Skessuhorn - 16.08.2006, Side 17
^oustnuu i
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006
17
Stefiit að afliendingu fjölnota-
íþróttahúss 1. september
Fjölnota íþróttahúsið sem er í
byggingn á Jaðarsbökkum á Akra-
nesi verður að öllum líkindum tek-
ið í formlega notkun laugardaginn
2. september að sögn Harðar Kára
Jóhannessonar rekstrarstjóra
íþróttamannvirkja Akraneskaup-
staðar. Eins og ffam hefur komið í
fréttum Skessuhorns var upphaf-
lega stefht að vígslu hússins í vor og
í fyrstu voru nefndar dagsemingar í
maí. Síðar var stefht að vígslu 17.
júní og enn síðar 8. júlí. Að sögn
Harðar stefnir verktakinn nú að af-
hendingu hússins þann 1. septem-
ber. Hann segir að að undanfarnar
vikur hafi vinna við lóð hússins taf-
ið afhendingu en áður tafðist bygg-
ing hússins af ýmsum orsökum.
í upphafi var áætlað að kostnaður
við byggingu hússins yrði um 375
milljónir króna en í apríl var áætlað
að kostnaðurinn yrði um 430 millj-
ónir króna en þá höfðu verið gerð-
ar breytingar á búnaði hússins sem
kallaði á aukinn kosmað. Aðalverk-
taki við byggingu hússins er SS
verktakar.
HJ
T^mninn^í
Framsókn á krossgötum
Þá er komið
að því að
flokkseigenda-
klíka Fram-
sóknarflokks-
ins vakni, vilji
hún ekki að
flokkurinn lognist út af. Þetta er jú
allt í þeirra höndtxm. Það halda þeir
að minnsta kosti. Það er grátlegt ef
flokkurinn gerir ekki upp fortíð sína
á þessum komandi flokksfundi,
hreinsar borðið og kemur hreinn og
beinn til næstu kostninga.
Núna í morgunsjónvarpinu,
Island í bítið, var varaformaður
Framsóknarflokksins spurður af
hverju hann gæfi ekki kost á sér í
fyrsta sætið. Hann sagði að það væri
bara einn sem gæfi kost á sér þar.
Það er greinilegt að maðurinn les
hvorki blöð né horfir á sjónvarp eða
hlustar á útvarp og hlýtur að vera
mjög vinafár vegna þess að flestdr
landsmenn vita að ég er í framboði.
Eg er að gefa framsóknarmönnum
valmöguleika á framtíð til ffamfara.
Eg bið þig sem lest þetta og kannast
við varaformanninn að vekja hann
úr mókinu og láta hann vita að það
er enn von fyrir flokkinn.
Eg var ungur heillaður af sam-
vinnuhugsjóninni og mér rermur til
rifja sú spilling sem hefur hreiðrað
um sig í Framsóknarflokknum.
Þetta er eins og hvert annað illgresi
sem kæfir allan góðan gróður.
Framsóknarflokkurinn mótaðist af
ungmannafélagsanda aldamótakyn-
slóðanna. Núna virðast allar hug-
sjónir gleymdar og samvinnuhug-
sjónin orðin að samtryggingarpóli-
tík flokksgæðinga. Eg er búinn að
vera erlendis lengi og hef ekld fylgst
með íslenskri póhtík ffá degi til
dags. Skil sannast sagna ekkert í
þeim doða sem hvílir yfir þjóðinni.
Hef heyrt talað um spillingu í
Thaflandi og Laos en hún kemst
ekki í hálfkvistd við þá spilhngu sem
viðgengst hér þar sem ríkisfyrirtæki
eru seld langt undir markaðsverði á
sama tíma og stjórnmálaflokkar
komast upp með að halda fjármálum
sínum leyndum. Sögusagnir ganga
um að við séum að selja raforku
undir markaðsverði og peningamir
renni í vasa hliðhollra flokka. Þessu
hefur verið haldið leyndu fyrir þjóð-
inni þó hún eigi kröfu að vita allan
sannleikann.
