Skessuhorn - 10.05.2006, Blaðsíða 17
..-f.ttllM. ■■ J
MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 2006
17
7^enninn~~
Gjaldfrjáls leikskólifrá lokum
fæðingarorlofs
Á síðustu áratugum hafa mál þró-
ast svo að sjálfsagt þykir að bæði
karlar og konur vinni utan heimilis
og margar fjölskyldur hafa ekki al-
mennilega í sig og á nema tvær fyr-
irvinnur afli tekna. Þjóðfélag okkar
gerir ráð fyrir atvinnuþátttöku bæði
karla og kvenna. Heimilin eru orð-
in minni en áður og heimilishald
einfaldara en áður var.
Það er því orðið sjaldgæfara að
kona helgi sig heimilisstörfum ein-
göngu árum saman og enginn ædast
tíl þess. Konur vilja og eiga að taka
þátt í atvinnulífinu og þær sem afla
sér menntunar að sinna þeim störf-
um sem þær hafa menntað sig tál.
Þetta er nú held ég orðin skoðun
flestra. Máfið snýst ekki um það að
„þessar ungu konur nenni ekki að
vera heima og hugsa um bömin
sín,“ eins og sagt var við mig eitt
sinn.
Enn eigum við þó nokkuð í land.
Fæðingarorlof kvenna hefur í um
tvo áratugi verið 6 mánuðir hér á
landi og nú hefur bæst við 3 mánaða
feðraorlof. Hér á landi er lítið at-
vinnuleysi og það er þörf fyrir alla á
vinnumarkaðnum. Langflestir for-
eldrar snúa aftur til vinnu utan
heimflis þegar fæðingarorlofi lýkur.
Þá kemur að því að leita að dag-
vist fyrir bamið. Best væri auðvitað
ef sveitarfélögin byggju svo vel um
hnútana að böm kæmust inn á leik-
skóla strax eftir fæðingarorlof for-
eldra. Þannig er málum háttað í ná-
grannalöndum okkar Svíþjóð og
Danmörku. Nú er tímabilið þar til
leikskólapláss fæst, brúað með að-
stoð ættingja eða vist hjá dag-
mömmu í flestum tilfellum. Eg hef
oft hugleitt það hvort fordómar
gagnvart leikskólum og vanþekking
á því ffábæra starfi sem þar er unnið
sé ástæða þess hve seint hefur geng-
ið að byggja upp leikskóla fyrir öll
böm. Flestir foreldrar nú til dags
em að mínu mati vel meðvitaðir tun
uppeldismál og hugsa vel um bömin
sín. Alltaf má finna dæmi um van-
rækslu því miður en þannig hefur
það verið á öllum tímum.
Uppeldi barns er auðvitað oftast
mest á herðum foreldra þess og ung-
tun bömum er að sjálfsögðu best að
vera sem mest með foreldrum sín-
tun. Góðir leikskólar era líka mikil-
vægir í umönnun og uppeldi barna
og rannsóknir hafa margsýnt að
börn græða á leikskóladvöl en skað-
ast ekki.
I mörg hom er að líta. Lausnin er
ekki bara að byggja húsnæði fyrir
leikskóla. Leikskólana þarf líka að
manna af vel menntuðum leikskóla-
kennumm og starfsfólki og sveitar-
félögin verða að sýna sóma sinn í því
að greiða viðunandi laun.
Þetta snýst um yngstu þjófélags-
þegnana, ffamtíð Islands. Lengi býr
að fyrstu gerð.
Rún Halldórsdóttir, laknir
Höf. skipar l.sæti áframboðslista
VG á Akranesi.
'Pcnmntis
Ungtfólk tilforystu
Ég minnist þess ekki að hafa haff
mikinn áhuga á bæjarmálunum á
mínum (enn) yngri árum. I sann-
leika sagt hafði ég nákvæmlega eng-
an áhuga á þeim enda áleit ég sem
svo að þau kæmu mér ekki við og að
þau væm leiðinleg í ofanálag. Ég
hafði ekki hugmynd um hverjir væra
. í bæjarstjórn en ímyndaði mér að
ý : þar sætu miðaldra karlmenn í jakka-
S: fötum. Líklega hefúr sú sýn verið
SM' nokkuð nærri lagi og þótt miðaldra
karlmenn séu stórgóðir í bland verð-
ur að viðurkennast að bæjarstjórn
sem eingöngu er skipuð þeim þjóð-
félagshópi nær illa að endurspegla
það samfélag sem við búum í.
Á lista Samfylkingarinnar og
óháðra er ungt og kraftmikið fólk í
bland við reynslubolta. Auk þess em
þrjár konur í efetu fjóram sætunum.
Sú endumýjun sem átt hefur sér stað
á ffamboðslistum Skagamanna hef-
ur nær öll verið hjá Samfylkingunni.
I baráttusætunum situr ungt fólk
sem er tilbúið að leggja sitt af mörk-
um til að gera Akranes að betri bæ
og á stefhuskránni er m.a. að byggja
nemendagarða og að stórbæta að-
stöðu til fjamáms.
Framtíðin byggist á ungu fólki og
ég tel að endurnýjun í sætum bæjar-
stjórnar sé bæði eðlileg og nauðsyn-
leg. Því miður held ég að viðhorf
mitt til bæjarmála hér áður fyrr sé
lýsandi fyrir viðhorf margra af yngri
kynslóðinni en með því að kjósa
ungt fólk til forystu má breyta því.
Ég vil að ungir Skagamenn eigi sér
málsvara í bæjarstjórn.
