Skessuhorn - 20.09.2006, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
. Ihi >-
Til minnis
Við minnum vegfarendur og
forráðamenn barna á að nú
tekur daginn að stytta og því
er notkun endurskinsmerkja
nauðsyn.
Veðtyrhorfwr
Það verður norðaustan átt á
fimmtudag og föstudag og
kólnar heldur. Bjart að mestu
suðvestanlands á fimmtudag,
en norðan- og vestanlands á
föstudag. Annars dálítil væta
öðru hverju. Hægviðri á laug-
ardag og sunnudag og víða
bjart. Fremur svalt og víða
næturfrost. Semsagt síðustu
forvöð að ná berjum í hús.
Spwrninj viKiAnnar
í síðustu viku var spurt á
skessuhorn.is hvort hefja ætti
hvalveiðar í atvinnuskyni að
nýju á íslandi. Af um 500
svörum telja 87% svarenda
að tvímælalaust eða líklega
eigi að hefja hvalveiðar á nýj-
an leik og um 10% vilja það
alls ekki eða líklega ekki. Um
3% svarenda tóku ekki af-
stöðu til málsins.
í næstu viku spyrjum við:
„Hefur aukinn
umferðaráróður
haft áhrifáþig?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlendinjtvr
viKnnnar
Bændur og smalar þeirra eru
Vestlendingar vikunnar að
þessu sinni. Arka þeir þessa
dagana eða ríða um heiðar
og fjöll í leit að kindum, sama
hvernig viðrar.
Sýnt í Landnámssetri
I Borgarnesi
Uuflardagur 23, sept Id. 23 Uppsslt
Sunnudaflur 24. sopt. kl. 18 ðrtá laue urtl
Mtbftudagur 27. suptauitwr U. 20 Uttt urtt
Fimmtudagur 6. oktobsr M. 20 Lausugtt
Fdstudagur 8. október U. 28 Uua sstt
Uugartagur 7. októbor H. 28 Uppsott
Laugardagur 7. októbor U. 20 Uppsttlt
Sunrmdagur 8. október U. 28 Uus sartt
Fímmtudagur 12. oktáiMr H. 20 Laus sisti
Föstudaflur 13. októhsr U.20 Uussarti
StBðfesta þarf miða með graiðslu
viku fyrir sýningardag
LEIKHÚSTILBOÖ
Iviféttaáut hvoMit&rdur og leikhu&miði kr. 43ÖO 4SÓ0
MjDAPANÍANIR 1 SIMA 457
Viðgerð og varðveisla kútters Sigurfara
Stjórn Byggðasafnsins á Görð-
um á Akranesi heíur óskað eftir
liðsinni Arkitektafélags Islands
vegna varðveislu kútters Sigurfara.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um af og til undanfarin ár er
ástand skipsins orðið mjög bág-
borið og óttast menn jafnvel að
styttist í að skipið brotni undan
þunga sínum á stöllum þess við
Garða ef ekki verður ráðist skjótt í
viðgerðir.
Að sögn Björns Elísonar for-
manns stjórnar Byggðasafnsins vill
stjórnin fyrst og fremst sækja ráð-
gjöf um hvernig skuli staðið að
varðveislu og endurbyggingu kútt-
ersins. Björn sagði stjórnarmenn
helst vilja byggja yfir
fleyið og það sé vel inn í
myndinni. Þá hefur
komið upp sú hugmynd
að halda samkeppni um
hönnun yfirbyggingar
og útlits á svæðinu ef af
framkvæmdum verður.
Aðspurður um kostnað
við að gera kútterinn
upp og byggja yfir hann
sagði Björn þá upphæð
ekki liggja fyrir, en taldi
að það gæti hlaupið á
hundruðum milljóna
króna en engum pen-
ingum hefur verið veitt
til verksins.
Fyrstu skóflustxmgumar að nýjum
leikskóla við Ugluklett
voru nýlega boðnir út.
Páll S Brynjarsson,
sveitarstjóri í Borgar-
byggð sagði við þetta
tækifæri að þörfin væri
orðin brýn fyrir fleiri
leikskólarými í bæjarfé-
laginu í hentugra hús-
næði en nú væri til stað-
ar. Leikskólinn við
Ugluklett mun m.a.
leysa af hólmi leikskóla-
deild við Mávaklett sem
rekin hefur verið í
óhentugu húsnæði og
20 barna leikskóla við
Böm í Borgamesi tókufyrstu skóflustungumar að nýja leikskólanum sem rísa mun í vetur við Uglu-
klett.
