Skessuhorn - 10.05.2006, Page 19
gSESSUHÖEM
MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 2006
19
Meirihlutinn brennir
af í dauðafæri
Við upphaf kjörtímabilsins sem
nú er senn á enda var biðlisti á leik-
skólum. Svo er enn eftir íjögurra ára
valdatíð núverandi meirihluta bæjar-
stjómar. Fyrir Ijórum árum sagði ég
að nægt leiksskólarými og nægar
lóðir undir sérbýb væm forsenda
íýrir því að Akranes tæki slaginn
með nágrannasveitarfélögum.
Ljóst var þá að uppboðsleið
Reykjavíkurbstans í lóðamálum og
leikskólabiðbstamir sköpuðu sókn-
arfæri fyrir nágrannsveitarfélögin,
þ.á.m. Akranes. En meirihlutinn
brenndi ilblega af í þessu dauðafæri
sem lagt var upp fyrir hann. Aðhafð-
ist nákvæmlega ekkert fyrr en nú
loks á vordögum - korteri fyrir
kosningar.
Þá er rokið upp til handa og fóta
með skyndireddingum. Færa skal
100 fermetra hús sem stendur á lóð
FVA inn á tiltölulega btla lóð leik-
skólans Garðasels. Ofan á „nýbygg-
inguna" bætast um 40 börn við þau
sem þar em fýrir. Lóðin hefur aftur
á móti ekkert stækkað. Og ef á sam-
kvæmt vilja meirihlutans að stækka
samtímis leikskólarm sem nemur
tveimur deildum, ja hvar eiga böm-
in að leika sér utandyra?
Einhverra hluta vegna vora svona
vinnubrögð ekki næg ástæða til að
hrekja núverandi meirihluta frá
völdum árið 2002. Kjósendur í kom-
andi bæjarstjómarkosningum verða
að gera upp við sig hvort þeir telja
að vinnubrögð af þessum toga sé
hægt að h'ða næstu fjögur árin.
Búið er að skipulegga lóð fýrir sex
deilda leikskóla í Flatahverfi. Bygg-
ing hans tekur einungis nokkra
mánuði. Þessu hefði vel mátt ljúka
fýrir kosningar. Strax eftir kosning-
ar er það vilji okkar sjálfstæðismanna
að leikskóli í Flatahverfi verði
byggðursem framtíðarúrræði. Jafh-
ffamt þarf að hugsa um ffamtíðar-
staðsemingu fýrir næsta leikskóla.
Að mínu mati væri Neðri-Skaginn
líklega góðtn kostur en það þyrfri að
skoða vel áður en ákveðið yrði hvaða
staðsetning hentaði best.
Það er sorgleg staðreynd að leik-
skólamálum skub hafa verið klúðrað
svo ilblega á sama tíma og íbúafjölg-
Skot ífótinn
í Skessuhorninu þann 3. maí s.l.
skrifar Guðsteinn Einarsson ein-
kennilegt greinarkorn sem hann
kallar skýr skilaboð til kjósenda í
Borgarfirði. Hann spyr hvort
menn vilji áframhaldandi dugleysi
og vandræðagang við stjórnun
hins nýja sveitarfélags. Hefur
Guðsteinn verið að fýlgjast með
uppbyggingu í Borgarbyggð síð-
asta kjörtímabil? Hann hlýtur að
eiga við eitthvert annað sveitarfé-
lag. A síðasta kjörtímabili og því
sem nú er að líða hefur bæjarstjórn
Borgarbyggðar keypt eignir m.a.
