Skessuhorn - 16.08.2006, Síða 15
SSESSíMöEK
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006
15
Samningur um könnun á
ímynd Vesturlands
Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaSur RannsóknarmiSstöðvarinnar á Bifröst og Helga Halldórsdóttir formaó-
ur SSV haldsala samninginn eftir undirritunina.
Á síðastliðinn
þriðjudag undirrit-
uðu Helga Hall-
dórsdóttir, formað-
ur SSV og Grétar
Þór Eyþórsson, for-
stöðumaður Rann-
sóknarmiðstöðvar-
innar á Bifröst sam-
starfssamningur um
könnun á ímynd
Vesturlands í augum
íbúa höfuðborgar-
svæðisins. Undir-
skriftin fór fram á
Hótel Hamri
Borgarnesi. Úrtakið
eru 1500 einstak-
lingar sem fá senda
póstkönnun þar sem spurt verður
um viðhorf þeirra til Vesturlands í
þrjátíu spurningum. Rannsóknar-
miðstöðin sér um alla framkvæmd
könnunarinnar.Verkið er komið
vel af stað og munu niðurstöðurn-
ar liggja fyrir um mánaðarmótin
október-nóvember. Samningurinn
er hluti af vaxtasamningi og er
hann framlag SSV.
Þessi könnun og samningurinn
um hana er framhald af farsælu
samstarfi SSV og Rannsóknarmið-
stöðvarinnar sem hófst með ráð-
stefnunni „Á fleygiferð", sem
haldin var á Bifröst í janúar sl.
SO
Svartur föstudagur
Alls urðu m'u umferðaróhöpp í
umdæmi lögreglunnar í Borgar-
nesi í síðustu viku og þar af 5 á
föstudeginum 11. ágúst. Tvö
þeirra urðu við Lyngholt í Leirár-
sveit og þar slösuðust tveir öku-
menn í útafkeyrslu og aftaná-
keyrslu. Eitt slys varð við útafakst-
ur og veltu í Hásasveit þar sem
ökumaður sofnaði undir stýri, þar
voru ökumaður og farþegi flutt á
sjúkrahús.
SO
Onnur bifreiðin sem illafór
fyrir í slysunum við bainn
Lyngholt í Hvalfjarðarsveit á
síðastliðinn fóstudag.
Ljósm.: Jón Valgeir Viggósson.
Brodending
Flugmaður fisflugvélar slapp
með skrekkinn og sár á fingri þeg-
ar honum hlekktist á í flugtaki inn
við Reyðarvatn sl. laugardag. Flug-
vélin missti skyndilega afl í flugtak-
inu og brotlenti hann flugvélinni
nærri vaminu. Mun flugmaðurinn
hafa gle^mit að skrúfa ffá bens-
ínkrana áður en hann fór í loftið og
því komst flugvélin ekki lengra.
Fóru menn ffá björgunarsveitinni
Oki á staðinn ásamt lögreglunni í
Borgarnesi og var flugmaðurinn
fluttur landleiðina til byggða. SO
LATTU OKKUR
FÁÞAÐ
ÓÞVEGIÐ
r r
m
C \r,r.lnjjo )
Efnalaugin Múlakot ehf
Borgarbraut 55
310 Borgarnesi
Sími 4371930
Borgarbyggð
Starfsmaður óskast
Starfsmaður ( kona ) óskast í
íþróttamiðstöðina Kleppjárnsreykjum
Um að ræða 100 % starf. Umsækjandi þarf að hafa náð
18 ára aldri og geta hafið störf nú þegar.
Starfið felur í sér umsjón og gæslu mannvirkisins,
baðvörslu ( kvennaklefar), þrif, afgreiðslu o.fl. uppgjör,
innkaup, eftirlittækjamála o.þ.h.
Starfsmaðurinn þarf að hafa ríka þjónustulund að
upplagi, gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og
skilningá íþrótta- og æskulýðsstarfi. Laun samkvæmt
launatöflu Kjalar.
Skllyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist
hæfnipróf sundstaða.
Vinnustaðurinn er reyklaus.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Borgarbyggðar
Borgarbraut 14.
Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi á
bæjarskrifstofu eða í síma 433-7122.
Netfang: indridi@borgarbyggd.is
Umsóknarfrestur er til miðvikudags 23. ágúst n.k.
íþrótta- og æskulýðsfuiltrúi
Matgæðingaveisla í
Landnámssetrí
Næstkomandi fimmtudagskvöld
verður aftur matgæðingaveisla með
notarlegri kvöldvöku í Landnáms-
setri. Landnámssetur ætlar að
byggja upp þá hefð að fimmtudags-
kvöld verði að notarlegri samveru-
stund með úrvals matseld og söng
og sögum.
Þegar gestir koma í hús bíður
eitthvað óvænt ffá mat-listamanni
kvöldsins. Þá mun góður sögumað-
ur taka við og segja það sem honum
liggur á hjarta. Á undan og eftir
munu tónlistarmenn syngja eða
leika nokkur lög.
Núna á fimmtudaginn mun
gestakokkur kvöldsins verða Elísa-
bet Halldórsdóttir ffá Breiðabóls- |
stað. - Beta er galdrakona.!!!! *
Þá mun Kjartan Ragnarsson |
syngja ástarkvæði Olafs Kárassonar
Ljósvíkings og annað sem honxnn s
liggur á hjarta
Sögumaður kvöldsins er svo
Hjörleifur Stefánsson frá Litlu-
Brekku. Hann mtm segja sögur af
álfum, draugum, marbendlum og
annari óværu.
Það er hugmyndin að fimmtu-
dagskvöldin í Landnámssetri verði
eitthvað sem Vestlendingar geta
gengið að sem vísu.
(Fre'ttatilkynning)
V
Framandi réttir í b/and
við þá gömíu oi .
Mánudaga - miðvikudaga: 12:00-18:00
fimmtudaga og laugardaga: 12:00-20:00
föstudaga og sunnudaga: 14:00-20:00
Barinn er opinn frá kl: 18:00 föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld.
Trúbadorínn Heimir Jóhannsson skemmtir gestum
laugardagskvöldið 19. ágúst frá 22:00 - 01:00
Paradísar kvöldverður á laugardagskvöld!
3 rétta matseÖill á góÖu verÖi
BorÖapantanir í síma 525-8441.
Einstaklingar og fyrirtæki athugiÖ
Verðum með iólahíaðborð í nóvember og desember.
Tilvalið fyrir stóra sem litla vinnustaði, vini, fiölskyldur og aðra sem vilja
upplifa frábæra stemningu í faílegu umhverfi.
Lystisemdir ehf, veisluþjónusta
Kaffi Raradís - Lystisemdir ehf. - Munaðárnesi. Sími: 525-8441
s
/