Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2006, Qupperneq 17

Skessuhorn - 18.10.2006, Qupperneq 17
gHESSUiS©BRI MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 2006 17 Vinna við stálþil Lidu- bryggiu liat'in í síðustu viku ráku starfsmenn Hagtaks hf. niður fyrstu plötu stál- þils í hinni nýju „Litlu-bryggju“ sem nú er í byggingu í Grundar- firði. Aætlað er að stálþilið verði allt komið niður um næstu mán- aðamót en rífandi gangur er hins- vegar nú þegar í framkvæmdunum. Bryggjan verður 20 metrar á breidd og 100 metrar að lengd. HJ/Ljósm. Sverrir Karlsson Bjöm Elíson ráðinn framkvæmdastjóri LS Björn Elíson varabæjarfulltrúi á Akranesi hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda og hóf hann störf í síð- ustu viku. I samtali við Skessuhorn sagði hann starfið leggjast vel í sig. Hann segir starfið tvíþætt. „Annars vegar er hlutverk framkvæmda- stjórans að gæta hagsmuna sauð- fjárbænda en hins vegar er ég starfsmaður Markaðsráðs kinda- kjöts og kem því til með að fylgja eftir markaðssemingu kindakjöts innanlands,“ segir Björn. Björn er fyrsti varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akraness og gegnir nokkrum trún- aðarstörfum sem engar breytingar verða á sínum pólitísku högum með hinu nýja starfi og hann muni því áffam trún- aðarstörfum sínum fyrir Akranes- kaupstað. HJ Sveinn Kristinssm á brýnt erindi Helgina 28. - 29. október fer fram prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þá gefst fé- lagshyggjufólki í landshlutanum kosmr á því að kjósa sér fulltrúa á listann sem teflt verður ffam til al- þingiskosninganna í vor. Sveinn Kristinsson býður sig ffam til að leiða lista Samfylkingar- innar í kjördæminu. Eg hef átt þess kost að starfa með Sveini, bæði að bæjarmálum á Akranesi og einnig mannúðarstörfum hjá stærstu mannúðarhreyfingu í heimi, Rauða krossi Islands. Eg þekki því af eigin raun hversu raungóður, hug- myndaríkur og staðfasmr baráttu- maður Sveinn er, enda hefur hann tdl að bera alla þá mannkosti sem prýða þarf góðan leiðtoga. Hann hefur brennandi réttlætishugsjón, þor og áræði til að takast á við krefjandi verkefhi, óbilandi dug og bjartsýni á að mögulegt sé að hrinda í framkvæmd hugsjóninni um réttlátt samfélag þar sem mannúð og virðing fyrir hverri manneskju er í öndvegi. Þá hefur Sveinn einnig einstakt lag á því að öðlast yfirsýn, greina ólíkar hliðar á hverju máli og hugsa mál lengra en flestir sem ég þekki hafa hæfileika til. Það spillir svo ekki fyrir hvað hann er alltaf glaður og því er æv- inlega gaman að vinna með hon- um. Sveinn býr yfir margháttaðri starfsreynslu, til sjávar og sveita, sem gerir það að verkum að hann á auðvelt með að hafa samkennd með fólki og skilja aðstæður þess. Reynsla hans úr sveitarstjórnmál- um mun einnig nýtast honum til góðra verka, hljóti hann til þess brautargengi, en hann hefur setið í bæjarstjórn í tólf ár og verið for- ystumaður vinstri manna á Akra- nesi í átta ár. Brýnasta verkefhi okkar jafhað- armanna nú er að kalla til kraftmik- ið hugsjónafólk sem getur stillt saman strengi sína og snúið við þeirri hörmulegu þróun sem orðið hefur í íslensku samfélagi síðastlið- in sextán ár. Sá ójöfnuður og það misrétti sem er veruleiki okkar í dag er eitthvað sem við eigum ekki og megum ekki sætta okkur lengur við. Það má því ljóst vera að Sveinn Kristinsson á brýnt erindi á lista Samfylkingarinnar til komandi al- þingiskosninga og ég hvet alla til þess að smðla að því að kraftar hans nýtist okkur sem best. Anna Lára Steindal Lítil reynslusaga úr umferðinni: Ökumöimum er ekki óheimilt að aka um með hunda í kjöltu sér upp vöm fyrir konuna og tjáir fyr- sem þessi umrædda kona átti í hlut. Á ferð sinni um þjóðveginn í Melasveit í Borgarfirði í liðinni viku varð ökumaður einn vitni að athæfi í umferðinni sem vakti undr- un hans. Bíl var lagt út í hægri veg- arkant og skyndilega, án þess að gefið væri stefnumerki, var bílnum ekið inn á veginn og í veg fyrir aðra bíla sem komu aðvífandi í sömu akstursstefnu. Einungis snarræði ökumanna þeirra bíla varð til þess að ekki varð árekstur. I ljós kom að undir stýri á bíl þessum, sem svo skyndilega var ekið inn á veginn í veg fyrir aðra umferð, var kona á að giska á sjötugsaldri með miðlungs- stóran htrnd í kjöltu sér. Virtist hún mjög takmarkaða stjórn hafa á öku- tækinu, enda hundurinn á iði og hefur vafalaust birgt henni eðlilega sýn við aksturinn. Þar sem viðkom- andi ökumaður kveðst á liðnum árum nokkmm sinnum hafa orðið vimi að undarlegu aksturslagi þess- arar sömu konu, ákvað hann að láta verða af því að hringja í lögreglu og óska eftir því að haft yrði tal af kon- unni með hundinn. Eftir að hafa hringt í 112, eins og reglur kveða á um að gert sé, var viðkomandi gefið samband við vaktstöð lögreglunnar sem ku vera til húsa í höfuðborginni. Fyrir svör- um varð vaktmaður, sem upplýsir, eftir að málavöxtum hafði verið lýst að „ekkert sé hægt að gera þar sem engin lög kveði svo á um að bannað sé að hafa gæludýr í fanginu við akstur.