Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2006, Qupperneq 1

Skessuhorn - 30.08.2006, Qupperneq 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 35. tbl. 9. árg. 30. ágúst 2006 - Kr. 400 í lausasölu SíSastliöinn sunnudag var hin 120 ára gamla kirkja í Reykholti t Borgatftrði opnuð aftur eftir gagngerar endurhietur sem staðið hafa yfir undanfarin ár. Kirkjan hefur nú verið ajhelguð enda hætt að þjóna hlutuerki sínu sem guðshús en mun íframtíðinni þjóna hlut- verki safns. A meðfylgjandi mynd eru Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Bjöm Bjamason dóms- og kirkjumálaráðherra, sr. Geir Waage sóknarprestur og loks formaður sóknamefndar í Reykholti; Guðlaugur Oskarsson. Ljósm. KÓR Sjá einnigfrétt á bls. 22. Bæjarstjóri segir örfáa ökumenn valda mikilli hættu með hraðakstri Slátrun hættí Búðardal Slátrun sauðfjár hefur nú ver- ið hætt í Búðardal aðeins ári eft- ir að sláturhúsið þar var tekið í notkun að nýju eftir endurbætur sem kostuðu 66 milljónir króna. Þetta varð ljóst eftir að Kaupfé- lag Skagfirðinga tók yfir leigu- samning Norðlenska á slátur- húsinu fyrir skömmu. Um leið og slátrun er hætt í húsinu skuldbindur KS sig til þess að skapa fimm heilsársstörf við kjötvinnslu í Búðardal. Sveitar- stjóri Dalabyggðar segir Norð- lenska ekki hafa undirbúið slátr- un þrátt fyrir samning þar um. Framkvæmdastjóri Norðlenska neitar því og segir undirbúning slátrunar hafa verið í fullum gangi en segir að skort hafi á samstöðu heimamanna um rekstur hússins. Ymsir sjá teikn á lofti um að fákeppnisaðstæður við slátrun sauðíjár séu að verða samhliða meiri fækkun sláturhúsa en ráð var fyrir gert. Formaður Neyt- endasamtakanna segir að vakin verði athygli Samkeppniseftir- litsins á stöðu mála í greininni. I Skessuhorni í dag er fjallað ítarlega um málefni tengt slátur- húsinu og ítarleg umfjöllun er um verðlagningu sauðfjárafurða og afkomuhorfur bænda nú í upphafi sláturtíðar. Sjá fréttir þessu tengt á bls. 8, 9, 10, 19 og 24. MM ATLANTSOLIA Dísel ‘Faxabraut 9. Bæjaryfirvöld á Akranesi í sam- vinnu við sýslumannsembættið á Akranesi skoða nú hvernig bregðast megi við miklum hraðakstri á göt- um Akraness. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að tmdanfarið hafi fjölmargar kvartanir borist frá íbú- um vegna hraðaksturs. Má þar nefria íbúa við Akratorg, Jaðars- braut, Esjuvelli, Esjubraut og Kirkjubraut. Einnig hefur verið kvartað um hraðakstur og umferð- argný í nágrenni við skóla bæjarins. Gísli segir að í síðustu viku hafi stjórnendur bæjarins fundað með Olafi Þór Haukssyni sýslumanni þar sem rætt var hvernig hægt væri að bregðast við þessum vanda. „Menn eru sammála um að fáir ein- staklingar séu valdir að því hættuá- standi sem skapast hefur vegna hraðaksturs en það gengur illa að koma höndum yfir þá vegna þess að þeir virðast hafa gott samband sín á milli til að forðast lögreglueftirlit,“ segir Gísli. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur skipulags- og byggingarnefnd Akraness haft til skoðunar tillögur um ný hraða- mörk á ýmsum íbúðargötum, við skóla og fleiri staði. Gísli segir að einnig hafi verið nefndur sá mögu- leiki að afmarka umferðarsvæði með umferðarhliðum en sá kostur sé mjög dýr eða allt að 50 milljónir króna fyrir þá staði sem helst eru til skoðunar. Þá var rætt var um gönguljós og umferðarstýringu með ljósum, myndavélabúnað og ýmsan tækni- búnað til umferðartalningar og ákvörðun umferðarlagabrota og einnig var rætt var um að takmarka umferðarhraða með þrengingum á götum m.a. á Esjuvöllum og Esju- braut norðanverðri og fleiri stöð- um. Að sögn Gísla mun skipulags og byggingarnefnd ræða málið frekar og tillagna má vænta þaðan um meðferð málsins. Þá muni lög- regluyfirvöld hafa málið í skoðtm og munu ákvarðanir verða teknar þegar álit og tillögur liggja fyrir frá þeim sem með málið fara. Gísli segir menn sammála um nauðsyn þess að vekja upp almenna umræðu um þetta hættuástand. „Við viljum hvetja íbúa á Akranesi til að leggja lið gegn þeim einstak- lingum sem gera sér leik að því að setja líf einstaklinga í hættu með glannaakstri á götum bæjarins. Samtakamátturinn skiptir sköpum í þessari baráttu og hann viljum við virkja á næstu vikum,“ segir Gísli að lokum. HJ Kolbeins- staðarhreppur í aðra sýslu? Byggðaráð Borgarbyggðar hefur falið sveitarstjóra að óska eftir því við dómsmálaráðuneyt- ið að Kolbeinsstaðahreppur fær- ist undir umdæmi Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Hreppurinn var einn þeirra fjögurra sveitar- félaga sem í vor sameinuðust í nýtt sveitarfélag sem nú heitir Borgarbyggð og tilheyra hin sveitarfélögin Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu. Nú tilheyrir hrepp- urinn Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu og til forna tilheyrði hann Hnappadalssýslu. HJ Betur fór en á horfðist hjá Norðuráli Slökkvilið Akraness og slökkvilið höfuðborgarinnar voru kölluð út á miðvikudags- kvöld síðasta að álveri Norður- áls á Grundartanga. Á1 hafði lek- ið úr keri í kerskála A og borist í lagnastokk með lágspennulín- um. Brunnu línur og myndaðist talsverður reykur. Slys urðu ekki á mönnum og aldrei skapaðist nein hætta vegna óhappsins að sögn stjórnenda Norðuráls. Reykræsta þurfti lagnakjallarann og gekk það vel. Síðar um kvöldið kom viðgerðarhópur á staðinn og lauk viðgerðum síðla fimmtudags. Lítið tjón varð af óhappinu og það hafði ekki áhrif á framleiðslu álversins. HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.