Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2006, Side 14

Skessuhorn - 10.05.2006, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. MAI2006 §KES81ÍHÖBSl Vesturlandsmót eldri borgara í Boccia Tolli sýnir í Kirkjuhvoli Sunnudaginn 7. maí var haldið í Iþróttamiðstöðinni í Borgarnesi Vesturlandsmót í Boccia. Þátt tók 10 þriggja manna lið, fimm úr Borgamesi, eitt úr Borgarfjarðar- dölum, tvö af Akranesi og tvö úr Grundarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið. Mótið tókst hins- vegar svo vel að það verður öragg- lega fastur liður í starfsemi eldri borgara á Vesturlandi um ókomin ár. Helsti hvatamaður og skipu- leggjari mótsins var Ingimundur Ingimundarson í Borgamesi. Keppnin var öll skemmtileg og spennandi en hámarki náði spenn- ingurinn í þriggja liða úrslitum þar sem áttust við Leynismenn af Akra- nesi, lið Ingimundar úr Borgamesi og Grundarfjarðarlið númer tvö. Er skemmst af því að segja að þau hlutu einn vinning hvert í úrslita- riðlinum og réð því punktafjöldi í viðureignunum úrslitum. Lið Leynis varð í fyrsta sæti, lið Ingi- mundar í öðm sæti og Grandfirð- ingar í því þriðja. Konur úr félagsskapnum í Borg- arnesi sáu um kaffiveitingar meðan á mótinu stóð. Ollum sem stóðu að skipulagningu og framkvæmd mótsins eru færðar innilegustu þakkir. F. h. Félags eldri borgara í Borgamesi. Jenni R. Ólason. Listamaðurinn Tolli opnar sýn- ingu á olíumálverkum í Listasetr- inu Kirkjuhvoli á Akranesi laugar- daginn 13. maí kl. 15.00. Verkin á sýningunni era unnin á síðustu tveimur árum. Tolli nam við Myndlista-og handíðaskóla Islands á árunum 1977-83 og við Listaháskólann í Vestur-Berh'n 1984-85. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga auk samsýninga hér heima og erlendis. Sýningunni lýkur 28. maí. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga ffá kl. 15-18. Allir velkomnir. (fréttatilkynning) Hraðmót HSH í frjálsum Hraðmót HSH í ffjálsum fyrir voru ffá Snæfellsbæ og Grundar- 10 ára og yngri var haldið í íþrótta- firði, mjög góð tilþrif. Allir fengu húsi Snæfellsbæjar síðastliðinn viðurkenningarskjöl, Prins polo og fimmtudag. Mótið þóttist takast Svala fyrir þátttökuna í lok móts. mjög vel og sýndu krakkarnir, sem MM/Ljósm. snb.is Nýr vefur Skessuhoms kominn í loftið Nýlega var nýr vefur Skessuhorns formlega opnaður. Hann hefur verið í hönnun og vinnslu hjá Skessuhorni og Nepal hugbúnaði ehf. um tveggja mánaða skeið. Þónokkrar nýj- ungar eru á vefnurn um- ffam gamla vefinn. Má þar nefna tengingar á veður og færð á Vestur- landi, leitarvélar, ffétta- vef mbl.is og ýmislegt fleira. I ffamtíðinni er þess vænst að vefurinn verði upphafssíða allra sem bera hagsmuni Vesturlands fyrir brjósti og vilja fylgjast með því sem þar fer ffam. Markmið Skessuhorns er að vikulegum notendum vefjarins fjölgi verulega, eða úr 2.500 í um 10 þúsund notendur á stuttum tima en sambærilega heimsóknartíðni hafa landshlutavefir í kringum okk- ur, svo sem bb.is, vf.is og sudurland.is. Endilega kíkið á nýja vefinn. MM Sjóvá opnar umboð í Olafsvík Nú á dögunum opnaði Sjóvá nýtt umboð í Olafsvík í samstarfi við Sparisjóð Olafsvíkur. Boðið var til kaffisamsætis og tryggingaráðgjafar ffá Sjóvá buðu upp á heildarráðgjöf varðandi tryggingar. Við þetta til- efni voru foreldrafélög leikskól- anna styrkt til að efha forvarnastarf. Starfsfólks Sparisjóðs Olafsvíkur mun veita ráðgjöf og aðstoða við- skiptavini Sjóvá við hvers kyns tryggingamál. Markmiðið með þessari opnun er að auka þjónustu- stigið við viðskiptavini Sjóvá og Sparisjóðs Olafsvíkur með því að gera þeim kleift að vera með sínar