Skessuhorn - 16.08.2006, Síða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006
^ousunu^.
'ðMUJin—,-
Osýnileg löggœsla
Ég æda í þetta sinn að skrifa pistíl
um löggæslu og eftirliti hér við
Borgarbrautina í Borgamesi en þar
er oft stundaður glæfraakstur sem
ekki er hægt að sætta sig við lengur.
Þessi kvöldstund er þó ekkert eins-
dæmi þar sem það má eiginlega segja
að þetta sé daglegur viðburður hér í
Borgamesi.
Það er komið ffam yfir kvöldmat-
artíma og fréttir búnar í sjónvarpinu
og fastir þættir teknir við í dag-
skránni. Ég sit í stofunni sem snýr
glugga að aðalgötu bæjarinns og þar
sem það hefur verið heitt í veðri, þá
era gluggar opnir til að fá ferskt loft
inn.
Rúntaramir byrjaðir að keyra upp
og niður götuna á bílum sínum sem
era í misgóðu ástandi hvað varðar
haltu-kjafti-kerfin undir þeim. Sum-
ir með sérsmíðuð kerfi sem auka
frekar á hávaða bflanna heldur en hitt
og hljóðin í þeim ákaflega hvimleið.
Éretir eins og í kettí sem hefur lifað á
úldnum fisld í langan tíma, bara all
nokkuð háværari ef eitthvað er þegar
gefið er inn. Síðan era það hljóm-
flutningstækin í þesstun bflum. Ekk-
ert nema gott um það að segja að fólk
geti hlustað á sína uppáhaldstónlist
þegar það krúsar um bæinn sér til
skemmtunar. En þegar tónlistin er
orðin íbúum þeim er búa við þær
götur sem rúntaramir leggja leið sína
um orðin það hávær að það þarf
þrefalt öryggisgler til að halda henni
úti, þá er það orðið of mikið af því
góða. Persónulega stendur mér al-
gerlega á sama um tónlistarflutning í
sjálffennireiðum enda nýti ég mér
það sjálfur þegar það á við, en marga
hef ég heyrt kvarta undan þessu og
hef heyrt raddir þess efhis að ákveðn-
ir aðilar gætu átt von á því að fá á sig
kærur þegar komið er ffam yfir á-
kveðin tímamörk enda flest af því
fólki í vinnu og þarf að vakna
snemma.
I landi andfætlinga okkar, Ástralíu,
er búið að setja upp búnað á götu-
ljósum og
gatnamótum
sem mælir há-
vaða í næsta
nágrenni á-
samt mynda-
vélarbúnaði, ekki ósvipuðum hraða-
myndavélum hér heima, sem tekur
myndir af hávaðaseggjum og fá þeir
síðan sendan sektarmiða ásamt rukk-
un fýrir að vera með óþarfa hávaða á
almannafæri.
Hér í Borgamesi er hins vegar
annað áhyggjuefhi sem sækir hvað
mest á okkur sem búum við þessa að-
algötu bæjarins, en það er hraðakstur
í stórum stíl og þá sérstaklega á
kvöldin. Þetta fimmtudagskvöld
horfði ég svo dæmi sé tekið þrisvar
sinnum á kappakstur bfla ffam hjá
pósthúsinu og þar var í öll skiptin
reynt að taka framúr öðrum bfl við
gatnamót og á gangbraut. Þama eru
þrjár gangbrautir með stuttu millibili
og miðað við hraðann á bíltmum í
þessi skipti, þá hafa þeir ekki verið
tmdir 70 til 90 km hraða, en það er
ekkert óalgengur hraði á virkum
kvöldum hér fyrir ffaman hjá okkur.
Þetta sér maður a.m.k. á hverju
kvöldi og off á kvöldi.
Lögregluna sér maður hins vega
ekki nema á leið í útkall eða á leið
heim úr útkalli. Virkt eftirht á kvöld-
in á virkum dögum virðist ekki vera
nógu mikið ef grannt er skoðað.
Eitt mætti þó gjaman gera, en það
er að setja hraðaþrengingar við gang-
brautir hér á aðalgötunni og væri það
strax til bóta og mundi draga úr þeim
ofcaakstri sem er stundaður hér á
kvöldin. Það væri þó betra ef lögregl-
an færi að verða sýnilegri á kvöldin á
virkum dögum og tæki á þessu
vandamáli af talsverðri hörku áður en
slys hlýst af.
Eða? Þarf að verða slys sem veldvu-
dauða eða örkuml áður en eitthvað
verður gert?
Hrafnkell Daníelsson
Myndin er tekin af Flateyjarkirkju fyrr í þessum mánuði. Fyrir aftan má sjá elstu bókhlöðu landsins en hún var reist árið 1864 á mesta
blómaskeiði menningarlífs í Flatey.
