Skessuhorn - 18.10.2006, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 2006
22
Klór-frjóvgun
Grannkona mín ein og vin-
kona er sérstaklega orðheppin.
Eitt sinn þegar við sem oftar
sátum yfir kaffibolla vorum við
að tala um barnalán og hversu
misjafnlega fólki gengi að fjölga
sér. „Alveg er þetta með ein-
dæmum, segir hún, hversu mis-
jafht þessu er skipt milli kvenna.
Sum pör reyna fram í hið óend-
anlega og ekkert hefst upp úr
því nema vonandi ánægjan, en
aðrar konur eru svo frjósamar
að þær mega ekki taka í þöndina
á karlmanni, þá eru þær orðnar
ófrískar.“ Eg skyldi nú ekki
samhengið á milli þess að taka í
höndina á karlmanni og þess að
verða óléttur. ,Jú, svaraði hún
að bragði, það er ekki sama hvar
þær klóra sér á eftir“.
Misritanir
Misritanir í skýrslum eru
ótrúlegar. Það bvarflar að
manni að viðkomandi geti varla
hafa verið með fullu viti. Hér
eru nokkur dæmi úr skýrslum
lögffæðinga.
Lögfræðingur: Var þetta
sama nef og þú braust sem
barn?
Lögfræðingur: Segðu mér
læknir, er það ekki rétt að í
flestum tilfellum sem maður
deyr í svefhi, þá veit hann ekk-
ert af því fýrr en morguninn
eftir?
Lögfræðingur: Og hvað
gerðist þá? Vitni: Hann sagði
við mig: „Eg verð að drepa þig
þar sem þú getur borið kennsl á
mig. „ Lögfræðingur: Og drap
hann þig?
Lögfræðingur: Varst það þú
eða bróðir þinn sem dó í Ví-
etnamstríðinu?
Lögfræðingur: Yngsti sonur-
inn, þessi tvítugi, hvað er hann
gamall?
Lögfræðingur: Att þú börn
eða eitthvað þess háttar?
Lögfræðingur: Eg sýni þér
sönnunargagn 3 og spyr hvort
þú þekkir manninn á myndinni.
Vitni: Þetta er ég. Lögfræðing-
ur: Varst þú viðstaddur þegar
myndin var tekin?
Ris vandamál
Þegar ég heyrði risvandamál
fýrst auglýst var ég ekki skarpari
en svo að ég taldi víst að auglýs-
ingin tengdist vandamálum í
risum, þ.e. þar væri leki eða
eitthvað í þá veru. Fljótlega
komst ég að hinu sanna og
skammaðist mín fýrir einfeldn-
ina. Risvandamál komust veru-
lega í tísku er undralyfið Viagra
kom á markaðinn. Allir muna
brandara er spruttu upp eins og
gorkúlur á baug. Flestir sem
eiga tölvur fengu rismiklar
myndir sendar, þá leiðina, hinir
keyptu sér blöð þar sem ekki var
lágt á mönnum risið. Hins veg-
ar komu fljótt í ljós aukaverkan-
ir við þessu undralyfí og lækk-
aði þá heldur risið, notkun þess
gat nefnilega valdið hjartaáfalli.
Þá minnist ég samtals við eldri
mann sem alltaf sagðist hafa
drukkið kaffi á kvöldin. „Eg
verð svo stinnur og fínn og til-
búinn í slaginn ef ég geri það.
Það er engin leið fýrir mig að
gagnast konu minni ef ég drekk
ekki kaffi fýrir háttinn." A tím-
um heilsubylgju hefur fólki ein-
dregið verið ráðið frá því að
drekka mikið kaffi og allra síst
fýrir svefhinn. Það skyldi þó
aldrei vera að ris-vandamálin
séu vegna minnkandi kaffi-
drykkju? .
Svo mörg voru þau orð úr
sveitinni að sinni. Meira síðar.
Umsjón: Bima Konráðsdóttir
Sextán þúsund gesdr sækja Garðavöll
Um sextán þústmd hringir hafa
verið spilaðir það sem af er ári á
Garðavelli á Akranesi og reiknað er
með að um sextán þúsund gestir
sæki golfvöllinn heim á ári, þar af
koma um sjö þúsund þeirra af
Reykjavíkursvæðinu. Þetta kom
ffam í kynningu Heimis Fannars
Gunnlaugssonar, formanns Golf-
klúbbsins Leynis í hófi sem haldið
var fýrir styrktaraðila og velgjörð-
armenn klúbbsins á föstudaginn.