“ Fyrirspyrjandi kváði og kvaðst eiga bágt með að trúa þessu og lýsti þeirri skoðun sinni að hann teldi einungis tímaspursmál hvenær slys hljótist af háttarlagi konurmar, verði henni ekki veitt tiltal og hún beðin a.m.k. um að láta hundinn dvelja í aftursætinu. Frekar en að taka undir áhyggjur fyrirspyrjanda tekur vaktmaðurinn lögreglunnar irspyrjanda að hann sé á sama augnabliki brotlegri í umferðinni ef hann t.d. væri að tala í símann án handffjáls búnaðar. Þar sem hand- ffjáls búnaður var ekki til staðar hafði fyrirspyrjandi þegar hér var komið sögu stöðvað bíl sinn úti í vegarkanti og var því með lögin með sér. Heldur svo samtalinu áfram nokkra hríð þar til fyrirspyrj- anda er orðið fullljóst að viðkom- andi vaktmaður í vaktstöð lögregl- unnar hafði engan áhuga á að nokk- uð yrði aðhafst í málinu. I þann mund sem samtalinu lauk ekur síð- an konan ffamhjá bíl fyrirspyrj- anda, enn með hundinn í kjöltu sér og virtist jafhvel þegar á þau var lit- ið að hundurinn hefði meira augun á veginum fyrir framan bílinn, en konan sem fylgdist grannt með bílnum sem þau óku ffamúr. Fyrirspyrjandi var ekki allskostar ánægður með málalyktir þannig að nú ákveður hann að hringja beint og milliliðalaust í lögregluna í Borgarnesi, og lýsa þessari reynslu- sögu úr umferðinni fyrir lögreglu í umdæminu. Sá sem þar verður fyr- ir svörum kveðst vel kannast við sambærileg tilfelli og mörg, þar Lofaði hann að umrædd kvörtun yrði færð til bókar, en tók undir með vaktmanninum í Reykjavík að fátt væri hægt að gera, þar sem eng- in lög kvæðu svo á um að bannað væri að hafa gæludýr í fanginu við akstur. Fyrirspyrjandi telur, í ljósi þess- arar reynslu, að líklega vanti ákvæði í umferðarlög sem kveði á um allt hið ótrúlega og næstum ómögulega sem hugsanlega getur átt sér stað í umferðinni, en engum viti bornum aðila hafi dottið í hug að þyrfti að setja um sérstök lög. Mætti þar t.d. nefna ákvæði um að bannað sé að stunda stjörnuskoðun samhliða akstri; bannað sé að hafa fleiri en 12 lausa grísi í hverjum fólksbíl, bann- að sé að hafa fleiri en 30 óða ketti í hverjum bíl og bannað sé að hafa hest í ffamsæti bifreiðar nema hann sé í beisli. Dæmi hver sem vill, en lögreglu hlýtur að vera í senn heimilt og skylt að grípa til viðeigandi ráðstaf- ana verði ökumenn uppvísir að álíka háttarlagi í umferðinni og konan sem ekur um með hund sinn undir stýri sýnir. Eða hvað? Hverju megum við eiga von á næst? MM SÍM6NNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VGSTURIANDI EINSTAKT TÆKIFÆRI LANDNÁMSSETUR ÍSLANDS SEM ÞÚ GETUR EKKI LÁTÍÐ FRAMHJÁ ÞÉR FARA: Landnámssetur, Snorrastofa og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi bjóða upp á tvö vönduð og áhugaverð námskeið nú á haustönn. Viltu fræðast um hvernig konur höfðu það á miðöldum - eða almennt um víkingaöldina og sögu Haraldar harðráða? ---- Konur á miðöldum: Námskeiðið hefur að viðfangi norrænar konur á miðöldum. Fyrirlesarar og þátttakendur reyna að glöggva sig á stöðu og hlutverki kvenna á þessu tímabili. Viðfangsefnið verður m.a. samskipti kynjanna eins og þeim er lýst í forníslenskum ritum, staða kvenna með hliðsjón af Sturlungu, frillulífi, Gunnhildur konungamóðir o.fl. Fyrirlesarar verða: Helga Kress, Gunnar Karlsson, Auður Magnúsdóttir, Geir Waage o.fl. Námskeið hefst mánudaginn 13. nóvember. Haraldar saga harðráða - viðburðir ársins 1066: Á jsessu námskeiði erffallað um æsku Haraldar, flótta austur í Garðríki eftirfall Olafs helga, frama og auðsöfnuð við hirð keisarans í,Miklagarði, valdatíma í Noregi og að lokum fall hans við Stafnfurðubrú árið 1066. í seinni hluta námskeiðsins verður fjallað um atburði ársins 1066, en þá er gjarnan talið að víkingaöld Ijúki. Fyrirlesari er Magnús Jónsson en hann hefur um árabil haft umsjón með afar fjölsóttum og vinsælum námskeiðum sem Endurmenntun Háskóla íslands hefur staðið fyrir um íslendingasögur og aðrar íslenskar miðaldabókmenntir. Námskeið hefst mánudaginn 20. nóvember Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Símenntunarmiðstöðvarinnar í síma 437-2390 og einnig er hægt að skrá sig á www.simenntun.is t ♦

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.