Skessuhorn - 16.08.2006, Síða 7
.iSESSíiHöBE
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006
7
tíma. Síðan fannst mér þetta bara
svo gaman.“ Hverju sem um var að
kenna þá er víst að Finnur Torfi
fékk áhuga á ýmsum lögfræðileg-
um spursmálum. „Eg var um tíma í
stjórn Skotveiðifélags Islands og
við vorum að velta fyrir okkur rétti
okkar til veiða í landinu. Þá komu
upp ýmis lögfræðileg álitamál sem
ég hygg að hafi átt þátt í því að ég
fór í lögfræðina," segir hann.
Það er hins vegar ekki allt sem
heillar Finn við lögfræðina, sumir
þættir hennar skipta hann meira
máli en aðrir. „Eg hafði áhuga á
eignarétti, ekki síst landréttindum
almennings, almannarétti. Kröfu-
réttur sem sumir lögfræðingar telja
þungamiðju lögfræðinnar fannst
mér alltaf einhvers konar við-
skiptafræði." Aðspurður um þjóð-
lendulögin sem hafa verið í deigl-
unni undanfarin ár, en þar er tekist
á um eignarréttinn, segist Finnur
ekki mjög hrifinn af því. „Mér
fannst þetta vera fínt eins og það
var að til væru eigendalaus lönd,
þannig hafði það verið frá upphafi,
og mér fannst ekki nauðsynlegt að
stofna þjóðlendur í eigu ríkisins.
Ríkið hafði allar heimildir til að
nýta sér löndin, t.d. til virkjana.
Það var í sjálfu sér ágætt að fá úr
því skorið hvað væru eignarlönd
og hvað eigendalaus svæði, en til
þess þurfti ekki að stofha þjóð-
lendur.“
Líf mannsins
í náttúrunni
Árið 1989 gaf Finnur Torfi út
sína fyrstu ljóðabók, Einferli. Þeg-
ar hann er spurður að því hvers
vegna hann hefði ekki gefið út ljóð
fyrr á ævinni segist hann líklega
hafa verið seinþroska í þessu eins
og öðru. „Það er hins vegar gríðar-
lega erfið ákvörðun fyrir fullorð-
inn mann að gefa út ljóðabók,"
segir hann. „Ljóð eru mjög per-
sónubundin og
uppsprottin af
einkanlegum til-
finningum. Að
gefa út ljóðabók
er að bera tilfinn-
ingar sínar á torg
og það er svolítið
erfitt. En þegar
maður hefur gert
það og fær
þokkalegar við-
tökur líður
manni betur á
eftir.“ Finnur
Torfi segist alltaf
hafa ort en
kannski ekki
stöðugt og af
mikilli alvöru
fyrr en fyrsta
bókin kom út.
Nú hafa komið
út fimm ljóða-
bækur eftir hann
og sú nýjasta,
Myndir úr vík-
inni, hefur að
geyma stemn-
ingsmyndir úr Englendingavík þar
sem hann býr.
Finnur segir að margir hafi
komið að máli við hann þegar
hann hætti sem dómari og spurt
hvort hann mundi ekki flytja suður
en hann sjái enga ástæðu til þess.
„Eg á ekki bara heima í húsi hérna,
ég bý í lifandi náttúru og er orðinn
hluti af þessu lífi með ýmsum
hætti. Eg renni fyrir fisk í fjörunni,
ræ út á bát og sé um æðarvarp fyr-
ir björgunarsveitina í Litlu-Brák-
arey. Mér fellur svo vel hér að ég
hef ekki hugsað mér að fara neitt,
þó það gerist kannski einhvern
tímann, hvað veit ég?“
Finnur Torfi segir að náttúran
skipti sig gríðarlega miklu máli og
þess sér stað í ljóðum hans. „Meg-
instefið í ljóðum mínum eru líf
mannsins í náttúrunni. Mér er
Horftyfir Englendingavík.