Klúbburinn gerði samning við sjö
golfklúbba um sérstakt vinasam-
starf og hefur það tekist mjög vel.
Félagsmenn þeirra klúbba spiluðu
um 38% af þeim hringjum sem
leiknir hafa verið á árinu en félags-
menn Leynis eiga um 56% af spil-
uðum hringjum og 8% umferðar-
innar kemur frá félagsmönnum
annarra klúbba.
Talið er að golffnenn sem sækja
Garðavöll heim fari um þrjú þús-
und ferðir á ári um Hvalfjarðar-
göng og skilji eftir sig um 14 millj-
ónir króna á ári fýrir ýmsa aðkeypta
þjónustu á Akranesi. Félagar í
Golfklúbbnum Leyni eru 423 í dag
og hefur fjölgun þeirra verið of hæg
að mati félagsmanna enda hefur
þeim aðeins fjölgað um átta á árinu.
Nokkur breyting hefur orðið að
undanförnu á aldurssamsetningu
félaga því í klúbbinn hafa gengið 39
félagar sem eru 18 ára eða yngri. A
sama ta'ma hefur félögum 19 ára og
eldri fækkað um 31. Þessi mikla
fjölgun yngri félagsmanna er af-
rakstur átaks sem klúbburinn stóð
fyrir meðal barna og imglinga til
kynningar á golfíþróttinni og er
markmiðið að gera íþróttina að
heilsársíþrótt.
Eins og ávallt eru talsverðar
framkvæmdir við Garðavöll í deigl-
unni og má þar nefna hugmyndir
um byggingu vélahúss, starfs-
mannaaðstöðu og síðast en ekki síst
hafa verið uppi áætlanir um bygg-
ingu nýs golfskála með myndarlegri
veitingaaðstöðu. Fyrir skömmu
voru einnig, eins og fram kom í
frétt Skessuhorns, kynntar hug-
myndir um byggingu 50-80 her-
bergja hótels við Garðavöll. Fram
kom í kynningu Heimis að núver-
andi áætlanir geri ráð fyrir að hefja
framkvæmdir að hausti 2007 og
húsið verði risið á um 9 mánuðum.
HJ
Ellefu ára stigameistari GB
Uppskeruhátíð Golfklúbbs Borgarnerss var í Valfelli laugardaginn 14.
október. Skemtidagskrá var heimatilbúin að vanda og þótti takast vel.
Verðlaun í SPM mótaröðini hlutu eftirtaldir:
Höggleikur án/forgj:
1. Omar Orn Ragnarsson 315 högg
2. Stefán Haraldsson 330 högg
3. Bergsveinn Símonarson 332 högg
4. Finnur Jónsson 334 högg
Stigameistari Golfklúbbs Borg-
arness 2006 varð með nokkrum yf-
irburðum hinn ungi og efnilegi
kylfingur Bjarki Pétursson, en
Bjarki er aðeins 11 ár gamal og er
án efa einn efhilegasti kylfingurinn
í röðum GB og jafnvel þó víðar
væri leitað.
MM
Punktakeppni:
1. Bjarki Pétursson
2. Albert Þorkelsson
3. Guðrún Sverrisdóttir
4. Pétur Már Sigurðsson
152 punkta
150 punktar
149 punktar
145 punktar
Styrktaraðili mótsins var Sparisjóður Mýrasýslu
Verðlaun voru veitt fýrir Meistarmót í holukeppni.
Holumeistarar GB 2006:
Kvennaflokkur: Júlíana Jónsdóttir
Karlaflokkur: Stefán Haraldsson
Bjarki Pétursson, stigameistari GB
Skammhlaup í FVA á föstudag
Næstkomandi föstudag verður
óhefðbundin dagskrá hjá nemend-
um Fjölbrautaskóla Vesmrlands á
Akranesi. I stað venjulegs skóladags
er nemendum boðið að taka þátt í
allskyns þrautum og keppnum sem
reyna ýmist á hugann eða lík-
amann. „Skammhlaup er í þeim til-
gangi að brjóta upp hefðbundna
dagskrá skólans og fá alla með til
þátttöku í líflegum og skemmtileg-
um degi. Skyldumæting er í
Skammhlaup, en það hefúr verið
liður í skólastarfi FVA undanfarin
7-8 ár,“ segir Hörður Helgason
skólameistari í samtali við Skessu-
horn.