af fýrirtækjum til að flýta fýrir
uppbyggingu og fýlgja eftir aðal-
skipulagi. Þessi uppkaup hafa kost-
að sveitarfélagið tæplega tvö
htmdruð milljónir. Má þar nefha
eignir Kaupfélagsins við Skúla-
götu, eignir Borgarnes kjötvara í
Brákarey og hús Sparisjóðs Mýra-
sýslu við Borgarbraut. Þessar
ákvarðanir eru teknar af meirihlut-
anum í bæjarstjórn Borgarbyggð-
ar. Með þessu hefur fýrirtækjun-
um verði gert kleift að byggja yfir
starfsemi sína annarsstaðar og nú
síðast hefur bæjarráð Borgar-
byggðar tekið jákvætt í hugmyndir
sem snúa að eflingu stórgripaslát-
urhúss í Brákarey. Þessar ákvarð-
anir hafa leitt til þess að störf eru
tryggð og fýrirtæki verða sam-
keppnishæfari.
Uppbygging
Uppbyggingin sem nú á sér stað
í Borgarnesi og sveitarfélaginu
öllu á sér varla hliðstæð dæmi. Ut-
hlutað hefur verið lóðum fýrir um
150 íbúðir og unnið er að skipulagi
fýrir 100-200 íbúðir í nýju hverfi í
Bjargslandi og ætti það svæði að
verða tilbúið til úthlutunar nú síð-
sumars. Þá hafa verið skipulagðar
lóðir fýrir íbúðabyggð á Varma-
landi. Uthlutað hefur verið á ann-
an tug lóða til fýrirtækja sem sum
hver hafa þegar byggt yfir starf-
semi sína. Uppbygging á öðrum
sviðum er líka mikil. Keypt var hús
fýrir starfemi Tónlistarskóla Borg-
arfjarðar. Byggð var ný deild við
leikskólann í Hraunborg á Bifröst,
leikskólinn Klettaborg í Borgar-
nesi var stækkaður, byggja á nýjan
þriggja deilda leikskóla í Bjargs-
landi fyrir 120 miljónir á þessu ári.
Keypt var húsnæði fýrir starfsemi
grunnskólans á Varmalandi fýrir
50 milljónir, lóð grunnskóla Borg-
arness standsett með uppsetningu
leiktækja og gervigrasvallar sam-
tals framkvæmdir þar fýrir 40
millj. I samstarfi við Orkuveitu
Reykjavíkur á sér stað mikil upp-
bygging í veitumálum í sveitarfé-
laginu. Verið er að leggja nýja
vatnsveitu frá Bifröst í Borgarnes
og framundan eru miklar fram-
kvæmdir við fráveitu og lagningu
ljósleiðara. Þessar framkvæmdir
munu stórbæta aðstöðu fýrirtækja,
íbúa og sumarhúsaeigenda í sveit-
arfélaginu. Svona hröð uppbygg-
ing verður ekki nema með „vaxta-
verkjum“ sem þó hafa verið í lág-
marki hér í Borgarbyggð.
Menntun og menning
Menntamálaráðherra tók
skóflustungu að nýju húsi Mennta-
skóla Borgarfjarðar þann 4. maí s.l
en skólinn hefur starfsemi sína
haustið 2007. Menntaskólinn
mun fjölga hér störfum og efla
héraðið sem mennta- og menning-
arsvæði. Nýtt ráðhús fýrir star-
femi sveitarfélagsins var vígt nú
síðasta laugardag og næsta laugar-
dag verður opnuð glæsileg sýning
Landnámsseturs Islands sem mun
un hér á Akranesi hefur verið minni
en meðaltalsfjölgun yfir landið allt.
Allar forsendur vora til þess að mæta
þeirri þörf effir leikskólaplássum
sem safnast hefur upp. Onnur sveit-
arfélög, sem keppa við okkur um
fjölskyldufólk, hafa notið góðs af lé-
legum sóknarleik meirihlutans.
Dæmi era um að íbúum sveitarfé-
lags í beinni samkeppni við Akranes
hafi fjölgað þrefalt meira en hér. Er
ekki kominn tími til að skipta inn á?
Eydís Aðalbjömsdóttir
Höf. skipar 3. sæti á lista
Sjáljstteðisflokksins á Akranesi.
laða ferðamenn í gamla bæinn í
Borgarnesi og héraðið allt.
