Skessuhorn - 10.05.2006, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2006
agBssgmigsBH
Endumýjar
tímatökubúnað
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt að veita Sund-
félagi Akraness 190 þúsund
króna styrk til endurbóta á
tímatökubúnaði félagsins. Um
er að ræða kaup á snúrum milli
snertifleka og hnappa við
brautir. Búnaður þessi nýtist
við sundmót og er búnaðurinn
miðaður við sex brautir.
-hj
Skemmdu bíla
AKRANES: Tveir drengir
tóku sig til sl. fimmtudag þegar
þeir voru á leið heim úr skóla á
Akranesi að rispa bíla sem þeir
gengu framhjá með steinum.
Talvert tjón varð á að minnsta
kosti 10 bflum vegna þessa og
hugsanlega hafa fleiri bflar ver-
ið skemmdir, en það ekki til-
kynnt lögreglu.
-mm
Tuttugu
óskilahjól
AKRANES: Mikið er nú af
óskila reiðhjólum í geymslum
lögreglunnar á Akranesi. Frá
áramótum hefur verið komið
með um 20 hjól og eru þó
nokkur þeirra eigulegustu grip-
ir sem einhver hlýtur að sakna.
Er fólk sem tapað hefur reið-
hjólum sínum hvatt til þess að
koma á lögreglustöðina til þess
að kanna hvort hjól þeirra leyn-
ist þar.
-mm
Dona Nobis
- Gef oss firið
REYKHOLT: Laugardaginn
13. maí munu Gospelsystur
Reykjavíkur og Freyjukórinn í
Borgarfirði halda tónleika í
Reykholtskirkju. Það eru þær
Margrét J. Pálmadóttir og
Zsuzsanna Budai sem stjórna
kórsöngnum en nokkur sam-
vinna hefur verið milli þessara
kóra síðustu árin. Tónleikarnir
munu einkennast af trúartónlist
frá mismunandi tímum og
landshomum. A tónleikunum
verða geisladiskar kóranna til
sölu. Gospelsystur hafa, m.a.
gefið út diskinn „Undir norð-
urljósum“ og Freyjukórinn
mun leggja fram volgan disk,
„Birting" sem tekinn var upp
nú í marsmánuði. Tónleikarnir
hefjast kl. 17.
-mm
Dæmdur fyrir
náttúruspjöll
DÓMUR: Héraðsdómur Vest-
urlands hefúr dæmt mann til
greiðslu 25 þúsund króna sekt-
ar fyrir brot á lögum um nátt-
úruvernd. Var honum gefið að
sök að hafa fyrir um ári síðan
ekið torfæruhjóli á nokkur
hundrað metra kafla utan vegar
í suðurhlíð Seljafells í Helga-
fellssveit og niður hlíðina að
vestanverðu. Hjólför mynduð-
ust í hraunmölina sem er lítil-
lega gróinn mosi og gras.
Akærði mætti ekki fyrir dóm og
mat dómurinn það svo að skoða
mætti fjarveru hans sem játn-
ingu. Greiði maðurinn ekki
sektina innan fjögurra vikna
þarf hann að sitja tvo daga í
fangelsi. -hj
Nýr veitingastaður við Gilið í Ólafsvík
Nýr veitingastaður er nú að rísa í
Ólafsvík. Hann verður byggður úr
finnskum bjálkum og stendur á lóð
gamla Félagsheimihsins við GiUð.
Húsið er aUs 227 fm á tveimur hæð-
tm en að grunnfleti er það 132 fm.
Eigandi veitingastaðarins er Arni
Guðjón Aðalsteinsson úr Ólafsvík
en hann hefur verið sjómaður tmd-
anfarin ár. Samkvæmt upplýsingum
Arna er ætlunin að opna húsið að
hluta fyrir Færeysku dagana sem
verða fyrstu helgina í júlí. Ekki er
að efa að Snæfellsbæingar og gestir
þeirra taki þessum nýja veitdngastað
opnum örmun á þessum skemmti-
lega stað en mörgum fannst skarð
fyrir skildi þegar gamla Félags-
heimihð var rifið árið 1988. PSJ
Mesti annatíma sauðíjárbænda hafinn
Hr'önn og Hulda heimasœtumar á Kópareykjum.
Sauðburður er nú hafinn hjá
bændum vítt og breitt um Vestur-
land. Blaðamaður Skessuhorns
kíkti í heimsókn á einn fjármargan
bæ, Kópareyki í Reykholtsdal, sl.
laugardag og fékk að skyggnast inn
í líf og störf bændanna þar. Sigríð-
ur Harðardóttir, húsffeyja og bóndi
tók á móti blaðamanni með bros á
vör og ilmandi kaffi og upphófust
umræður um sauðfjárrækt og sauð-
burðinn, þá miklu törn sem nú fer í
hönd hjá sauðfjárbændum. Um 60
ær voru bornar á bænum og sagði
Sigríður að það sem af væri sauð-
burði hafi allt gengið vel. Örlítið
hlé var á burði en sæddu ærnar
væru flestar bornar og innan fárra
daga áttu þær ær sem höfðu fengið
fang með hefðbundnari leiðum, að
fara að bera. Um fjögur hrmdruð
vetrarfóðraðar ær eru á bænum.
