Skessuhorn - 13.09.2006, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006
15
Vaxtarsamningur
undirritaður á föstudag
Næstkomandi föstudag verður
aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi (SSV) haldinn í hús-
næði Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Við það tækifæri verður Vaxtar-
samningur Vesturlands undirritað-
ur.
Vinna við samninginn hefur far-
ið fram undanfarið ár og hefur
SSV haft veg og vanda af henni.
Vaxtarsamningar eru samkomulag
sveitarfélaga og annarra aðila á
viðkomandi svæði um uppbygg-
ingu öflugra atvinnugreina eða
þeirra sem eiga sér bjarta framtíð.
Slíkir samningar hafa verið gerðir
á öðrum landsvæðum, m.a. á Eyja-
fjarðarsvæðinu og á Vestfjörðum.
I samningnum er lögð áhersla á
eflingu helstu byggðakjarna s.s. á
norðanverðu Snæfellsnesi, í Borg-
arfirði og á Akranesi. Markmið
hans er að efla helstu byggðakjarna
svæðisins sem kjama stjórnsýslu,
menntunar, rannsókna og þjón-
ustu, auk þess sem jaðarsvæði verði
efld. Séstaklega verði horft til þess
að byggja upp frekari aðstöðu fyr-
ir háskólasetur og rannsókna- og
vísindastarf til að efla þekkingar-
kjarna svæðisins.
Vaxtarsamningurinn mun gilda
frá miðju ári 2006 til ársloka 2009.
30-40 milljónum króna verði varið
til verkefnisins árlega sem fjár-
magnað verði af ríki, sveitarfélög-
um, stofnunum og atvinnulífi.
Hann á að festa í sessi til langtíma
kraftmikið og skilvirkt starf sem
miði að auknum hagvexti, fjöl-
breytileika atvinnulífs, eflingu sér-
þekkingar og fjölgunar starfa.
Tillögur eru settar fram um
beinar aðgerðir á einstaka sviðum.
Tilteknar era forgangstillögur sem
skiptast í fimm flokka. a)Mennta-
og rannsóknarklasi; horft verði til
háskólanna á Vesturlandi, stofnað
verði Þekkingarver Vesturlands og
hugað að framhaldsskólunum.
b)Menningar- og ferðaþjón-
ustuklasi; komið verði á fót Mark-
aðsstofu ferða- og kynningarmála
Vesturlands, horft verði til sér-
hæfðra safnahringa og Green Glo-
be 21 verkefnisins. c)Sjávarútvegs-
og matvælaklasi; horft verði til
aukinnar arðsemi hlunninda, sam-
keppnisstöðu landvinnslunnar og
svæðisbundinnar þróunar lífrænn-
ar framleiðslu. d)Iðnaðarklasi;
horft verði til starfseminnar á
Grundartanga, málmiðnaðs og
byggingariðnaðs. e)Tillögur á öðr-
um sviðum; horft verði til sam-
göngubóta á milli Vesturlands og
höfuðborgarsvæðisins, tilrauna-
verkefnis um safn- og tengivegi,
upplýsingatækni og stofnað verði
Svæðisútvarps Vesturlands. Kostn-
aðaráætlun liggur ekki fyrir í öll-
um einstökum tillögum, en nefna
má sem dæmi að Markaðsstofa
ferða- og kynningarmála er áætluð
kosta 57 milljónir og Svæðisútvarp
15 milljónir.
-KÓP
HB Grandi sem fyrr
HB Grandi hf. er kvótahæsta
fyrirtæki landsins sem áður, en
nýtt fiskveiðiár hófst um síðustu
mánaðamót. Samtals eru aflaheim-
ildir fyrirtækisins rúm 35.698
þorskígildi eða 9,64% af úthlutuð-
um aflaheimildum landsmanna. Af
öðrum útgerðarfyrirtækjum á
Vesturlandi má nefna að Soffanías
Cecilsson hf. í Grundarfirði er 17.
hæsta fyrirtækið með rúm 4.760
þorskígildi, Guðmundur Runólfs-
son hf. í Grundarfirði er í 19. sæti
með 3.754 þorskígildi, Hraðfrysti-
hús Hellissands er í 23. sæti með
tæp 3.030 þorskígildi og KG fisk-
verkun í Rifi er í 29. sæti með
1.818 þorskígildi.
