Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2006, Síða 18

Skessuhorn - 18.10.2006, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 smsmmw * ♦ * Sturla - hvar er tengingin? Styðjum Guðbjart Hannesson í prófkjöri Samfylkingarinnar Kaeri Sturla! Nú þegar árið 2006 er senn á enda er ekki úr vegi að spyrja þig, ráðherra fjarskipta á Islandi hvern- ig hátti með fjarskiptaþjónustu við landsmenn alla. Þú seldir fyrirtæk- ið okkar, Símann, ekki alls fyrir löngu án þess að hafa komið því í kring að grunnþjónusta yrði tryggð um allt land. Það er nú svo kæri Sturla að landsmenn allir greiða sinn hlut í samfélagssjóðinn og ættu því að sitja við sama borð þeg- ar kemur að grunnþjónustu eins og háhraðatengingu og farsímasam- bandi, en svo er alls ekki. Nemend- ur grunnskóla á Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið, mega horfa út um gluggann í skólanum sínum, á ljós- leiðarann sem liggur utan við girð- inguna á skólalóðinni án þess að njóta þeirra gæða sem línan veitir. Þessir fimmtíu nemendur eiga, líkt og aðrir nemendur landsins, að afla sér heimilda fyrir verkefnin sín, kennararnir eiga að vera vel upp- færðir í nýjustu útgáfum námsefnis, auk þess að vera vel að sér í hinum ýmsu málum er snerta samfélög nær og fjær. En því miður þá fá þau ekki tenginguna inn fyrir húsið hjá sér og þaðan af síður inn á heimili sín í sveitinni. Það þykir nefnilega ekki hagkvæmt. Einkaaðilarnir sem keyptu Símann sjá sér enga hags- muni í því að leysa vanda þessara örfáu einstaklinga, og ekki sást þú þér hag í því að leysa hann áður en þú seldir þessa mjólkurkú okkar. Beðið er eftir Fjarskiptasjóðnum sem á að leysa þessi verkefni, en hvenær kæri Sturla? Hvenær held- ur þú að landsmenn allir fái að taka þátt í nútímasamfélaginu líkt og þú sjálfur í höfuðborginni okkar. Island er ríkt land og hefur alla burði til að vera í framstu röð er varðar menntun. OECD, efnahags og ffamfarastofnunin, segir að við mat á samkeppnisstöðu þjóða sé megináherslan lögð á menntun og árangur á sviði rannsókna og ný- sköpunar. Við stærum okkur af því á góðum stundum hversu góð sam- keppnisstaða okkar sé en það er eins og það hafi gleymst í tíð nú- verandi ríkisstjórnar að það dugir ekki einungis að mennta þá sem búa á suðvesturhorninu og útvöld- um þéttbýlisstöðum. Komið hefur á daginn að í tíð núverandi ríkis- stjórnar hefur bilið milli íbúa höf- uðborgar og landsbyggðar aukist. Mikill munur virðist vera á lengd menntunar hjá þessum hópum. Rúm 40% íbúa landsbyggðarinnar eru einungis með grunnskólapróf á meðan þessi hópur er rétt um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Þessari þróun verður ekki snúið við nema með samstilltu átaki, við verðum að auka möguleika íbúa alls landsins til að sækja sér menntun í sinni heimabyggð. Þetta verður því mið- ur ekki gert nema með því að koma á háhraðatengingu um allt land og það án tafar. Ef ekki verður brugðist við þessu fljótt má vænta þess að innan fárra ára verði hér stéttskipt þjóð, annars vegar menntafólkið á mölinni og hins vegar hið minna menntaða sem dreifist á smærri staði út um land, án grunnþjónustu, án tengsla við umheiminn. Þetta er á þína ábyrgð herra samgönguráðherra og hefur verið lengi. Nú er lag, rík- issjóður gildur sem aldrei fyrr að sögn forsætisráðherra og skatt- greiðendur á landsbyggðinni orðn- ir þreyttir á arrnars flokks þjónustu ffá ykkur við Austurvöll. Helga Vala Helgadóttir Laganemi ogfjölmiiílakona Býóurfram krafta sína í 2.