Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2006, Side 23

Skessuhorn - 16.08.2006, Side 23
gSBSSHHQBia MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 23 Skagamenn eru enn í fallsæti í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu eftir 13. umferö. Leikið var á Akranesi sl. fimmtudag og skildu liöin jöfn 1-1. Leikurinn skipti bæöi lið gríðarlega miklu máli þó hlutskipti þeirra séu ólík. Skagamenn róa lífróður í fallsæti en Valur er eina liðið sem á ein- hverja möguleika á að ná FH- ingum að stigum. Ljóst er að hvorugt liðið er ánægt með úr- slitin. Völlurinn var blautur og þung- ur á fimmtudaginn og rok og rigning herjaði á leikmenn jafnt sem áhorfendur. Skagamenn byrjuðu betur og voru hættulegir, sóttu stíft fram á við og voru oft nálægt því að skora. Eftir horn- spyrnu ÍA snéru Valsmenn vörn í sókn og sóttu hratt fram, Matthí- as Guðmundsson komst á auð- an sjó og kom þeim yfir. Þar við sat í fyrri hálfleik. Skagamenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og jöfnuðu eftir níu mínútna leik. Þar var að verki Bjarni Guðjónsson með góðu skoti eftir snilldarsendingu Bjarka Gunnlaugssonar. Skaga- menn sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og Valur átti einnig sín- ar sóknir. Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri til að koma ÍA yfir á 72. mínútu en honum brást bogalistin einn á móti markverði. Jafntefli varð niður- staðan og Ijóst að Skagamenn þurfa á öllu sínu að halda til að falla ekki í haust. -KÓP Stefán Gísli snýr aftur GL Islandsmeistari Annað skotmót Skotfélags Akra- ness á þessu sumri var haldið á svæði félagsins við Berja- dalsá í síðustu viku við bestu aðstæð- ur. Um var að ræða svokallað Upp- heimamót en allir þátttakendur fengu eintak af Árbók Ak- urnesinga sem fyr- irtækið Uppheimar gefur út. Stefán Gísli Örlygsson, fyrrverandi lands- liðsmaður í leirdúfuskotfimi, tók nú aftur þátt í keppni eftir nokkurt hlé og sýndi að hann hefur engu gleymt og sigraði örugglega á mótinu. Unnar Eyfjörð Fannars- son varð í öðru sæti og Birkir Frá Birkir Óskarsson, Stefán Gísli Öriygsson og Unnar Eyfjörð Fannarsson. Mynd: Sveinn Kristjánsson. Óskarsson í því þriðja. Síðasta skotmót sumarsins, Akranesmeistaramót, verður haldið nk. föstudag á leirdúfuvelli félagsins kl.18. Skráning fer fram á staðnum. í 2. deild kvenna Kvennasveit Golfklúbbsins Leynis varð íslandsmeistari í 2. deild Sveitakeppni GSÍ sem haldin var á Hvaleyrarvelli helgina 11.-13. ágúst sl. Fimm lið voru í deildinni og spiluðu allir á móti öllum. í hverri viðureign voru spilaðir 3 leikir, einn fjórmenningur og tveir tvímenningar. GL sigraði í öllum umferðum og unnu 11 leiki af 12 spiluðum. Sveitina skipuðu þær Arna Magnúsdóttir, Friðmey Jóndóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Hildur Magnúsdóttir, María Nolan og Sigurbjörg Halldórsdóttir. Með sigrinum í 2. deild tryggði sveitin sér sæti í 1. deild að ári. Karlasveit Leynis keppti í 2. deild í Sveita- keppni GS( einnig um helgina og enduðu þeir í 5. sæti. SO IA og Valur gerðu jafntefli Kvennasveit Golfklúbbsins Leynis tryggði sérsæti í 1. deild í sveitakeppni GSI að ári. Armót í sundi 25. júlí sl. fór fram Ár- mót í sundi. Ármótið fór fram á Kleppjárnsreykj- um, en þar er aðstaða til mótshalds með besta móti í nýuppgerðri sundlaug. Keppendur frá fjórum ungmennafé- lögum mættu og var keppnin jöfn og spenn- andi. Reykdælir voru Reykdælir með Ármótsbikarinn. stigahæsta liðið og tóku því við veglegum Ármótsbikar sem Fosshótel Reykholt gaf. Tap og sigur hjá Víkingi Ólafsvík Víkingur Ólafsvík spilaði tvo leiki í liðinni viku. Sá fyrri var heimaleikur gegn KA á fimmtu- dag og á sunnudag mættu þeir Þrótti. Á fimmtudag var leiðinlegt veð- ur ( Ólafsvík, rigning, dimmt yfir og vindur. Fáir áhorfendur voru mættir eða um 100 manns. Vík- ingur fékk fyrsta færið á fjórðu mínútu þegar Sivko Aljosa náði boitanum eftir slaka sendingu varnarmanns KA aftur á mark- mann en Aljosa náði ekki að nýta sér það og skaut (hliðarnetið. Lít- ið gekk á framan af þangað til að það sem virtist vera fullkomlega löglegt mark var dæmt af Víking- um. í lokin á fyrri hálfleik fengu KA víti sem Hreinn Hringsson tók og skoraði örugglega úr. KA leiddi því 1 -0 óverðskuldað í hálfleik. Ótrúlegasta færi leiksins gerð- ist svo eftir að Víkingur tók miðju til að byrja síðari hálfleik. Aljosa sendi út á Vilhjálm Vilhjálmsson sem skaut frá miðju, dúndurskoti sem glumdi í stönginni hjá KA mönnum. Lítið gerðist fyrir utan þetta fyrr en í lokin þegar Víking- ur átti góða sókn þar sem Matej Grobovesk skaut í slá og í næstu sókn skaut Dalibor Nedic föstu skoti sem var varið glæsilega af Sandor Matuz sem var góður ( leiknum. Það var svo í uppbóta- tíma sem gefið var fyrir á Ingva Ingvason sem lagði boltann til hliðar á Svein Elías Jónsson sem lagði boltann framhjá Einari Hjör- Slavisa Mitic skoraði á móti Þrótti. leifssyni í marki Víkings. 2-0 fyrir KA. Aleksandar Linta fyrrum leik- maður Víkings Ó spilaði ekki fyrir KA þetta kvöld vegna meiðsla en hann var samt sem áður meðal áhorfanda. Víkingur vann svo á sunnudag Þrótt Reykjavík 1 -2. Bæði lið voru án lykilmanna þar sem í lið Þrótt- ar vantaði Sinisa Kekic, Ólaf Þór Gunnarsson markmann og hinn unga og efnilega Hauk Pál Sig- urðsson og í lið Víkinga vantaði fyrirliðan Elinberg Sveinsson. Halldór Hilmisson kom Þrótturum yfir 1-0 strax á fyrstu mínútu. Slavisa Mitic jafnaði síðan leikinn með laglegum skalla eftir auka- spyrnu frá Abric Sasa og staðan í hálfleik var 1 -1. Seinni hálfleikur var rólegur þangað til í lokin þegar varamað- urinn Tryggvi Hafsteinsson skor- aði framhjá Andra Fannari Helgassyni í marki Þróttar. Þegar flautað var til leiksloka kættust Víkingar mikið enda um sætan og langþráðan sigur um að ræða. Víkingar eru enn á botninum með 11 stig, stigi á eftir Þór Akureyri en liðin mætast á Akureyri næsta föstudag. ÁJ www.skessuhom.is i ijHy?/ INGI TRYGGVASON hdl. '*-** i«/ lögg' fasteigna- og skipasali FASTEIGN í B0RGARNESI BORGARBRAUT 65A íbúð fyrir aldraða og/eða öryrkja á 2. hæð í fjölbýlishúsi. íbúðin er 49 ferm. Stofa og herbergi samliggjandi, baðherbergi. Geymsla á 1. hæð. íbúðin er öll dúklögð. Viðarinnrétting í eldhúsi. Til afhendingar í september 2006. Verð: 11.300.000 | Allar nánari upplýsingar á skrifstofu : Ingi Tryggvason hdl. - löggiltur fasteigna- og skipasali " Borgarbraut 61,310 Borgarnes, s. 437 1700,860 2181 - fax 437 1017, l netfang: lit@siinnet.is - veffang: lit.is Hvalfjarðarsveit auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar: Aðalbókari/launafulltrúi Starfssvið: - Færsla, afstemmingar og önnur úrvinnsla fjárhagsbókhalds. - Gerð rekstaryfirlita og önnur skýrslugerð. - Aðstoð við fjárhagsáætlunargerð og gerð ársreiknings. - Skráning launaupplýsinga, launavinnsla og önnur úrvinnsla launa. - Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna launamála. Menntunar- og hæfniskröfur: - Menntun á sviði viðskipta- og/eða rekstarfræða æskileg. - Reynsla af bókhaldsstörfum skilyrði. - Þekking og/eða reynsla af launavinnslu. - Nákvæmni í starfi og góð tölvukunnátta. - Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi. Umsóknareyðublað má sækja á www.hvalfjordur.is og óskast sent til oddvita sveitarfélagsins, Hallfreðar Vilhjálmssonar, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit, 301 Akranesi, fyrir 21. ágúst 2006. Upplýsingar í síma oddvita 864 7628

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.