þannig farið eins og mörgum að
mér ofbýður yfirgangurinn gegn
náttúrunni, þetta er eins og fleinn í
holdi manns. Það þarf að nást sátt
um nýtingu á landinu án þess að
náttúruverðmætum sé spillt í stór-
um stíl. Þjóðin öll þarf að ná sátt,“
segir Finnur. Og ekki bara hvað
varðar náttúruna.
„Mér ofbýður þessi misskipting
auðs og efnislegra gæða sem er í
landinu og held að það sé mjög
brýnt verkefni fyrir stjórnmála-
menn að reyna að hamla gegn
henni. Mörg þúsund manns hafa
nú meiri tekjur af fjármagni sínu
en af launum og margir eru ein-
göngu með fjármagnstekjur.
Hvaðan kemur þessu fólki þessi
auður? Getur verið að þetta sé
eitthvað annað en það sem vinn-
andi fólk skapar með blóði sínu,
svita og tárum? Ég minnist þess að
kaþólska kirkjan taldi á miðöldum
að það væri ósiðlegt að taka arð af
dauðu fé. Svo fá menn arð af kvóta
sem þeim var úthlutað og þurfa
ekki að vinna fyrir. Þetta er í hróp-
legu ósamræmi við réttlætiskennd
alls þorra manna. I gegnum tíðina
hefur minn aflvaki ekki verið þau
laun sem ég hef þegið fyrir störf
mín, þó þau skipti stundum máli,
heldur ánægjan af því að verða að
gagni, að gera meðborgurum mín-
um gott. Þetta býr í flestum ef ekki
öllum, ekki síst þeim sem vinna
umönnunar- og þjónustustörf."
segir Finnur Torfi Hjörleifsson að
lokum.
-KÓP
Ljósm.: Finnur Torfi Hjörleifsson.
Borgarbyggð, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, Símans og
Rarik, óskar eftir tilboðum í verkið:
Gatnagerð og lagnir í Borgarnesi
Ugluklettur
Verkið er fólgið í lagnavinnu og gatnagerð. Fyrir
Borgarbyggð skal jarðvegsskipta í byggingareit leikskóla
og leggja götur og plön. Fyrir Orkuveitu Reykjavíkur skal
leggja holræsi, vatnslagnir, einfalt dreifikerfi hitaveitu
og fdráttarrör fyrir Ijósleiðara. FyrirSímann skal leggja
plaströr og strengi í sameiginlega skurði. Fyrir Rarik
skal sjá um jarðvinnu í sameiginlegum lagnaskurðum.
Helstu magntölur eru:
Gröftur........................... 4.000 m3
Bergskeringar....................... 800 m3
Fyllingar........................ 11.500 m3
Holræsalagnir....................... 200 m
Vatnslagnir.......................... 150 m
Hitaveiturör DN20-DN50.............. 300 m
Fjarskiptarör 012-50................ 400 m
Sfmalagnir, stofnrör 0 75............ 460 m
Símalagnir, strengir............... 1.500 m
Malbik............................ 3.400 m2
Kantsteinn.......................... 600 m
_ Skiladagar verksins koma fram í útboðsgögnum.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Borgarbyggðar,
Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi.
Verð útboðsgagna er kr.5.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað,
mánudaginn 28. ágúst 2006, kl 14:00
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs Borgarbyggðar
Verslunarrekstur og húsnæði
til sölu á Reykhólum
Auglýst er til sölu 72 fm. verslunarhúsnæði og rekstur dagvöru-
verslunar á Reykhólum í Austur Barðastrandasýslu auk umsjónar með
bensínafgreiðslu fyrir Olíufélagið ESSO. Gott tækifæri fyrir samhent
og kraftmikil hjón sem vilja reka sjálfstæða starfssemi. Tilboð óskast
Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Áhugasamir vinsamlegast hafi
samband við Jón Kjartansson í síma; 434 7890 eða 892 3830 fyrir 7. september nk