Framkvæmdir eru nú hafnar við
byggingu nýs leikskóla við Uglu-
klett í Borgarnesi. Leikskólinn
verður þriggja deilda skóli þar sem
áætlað er að hægt verði að rúma 45
börn. Auk þess er í teikningum gert
ráð fyrir því að hægt verði að
stækka hann um eina deild síðar.
Stefnir sveitarstjórn á að fram-
kvæmdum við skólann ljúki vorið
2007.
Það voru fulltrúar yngstu kyn-
slóðarinnar, börn í leikskólum í
Borgarnesi sem hjálpuðust að og
tóku fyrstu skóflustungurnar að
nýja leikskólanum við hátíðlega at-
höfn síðdegis sl. miðvikudag. Borg-
arverk ehf. mun síðan annast jarð-
vegsffamkvæmdir og samið hefur
verið við SG hús á Selfossi um að
reisa og gera fokhelda sjálfa bygg-
inguna. Aðrir verkþættir við hana
Skallgrímsgötu sem op-
inn hefur verið ffá því í
janúar á þessu ári í
bráðabirgðahúsnæði. Opnun þar
leysti biðlistavandamál sem fram að
þeim tíma hafði verið í Borgarnesi.
„Þessi fyrirhugaða aukning í leik-
skólarýmum gefur okkur auk þess
möguleika á að taka inn yngri börn
en tveggja ára. Munum við m.a.
þess vegna leggja áhersla á að hraða
framkvæmdum eins og kostur er,“
sagði Páll. MM
Leikskólinn Skýjaborg stækkaður
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar
hefúr samþykkt að ráðast í stækkun
leikskólans Skýjaborgar sem allra
fyrst. Skipað hefúr verið í ffam-
kvæmdanefnd stækkunarinnar og í
henni sitja Hlynur Sigurbjörnsson,
Asa Helgadóttir og Þórdís Þóris-
dóttir. I dag rúmar leikskólinn 30
börn en að sögn Einars Arnar
Thorlaciusar sveitarstjóra er leik-
skólinn fullnýttur í dag. Biðlistd er
við leikskólann og þurfa foreldrar
því að nýta sér þjónustu dagmæðra.
I samtali við Skessuhorn segir Ein-
ar Orn að búið sé að ákveða stækk-
un sem nemur 18 leikskólaplássum.
Hönnun er á lokastági þessa dagana
og liggur framkvæmdanefndin yfir
teikningum.
Stefnt er að því að ganga til
samninga um framkvæmdir við
Akur hf. á Akranesi en það fyrirtæki
reisti leikskólann fyrir nokkrum
árum. Vonir standa tdl að stækkun-
in verði tekin í notkun í lok næsta
sumars og segir Einar að rík áhersla
verði lögð á að sú tímasetning
standist. Sem kunnugt er ákvað
sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar í
sumar að leikskóli sveitarfélagsins
væri gjaldfrjáls. SO
Rekstur félagsheimilisins Klifs til leigu
Snæfellsbær hefur auglýst rekst-
ur félagsheimilisins Klifs lausan til
umsóknar frá og með 1. október
nk. Breytingar urðu á rekstarfyrir-
komulagi félagsheimilisins fyrir
tveimur árum þegar það var fyrst
boðið einkaaðilum til rekstar. Síð-
an þá hefur Undir jökli ehf., sami
aðili og rekur Hótel Olafsvík, séð
um reksturinn. Nokkrar kvaðir eru
á rekstrinum, en húsnæðið er sam-
eign bæjarfélagsins og nokkurra
félagasamtaka í bænum. Bæjarfé-
lagið hefur forgang að húsinu með
ýmsar skemmtanir og atburði á
sínum snærum. Má þar nefna ára-
mótaball, þorrablót og Færeyska
daga, auk þess sem þar er boðið
upp á starfsemi fyrir eldri borgara.
Þá er leikfélagið með starfsemi
sína í húsinu, sem og Sjóstang-
væðifélag Snæfellsbæjar.
Þá má nefna að áframhald verð-
ur á bíósýningum Lionsklúbbs
Olafsvíkur, en klúbburinn kom að
uppbyggingu hússins. Þá hafa
skólastofnanir bæjarins og for-
eldrafélög áfram aðgang að hús-
inu. Snæfellsbær mun hafa afnot af
húsinu á virkum dögum endur-
gjaldslaust til fundahalda og
mannfagnaða ef á þarf að halda.