-3. sœti á lista Samfýlkingar í NV kjördæmi. Það er ekki á hverjum degi sem við kjósendur höfum tækifæri til þess að velja fólk á lista hinna ýmsu stjórnmálaflokka. Samfylkingin í Norðvestur kjördæmi hefur ákveð- ið að hafa opið prófkjör til að velja frambjóðendur í efstu sæti flokks- ins fyrir alþingiskosningarnar í vor. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla á Akranesi gefur kost á sér í 1 .-2. sæti á lista Samfylking- arinnar. Það er mitt mat að við eig- um vart betri valkost en Guðbjart til að leiða listann og vera einn af þingmönnum okkar næsta kjör- tímabil. Guðbjartur á farsælan feril í skólamálum, sveitastjórnarmál- um, félagmálum fyrir íþróttahreyf- inguna og skátahreyfinguna og svo mætti lengi telja. Hann sat í 12 ár í bæjarstjórn Akranes og gengdi á þeim tíma auk þess bæði embætti formanns bæjarráðs og forsetaemb- ætti bæjarstjórnar. Hann hefur mikla reynslu af nefndarstörfum á hinum ýmsu sviðum. Má þar nefha setu í bankaráði Landsbankans Is- lands, seta og formennska í Svæðis- ráði málefna fadaðra á Vesturlandi og ýmis störf fyrir Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum m.a. í útvegs- og orkufyrirtækjum. I raun væri allt of langt mál að rekja öll þau fjölmörgu stjórmmar og trúnaðarstörf sem Guðbjartur hefur sinnt bæði fyrir hið opinbera og frjáls félagasamtök. Við sem þekkjum hann sem samstarfsmann og félaga vitum að hér er öflugur leiðtogi á ferð. Guðbjartur er traustur og heiðarlegur maður. Hann er kröftugur baráttumaður og reynsla hans og þekking á án efa eftir að nýtast vel á Alþingi. Við eigum mikilla hagsmuna að gæta enda eru fjölmörg mál sem þarf að sinna fyrir okkar kjördæmi. Eg skora á alla að veita Guðbjarti Hannessyni góðan stuðning í próf- kjöri Samfylkingarinnar laugardag- inn 28. október. Við munum ekki sjá eftir þeim stuðningi. Sigurjón Jónsson * Ur sálarfylgsnum guM ég gjtf- og ge£j)að svímmt Eftír Magnús Finns- son í Stapaseli er þessi haustlega stemning: Hríðarandi herðir á hélubandi að vitum. Yfir landi líta má Ijós í andarslitrum. Einhverntíma í kuldatíð orti Guðmundur Helgason í Stang- arholtí sem átti þá í einhverjum smáútistöð- um við nágranna sinn: Nú er allt í uppnámi, ekkert falt af hrósi, það andar kalt frá Einari ei þó saltið frjósi. Ekki munu þær útistöður hafa verið djúp- stæðar en hér koma tvær haustlegar vísur eft- ir Guðmund og á ekki illa við að rifja þær upp nú með kólnandi veðurspá: Norðanrokið nœðir stíft, nú verður brok að sinu. Margt er fokið, allt er ýft og enn ei lokið hrinu. Fer á kostum kuldinn hár, kveður með rosta norðan fár, kvíða ég lostinn er í ár, með auknu frosti hvítnar skjár. A fimmtugsafmæli Einars bróður síns á Læk sendi Guðmundur honum þessa vísu: Einar knár í engu smár œvi skárar teiginn. Flott hefur klárað fimmtíu ár, féllu ei tár á veginn. Misjafhlega gengur mönnum að klára sig gegnum peningahliðina á lífinu og útaf fyrir sig íhugunarefhi hvort samhengi er með pen- ingalegu gengi manna og öðrum þeim þátt- um sem almennt eru taldir flokkast undir h'fs- hamingju. Magnús Finnsson í Stapaseh sendi einhvemtíman Bjarna Asgeirssyni þessa vísu, væntanlega í sambandi við einhverja bón um peningalega fyrirgreiðslu: Víst mun þessi víxlamergð vitna um greiðsluhalla. Skil eru ekki á skuldum gerð en skömm að láta falla. Magnús mtm alla tíð hafa verið örfátækur og einhvemtíma orti hann: Ekki þýðir um að fást eg þó til þess finni, örbirgðin mér aldrei brást á ævigöngu minni. Þrifhaður Islendinga hefur vafalaust verið svolítið breytilegur í gegnum aldirnar, bæði í sambandi við mat og annað og má svosem velta fyrir sér af hverju þjóðin er ekki útdauð fyrir nokkram ættliðum síðan ef allt sem menn létu ofan í sig á þeim tíma er eins hættulegt og næringarfræðingar nútímans vilja vera láta. Það má