr. Þess má líka
að geta að þarna var viðstatt
fjölmenni og því fór þessi
fregn sem eldur í sinu svo
maður noti líkingamál sem
Mýramenn kannast við.
Þrátt fyrir stöðugt áreyti
hef ég þó notað þessa hár-
greiðslu við ritun á fimmta
hundrað pistla í Skessuhorn
og hafa lesendur látið það
yfir sig ganga. Engu að síður
halda óvandaðir menn áfram
að hæðast að hárvexti mínum
en ég læt það sem vind um
eyru þjóta. (Þetta er aftur á
móti líkingamál sem menn
eiga að skilja í Staðarsveit-
inni). A vordögum fékk ég
líka uppreisn æru því nú get
ég útskýrt sprettuna á höfði
mér á þann veg að þetta sé
eina hárgreiðslan sem þor-
andi sé að vera með á Mýrun-
um nú til dags.
Annars er ábyrgðarleysi að
hæðast að hamförum þótt
betur hafi farið en á horfði á
Mýrunum nú í vor. Maður
hefði samt ætlað að sú
reynsla hefði latt menn frem-
ur en hvatt til að leika sér að
eldinum. Síðast liðinn föstu-
dag kom hinsvegar í ljós að í
það minnsta tveir pörupiltar
höfðu ekki fengið nóg.
Kannski höfðu þeir misst af
Mýrareldunum og langað í
sína eigin. Ekki veit ég það
en allavega munu tveir ung-
lingspiltar hafa kveikt í sinu í
miðju sumarhúsahverfi í
Borgarhreppi. Það var að
þakka snarræði þeirra sem að
björgunarstörfum komu og
sjálfsagt ekki síður heppni að
eignatjón varð lítið sem ekk-
ert. Samkvæmt fréttum af
vettvangi var reynt að stöðva
piltana af við verkanaðinn en
sá sem það reyndi uppskar
ókvæðisorð og heldur voru
afskipti hann til að hvetja
brunavargana.
Þetta sýnir ótrúlega for-
herðingu hjá ungum piltum
en það sem þó er kannski
sínu verra er að síðast þegar
ég vissi var ekki búið að hafa
hendur í sótugu hári þeirra.
Jafnvel má ætla að foreldrar
þeirra eða forráðamenn hafi
stungið þeim inn í skáp þeg-
ar lögreglan fór um.
Þetta er háalvarlegt mál að
mínu mati því ef menn kom-
ast upp með að gera hvað
sem er eru líklegir til að gera
hvað sem er og jafnvel ríflega
það. Síst er það líka til að
draga úr brotaviljanum ef
ungmenn komast upp með
glæpi í skjóli foreldra sinna.
Það ætti hver maður að sjá
að litli strákurinn með eld-
spýturnar gæti valdið óbæt-
anlegum skaða ef hann held-
ur áfram á sömu braut en þar
á ég ekki aðeins við þá sem
hér um ræðir heldur aðra
slíka sem ekki spá í afleiðing-
ar gjörða sinna.
Gísli Einarsson, fyrrverandi
slökkviliðsmaður.