Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
DAÐI FREYR FROSTASON*
Mig langar til
að gera við tölvur
en ekki stela og
lenda í fangelsi
Ungt fólk í fátækrahverfum Kampala,
höfuðborgar Úganda, leiðist
unnvörpum út í vændi og glæpi til
þess eins að lifa af. Með markvissri
aðstoð og iðngreinanámskeiðum
öðlast þau þekkingu og sjálfstæði
til að sjá fyrir sér á annan hátt.
* Drengurinn á myndinni tekurþátt í verkefni Hjálparstarfskirkjunnar í Kampala.
Nafnið er ekki hans rétta nafn
en textinn lýsir raunveru-
leikanum sem hann og fjöldi
annarra ungmenna býr þar við.
Hringdu í 907 2003 og gefðu 2500 kr.
eða upphæð að eigin vali á framlag.is
GEFUM ÞEIM SÉNS!
VIÐTAL
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Til bjargar Landeyjahöfn er að-
eins eitt sem hægt er að gera en
það er að verja hafnamynnið fyrir
haföldunni. Vandamálið er tvíþætt,
í fyrsta lagi sjógangur því hafnar-
mynnið er fyrir opnu hafi og síðan
stanslaus sandburður sem lokar
höfninni.“
Þetta segir Halldór B. Nellett,
skipherra á varðskipinu Þór, en
hann er reyndasti skipherra Land-
helgisgæslunnar.
Landeyjahöfn var tekin notkun
sumarið 2010. Alveg frá upphafi
hafa siglingar gengið erfiðlega og
sandburður verið til vandræða.
Aldrei fyrr hefur höfnin opnast jafn
seint að sumarlagi og á þessu ári.
Höfnin lokaðist seinnipartinn í nóv-
ember og fyrst núna, rúmum fimm
mánuðum seinna, standa vonir til
að hún opni. Halldór bendir á að í
kynningargögnum Siglingastofn-
unar frá 2006 sé reiknað með að
ferðir muni falla niður 7 daga á ári.
Hinn 10. október 2011 birti
Morgunblaðið viðtal við Halldór B.
Nellett. Þar benti hann á að Land-
eyjahöfn væri á röngum stað og að
auki væri hún vitlaust hönnuð.
Hann kvaðst hafa árið 2010 sent
Siglingastofnun og fleiri hagsmuna-
aðilum greinargerð um málið. Hall-
dór upplýsir að hann hafi aldrei
fengið svar frá stofnuninni. Hins
vegar svaraði stofnunin viðtalinu
við Halldór í Morgunblaðinu daginn
eftir, „þar sem allur minn málflutn-
ingur var skotinn í kaf,“ eins og
Halldór orðar það. Þess skal getið
að Siglingastofnun er ekki lengur
til og Vegagerðin hefur tekið yfir
mál hafnanna.
Staðarvalið er ráðgáta
„Það er því grátlegt hve illa hef-
ur tekist til með hönnun Land-
eyjahafnar. Við sitjum uppi með
rangt hannaða og hættulega höfn á
röngum stað. Úr þessu þýðir víst
ekkert að tala um rangt staðarval
heldur þurfa menn að einbeita sér
að því að fullgera höfnina,“ segir
Halldór.
Hann segir að það sé hulin ráð-
gáta hvers vegna menn settu niður
höfn mjög nálægt ósum stórfljóts
þar sem er stanslaus sandburður til
hafs. Það sanni mælingar sem
gerðar voru árið 2010 en þá hafði
ströndin gengið fram þarna um 400
metra á sl. 90 árum. Flak af
dönsku skipi, sem strandaði 1920,
sjáist ennþá og liggi nú þetta langt
frá fjörunni.
Rök sérfræðinganna fyrir stað-
arvalinu hafi verið landvarið af
Eyjum. Þetta landvar sé stórlega
ofmetið enda segi sagan það, hún
ljúgi ekki.
„Á það hefur verið bent að lengja
ætti eystri hafnargarðinn til suðurs
og vesturs og sigla inn í höfnina úr
norðvestri. Einnig er mögulegt að
mínu mati að gera garð utan við
hafnarmynnið sem lægi í austur-
vestur og myndi verja hafnar-
mynnið fyrir haföldunni og mögu-
legt þá að sigla inn í höfnina úr
vestri eða austri eftir aðstæðum,“
segir Halldór.