Eyþór Björnsson, bæjarritari í
Stykkishólmi sagði í samtali við
Skessuhorn að góð reynsla væri af
þessu rekstrarfyrirkomulagi. Þetta
hafi komið ágætlega út fyrir sveit-
arfélagið og þar á bæ vonuðust
menn til þess að það tækist að
leigja reksturinn út á ný. Ahuga-
sömum er bent á að hafa samband
við Eyþór eða senda bréf á skrif-
stofu Snæfellsbæjar.
-KÓP
Leiðrétting
I síðasta tölublaði Skessuhoms er
fregn um söfnun til að gefa
Sjúkrahúsi Akraness sneið-
myndatæki. Nokkurs misskiln-
ings gætir í ffegninni. Lions-
klúbbur Akraness hefur ekki for-
göngu um söfnun þessa heldur er
hún algjörlega á vegum einstak-
linga. Þegar henni lýkur verður
gerð nánari grein fyrir henni.
Leiðréttingu þessari vildi Jósef H
Þorgeirsson, ffáfarandi formaður
klúbbsins koma á ffamfæri. -mm
Bæta lýsingu
HVALFJ.GÖNG: Stjóm Spalar
hefur ákveðið að tvöfalda lýsingu
yfir akbrautum Hvalfjarðarganga
fyrstu 250 metrana inn í göngm
beggja vegna. Samkvæmt upplýs-
ingum ffá Speh hefur einkum
eldra fólk kvartað yfir því að of
mikill munur sé á dagsbirtu og
lýsingu inn í göngunum. Með því
að auka lýsinguna næst munnum
ganganna auðveldar það vegfar-
endum að venjast birtubreyting-
unni. Nýjum loftljósum verður
komið fyrir í næstu viku og er
nauðsynlegt að loka göngunum í
fjórar nætur tdl þess að gefa iðn-
aðarmönnum vinnuffið og nauð-
synlegt öryggi. Göngin verða því
lokuð ffá miðnætti til kl. 6 að
morgni aðfaramætur þriðjudags,
miðvikudags, fimmtudags og
föstudags þ.e. 19.-22. september.
-hj
Ráðist á mann
AKRANES: Aðfaramótt sunnu-
dags kom maður á lögreglustöð-
ina á Akranesi blóðugur í ffaman
og með brotna ffamtönn. Kvaðst
hann hafa verið á gangi í bænum
þegar einhver kom aftan að hon-
um og barði í höfúðið þannig að
hann féll í götuna. Högg hafi síð-
an dunið á andliti hans þar sem
hann lá í götunni. Maðurinn
kvaðst ekki þekkja árásarmann-
irm, sem hvarf á braut. Hinn slas-
aði fór til aðhlynningar á slysa-
deild og er árásin í rannsókn hjá
lögreglu. -so
20 gr. af hassi
BORGARFJÖRÐUR: Lög-
reglan í Borgamesi stöðvaði sl.
föstudag tvo menn sem vom á
leið norður í land í gegnum hér-
aðið og vom þeir handteknir eft-
ir að í fórum þeirra fúndust rúm-
lega 20 gr. af hassi. Viðurkenndu
þeir að eiga hassið og var þeim
sleppt að yfirheyrslum loknum.
-so
301 Hvalíjarðar-
sveit
HVALFJARÐARSVEIT:
Sveitarstjóm Hvalfjarðarsveitar
hefúr samþykkt tillögu Einars
Amar Thorlaciusar sveitarstjóra
um að óskað verði eftir því við Is-
landspóst að póstáritun í sveitar-
félaginu verði breytt á þann veg
að í stað áritunarinnar 301 Akra-
nes komi 301 Hvalfjarðarsveit.
Sem kunnugt er varð sveitarfé-
lagið Hvalfjarðarsveit til £ vor við
sameiningu fjögurra sveitarfélags
sunnan Skarðsheiðar, Innri-
Akraneshrepps, Hvalfjarðar-
strandahrepps, Skilmannahrepps
og Leirár- og Melahrepps. Ibúar
þessara sveitarfélag tilheyTðu
póstnúmerinu 301 Akranes. Er
því nú svo komið að allir íbúar í
301 era komnir í sama sveitarfé-
lagið og því var tdllagan lögð
fram. -hj