líka velta því fyrir sér hvernig ónæmiskerfi líkamans á að ná þroska ef það hefur aldrei neitt að gera. Hvað sem því líður kom nú fyrir að mönnum þóttí nóg um. Sigurður Halldórsson á Skarfhóli orti efrir einhverja deilu við konu sína: Oft ég niður í óhreint lít, úr því stæla verður. Ég kann ekki að éta skít, ég er svona gerður. Sumum þótti nóg um þrifnaðinn í slátur- húsunum á fyrri áram þeirra, þegar menn höfðu vanist slátrun á blóðvelli við ýmsar að- stæður og sáu ekki í fljótu bragði nauðsyn alls þess þrifhaðar sem þar var viðhafður. Erling- ur Jóhannesson kvað Gorvellingarímur um starfsmenn sláturhússins við Kljáfoss anno 1950 og þar í er efrirfarandi um Ama Theó- dórsson á Brennistöðum: Frægur maður Árni er, engar dyggðir felur. Berum augum sýkla sér, safnar þeim og telur. Skagfirðingur nokkur var við slátran á fé sínu á blóðvelli á Sauðárkróki snemma á síð- ustu öld og vora strákar að gantast við hann og meðal annars að henda í hann eistum úr lambhrútum og fleiri misþokkalegar glettur. Karl brást illa við og fór til Sigurðar Sigurðs- sonar frá Vigur sem þá var sýslumaður Skag- firðinga og lagði fram kæra, æstur mjög og klykktí út með því að segja: „Það er helvíti hart að hafa ekki frið fyrir sínum eigin eist- um!“ Sýslumaður svaraði með hægð: ,Já, það hefur nú komið fyrir fleiri.“ Þar með var þeim málarekstri lokið og málið ekki rætt ffekar. Þó þrifnaður sé nauðsynlegur við okkar líkamlegu fæðu er hann í sjálfú sér ekki síður nauðsynlegur í umgengni við andlegu fæðuna og að sjálfsögðu ganga prestarnir þar á undan með góðu fordæmi. Káinn ortí um óljósa messuauglýsingu: Ætlar að messa hann Hans minn hér, hindrí skyssa engin. Fyrir þessu ennþá er ekki vissa fengin. Ekki var Káinn blessaður auðugur af ver- aldlegum verðmætum á sinni hérvistargöngu enda lýsti hann svo sinni gjafmildi: Þegar fátt ég fémætt hef í fórum mínum, úr sálarfylgsnum gull ég gref og gef það svínum. Viðhorf manna til stökunnar hefur alla tíð og verður væntanlega áffarn töluvert breyti- legt. Sumir leggja mest upp úr forminu með- an aðrir meta húmorinn og léttleikann meira. Tón Pétursson á Nautabúi lýsti svo sínu við- horfi: Vel til fundið ferskeytt lag fró er lundar minnar. Því ógrundað bind í brag bergmál stundarinnar Séra Sigurður Norland lýsti hinsvegar heimsókn sinni tíl góðra granna með þessum hætti: £g hef kvæði kveðið hér, kastað mæði og trega, og í næði unað mér óumræðilega. Böðvar Guðlaugsson var á fundi þar sem rætt var um tannheilsu og tannhirðu aldraðra en eitthvað virðist áhuginn hafa verið tak- markaður því töluverður hluti orkunnar fór í að teikna myndir á þá pappíra sem útdeilt var meðal fundarmanna og að lokum var þar skrifuð þessi vísa: Við að draga upp dverg og tröll dunda ég mér í næði og kollóttan mig kæri um öll kjaftrœstingafræði. I síðasta þætti birti ég vísuna „Vond er gigt í vinstri öxl“ og nú hafa mér borist þær upp- lýsingar að a.m.k. botninn með því ffáviki að í síðustu línu er haft orðið „betri“ í staðinn fyrir „verri“ hafi verið eignaður Helga Hálf- danarsyni. Einnig barst mér annað afbrigði af vísunni um fjóshauginn og það með að höf- undur mundi vera fjósamaður séra Skúla Gíslasonar á Breiðabólstað: Nú er farinn vinur minn og ég græt hann mikið, Mér mun bætast brátt um sinn sá skaðinn og missirinn. Látum svo þessum þætti lokið með því að snúa okkur aftur að Magnúsi gamla Finns- syni: Þorstann seður þessi skál, þrjóta veður kífsins. Vínið gleður gamla sál, gleymast hreður lífsins. Með þökkjyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1367 og 849 2715 dd@simnet.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.