Kraftur og
þor í nýju sveitarfélagi
Meirihluti Sjálfstæðismanna og
Borgarbyggðarlista í Borgarbyggð
hefur lagt sig fram um að standa
með einstaklingum, fyrirtækjum
og Viðskiptaháskólanum á Bifröst
að atvinnuuppbyggingu í sveitarfé-
laginu til að tryggja störf og
áframhaldandi vöxt. Hræðsla
Guðsteins við óbreytt ástand hlýt-
ur því að flokkast undir það að
skjóta sjálfan sig í fótinn.
Hvað áframhaldandi samstarf
varðar er það forystumanna hvers
framboðs að afloknum kosningum
að skoða. Það ræðst ekki á síðum
dagblaða. Það er hinsvegar ljóst að
uppbygging og kraftur í Borgar-
byggð undanfarið kjörtímabil
skýrist af stærstum hluta af því
hvernig haldið var þar um stjórn-
völinn af meirihlutanum. Það
skiptir því máli hverjum þú greiðir
atkvæði þitt lesandi góður.
Helga Halldórsdóttir,
forseti bæjarstjómar
Borgarbyggðar.
Fréttavefur Vesturlands
www.skessuhorn.is
7'enninn~d±
Aukin
þjónusta við
aldraða á
Akranesi
A fjörlegum fundi frambjóðenda
Framsóknarflokksins á Akranesi
með eldri borguram í Bíóhöllinni
2. maí síðastliðinn tilkynnti Siv
Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra að fimm
dvalarrýmum yrði breytt í hjúkrun-
arrými á Dvalarheimilinu Höfða. A
sama fundi greindi ráðherra frá því
að tekin hefði verið ákvörðun um
að styrkja og efla heimahjúkrun á
vegum heilsugæslunnar á Akranesi
með því að tvöfalda ffamlög til þess
verkefnis í bænum. Undanfarið
hefur verið veitt heimahjúkrun og
þjónusta að degi til virka daga og
ekki um helgar. Nú mun eldri
borguram standa til boða þjónusta
fram á kvöld alla daga, líka um
helgar.
Stefna okkar framsóknarfólks á
Akranesi er aukin áhersla á fjöl-
breytta valkosti til búsetu fyrir
aldraða. Með framangreindri
ákvörðun ráðherra er enn frekar
stuðlað að samþættingu heima-
hjúkranar og heimaþjónustu á
Akranesi og öldraðum gefinn kost-
ur á búa við öryggi og góða þjón-
ustu á eigin heimili eins lengi og
mögulegt er. Framundan er enn
frekari aukning heimaþjónustunnar
á Akranesi og munu á seinni hluta
ársins 2006 verða teknar upp
heilsueflandi heimsóknir til íbúa
sem era 75 ára eða eldri.
Spár gera ráð fýrir að á næstu
tveimur áratugum muni fólki á eft-
irlaunaaldri fjölga um tæp 70% hér
á Akranesi. Mikilvægt er að auka og
bæta lífsgæði allra íbúa á Akranesi
en aldraðir þurfa að njóta sérstaks
forgangs í þeim efnum. Að því
stefnum við ffamsóknarfólk með
ykkar stuðningi.
Guðmundur Pálljónsson
bæjarstjóri,
Höf. skipar 1. sæti á lista Fram-
sóknarflokksins á Akranesi.
LATTU OKKUR FA ÞAÐ
ÓÞVEGIÐ
Efnalaugin Múlakot ehf.
Borgarbraut 55
310 Borgarnesi
Sími 4371930
T.d. lágmynd meó
merki
Fjölhrautaskóla
Vesturlands
og Akrafjallinu
SOLUSTAÐUR:
DYRFINNA TORFADÓTTIR
FINNUR ÞÓRÐARSON
gullsm. - skartgripah.
Safnasvseöinu Görðum
Akranesi
Sími 464 3460 - 862 6060