Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 14
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Berlín er magnaðasta borgí Evrópu og þó víðarværi leitað. Ég var eig-inlega kominn með leiða á því að starfa í leikhúsi þrátt fyrir að hafa ekki starfað þar lengi. Árið 2015 stóð valið á milli þess að koma til Reykjavíkur og reyna enn og aftur að finna nýja íbúð í janúarmyrkrinu á yndislega leigu- markaðnum í miðborg Reykjavíkur eða láta draum gamla sögunördsins rætast og fræðast um sögu Berl- ínar með því að gerast leiðsögu- maður þar,“ segir Hinrik Þór Svav- arsson sem fæddur er í vesturbæ Reykjavíkur og alinn upp í Garða- bæ. Hinrik sem hóf búskap í mið- bæ Reykjavíkur segir að hann hafi farið hefðbundnu leiðina úr út- hverfinu í miðborgina og þegar hún var orðin of lítil þá tók drauma- borgin Berlín við en þangað hafði Hinrik oft komið. Í dag býr hann ásamt eiginkonu sinni Martinu Bertoni, ítölskum sellóleikara, í Berlín. Hinrik starfar sem leið- sögumaður hjá Berlínum sem stofnað var 2014 af tveimur ís- lenskum konum búsettum í Berlín. Berlínur bjóða upp á leiðsögn um Berlín á íslensku og í dag starfa 10 manns hjá fyrirtækinu. „Ferðalagið á þann góða stað sem ég er á í dag var langt og strangt. Ég þjáðist af ofsakvíða sem mér hefur með góðri hjálp tekist að ná tökum á,“ segir Hinrik sem er lærður sviðshöfundur af sviðlistahöfundabraut leiklistar- deildar Listaháskóla Íslands. Eftir að Hinrik hafði fengið þrisvar höfn- un um skólavist í Leiklistarskólann og var kominn með fjölskyldu lagði hann leiklistardrauminn á hilluna og fór að vinna við löndun. 2005 eignaðist hann dótturina Diljá Hörn en segist ekki hafa verið al- veg tilbúinn á þeim tíma að gerast ráðsettur heimilisfaðir. Fimm árum síðar skildi hann við barnsmóður sína og síðar sama ár eignaðist hann dótturina Kelly Caradec með franskri vinkonu sinni. „Ég á mjög gott samband við dóttur mína og barnsmóður. Við ákváðum sem foreldrar að allt sem við gerðum í framhaldi af skiln- aðinum myndi snúast fyrst og fremst um þarfir dóttur okkar. Það höfum við staðið við. Þegar ég er búsettur á Íslandi bý ég í göngu- færi við dóttur mína og það mun ábyggilega ekkert breytast. Það á ekkert barn að þurfa að velja á milli foreldra sinna,“ segir Hinrik sem er í minni en þó góðum sam- skiptum við yngri dótturina sem býr í Frakklandi. Vinnan á geðdeild hjálpaði Hinrik segir að hann hafi út- skrifast úr Listaháskólanum 2013 í hálfgerðu taugaáfalli og stanslausu kvíðakasti. Eftir langvinnt þung- lyndisskeið hafi hann misst áhug- ann á að starfa við listina. „Vinur minn Tyrfingur Tyrf- ingsson benti mér á að breyta til og hvatti mig til þess að sækja um vinnu á geðdeild Landspítalans, sem ég gerði. Það var ótrúlega fínt að vinna á geðdeildinni og þar vann ég í eitt og hálft ár þar til listin bankaði aftur á dyrnar. Full vinna, krefjandi fjögurra tíma spunaverk og nýtt ástarsamband kom af stað stærsta kvíðakastinu sem ég hef fengið. Það var árið 2015 og endaði með taugaáfalli. Álagið var allt of mikið og ég var kominn á minn versta stað í lífinu. Á þeim tíma kom sér vel að vinna á geðdeild,“ segir Hinrik sem hafði góðan að- gang að hjálp og stuðning yf- irmanna sinna. Hinrik fór í veik- indaleyfi en fékk stuttu síðar boð um að koma að uppsetningu leik- rits í Stykkishólmi sem hann þáði. Á sama tíma fékk hann tilboð um að setja upp sviðsverk í Sviss byggt á Íslendingasögunum. Þang- að fór Hinrik frá Stykkishólmi og frumsýndi Isländer Sagas með leik- hópnum sínum í Basel. Hópurinn ferðaðist með sýninguna til nokk- urra bæja í fallegu umhverfi Alp- anna. „Ég lék lokabardagann úr Bárðarsögu Snæfellsáss með til- þrifum á íslensku,“ segir Hinrik og bætir við að ein sýning hafi verið sett upp í Þýskalandi og þar sé hann enn fjórum árum síðar. Hann segir mikilvægt að átta sig á því hvernig hver og einn takist á við kvíðann. Hann hafi lært að takast á við vandann sem hái honum lítið í dag. Meðal verka sem Hinrik hefur komið að eða tekið þátt í eru leik- ritin 1984 og 101 Reykjavík með Stúdentaleikhúsinu. Híbýli vind- anna og sem Borki ræningi í Ronju Ræningjadóttur í Borgarleik- húsinu. Hinrik segist sakna sundlaug- anna og heitu pottanna frá Íslandi. En honum líði vel í hinni ungæð- islegu kaótísku listaborg sem Berl- ín sé. Sögunörd lætur drauminn rætast Hinrik Þór Svavarsson sviðshöfundur sagði skil- ið við listina og býr nú og starfar í Berlín sem leið- sögumaður. Hinrik hefur með aðstoð náð tökum á kvíða sem hrjáði hann. Virðing Sjálfa af Hinriki við minnisvarða um fórnarlömb helfararinnar í einni Berlínuferð þar sem Hinrik kynnir Íslendingum sögu Berlínar. Sáttur Hinrik Þór Svavarsson segist njóta lífsins í ungæðislegu, kaótísku listaborginni Berlín, þar sem hann býr og lætur gamlan draum rætast. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is Opið virka daga kl. 8-18 Sængurverasett, dúkar, servíettur, viskustykki, dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór, handklæði & þvottapokar. Vörurnar fást í Efnalauginni Björg í Mjódd LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili, sjúkrastofnanir og heimili SKECHERS EQUALIZER 3.0 HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47.5. FÁST EINNIG SVARTIR OG BLÁIR. 12.995.- HERRASKÓR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.