tryggingar og fjármál á einum stað. Sparisjóðurinn mun þjóna Olafs- vík, Hellissandi, Rifi, Grundarfirði og Stykkishólmi. MM Vortónleikar og skólaslit í TónUstarskóla Borgarfjarðar Leikið sexhent ápíanó. A myndinni eru þœr Sigríður Kristín Guðlaugsdóttir, Gígja Snorradóttir og Vigdís Bergsdóttir. Ljósm: JE. Nú standa yfir vortónleikar hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Nemendur skólans flytja tónlist frá ýmsum löndum. I dag eru tónleikar í sal skólans að Borgarbraut 23 Borgarnesi kl. 18:00, á morgun, fimmtudag verða söngdeildartón- leikarnir kl. 18:00. Föstudag og mánudag verða einnig tónleikar í skólanum sem hefjast kl. 18:00. Síðustu tónleikarnir verða á mánu- dagskvöld kl. 20:30 í Logalandi. Vortónleikarnir eru jafnframt skólaslit, en nemendur fá afhent prófskírteini í lok hverra tónleika. Tónleikar tónlistarskólans eru öll- um opnir. Theodóra Þorsteinsóttdr skóla- stjóri segir starfið í Tónlistarskóla Borgarfjarðar hafi verið fjölbreytt í vemr. „Auk hinna hefðbundnu jóla- og vortónleika var skólinn m.a. með tónlistardagskrá í tilefni af Degi íslenskrar tungu í nóvember, atriði úr söngleikntun „Litla stúlk- an með eldspýturnar" voru flutt við mikla hrifningu í desember og einnig fluttu nemendur og kennar- ar tónlist ertir Wolfgang Amadeus Mozart á 250 ára afmælisdegi hans í janúar síðastliðnum." Síðastliðna viku hafa nemendur verið í prófum, en nemendur taka áfangapróf, stigspróf og vorpróf. Að þessu sinni þreyttu 16 nemend- ur áfangapróf, 25 nemendur luku stigsprófum og aðrir tóku vorpróf, en í vetur hafa um 230 nemendur stundað nám við tónlistarskólann. Nú í vor leggja nemendurnir inn endurumsókn fyrir næsta vetur og einnig er tekið við nýjum umsókn- um í skólann á skrifstofu skólans, á netfangið tskb@simnet.is og í síma 437 2330. MM Frœknir smalar eftir smalamennsku á Vesturárdal í eftirleitum í vetur. Vilja reka fé sitt á Holtavörðuheiði Hjónin Elvar Ólason og Þórhild- ur Þorsteinsdóttir á Brekku í Norð- urárdal hafa sótt um að fá að reka fé sitt á nýjan afrétt, m.a vegna þess hversu erfiðlega gengur að smala á svæðinu sem þau notast við í dag. „A komandi hausti stöndum við ffamrni fyrir því að vera ein á mjög stóru svæði með sauðfé og allt land ógirt á milli okkar, Dalabyggðar og Borgarhrepps. Því gengur fé á þessu svæði mikið saman, erfiðlega hefur gengið að samræma smala- mennskur og hefur fé víða að verið að koma til byggða fram eftir öllum vetri. Þar sem við sáum ekki ffam á að mikill vilji væri hjá mönnum sem standa að þessum upprekstrarmál- um á svæðinu að breyta og sam- ræma smalamennskur, sem hlýtur að þurfa að gerast þar sem bændum fækkar stöðugt og smalamennskur verða sífellt erfiðari, þá sóttum við um að fá að keyra okkar fé ffam á Holtavörðuheiði. Þar er búið að reisa girðingu sem á að koma í veg fyrir að fé komist vestur í dali. Eins og staðan er í dag fáum við mikið af okkar fé vestan úr dölum á haustin.“ MáHð hefur ekki verið endanlega afgreitt en bæjarstjórn Borgar- byggðar vísaði málinu áfram til gróðtuuefndar og fjallskilanefndar Mýrasýslu og Landbúnaðamefndar Borgarbyggðar. „Þetta kemur til með að breyta búskapnum heilmik- ið hjá okkur. Ef af þessu verður þurf- um við að keyra féð ffam á Holta- vörðuheiði í vor og í haust fáum við féð í Þverárrétt, en við eigum raun- verulega upprekstur að Brekkurétt. Ur Þverárrétt verðum við annað hvort að reka eða keyra féð heim. Þetta hefur aukinn kostnað í för með sér en kostimir er margir, en sá stærsti er sá að við fáum flest okkar fé heim fyrr en ella.“

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.