Morgunblaðið - 02.05.2019, Page 4

Morgunblaðið - 02.05.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lífshorfur sjúklinga sem greinast með lungnakrabbamein hafa batnað umtalsvert á síðustu tveimur áratug- um. Þetta kemur fram í vísindagrein rannsóknarhóps á Landspítala og við Háskóla Íslands sem birtist í Annals of Translational Medicine. „Í dag má gera ráð fyrir að í kring- um 90% sjúklinga séu á lífi ári eftir aðgerð en áður var hlutfallið 75%. Ástæður fyrir þessari jákvæðu þró- un eru sennilega margþættar en þyngst vegur sú staðreynd að sjúk- lingarnir greinast fyrr og með smærri æxli auk þess sem greining þeirra og mat á útbreiðslu er ná- kvæmari. Þá sýndi rannsókin að 99% sjúklinga lifa aðgerðina af sem telst mjög góður árangur í alþjóðlegum samanburði,“ segir í fréttatilkynn- ingu rannsóknarhópsins. Rannsóknin náði til 650 sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð á lunga vegna lungnakrabbameins 1991 til 2014. Konur voru ívið fleiri (52%) og meðalaldur sjúklinga tæp 70 ár. Ýmsar nýjungar hafa verið teknar upp í meðferð lungnakrabbameins hér á síðustu árum. Þar má nefna berkjuómspeglun og notkun jáeinda- skanna til að meta útbreiðslu meins- ins. Einnig hafa verið tekin í notkun fullkomnari geislatæki sem nýtast gegn æxlum sem ekki er hægt að fjarlægja. Sama á við um ný líftækni- lyf sem geta nýst sjúklingum með út- breiddan sjúkdóm og má nota með hefðbundnum krabbameinslyfjum. Fyrsti höfundur greinarinnar er Hannes Halldórsson kandídat en Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala, stýrði rannsókninni. Aðrir höfundar eru læknarnir Steinn Jónsson prófessor, Magnús Karl Magnússon prófessor, Andri Wilberg Orrason, Guðrún Nína Óskarsdóttir, Ástríður Péturs- dóttir og Björn Már Friðriksson. Nýjar aðgerðir, lyf og aðferðir Byrjað var að framkvæma blað- nám með brjóstholssjá (VATS) um síðustu áramót hér á landi. Aðgerð- irnar falla því utan þess tíma sem rannsóknin náði til. Í VATS-aðgerð er allt lungnablaðið fjarlægt í gegn- um 4 sentimetra langan skurð með aðstoð sjónvarpsmyndavélar. Tómas Guðbjartsson prófessor sagði að VATS-aðgerðum hefði áður verið beitt við minni lungnakrabba- mein, þegar tekinn var lítill hluti af lunganu. „Nú getum við tekið heilt blað með þessari aðferð, það getur verið allt að tveir lítrar að rúmmáli. Með því að pressa vefinn er hægt að pakka honum í poka og draga út í gegnum fjögurra sentimetra skurð,“ sagði Tómas. Notuð er sérstök hefti- byssa til að loka fyrir æðar og berkj- ur og skera á milli. Einnig eru komn- ar nýjungar í geislameðferð og ný líftækni-krabbameinslyf. „Það er ánægjulegt að sjá að ár- angur meðferðar á sjúklingum sem eru með sjúkdóm bundinn við lungu er að batna. Við þurfum samt að ein- blína á fyrirbyggjandi aðgerðir og að fá fólk til að byrja ekki að reykja eða til að hætta að reykja,“ sagði Tómas. Hér greinast um 160 tilfelli lungna- krabbameins á ári. Mjög hefur dreg- ið úr reykingum og reykja aðeins um 9% fullorðinna. Hlutfall grunnskóla- nema sem reykja er enn lægra. Rannsóknin sýnir að meinin grein- ast nú fyrr en áður, eru því minni við greiningu og hafa breiðst út í færri tilvikum. Það getur bent til þess að sjúklingar leiti fyrr til læknis en áður og að læknar séu vel vakandi fyrir sjúkdómnum og greiningu hans. „Vandinn við lungnakrabba er hve margir greinast með útbreiddan sjúkdóm. Einkenni sjúkdómsins falla oft saman við reykingatengd vandamál,“ sagði Tómas. Ýmsar nýjungar í meðferð Morgunblaðið/RAX Landspítali Tómas Guðbjartsson prófessor og Hannes Halldórsson kandídat eru á meðal höfunda vísindagreinar.  Betri lífshorfur sjúklinga með lungnakrabbamein  Greinast fyrr og með smærri æxli en áður  Blaðnám með brjóstholssjá styttir legutíma sjúklinga VATS-aðgerð Sýktur hluti lungans er fjarlægður í gegnum lítinn skurð. „Það er engin spurning í sambandi við þessi göng, sem voru svo út- hugsuð og vel undirbúin, það hefur allt staðist hjá okkur sem við höfum sagt sem vorum að berjast fyrir þessu,“ segir Árni Johnsen, fyrrver- andi alþingismaður, inntur álits á stöðu samgangna til Vestmannaeyja. „Þetta er algjört klúður frá upp- hafi til enda.