Skessuhorn - 16.08.2006, Qupperneq 22
22
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006
jftU»uhukji
UNGLINGALANDSMÓTIÐ Á LAUGUM 2006
Keppendur UDN stóðu sig með sóma
Keppendur og aðstandendur
frá Ungmennasambandi Dala-
manna og Norður Breiðfirðinga
skemmtu sér konunglega á Ung-
lingalandsmótinu á Laugum og
voru mjög ánægðir með mótið í
ár. Alls fóru 26 keppendur að
þessu sinni og stóðu sig allir
með sóma. Sigurður Bjarni Gil-
bertsson sigraði í kúluvarpi 13
ára pilta en hann kastaði kúlunni
11,37 metra. Keppendur UDN
bönkuðu á verðlaunadyr í öðrum
greinum í frjálsum íþróttum.
Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir
fékk 1. verðlaun í Glímu 11-12
ára stelpna en hún var eini kepp-
andinn og keppti því við 2 stráka
í sínum aldursflokki og skellti
þeim báðum í gólfið og stóð uppi
sem sigurvegari. Systkinin
Magnús Bjarki og Elín Margrét
Böðvarsbörn stóðu sig einnig vel
í glímunni en Magnús varð í 3.
sæti 11-12 ára stráka og Elín í
4.sæti 13-14 ára stelpna.
í sundinu varð Óskar Samúel
Ingvarsson í 6.sæti í 50 m skrið-
sundi 13-14 ára drengja. Sigur-
dís Egilsdóttir varð í 6.sæti í 100
m bringusund telpna 13-14 ára
og í 4.sæti í 50 m bringusundi.
SO
Fjör hjá liði UMSB á mótinu
Alls voru skráðir 57 keppendur
frá UMSB á unglingalandsmót-
inu.
Lið UMSB í frjálsum íþróttum
var skipað 20 krökkum og í heild
má segja að árangur hafi verðið
góður hjá þeim.
UMSB átti tvo unglingalands-
mótsmeistara í frjálsum íþróttum,
Björgvin Hafþór Ríkharðsson, 13
ára, hann varð í fyrsta sæti í 800
m hlaupi og þriðji í hástökki.
Björk Lárusdóttir 11 ára, varð í
fyrsta sæti í 600 m hlaupi og
þriðja í hástökki. Sigmar Aron
Ómarsson, 12 ára, varð þriðji í
600 m hlaupi, Hera Sól Haf-
steinsdóttir, 11 ára, varð önnur í
hástökki. Arnar Hrafn Snorra-
son,14 ára, varð þriðji í hástökki.
Bergþór Jóhannesson varð þriðji
í kúluvarpi í flokki 15-16. ára og
Einar Örn Guðnason í sama
flokki varð í öðru sæti í spjótkasti.
Fjögur lið frá UMSB kepptu í
körfubolta. 11 og 12 ára strákar
unnu alla sína leiki og urðu því
unglingalandsmótsmeistarar.
Það gerðu 15 - 18 ára stúlkur
einnig og urðu því unglingalands-
mótsmeistarar í sínum flokki. 13 -
14 ára stúlknaliðið varð í þriðja
sæti og 13 - 14 ára strákar í
fjórða sæti.
Fjórir keppendur voru frá
UMSB í skák. í 15- 16 ára flokki
varð Tinna Kristín Finnbogadótt-
ir unglingalandsmótsmeistari.
Jóhann Óli Eiðsson varð annar í
13-14 ára flokki og Auður Eiðs-
dóttir varð önnur í flokki 11-12
ára. Fjölnir Jónsson varð fjórði í
flokki 14-15 ára.
Alls kepptu 35 krakkar í knatt-
spyrnu á vegum UMSB. Bestum
árangri náðu stelpurnar 13-14
ára. Þær gerðu eitt jafntefli en
sigruðu alla aðra leiki og urðu því
unglingalandsmótsmeistarar.
Þátttakendur voru 7 frá UMSB
á sundmótinu og voru synt 31
einstaklingssund. Auk þess tók
sundfólk frá UMSB þátt í boð-
sundum með öðrum félögum en
ekki náðist að manna sveitir ein-
göngu með keppendum frá
UMSB. Helstu úrslit hjá sundfólki
UMSB er eftirfarandi:
ísfold Grétarsdóttir varð ung-
lingalandsmótsmeistari i 100 m
bringusundi 11-12 ára og þriðja í
50 m bringusundi. Þórkatla Dag-
ný Þórarinsdóttir varð unglinga-
landsmótsmeistari í 100 og 50 m
bringusundum í flokki 13 -14 ára
Ottó Hlíðar Gunnarsson varð
unglingalandsmótsmeistari í 50
m baksundi og 200 m. skriðsundi
í flokki 11 og 12 ára. Hann varð
annar í 200 m fjórsundi og þriðji í
50 flugsundi.Sigurður Þórarins-
son varð annar í 200 m. skrið-
sundi í flokki 15-18 ára.