„Þessar hugmyndir segja þeir
sérfræðingar sem hönnuðu höfnina
ekki standast skoðun, þetta yrði
bara sandgildra og eflaust er það
rétt en það er einmitt mergur
málsins, höfnin sjálf og staðarvalið
er algjör sandgryfja.“
Nýlega kom fram í fréttum að
rúmum 3,3 milljörðum króna hefur
verið varið í að dæla möl og sandi
úr Landeyjahöfn frá því hún var
tekin í notkun. Kostnaður við dýpk-
un sé því orðinn meiri en stofn-
kostnaðurinn við höfnina.
„Svo mun vera áfram vegna
þessa staðarvals, því miður,“ segir
Halldór. „Vonandi bera menn gæfu
til þess að lagfæra aðstæður utan
við hafnarmynnið og síðan, ef vel
tekst til, þyrfti alltaf að vera til-
tækt sanddæluskip, ekki stórt skip
í sjálfu sér en eyrnamerkt höfninni
sem myndi viðhalda dýpinu alltaf
þegar færi gæfist.“
Nýir varnargarðar myndu einnig
gera sanddæluskipi auðveldara að
athafna sig við dýpkun utan hafn-
armynnisins þegar ölduhæð er í
hærra lagi.
„Ef ekkert verður að gert og
höfnin ekki lagfærð verður Land-
eyjahöfn einungis sumarhöfn og
varla það, ekki er ég viss um að
Vestmannaeyingar vilji það.
Þá er vissulega sá möguleiki
einnig að hanna hraðskreitt skip
sem gæti farið milli Eyja og Þor-
lákshafnar á tveimum tímum.“
Halldór rifjar upp að formaður
Rannsóknarnefndar sjóslysa hafi
sagt í viðtali við Morgunblaðið 2013
að Landeyjahöfn væri vandamálið,
ekki Herjólfur. Þar var hann að
vitna til niðurstöðu athugunar á
óhappi sem varð í innsiglingunni.
Nefndin skrifaði Siglingastofnun og
lýsti yfir áhyggjum af öryggi skips,
áhafnar og farþega.
Hafrótið verður óbreytt
„Nýr Herjólfur er því miður að-
eins skammgóður vermir og ég ótt-
ast að hann muni ekki leysa allan
vandann. Fróðlegt verður þó að sjá
þegar skipið hefur siglingar við erf-
iðar aðstæður sem verður vonandi
sem fyrst,“ segir Halldór
Síðan sé einhver vinna í gangi
við að setja bómur á enda hafn-
argarðanna til dýpkunar. Eflaust
verði einhver bót fólgin í þessum
búnaði en þetta verði alls ekki
nægjanlegt. „Sjógangurinn og haf-
rótið verður óbreytt í hafnarmynn-
inu.“
Hafnarmynnið þarf að verja
Herjólfur hefur ekki getað siglt inn í Landeyjahöfn í nærri hálft ár Halldór B. Nellett skipherra
segir að eina lausnin sé gerð varnargarða gegn haföldu Tillögur til úrbóta voru „skotnar í kaf“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landeyjahöfn Herjólfur siglir inn í höfnina á góðum degi. Skipið hefur ekki komist þar inn frá því í nóvember.
Tvær tillögur að endurbótum á Landeyjahöfn
Stærri hafnargarðar
Innsigling úr suðvestri
Brimbrjótur fyrir framan hafnarmynni
Möguleg innsigling beggja vegna
Mögulegar útfærslur Siglt úr vestri eða garður utan við og möguleiki að sigla úr vestri eða austri eftir aðstæðum.
Halldór B. Nell-
ett er í hópi
reyndustu
skipstjórnar-
manna hér á
landi og gjör-
þekkir sjólag
við suður-
ströndina.
Hann byrjaði
fyrst á varð-
skipum í upphafi 50 mílna
þorskastríðsins í september
1972, þá 16 ára gamall hjá
Guðmundi Kjærnested á Ægi.
Búinn að vera hjá Gæslunni
síðan, utan í Stýrimannaskól-
anum og þrjú ár hjá Eimskip
og togbátnum Barðanum.
Þannig að þetta eru að verða
47 ár síðan hann byrjaði fyrst
sjó.
Halldór leysti fyrst af sem
skipherra 1992, þá 36 ára en
varð fastur skipherra 40 ára
1996 eða fyrir 23 árum. Hann
er nú skipherra á Þór, flagg-
skipi Landhelgisgæslunnar.
Sjómaður í
nær hálfa öld
SKIPHERRA Á ÞÓR
Halldór B.
Nellett