Ef litið er til einstakra útgerðar-
staða á Vesturlandi þá er mestum
aflaheimildum úthlutað á Akranes
eða rúmlega 15.164 þorskígildum,
til Rifs er úthlutað tæplega 12.084
þorskígildum, í Grandarfjörð er
úthlutað tæplega 11.120
þorskígildum, til Olafsvíkur er út-
hlutað tæplega 6.788 þorskígild-
um, í Stykkishólm er úthlutað
rúmlega 3.413 þorskígildum, á
Hellissand er úthlutað rúmlega
2.894 þorskígildum, á Arnarstapa
er úthlutað tæplega 641
þorskígildi og í Borgarnes er út-
hlutað tæplega 44 þorskígildum.
HJ
Björgunarsveit
- eitthvað Jyrír þig?
Á hvetju hausti eru teknir nýliðar inn í starf
björgunarfélagsins,
Aldurslámark er 16 ára (f. 1990).
Kynningarkvöld
verður fimmtudagskvöldið 14. sept. kl.
20:00, í húsi félagsins Kalmannsvöllum 2
(beint á mótí Nettó). Þar býðst þér að koma og
kynnast starfsemi, búnaði og tækjum.
HúsiS hér á lofti eftir að vera tekið af stalli sínum í Hafrarfirði. Ljósm. Fjarðarpósturinn.
Hús flutt úr Haftiar-
firði í Skorradal
Nýverið var timburhús tekið af
stalli sínum í Setbergi í Hafhar-
firði, sett á bíla og því ekið í
tveimur hlutum upp í Skorradal.
Kaupandi hússins er Tryggvi Sæ-
mundsson og eiginkona hans en
þau búa á Hálsum þangað sem
húsið var flutt. Hús þetta var
byggt árið 1982 og er 150 fermetr-
ar að grannfleti.
„Þetta hafði allt saman mjög
skamman aðdraganda og þurfum
við því að geyma húsið á bæjar-
hlaðinu hjá okkur þar sem ekki er
búið að steypa nýjan grunn undir
það. Við sáum húsið auglýst fyrir
verslunarmannahelgi, keyptum
það 31. ágúst á tvítugsafmælisdegi
frúarinnar og fluttum það síðan 6.
september. Seljandinn vildi losna
fljótt við það af gamla staðnum
enda hafði hann keypt það til að
láta fjarlægja og rýma fyrir nýju og
stærra húsi. Reyndar gekk þetta
svo hratt fyrir sig að þegar við vor-
um komin með húsið á pallinn
kom í ljós að seljandinn hafði ekki
aflað tilskilinna leyfa. Skipulags-
og byggingafulltrúi í Hafnarfirði
hafði samþykkt að senda flutning
hússins í grenndarkynningu en
ekki var tekin afstaða til nýbygg-
ingarinnar. Því ferli var ekki lokið
og kom því í ljós þegar húsið var
komið á bílana að við fluttum það
burtu án tilskilinna leyfa en vorum
samt í lögreglufylgd," sagði
Tryggvi Sæmundsson í samtali við
Skessuhorn.
Aðspurður um kostnað við að
kaupa notað hús af þessu tagi seg-
ist Tryggvi vonast til að koma vel
út úr því. „Flutningurinn var
nokkuð dýr en fyrir húsið sjálft
greiðum við rúmar 4 milljónir sem
verður að teljast gott verð. Með
grunni og öðrum kostnaði verðum
við engu að síður með hús á góðu
verði þegar upp verður staðið,“
segir Tryggvi, en sjálfur vinnur
hann við húsasmíðar hjá frænda
sínum Pálma Ingólfssyni. MM
Borgarbyggð
Tilboð óskast
Borgarbyggð, óskareftirtilboðum íverkið:
Leikskóli við Ugluklett í
Borgarnesi
Verkið er fólgið í byggingu 500m2 leikskóla við
Ugluklett í Borgarnesi að undanskilinni hússkel en
um þann verkþátt er þegar búið að semja.
Skiladagar verksins koma fram í útboðsgögnum.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Borgarbyggðar,
Borgarbraut 14,310 Borgarnesi. Verð útboðsgagna
er kr. 5.000.
Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn
29. september 2006, kl 14:00
Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar
Flligger
Hörpuskin, Hörpusilki
og Utitex
fást nú hjá KB Búrekstrardeild
BUREKSTRARDEILD
BORÖARNESt
Egilsholt 1-310 Borgarnes
Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 aila virka daga