Flateyjarkirkja fær andlitslyftingu
Flatey hejur verið listamönnun og jrœðimönnum upplifun ogfjölbreytt yrkisefni og
eru myndir Baltasar og Kristjönu Samper gott díami um það. Myndefnið sóttu þau hjón
í mannlíf og atvinnuhætti eyjanna í Breiðafirði.
Ráðist verður í það verkefni að
gera við Élateyjarkirkju innan
skamms en kirkjan stendur undir
miklum skemmdum af völdum
raka. Kirkjan, sem var byggð árið
1926, var teiknuð af Guðjóni Sam-
úelssyni en hann teiknaði meðal
annars Þjóðleikhúsið í Reykjavík.
Kirkjan er steinsteypt, og fagur-
lega skreytt loftmyndum og altari-
stöflu eftir listamennina og hjónin
Kristjönu og Baltasar Samper en
þau fengu hófu það verk árið 1960.
Þar sem tvöfaldir veggir kirkjunn-
ar eru illa einangraðir skemmdist
listaverkið mikið af völdum raka
og fengu hjónin það hlutverk að
skreyta kirkjuna öðru sinni árið
1990.NÚ þegar er farið að sjást lít-
illega á listaverkunum og því tíma-
bært að ráðast í þessar viðgerðir og
þar með viðhalda ódauðleika
verksins.
Magnús Sigurðsson sem situr í
sóknarnefnd sagði í samtalið við
Skessuhorn, að viðhald kirkjunnar,
sem fagnar 80 ára afmæli sínu á ár-
inu, sé eilífðarverk og einungis séu
liðin tíu ár síðan sprunguviðgerðir
á kirkjunni voru gerðar. „Það
stendur til að skipta um þak en
einnig þarf að skoða múrhúðina á
norðanverðri kirkjunni sem er
mjög léleg. Þá þarf að einangra vel
milli veggja til að hindra að raki
geti myndast og eyðilagt bæði
kirkjuna og það sem inn í henni er.
Við höfum reyndar verið að kynda
kirkjuna frá því í vetur til að halda
rakastiginu niðri en það höfum við
ekki gert áður,“ sagði Magnús.
Að sögn Magnúsar er fjármagn
til staðar til að standa undir kostn-
aði af þessum viðgerðum en það
sem hefur tafið framvindu mála er
hversu erfitt hefur verið að fá iðn-
aðarmenn út í Élatey. Hann er
samt sem áður bjartsýnn á að haf-
ist verði handa innan skamms. „-
Baltasar er búinn að lofa okkar að
koma og skoða málverkið þegar
framkvæmdunum er lokið og þá
kemur í ljós hvort listamaðurinn
þurfi að taka upp pensilinn að
nýju,“ sagði Magnús að lokum.
KÓÓ
Greinarstúfur þessi er annar í röð-
inni af fjórum sem birtast munu í
blaðinu á næstunni. Lauslega má segja
að fjallað sé um umhverfis- og skipu-
lagsmál sem oft hafa leitað á höfundinn
á gönguferðum um bœinn og nágrenni
hans, sum stór, enflest smá.
Ofantil í bænum
Á undanfömum 10-15 árum hef
ég talsvert stundað göngu ffá Ár-
gerðarholti við Langá, um Einkunn-
ir og niður í Borgames eða öfúgt eða
þá mislanga hluta leiðarinnar. Þetta
eru líklega um 13 km, skemmtileg
leið um holt og mýrarstmd. Hún
batnaði mjög og fluttist frá umferð-
inni á hringveginum þegar hestagata
var gerð ffá hesthúsahverfmu niður
að Kárastöðum og reyndar aðeins
lengra. Ekki er sérlega erfitt að fara
yfir hringveginn nærri vegamótum
neðan Sólbakka. Ég vil þó koma
með þá ábendingu til sveitarstjóm-
armanna að fara þarf í smávægilegar
aðgerðir á þessum slóðum til að
gangandi séu þama sæmilega örugg-
ir.
Þjóðvegur eitt
Því er ekki að neita að lega þjóð-
vegar eitt í gegnum bæinn er og
verður efni til deilna. Ég á enga
snjalla lausn á lager, en sé hins vegar
margar blikur á lofri og ljóst að úr
klúðrinu verður vart bætt án ein-
hverra fóma. Það var erfitt að sjá nú-
verandi umferð fyrir þegar mistök
urðu við skipulag íbúðabyggðar í
Effi-Sandvík um 1970. Við þurfum
nú að súpa seyðið af því. Sumum
finnst lausnin liggja í augum uppi,
ströndinni verði einfaldlega fylgt
upp effdr framhjá Sandvíkinni og
neðan við Bjargslandið. Mikill skaði
er þó ef sandfjaran, klettar og skjól-
sælar víkur á þessu svæði verða
eyðilögð um alla ffamtíð.