Kæru flokksbræður og -systur, við
munum mörg hafa tárast yfir sög-
unni af lambi fátæka mannsins, sem
var slátrað til að lenda á veisluborði
höfðingja, og heitið því að eiga
aldrei hlut að slíkum verknaði. En
hvemig hefur okkur tekist að efiia
það heit? Ef til vill finnst einhverjum
óþægilegt að rifja það upp en hjá því
verður ekki komist. Jesú Kristur
sagði að sannleikurinn gerði okkur
ffjáls og það ber að segja hverja sögu
eins og hún er: Fomum rétti bænda
á sjávarjörðum hefur nýlega verið
fómað og tilvera heilla byggðarlaga
hefur verið sett í uppnám til þess
eins að útvaldir geti leigt kvóta eða
selt fyrir hundruðir milljóna.
Samkvæmt Gini-stuðlinum, sem
er alþjóðlegur mælikvarði á ójöfin-
uði, hefur aldrei verið meiri tekju-
mismunur á Islandi og er hann einn
sá hæsti í Evrópu. Minnir á lönd þar
sem menn hefja skæruhernað til að
rétta hlut sinn. Þetta gerðist í tíð nú-
verandi ríkisstjómar og að hluta til
undir forystu okkar framsóknar-
manna.
Margt bendir til þess að þrá
flokkseigendafélagsins effir völdum
sé slík að hún hafi ekki bara tapað
velsæmi heldur öllu jarðsambandi
við venjulegt framsóknarfólk, nægir
þar að nefna Iraksstríðið, fjölmiðla-
málið og kvótamálið.
Þannig yppta þeir góðlátlega öxl-
um yfir furðulegum hugmyndum
Björns Bjarnasonar um hlerunar-
deild lögreglu En þeim fjánnunum
væri til dæmis betur varið með því
að efna samninga við öryrkja.
Mörgum þykir okkur hafa borið
af leið, því í stefnuskrá Framsóknar-
flokksins, sem ég er stoltur af, stend-
ur í fyrstu grein:
„I. Þjóðfélagsgerð
Við viljum áffam byggja upp
þjóðfélag á grunngildum lýðræðis,
persónufrelsis, jafiiræðis og samfé-
lagslegrar ábyrgðar."
Framsóknarflokkurinn átti á árum
áður ýmist ffumkvæði eða stóran
hlut í mörgum helstu ffamfaramál-
um þjóðarinnar. Sem Islendingur og
ffamsóknarmaður lít ég stoltur til
afreka genginna forystumanna
flokksins.
Við megum ekki láta hendur falla
þó forystan hafi tímabundið villst af
leið.
Framsóknarflokkurinn er lýðræð-
islegur flokkur og það er okkar
skylda að rétta stefnuna þjóðinni til
heilla. Eg finn til þeirrar skyldu og
býð mig ffam til forystu í flokkntun.
Verði ég kjörinn mun ég gegna
þessu ábyrgðarmikla starfi af heiðar-
leika, virðingu og auðmýkt í þágu
allra landsmanna.
Haukur Haraldsson
Höfundur býður sigfram semfor-
mann Framsóknarflokksins.
f^enninn^..
Skólamir bytja
Á þessum
árstíma er
margt fólk að
endurskipu-
leggja sitt dag-
lega lff sérstak-
lega með tilliti
til þess að nú eru skólamir að byrja.
Sumir nemendur eru að færast milli
skólastiga t.d. ffá leikskóla yfir í
grunnskóla eða ffá grunnskóla yfir í
framhaldsskóla, eru að hefja há-
skólanám eða að byrja á leikskóla.
Margir eru á þessu hausti að fóta sig
í nýju íbúðahverfi eða nýju húsnæði
á öðru svæði en þeir eru vanir.