Björg Guðlaugsdóttir varð
önnur í 50 m. skriðsundi, og 50 m
baksundi og þriðja í 100 m.
bringusundi í flokki 15-18 ára.
Bjarnfríður Magnúsdóttir varð
þriðja í 50 m. skriðsundi í flokki
15-18 ára.
Einn keppandi frá UMSB tók
þátt í glímu, það var Hafþór Freyr
Snorrason 12 ára og varð hann
fimmti í sínum flokki. SO
HSH með 44 keppendur á mótinu
Frá HSH voru 44 keppendur
voru að þessu sinni skráðir á
Unglingalandsmótið á Laugum,
17 í frjálsar, 5 í sund, 4 lið í knatt-
spyrnu, 2 lið í körfubolta og auk
þess léku nokkrir unglingar í
blönduðum liðum í körfubolta.
Þar að auki fylgdu foreldrar,
systkini og fararstjórar. Kepp-
endur HSH voru í alla staði til fyr-
irmyndar á meðan mótinu stóð
og fór svo að við mótsslit var lið
HSH útnefnt prúðasta lið móts-
ins og fengu keppendur afhent-
an Fyrirmyndarbikar ULM. Svo
skemmtilega vill til að HSH fékk
þennan bikar einnig árið 1995 á
Blönduósi.
Arnar Þór Hafsteinsson 11 ára
sigraði í langstökki í sínum ald-
ursflokk og varð því Landsmós-
meistari en Arnar Þór lenti einnig
í 2. sæti í 60 m. og 600 m.
hlaupi. Snjólfur Björnsson 12 ára
varð þrefaldur Landsmótsmeist-
ari er hann sigraði í hástökki,
langstökki og í 4 X 100 m. boð-
hlaupi með blandaðri sveit,
einnig lenti hann í 2. sæti í 60 m.
hlaupi og varð í 2. sæti í kúlu-
varpi.
Hermann Þór Haraldsson 13
ára varð í 3. sæti í spjótkasti og
langstökki. í sundinu sigraði
Hildur Björg Kjartansdóttir 12
ára, bæði í 4 X 50 m. skriðsundi
og fjórsundi með blandaðri sveit
og sveit HSH, skipuð Guðrúnu
Erlu Ólafsdóttur, Hrefnu Rós Lár-
usdóttur, Hildi Björg Kjartans-
dóttur og Berglindi Gunnarsdótt-
ur lenti í 3. sæti í 4 X 50 m. skrið-
sundi.
13-14 ára stúlkur í HSH lentu í
3. sæti í knattspyrnu, drengir 13-
14 ára lentu í 2. sæti og drengir
15-16 ára lentu í 3. sæti. Stúlkur
15-18 ára í blandaðri sveit HSH
og UMSB urðu Landsmóts-
meistarar í körfubolta, í 2. sæti
urðu drengir í blandaðri sveit
HSH og þriggja annara sveita og
drengir 15-16 ára lentu í 3. sæti í
körfunni. SO
Sveitakeppni GSI
á Hamarsvelli
Sigursveitin í sveitakeppni GSÍ2006 í 4. deild, sveit
Golfklúbbs Kiðjabergs.
Sveitakeppni GSÍ
2006 í 4. deild var
haldin á Hamar-
svelli í Borgarnesi
dagana 12. og 13.
ágúst sl. í góðu
veðri. Sveitir Golf-
klúbbsins Kiðja-
bergs og Golf-
klúbbs Borgarness
færast upp í 3. deild
eftir mótið. Þess má geta að í sveit
Kiðjabergs voru tveir innfæddir
Borgnesingar, þeir Haraldur Már
Stefánsson og Hlynur Þór Stef-
ánsson en faðir þeirra Stefán Har-
aldsson keppti einnig fyrir sveit
Golfklúbbs Borgarness.
SO
Urslit f Sveitakeppni GSl í 4. deild:
1. Golfklúbbur Kiðjabergs - GKB 635
2. Golfklúbbur Borgarness - GB 648
3. Golfklúbbur ísafjarðar - GÍ 659
4. Golfklúbbur Þverá - GÞH 666
5. Golfklúbburinn Mostri - GMS 680
6. Golfklúbbur Seyðisfj. - GSF 717
7. Golfklúbbur Siglufj. - GKS 736
8. Golfklúbbur Fatreksfj. - GF 774
9. Golfklúbburinn Vík - GKV 794
Kátir Borgfirðingar
á Króksmóti
6. flokkurA-lið með Finnboga Vikari Guðmundssyni þjálfara og Björgvini
Ríkharðssyni aöstoðarþjálfara.
Skallgrímur úr Borgarnesi sendi
lið til þáttöku á Króksmótinu um
síðastliðna helgi. Liðið tók þátt í
7.flokki A - liða og 6.flokki A- og
B - liða. 6.flokkur A - lið stóð sig
frábærlega og náði 3.sæti í mjög
sterkri A - liða keppni, á eftir
Haukum og KA. Strákarnir þóttu
spila mjög góða knattspyrnu og
skemmtu áhorfendum með leiftr-
andi og skemmtilegu spili.