“ Árni var einn þeirra sem á sínum tíma töldu að betra væri að grafa göng til Vestmannaeyja í stað þess að fjárfesta í gerð Land- eyjahafnar og sinna áframhaldandi rekstri Herjólfs. Hingað til hefur kostnaður við Landeyjahöfn og Herjólf verið tæpir sautján milljarðar króna ef tekið er með í reikninginn fyrirhuguð lagfær- ing hafnarinnar, samningur um dýpkun næstu þrjú árin og smíði nýs Herjólfs auk rafvæðingar hans. Í lokaskýrslu starfshóps sam- gönguráðherra um samgöngur til Vestmannaeyja, frá 2006, segir að kostnaður við gerð 18 kílómetra jarðganga til Eyja hafi verið metinn á um 25 til 31 milljarð á verðlagi 2004. Til samanburðar er áætlaður kostn- aður við hin fyrirhuguðu Suðureyj- argöng í Færeyjum 56,8 milljarðar íslenskra króna, en þau göng verða í tveimur liðum þar sem annar er 9 kílómetrar og hinn 17 kílómetrar. „Göng hafa verið og eru lang- hagstæðasti kosturinn. Það er alveg klárt að þessi göng koma, því þó þetta skip sem nú er búið að smíða komi þá mun það ekki duga. Við vit- um núna hvað þessi pakki kostar í raun og veru, því það hefur verið gerð ítarleg úttekt á þáttum máls- ins. Kostnaður við göngin sjálf er svona um það bil 34 milljarðar og svo er kannski svipað í lánakostnað og slíkt,“ segir Árni og tekur fram að á móti komi að gjald yrði greitt fyrir hvern bíl sem ekið yrði um göngin. „Það er almannarómur núna að menn hefðu betur farið eftir þessum hugmyndum,“ staðhæfir Árni. „Eyjamenn hafa alla tíð viljað göng- in númer eitt.“ gso@mbl.is Hafa alla tíð viljað göng  Herjólfur og Landeyjahöfn hafa kostað um 17 milljarða  Segir jarðgöng til Vestmannaeyja hagstæðasta kostinn Árni Johnsen Lungnakrabbamein er annað al- gengsta krabbamein á Íslandi hjá báðum kynjum og það sem hefur hæstu dánartíðnina. Reykingar eru taldar valda 90% lungnakrabbameina en á Íslandi greinast um 160 tilfelli árlega. Í þriðjungi tilfella er meinið bundið við lungað og er þá oft- ast hægt að fjarlægja það með skurðaðgerð. Til að ráða niðurlögum lungnakrabbameins er mikil- vægast draga úr reykingum. Í dag reykja aðeins 9% fullorð- inna sem er heimsmet sem við deilum með Svíum. Hlutfall grunnskólanema sem reykja er enn lægra og margir bekkir eru reyklausir. Þessi forvarna- árangur mun draga úr tíðni lungnakrabbameins í framtíð- inni ásamt því að hafa áhrif á tíðni margra annarra reykinga- tengdra krabbameina og ekki síður hjarta- og æðasjúkdóma. Mikilvægast að draga úr reykingum LUNGNAKRABBAMEIN Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Áætlað er að kjaraviðræður milli samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins haldi áfram í Karphús- inu kl. 10 í dag og unnið verði að samþykkt nýs kjarasamnings. „Það var góður gangur í viðræð- unum í gær þegar við lukum fundi,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarn- arson, talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðunum, um síðustu lotu kjaraviðræðnanna sem fór fram í fyrradag. „Við stefnum bara á að halda áfram og reyna að klára þá taxtavinnu sem eftir er. Síðan von- umst við til að við getum farið að klára samninga.“ Kristján sagðist eiga von á nokk- urra klukkustunda viðræðum. „Ég er að verða nokkuð vongóður um næstu skref,“ sagði hann. „Það getur samt sem áður alltaf eitthvað komið upp á þegar menn eru að vinna með taxtann. Ég held að við förum samt bara bjartsýnir inn í þetta.“ Morgunblaðið/Eggert Kjör Fundað er í Karphúsinu. Áfram fundað í deilunni  Segist vongóður um næstu skref Skömmu fyrir klukkan 18 í gær- kvöld var óskað eftir aðstoð björg- unarsveita vegna stúlku sem hrasað hafði á gönguleið í Esjunni. Við fall- ið slasaðist hún á fæti og gat af þeim sökum ekki komist niður af fjallinu af sjálfsdáðum. Björgunarsveitarfólk og sjúkra- flutningamenn frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru upp í hlíð- ar Esjunnar á sexhjólum og voru fyrstu viðbragðsaðilar komnir að stúlkunni um hálftíma eftir að ósk barst um aðstoð. Vettvangur slyss- ins var, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg, ofarlega í fjallinu. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var verið að flytja stúlkuna niður. Ekki var þá unnt að veita nánari upplýsingar um líðan hennar. Slasaðist í Esjunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.