Sigrún Osk Kiistjánsdóttir
Höf. skipar 4. sæti á lista
Samfylkingarinnar og óháðra
Frelsum aldraða
Málefhi aldraðra em í brennidepli
í þessari kosningabaráttu. Umræðan
hefur magnast í þjóðfélaginu og
samtök eldri borgara hafa verið
óþreytandi að vekja athygli á kjörum
og aðstæðum aldraðra. Umræðan er
ekki af tilefhislausu því kjör þessa
þjóðfélagshóps em því miður ekki
sæmandi okkar ríku þjóð.
Vandinn er ríkið
Helsti vandinn er að málaflokkur-
inn er á ábyrgð og í höndum ríkis-
valds sem hefur ekki hirt um að
sinna honum sómasamlega. Oldrun-
arstofnanir era fjárhagslega sveltar,
launakjör starfsfólks em léleg og
sveitarfélögin hafa legið undir hót-
unum um greiðslu rekstrarhallans
sem skapast af ónógum fjárveiting-
um. Dvalarheimilum er breytt í
sjúkrastofhanir vegna skorts á
sjúkrarýmum og til að auka tekjur
sínar. Síðan er sveitarstjómum legið
á hálsi fyrir að leysa ekki þau fjár-
hagslegu og húsnæðislegu vandræði
sem af þessu skapast í heimabyggð.
Þetta er óþolandi ástand og verður
ekki lagað nema að málaflokkurinn
verði tekinn úr höndum úrræða-
lausrar ríkisstjómar.
Yfirtaka er nauðsyn
Sá sem þekkir söguna man efrir
hliðstæðum. Grunnskólinn var að
dragast upp þegar hann var á for-
ræði ríkisins. Þar réðu ráðherrar
Sjálfetæðisflokkins árum saman og
héldu kirkingartaki sínu á grtum-
skólanum, þannig að hann hvorki
þróaðist né dafnaði. Þegar sveitarfé-
lögin yfirtóku málaflokkinn varð
heldur en ekki breyting á. Starfið
blómstrar, húsnæði og tækjavæðing
er til fyrirmyndar og launakjör
kennara hafa stórbatoað. Það sama
þarf að gerast með málefhi eldri
borgara. Það er óþolandi að Sjálf-
stæðisflokkurinn komist upp með
það að beita sömu greipinni og hann
gerði með grunnskólann. Þess vegna
þarf að ffelsa eldri borgara ffá forsjá
ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðis-
flokkins. Ráðherrar flokksins hafa of
lengi skammtað fjármuni úr hnefa til
aldraðra og það tekur úr hnjúkunum
þegar þeir reyna að slá um sig með
yfirboðum nú fyrir kosningar. Þeir
hefðu átt að nota allan þann langa
tíma sem þeir hafa setið í rfkisstjóm
til að leysa vandann, en það hafa þeir
ekki gert. Það er Sjálfstæðismönn-
rnn til skammar.
Sveitarfélögin gera betur
Akraneskaupstaður er fjárhags-
lega sterkur og vel rekinn. Bænum
er ekkert að vanbúnaði að yfirtaka
málefhi eldri borgara og sinna þeim
af alúð eins og málum annarra hópa.
Til þess þarf að taka málið úr hönd-
um ríkisins og fá til þess þá fjármuni
sem nægja til að sinna því af metnaði
og reisn. Samfylkingin mun berjast
fyrir því að bæjarfélagið fái yfirráð
yfir málaflokknum sem fyrst og að
hann verði tekinn úr höndum ríkis-
valds sem sinnir málefnum eldri
borgara með hangandi hendi.
Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar
ogformaður Bæjarráðs
Akraneskaupstaðar
1100 ára búseta er
lögum æðri
Á aðalfundi Búnaðarsamtaka
Vesturlands, sem haldinn var í
Fossatúni 5. apríl sl., var mótmælt
vinnubrögðum kröfunefndar rflds-
ins í óbyggðamálum og þess krafist
að rfldð láti af stefhu sinni í þessum
málum. I greinargerð með ályktun-
inni segir: „Við mótmælum því að
fornir samningar, eignaskipti og
landamerkjabréf sem era meira en
hundrað ára gömul og enginn hef-
ur hreyft mótmælum við af nær-
liggjandi landeigendum séu ekki
tekin gild eða sem einskisverð
plögg. Þá mótmælum við þeim
fjáraustri ríkisins sem farið hefur til
kröfunefhdar ríkisins óbyggðamál-
um tengd. Við teljum það for-
gangsmál að öllum landeigendum
sem þurft hafa að kaupa sér
málsvörn til að verja sínar eignir
verði sá kostnaður endurgreiddur
að fullu. Ellefu alda búseta á Islandi
hefur skapað hefð sem öllum lög-
um er æðri.“
MM
t
Okkur langar að þakka öilum
sem sýndu okkur vináttu og hlýhug
vegna andláts móður okkar
Unnar Pálsdóttur
Fróðárstöðum
Starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra færum við bestu
þakkir fyrir vináttu og umönnun.
Elín Birna, Sigríður, Gerður
og Ingibjörg Daníelsdætur.
SkagaMfrkin
Stuðningsmannafélag ÍA
Minnum á fyrsta deildarleik sumarsins í
Grindavík n.k. sunnudag kl. 16:00.
Rútuferðir frá Cafe Mörk við Skólabraut
stundvíslega kl. 14:00.
Frítt í rútu gegn framvísun
félagsskírteinis.
lOOO.-kr í rútu fyrir aðra.
Skráning í rútu fer fram í tölvupósti
axelmk@simnet.is
Minnum skráða meðlimi á að borga
félagsgjöld svo hægt sé að afhenda félagskort.
www.skagamorkin.com