Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2006, Side 12

Skessuhorn - 16.08.2006, Side 12
I 12 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 ^neasuhv/Li Höfum skapað okkar paradís hér Rætt við Ritu og Pál um plönturækt, handverk og paradísina Grenigerði Páll og Ríta í garðinum í GrenigerSi. Rétt norðan við Borganes getur að líta bæinn Grenigerði, þakinn þölda fallegra trjá í ýmsum stærðum og gerðum. Þar hafa listahjónin Ríta Freyja Bach og Páll Jensen búið og starffækt gróðrastöð í tæp 30 ár við gott gengi. Þau eru heimafólki góð- kunn fyrir fallegar plöntur, kátlyndi og mikla þjónustulund svo ekki sé nefnt handverk þeirra sem undan- farið hefur notið síauldnna vinsælda og er nú selt á fimm stöðum um landið. Skessuhom sótti þau hjón heim og var vel teldð eins og vænta mátti. Markmiðinu náð Það var árið 1980 sem þau Ríta og Páll fluttu búferlum frá Ferjubakka með böm sín þau Guðríði Ebbu og Kristján Vagn. „Hér vora kannski um 40 tré dreifð um jörðina þegar við fluttum hingað, öll rétt um met- ers há. Þeim söfnuðum við saman og röðuðum upp á nýtt. Þá hófumst við handa við að planta trjám og rækta og þurftum við að læra allt sem því tengist ffá grunni," segir Páll. Ríta bætir við að þau hafi unnið úti fyrstu fimm árin auk þess að hafa 3 3 naut í uppeldi í fjósinu. „Á fimm árum var gróðrastöðin komin það vel af stað að við gátum nokkurn veg- in lifað af henni, á- samt nautauppeld- inu. Uppeldinu hættum við svo fyrir átta árum þegar handverkið var farið að gefa af sér. Við ætluðum okkur að hafa ein laun af handverkinu og ein af gróðrastöðinni og það hefur tekist,“ segir hún. Aðeins fyrsta flokks plöntur „Nú eru um 75 tegundir af plöntum til sölu í gróðrastöð- inni. Það selst mest af litlum birkiplönt- um sem era 18 saman í poka. Það er kannski einn fimmti af birld nýgræð- ingum sem við nomm í þessi búnt því ef plantan er of rýr þá hendum við henni. Við viljum bara selja fyrsta flokks plöntur, ekki annars flokks. Einnig selst vel af stórum stökum plöntum, þá helst birki, reynivið og grenigerðisviðju sem er talin harðgerð og dugleg planta,“ út- skýrir Ríta og bætir við; „Við erum ekld lengur með fjölær blóm en selj- um alltaf vel af rósum og sírenum. Það fer mest af þeim snemma á vor- in og seinnipart sumars. Birkið selst aftur á móti best um mitt sumar.“ Gott sumar fyrir plöntumar Páll og Ríta segja sumarið hafa verið hagstætt fyrir plöntumar. „Það var nokkuð kalt fyrripart stunars en nú er hlýtt og þá sprettur allt hratt. Ef það hefði verið of gott veður í allt sumar þá hefði gróðurinn vaxið of mikið og orðið dinglandi og linur. Ef það er engin stífni í gróðrinum þá bognar hann og fellur um koll, það era ekki fallegar söluplöntur,“ segir Páll og bætir við; „Ef hugsað er út ffá plöntunum þá er betra ef veðrið er í kaldara lagi. Þetta hefur alltaf gengið hjá okkur og gerir það ör- ugglega núna líka, sumarið hefur ekki verið svo slæmt fyrir okkur ef ég hugsa til baka.“ Skartgripir úr homxrni og hesthári Ríta og Páll nota einungis efni úr náttúrunni í handverk sitt. Þau vinna mikið með hom af kindum, kúm, geitum og hreindýrum í skartgripi og ýmsa aðra hluti sem þeim hefur dottið í hug að gera. „Eg tými engu að henda, bíð bara efidr hugmynd um hvað ég get unnið úr hlutnum, það er alltaf eitthvað sem hægt er að nota þetta í,“ segir Ríta með litla hníflu (h'tið kindahom) milh hand- anna og nefnir sem dæmi að gaman væri að nota hana í nælu. Skartgrip- irnir sem Ríta og Páll smíða úr hornum era pússaðir með pappír í mörgum grófleikum og svo að lok- um með tusku og þá kemur liturinn og glansinn ffam í beininu. „Nei ég lakka ekki yfir, glansinn kemur ffá beininu sjálfu, líkt og þegar steinn er bleyttur þá kemur liturinn ffam. Þá notum við fléttuð hesthár í festina sem er því mjög sterk,“ útskýrir hún. Vilja ekki hom af felldu dýri „Það er rosalega gaman að vinna með hreindýrahomin því þau eru svo falleg á litin. Það fer eftir því hvemig þau era skorin hvemig lita- munstrið kemur ffam í þeim,“ segir Ríta en úr hreindýrahornum gera þau mikið skartgripi og nálahulstur. Þegar þau eru spurð hvort ekki sé erfitt að fá hreindýrahom stendur ekki á svörum. „Nei aldeilis ekki. I byrjun þekktum við engan bónda fyrir austan svo við tókum ffam símaskránna og byrjuðum að hringja," útskýrir Páll og bætir við; en homin verða að hafa fallið sjálf af dýrinu, annars era þau ekki útvaxin." ,Já við getum ekki notað hom af felldu dýri. Bændumir taka homin með sér heim úr haganum af göml- um vana og svo safnast þau saman við húsvegginn. Skiljanlega urðu þeir voða fegnir þegar við hringdum og buðumst til að kaupa þau. Feng- um til að mynda heilt bretti frá ein- um bóndanum,“ segir Ríta hlæjandi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.