Heimasætunum á Kópareykjum,
þeim Hrönn og Huldu, þótti lítið
mál að stilla sér upp fyrir ljósmynd-
ara og þegar myndatöku lauk
þeystu þær á harðaspretti, berbakt á
fákum sínum út í vorið. SO
Raftasýning í Borgamesi
Sólin skein og vor var í lofti síð-
astliðinn laugardag í Borgarnesi.
A bifhjólasýningu Raftanna, Bif-
hjólafélags Borgarfjarðar, var
margt um manninn og fjöldi fólks
gerði sér ferð í Borgarnes til að sjá
glæsifáka sem þar voru til sýnis.
Sýningin fór ffarn í íþróttamið-
stöðinni í Borgarnesi og lék veðrið
við heimamenn og gesti. Fjöldinn
allur af mótorhjólaköppum mættu
á hjólum sínum og var þeim öllum
raðað upp úti við íþróttamiðstöð-
ina og barði fólk þau þar augum.
SO
Aöeins að grípa í tryllitœkið.
Mikið var afkrómi, glans og leðri í
Borgamesi á sýningunni.
Ný nautastöð BI Iíklega á Hvanneyri
Hugmyndir um nýja nautastöð
BI voru kynntar á Búnaðarþingi, á
aðalfundi LK og nú síðast á árs-
fundi fagráðs í nautgriparækt.
Upphaflegar hugmyndir snerust
um að einungis ætti að endurnýja
kálfauppeldisstöðina í Þorleifskoti,
en eftir því sem málið var skoðað
lengur varð undirbúningshópun-
um ljóst að hentugast væri að end-
urnýja einnig nautastöðina. „End-
anleg ákvörðun um staðsetningu
liggur ekki fyrir, en mestar líkur
eru á að stöðin rísi í nágrenni
Hvanneyrar,“ segir í nýju frétta-
bréfi Búnaðarsamtaka Vesturlands.
MM
Bátahús yfir
kútter Sigurfara
AKRANES: Sú hugmynd er
komin í umræðuna að byggja
bátahús yfir kútter Sigurfara sem
stendur við Byggðasafhið á
Görðum. Erlendir sérfræðingar
telja að verja verði bátinn fyrir
ffekari skemmdum og yfirbygg-
ing sé í raun það eina sem geti
bjargað skipinu ffá eyðileggingu.
Sigurfari hefúr verið mikið end-
urbættur á liðnum árum en er
samt kominn á þann stað í tilver-
unni að ekki er hægt að gera mik-
ið meira við hann að sögn Jóns
Allanssonar forstöðumanns
Byggðasafns Akraness og nær-
sveita. -so
Heitir dagar
HÚSAFELL: Mikill hiti var í
gær og í fyrradag í Húsafelli en í
gær komst hitirm í um 20 gráður
kl. 15. Þegar Skessuhorn hafði
samband við Bergþór Kristleifs-
son, ffamkvæmdastjóra í Húsa-
felli, sagði hann hitamæli sinn
sína 21 gráðu. Er það nokkru
hærri hiti en menn eiga að venj-
ast á þessum árstíma þar effa.
Vetraropnunartími er ennþá í
gildi í Húsafelli og eru sundlaug
og þjónustumiðstöð því aðeins
opin um helgar. Bergþór segir
stefht að því að hafa opið alla
daga efrir 20. maí. Þá er stefiit að
því að opna tjaldsvæðið í Húsa-
felli um mánaðamótin. -so
Miklum verð-
mætum stofið
REYKHÓLAHREPPUR:
Miklum verðmætum var stohð
þegar brotist var inn í sumarbú-
stað á Eyri í Kollafirði í Reyk-
hólahreppi fyrir skömmu. Að
sögn Jónasar Sigurðssonar aðal-
varðstjóra lögreglunnar á Pat-
reksfirði varð innbrotsins vart
þann 27. aprfl. Síðast var dvalið í
bústaðnum um páskana þannig
að innbrotið hefur verið ffamið á
tímabilinu ffá 17.-27. apríl. Jónas
segir ljóst af því sem þjófamir
höfðu á brott með sér að þeir hafi
ekki verið á fólksbfl. Hann segir
hluta af því sem stolið var hafa
mjög mikið tilfinningalegt gildi
fyrir eigendur auk þess sem verð-
mætið í krónum tahð hlaupi ef-
laust á milljónum króna. Þjófam-
ir unnu einnig nokkrar skemmd-
ir á bústaðnum. Þeir sem orðið
hafa varir við óvenjulegar
mannaferðir í grennd við Eyri í
Kollafirði á áðumefndu tímabiH
em beðnir að hafa samband við
lögregluna á Patreksfirði. -hj
Lilja sjötug
Lilja Margeirsdóttir á Bergi hélt upp á
sjötugsafmæli sitt síðasdiðinn laugardag.
Þann dag áttu hún og eiginmaður hennar
Flosi Ólafsson einnig 50 á brúðkaupsaf-
mæli, gullbrúðkaup. Hér má sjá svipmynd-
ir ffá afmælisveislunni sem haldin var í
Logalandi og vora þar komin saman fjöl-
skylda Lilju, vinir og sveitongar. SO
,1