6.flokkur B - lið og 7.flokkur A -
lið stóðu sig líka vel þó úrslitin
hafi ekki verið eins og best verð-
ur á kosið, enda við sterka and-
stæðinga að etja. Stákarnir börð-
ust þó eins og hetjur og gáfust
aldrei upp. Þeir spiluðu heiðar-
lega og framkoma þeirra og for-
eldra var til fyrirmyndar. Átti þetta
við um öll lið hjá Skallagrím.
Strákarnir sem íóku þátt í
Króksmótinu eiga heiður skilinn
fyrir glæsilega framistöðu og
góða framkomu, jafn á vellinum
sem utan vallar. Þeir hafa lært
mikið í sumar og hafa æft af miklu
kappi, hafa lært að standa saman
sem hópur og gefast aldrei upp.
Og síðast en ekki síst að æfingin
skapar meistarann.
ö.flokkur B - lið er komið í 8 -
liða úrslitakeppni á Pollamót KSÍ
og fer keppnin fram í Fagralundi í
Kópavogi, helgina 19.- 20.ágúst.
Þeir leika við ÍBV klukkan 16:00
og Hauka klukkan 18:40 þann
19. ágúst og HK klukkan 12:30
20. ágúst. Það þarf varla að taka
fram hversu glæsilegur árangur
þetta sé hjá 6.flokki B - lið að
komast í 8 - liða úrslit á Pollamóti
KSÍ.
KÓP
Hestaþing Snæfellings
Keppendur í barnaflokki á Hestaþingi Snæfellings.
Hestaþing Snæfellings
var haldið á Kaldármel-
um 12. ágúst sl. í blíð-
skapaveðri. Mótið var
opið öllum félagsmönn-
um í hestamannafélögum
á Vesturlandi. Þáttakend-
ur komu frá Snæfellingi,
Glað, Faxa og Skugga.
Þáttaka var nokkuð góð
en þó minni en undan
farin ár og er helsta skýr-
ingin sú að mótið er hald-
ið seinna en venja er.
Mótið tókst engu að síð-
ur mjög vel og var
keppnin drengileg og skemmti-
leg. Knapi mótsins var valinn Lár-
us Ástmar Hannesson úr Stykkis-
hólmi sem eins og oft áður var
með hesta í verðlaunasætum í vel
flestum greinum. Hestur mótsins
var valinn Draumur frá Gilsbakka
sem er í eigu Lárusar og fjöl-
skyldu. Hryssa mótsins var valin
Hetta frá Útnyrðingsstöðum, eig-
andi hennar er Kolbún Grétars-
dóttir. Á mótinu var einnig afhent-
ur farandgripur sem gefinn var af
Leifi Kr. Jóhannessyni fyrir all-
mörgum árum. Hann er afhentur
árlega þeim félagsmanni sem
þykir hafa unnið vel fyrir félagið
og náð góðum árangri í keppni,
ræktun, félagsstarfi eða öðru því
er stjórn félagsins telur virðingar-
vert. Að þessu sinni var það Gísli
Guðmundsson hrossabóndi í
Hömluholti sem að hlaut gripinn.
Úrslit mótsins uðru þessi:
A flokkur
1. Siguroddur Pétursson og Kápa frá
Kaðalsstöðum 1, 8,29
2. Lárus Ástmar Hannesson og Gyðja
frá Bjarnarhöfn, 8,21
3. Anna Dóra Markúsdóttir og Eld-
hamar frá Bergi, 7,97
B flokkur
1. Siguroddur Pétursson og Arnljót frá
Bergi, 8,40
2. Lárus Ástmar Hannesson og
Draumur frá Gilsbakka, 8,29
3. Anna Dóra Markúsdóttir og Sjón frá
Bergi, 8,20
Ungmennaflokkur
1. Sóley Birna Baldursdóttir og Fálki
frá Múlakoti, 8,23
2. Guðmundur Margeir Skúlason og
Örlátur frá Hallkelsstaðahlíð, 8,07
Unglingaflokkur
1. Ingólfur Örn Kristjánsson og Hetta
frá Utnyrðingsstöðum, 8,35
2. Brá Atladóttir og Marri frá Ólafsvík,
7,99
3. Haukur Magnússon og Ferill frá
Mýrdal 2, 7,98
Gísli Gíslason bóndi í Hömluholti
hlaut Þotubikarinn á mótinu, hann
situr hér hryssuna Gyllingu frá Þór-
eyjarnúpi.
Barnafiokkur
1. Hrefna Rós Lárusdóttir og Rauð-
hetta frá Magnússkógum, 8,13
2. Þórdís Fjeldsteð og Vinur frá Akra-
nesi, 8,13
3. Aldís Sunna Jónsdóttir og Urð frá
Hítarnesi, 7,96