Eitt elsta berg landsins
Borgames stendtu á fomu blá-
grýti, einu því elsta á landinu.
Hraunlögin era fjölbreytt og víða
sést í rauðleit millilög. I forsal land-
námssetursins (þökk fyrir það) blasir
lagskiptingin við svo ekki fer ffam-
hjá neinum. Þama ætti að setja upp
skilti með skýringartexta þar sem
fjallað er um bergrunninn og hinn
merkilega aldur hans. Ég þekki jarð-
ff æðinga sem myndu glaðir taka það
að sér. Blágrýtið má
heita einrátt í Nesinu,
þó er að minnsta kosti
ein undantekning. Ég
veit ekki hvort margir
hafa tekið effir líparít-
gangi innan um blá-
grýtið þar sem kletta-
nefin teygja sig lengst
til austurs við byggð-
ina í Bjargslandinu,
einmitt þar sem vegur
upp með því yrði trú-
lega lagður. Eklá er ég
að halda því fram að
líparítgangar séu sér-
lega merkilegir, nóg
er af þeim hérlendis,
sermilega í hundraða-
vís sunnan fjarðar. En
þessi er óvæntur í því samhengi sem
hann er. Víðar má sjá grænleitt grjót
í Borgarnesi, mest í Bjargslandinu,
en sumt af því er vafah'tið hitaum-
myndað blágrýtí, ég hef ekki kunn-
áttu til að greina það ffekar.
Þennan stað mættí e.t.v. forðast ef
vegurinn lægi utar, sem hann hæg-
lega gæti gert, á lágflæði má sjá
bakka á ál og markar hann eðlilega
legu vegarins, allt upp fyrir þar sem
öskuhaugar Borgnesinga voru fyrir
40 árum. Þessi bakki sést reyndar
betur úr lofri eða úr hlíðum Hafriar-
fyalls en úr bænum. En bæði strand-
vegur sem og vegur utar, myndu
kalla á ffekari uppfyllingar og bygg-
ingar innan við. Byggðin mun
þannig elta veginn hvar sem hann
verður lagður, með tilheyrandi inn-
keyrslum og nýjum slysagildrum,
eins og við sjáum nú gerast við brú-
arendann einmitt þessa dagana.
þessu ljósi má vera að færsla sé þeg-
ar allt kemur til alls tilgangslaus.
Vegagerð langt utan við ströndina er
líka dýr þó það sé skárri kostur en
rústun strandsvæðisins. Sennilegra
er einfaldast að láta veginn liggja
nokkum veginn þar sem hann er.
Núverandi vegstæði
er hættulegt
Því er ekki að neita að núverandi
vegstæði er mjög hættulegt sem
stendur og nauðsynlegt verður að
fara í dýrar öryggisbætur. Nauðsyn-
legt er að rífa byggingu Vegagerðar-
innar til að rýma fyrir almennilegu
hringtorgi, en örugglega er miklu ó-
dýrara að gera það heldur en að
leggjast í dýran strandveg, með
hvaða sniði sem slíkur vegur yrði. Ég
að Vegagerðin
hóti því að
flytja úr bæn-
um verði hún
að víkja ffá
núverandi stað, e.t.v. er hér komið
enn eitt dæmið um leynivald innra
kostnaðarbókhaldsins sem nú grefrir
undan hverri ríkisstofriuninni á fæt-
ur annarri. Flytji Vegagerðin verður
einnig minni þrýstingur á ffekari
uppfyllingar meðfram nýjum
strandvegi og mun tefja þær.
Núverandi vegur er mjög hættu-
legur á Hrafnaklettshæðinni,
kannski verður að sprengja eitt holt-
ið í viðbót. Það eru smámunir mið-
að við eyðileggingu strandarinnar
neðan Bjarglandsins. Einnig hefur
heyrst að færa ætti veginn vestur og
norður fyrir Hrafnaklettshæðina.
Það er möguleiki, en þá verður að
gæta þess að hh'fa verður öllum neðri
hluta Borgarfitjanna fyrir raski.
Granastaðasvæðið leynir líka á sér
og rétt að huga vel að áður en það er
rifið upp sem vegstæði að hluta eða í
heild, notum það frekar sem tjald-
stæði eða sem íbúðabyggð.
Brákarhlaup?
Þegar minnst er á Granastaði
dettur manni ósjálfrátt í hug flótti
Brákar undan Skalla-Grími. Væri
ráð að minnast þessa atbmðar með
árlegu Brákarhlaupi ffá Granastöð-
um niður að Brákarsundi. Er þessari
hugmynd varpað ffam til nánari út-
færslu fyrir íþrótta- og ferðafföm-
uði.