Fyrir hverja þraut í Skammhlaupi
eru veitt 1-10 stig. Fyrirfram skip-
aðir hópar keppa sín á milli í margs
konar greinum, t.d. teppaboð-
hlaupi, en í því sest einn liðsmaður
á teppi sem annar svo dregur, lang-
hlaupi sem leiðir nemendur um
stóran hluta bæjarins og vamsboð-
hlaupi sem felst í því að hvert lið
fær 2 plastglös til að bera vatn úr
föm yfir í könnu þar til hún er full.
I tímaþrautinni þurfa nemendur að
hjálpast að við að leysa þrautir sem
flestar tengjast náminu, þó að bind-
ishnýtingar og uppábúin rúm muni
seint teljast til hefðbundinnar
námsskrár. Aður en dagskránni
lýkur koma allir nemendur saman á
sal þar sem keppt er í síðustu þraut-
um dagsins, svo sem kappáti, drag-
keppni og hópsöng. Sá hópur sem
fær flest stig er leystur út með veg-
legri pizzuveislu að dagskrá lokinni.
Það er ljóst að nemendur FVA
eiga skemmtilegan og spennandi
dag fyrir höndum. Meðfylgjandi
ljósmynd var tekin í dragkeppni á
Skammhlaupi á síðasta ári.
AHB
Danshópur Evu sýndi og æfði í Flóanum
Um liðna helgi fóru börn og
unglingar sem æfa dans hjá Evu
Karen Þórðardóttir á Kleppjárns-
reykjum í æfingabúðir austur í
Þingborg í Flóa. Alls fóru 54 ung-
menni á aldrinum 6 ára til 16 ára og
undu saman við dansæfingar, leik
og störf. Þau gistu eina nótt ásamt
fríðum hópi foreldra sem vann að
matseld og umönnun.
A sunnudeginum var auglýst
danssýning sem heppnaðist afar vel
og voru um 100 Flóamenn sem
mættu og nutu sýningarinnar þar
sem allir sýndu sitt besta. Danshóp-
urinn stóð sig með prýði og var sér
og sínum til sóma og stolt foreldr-
anna sem gáfú sér tíma til að fara
með. það er um helmingur nemenda
Vert er að geta þess að nú æfir 61 skólans.
krakki dans á Kleppjárnsreykjum KG/Ljósm: Þór Þorsteinsson.
undir styrkri stjórn Evu Karenar en
Landsleikur í
Akraneshöllinni
Knattspyrnusamband Islands
hefur óskað efdr því að landsleik-
ur Islands og Englands í flokki
kvenna undir 19 ára aldri fari
fram í Akraneshöllinni þann 21.
nóvember og hefur bæjarráð
Akraness fallist á málið. Leikur-
inn verður því fýrsti landsleikur-
inn sem fram fer í Akraneshöll-
inni sem nú er stefút að því að
vígja fyrsta vetrardag þann 21.
október.
HJ
Þrír leikmenn
endumýja
samninga við IA
Þrír leikmenn IA, þeir Páll
Gísli Jónsson, Heimir Einarsson
og Ellert Jón Bjömsson skrifuðu
um helgina undir nýja samninga
við félagið. Samningur Heimis er
til þriggja ára en samningar Páls
Gísla og Ellerts Jóns eru til
tveggja ára. Gísli Gíslason, for-
maður rekstrarfélags meistara-
flokks IA segir samninga þessa
mjög mikilvæga fýrir félagið því
þarna sé um að ræða þrjá af fram-
tíðarleikmönnum þess.
HJ
Guðjón þjdlfari og Gísli formaður með
þá Pdl Gísla og Heimir á milli sín.
Strákar gera það
gott í körfunni
Sjöundi flokkur stráka i körfu-
bolta frá Umf. Skallagrími keppti
í A riðli Islandsmótsins og varð í
öðra sæti á eftir KR-ingum, en
þeir unnu þrjá af fjórum leikjum.
Meðfylgjandi er mynd af leik-
mannahópnum ásamt þjálfara
þeirra Jovan Zdravevski sem er
leikmaður með meistaraflokki
Skallagríms. GS
Bestu
stuðnings-
mennimir
Á lokahófi knattspyrnufólks
sem haldið var á veitingahúsinu
Broadway á laugardaginn voru
veittar fjölmargar viðurkenning-
ar fýrir góða frammistöðu á ný-
liðinni leiktíð. Bestu stuðnings-
menn í úrvalsdeild karla voru
valdir stuðningsmenn IA. Fékk
félagið að launum peningaverð-
laun sem verja skal til unglinga-
starfs. Stuðningsmarmafélag IA,
Skagamörkin, var stofnað í vor
og vakti verðskuldaða athygli við
knattspyrnuvellina í sumar. HJ