Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2006, Side 10

Skessuhorn - 25.10.2006, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006 Fyrirtækið Hafiiyt stofiiað um fiskvinnslu Sveit-Ungamir hreiðra um sig í Fossatúni Börkurjónsson, sjómaður á Akra- nesi vinnur nú að stofnun nýs fyrir- tækis í fiskvinnslu. Það hefur hlotið nafhið Hafnyt og mun vinna ýsu og þorsk á innanlandsmarkað og til út- flutnings. Aðspurðtu- segir Börkur að fýrirtækið fari af stað um næstu mánaðamót og verði til húsa að Æg- isbraut 27. Þrír til fjórir starfsmenn munu vinna við fyrirtækið. „Eg mtm flaka ýsu og þorsk og selja bæði ferskar afurðir og lausfrystar. Eg hef ágæta aðstöðu, góða frysti- og kæli- aðstöðu og það er allt að verða klárt hjá mér til að geta hafist handa,“ segir Börkur. MM/ljósm. KH Búið er að stofna hljómsveitina Sveit-Ungana í Borgarfirði. Sveitin var sett saman í tengslum við hug- mynd að dagskrá fýrir veitingahús- ið Tímann og vatnið í Fossatúni og hefur að undanförnu verið æft upp prógram til flutnings á jólahlaðbori sem þar verður í nóvember og des- ember. Gengið var út ffá að efnis- tök ættu sér skýrskotun til um- hverfisins og árstíðarinnar með áherslu á glens og glaðværð. Þegar á fýrstu æfingu kom í ljós að með- limir áttu allir í fórum sínum lög við eigin texta eða staðarskálda sem myndu henta til flutnings í dag- skránni. Frumsamið, alborgfirskt efni myndar því uppistöðuna í laga- flutningi þeirra. En Sveit-Ungarnir gera meira en að flytja lög, því inn á milli laga verða sagðar sögur og farið með gamanvísur af mönnum og málefnum í Borgarfirði. Þá mun seinni hluti dagskrárinnar saman- standa af íslenskum jólalögum með þátttöku og samsöng gesta. Sveit-Ungarnir eru: Bjami Guð- mundsson, gítarleikari, söngvari og prófessor á Hvanneyri, Þorvaldur Jónsson, harmonikku, hljómborðs- og gítarleikari, söngvari og kúaabóndi í Brekkukoti, Sigurður Jakobsson, bassaleikari og sauðfjár- bóndi á Varmalæk og Þórunn Pét- ursdóttir, söngkona og starfsmaður Landgræðslunnar frá Asbrún í Bæj- arsveit. MM Vetri fagnað í Dölum Ráðunautamir Ján Viðar jánmundsstm og Lárus Birgisson þukla hér hrúta. Ljósm. Björn Fyrsta vetrardag héldu Dala- ur- og suðurhólf, vegna sauðfjár- menn vetrarhátíð; hausthátíð Fé- veikivarna. Mikil þátttaka var í báð- lags sauðfjárbænda í Dalasýslu. Um um hólfum, þó heldur meiri í því var að ræða hrútasýningar í báðum nyrðra. Það er núverandi stjórn í hólfum, en sýslunni er skipt í norð- Félagi sauðfjárbænda í Dölum sem A hrútasýningu íArbliki. Siggi í Ytri-Fagradal, Eyjólfur í Ásgarði, Guðbjöm í Magn- ússkógum I, Jón Egill á Skerðingsstöðum og Rúnar á Valþúfu. Ljósm. Bj'öm Bjarki á Kjarlaksvöllum mœtti á svæðið með „Dýrið, “ sem vakti ókipta athygli yngri kynslóðarinnar. Ljósm. Bj'öm hefur haft veg og vanda að þessari hátíð, sem nú var haldin í annað sinn og er komin til að vera, fýrsta vetrardag, að sögn Höllu Steinólfs- dóttur stjórnarmanns. Dalamenn eru með kynbótaátak í sauðfjárrækt og keppnin var sett á laggirnar í því sambandi. Mikil stemning myndaðist á sýningunum og virtust allir skemmta sér hið besta. Geirmundastaðahrútur hreppti fýrsta sætið, en Guðbrand- ur Þorkelsson á Skörðum átti hrút- inn sem mældist með þykkasta bak- vöðva á Vesturlandi. Lárus G. Birg- isson og Jón Viðar Jómundsson sáu um að meta kynbótagripi Dala- manna. „Það er gott að endurlífga hrúta- sýningar, sem voru fastur liður í hverri sveit hér áður fýrr en hefur farið fækkandi á liðnum árum,“ sagði Halla í samtali við Skessu- hom. Aðrir í stjórn sauðfjárræktar- félagsins em Asmundur E. Daða- son, Guðbrandur Þorkelsson, Guð- mundur Geirsson og Guðjón Torfi Sigurðsson. A sama tíma var haldin keppni í innanhússknattspyrnu á vegum UDN. Þar mættu fjögur kvennalið og sjö karlalið til leiks. Einnig var slegið upp grillveislu í Arbliki og þar dunaði síðan dansinn fram effir nóttu, þar sem lopapeysan og gúmmískórnir vora lykilatriði. BGK Nefrdin sem stóðfyrir héraðshátíðinni: Halla í Ytri-Fagradal, Guðmundur í Geirshlíð og Guðbrandur í Skörðum. Ljósm: Bjöm. Sigurvegarar íflokki hyndra hrúta. Frá vinstri: Bryndís á Geirmundarstöðum (1. sœti), Guðbrandur á Skörðum með son sinn (2. sæti), Monika í Rauðbarðaholti (3. sæti), Birg- ir í Bœ (4. sæti) og Friðjón á Hallsstöðum (3. sæti). Ljósm. GTS Gullverðlaunahafar í kvennaflokki á fótboltamótinu, Frá vinstri: Sólveig, Gróa Björg, Herdís og Marta. Svana, Svala og Lína eru í forgrunni en Katrín erfremst. Ljósm. Bjöm Sigurvegarar íflokki kollóttra hrúta,frá vinstri: Jóhannes frá Homstöðum (1. sæti), Daði á Lambeyrum (2. sœti), Kjartan á Dunki og tvö bamabörn hans (3. sœti), Ása á Homstöðum (4. sœti) og Guðmundur á Kjarlaksvöllum (3. sæti). Ljósm. GTS BÆNDUR & BUALIÐ Munið sveitateítið á Hótel Borgariiesi 3. nóvemher. Miðapantanir í síma 437 1515 Búnaðarfélag Mýramanna sér um framkvæmd sveitateitsins í samvinnu víð Búnarðarsamtok Vesturlands

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.