Flest sveitafélög hafa fyrirhyggju
hvað þessar þjóðlífsbreytingar varð-
ar og er þá aðallega verið að huga að
öryggi bama í umferðinni og vegfar-
endur beðnir að taka tillit til að-
stæðna en það er að ýmsu fleiru að
hyggja.
Starfsemi foreldrafélaga og for-
eldraráða í grannskólum landsins
liggur að mestu niðri yfir hásumarið
en strax effir verslunarmannahelgi
er hafist handa við undirbúning
hauststarfsins. Þá era foreldrar nýrra
nemenda boðnir velkomnir í for-
eldrafélögin og bekkjarfulltrúar taka
til starfa. Yfirleitt era bekkjarfulltrú-
ar kosnir á námskynningum á
haustdn en margir skólar halda nú
aðalfundi á vorin og hafa skipulagt
að vori upphaf skólans hvað for-
eldrasamstarfið varðar.
Foreldraráð sem starfa skv. lögum
með skólastjórum yfirfara skóla-
námskrár, stundatöflur og huga að
viðurværi og velferð bama í grunn-
skólum s.s. öryggi skólabama sem
gott er að huga að einmitt við upp-
haf skólans og laga það sem bemr
má fara.
Umsjónarkennarar era með við-
talstíma sem oftast er getið um í
stxmdaskrá nemenda og skóladagatal
og innkaupalist er oft hægt að sjá á
heimsíðum skóla jafnvel fyrir skóla-
setningu. Auk þess starfa skólahjúkr-
unarfræðingar og námsráðgjafar
innan skólanna og geta foreldrar
leitað til þeirra á auglýstum viðtals-
tímum.
Heimih og skóli, landssamtök for-
eldra beina þeim tilmælum til for-
eldra að huga vel að bömum sínum
sem mörg hver hafa byggt upp
væntingar eða kannski kvíða. Sam-
tökin vilja einnig hvetja foreldra til
að taka virkan þátt í foreldrasam-
starfi. Rannsóknir sýna að mikill á-
vinningur er af þátttöku foreldra í
skólastarfi og góðri samvinnu heim-
ila og skóla. Milli þessara aðila þarf
að ríkja trúnaður og jákvætt viðmót.
Samtökin hvetja foreldra til að leita
sér upplýsinga um hvaðeina er varð-
ar skólagöngu bamsins hjá starfs-
fólki skóla, hjá ffæðsluyfirvöldum
sveitarfélaganna eða á heimasíðu
samtakanna.
www.heimiliogskoli.is.
Helga Margrét GuSmundsdóttir,
verkefnastjóri Heimili og skóli - lands-
samtök foreldra.
—
BÍLAMÁLUN 0G RÉTTINGAR
Bílverk GJ
Akursbraut 11 - 300 Akranes - Sími: 430 0708
ATVINNA
Bifreiðasmiður/bílamálari óskast
til starfa sem fyrst.
Upplýsingar í síma
430-0708 og 698-3359
Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Borgarbraut 23 - 310 Borgarnes - Sími: 437 2330
INNRITUN
Tekið verður við nýjum umsóknum
í Tónlistarskóla Borgarfjarðar,
að Borgarbraut 23 Borgarnesi
og í síma 437 2330
þriðjudaginn 22. ágúst frá
kl. 14:00 - 18:00.
Skólastjóri
Tilkynning
Sjúkraþjálfun
í Borgarnesi
Helga Ágústsdóttir, sjúkraþjálfari, mun hefja störf
þann 21. ágúst 2006 að Borgarbraut 65 í kjallara
Dvalarheimilisins. Veitt er meðferð og ráðgjöf til
heilsueflingar í samráði við tilvísandi lækni.
Tímapantanir eru í síma 437-1035 og 899-8035.
3 fyrir 2
af öllum
útsöluvörum
Þú færð ódýrustu flíkina fría
ma
uom
KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI
SÍMI431 1753 & 861 1599
*
*
♦
-4
9