Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 24
BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ýmsar spurningar hafa kviknað í kjölfar þess að
fjármálaráð gaf út álitsgerð sína um fjármála-
áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024.
Kemur t.d. fram í álitsgerðinni að lítið hald er í
þeim hagvaxtarspám sem áætlunin byggist á, og
að stjórnvöld hafi með stefnumörkun sinni gefið
sér of lítið svigrúm til að bregðast við niður-
sveiflum í hagkerfinu.
Fyrst ætti að útskýra fyrir hinum almenna
lesanda hvaða hlutverki fjármálaáætlun þjónar:
Sú breyting var gerð með lögum um opinber
fjármál árið 2012 að hverri nýrri ríkisstjórn beri
að gera fjármálastefnu til fimm ára og síðan
birta, ár hvert, fimm ára fjármálaáætlun. Fjár-
málastefnan tiltekur nokkuð skýr markmið um
fjárhagslega stöðu ríkissjóðs, þróun útgjalda rík-
isins og tekna, en fjármálaáætlanirnar eru ná-
kvæmari og útfæra markmið fjármálastefn-
unnar.
Einn heimildarmaður blaðsins segir jákvætt
skref hafa verið stigið með nýju lögunum árið
2012 og greinilegt að ætlunin hafi verið að stuðla
að meiri aga í rekstri ríkssjóðs. Enn sé þó erfitt
að greina mikinn ávinning af breyttum vinnu-
brögðum og jafnvel sé hætta á að lagaramminn
bindi hendur stjórnvalda um of. „Það má líkja
fjármálaáætluninni við það sparnaðarráð að
setja lás á ísskápinn, nema hvað lásinn hættir að
vera að gagni ef heimilismeðlimir misreikna
hvað þeir þurfi mikið af hitaeiningum svo hætt
er við að þeir deyi úr næringarskorti.“
Sáralítið svigrúm
Fjármálaráð starfar sjálfstætt og hefur það
hlutverk að gera hlutlægt mat á stefnumörkun í
opinberum fjármálum. Ráðinu er m.a. falið að
rýna í fimm ára fjármálastefnu og fjármála-
áætlun m.t.t. þess að þær samrýmist grunn-
gildum laga um opinber fjármál. Í umsögn ráðs-
ins um nýjustu fjármálaáætlun segir einmitt að
það geti verið alvarlegur galli að fjármálastefnan
bjóði ekki upp á meira svigrúm og þannig birtist
orðið „spennitreyja“ á tíu stöðum í umsögninni.
Er það mat sérfræðings sem blaðið ræddi við
að það gæti verið til bóta að fjármálaáætlun og
-stefna gerðu ráð fyrir vikmörkum, eða kvæðu á
um tiltekin viðbrögð ef ástand hagkerfisins reyn-
ist ekki í samræmi við þær spár sem lagðar voru
til grundvallar í upphafi. Reynslan sýni að hag-
vöxtur á Íslandi geti verið mjög sveiflukenndur á
meðan hagvaxtarspá Hagstofu leiti sjálfkrafa í
átt að stöðugleika. „Hagvaxtarspár sjá aldrei
fyrir upp- eða niðursveiflur heldur gera ráð fyrir
að allt mjatlist í átt að einhvers konar meðal-
tali,“ segir sérfræðingurinn og bendir á að á
sama tíma sé fjármálastefnan svo ströng að
markmið hennar séu tiltekin niður í brot af pró-
senti af landsframleiðslu. „Það ætti að vera hægt
að hafa markmið fjálmálastefnunnar „mýkri“ og
þannig leyfa stjórnvöldum að sýna meiri var-
færni ef hagspáin reynist ekki stemma við veru-
leikann, frekar en að þurfa að róa að því öllum
árum – sama hvað – að ná þeim árangri sem
stefnt var að í fjármálastefnunni, því þá er hald-
reipið orðið að fjötrum.“
Fjármálaráð hefur bent á að stefnan eigi að
bjóða upp á sveigjanleika en þá verði áætlunin á
móti að vera ströng útfærsla stefnunnar. Ekki
megi samt nýta allt svigrúm hennar og stofna
ávallt til útgjalda upp að því marki sem stefnan
leyfir, því þá verði enginn sveigjanleiki til staðar
ef gefur á bátinn.
Skoði sjálfvirka sveiflujöfnun
Þá var það mat sumra viðmælenda blaðsins að
bæta mætti virkni opinberra fjármála með því að
beita, frekar en nú er gert, sjálfvirkum sveiflu-
jöfnurum, s.s. í bóta- og skattkerfi. Þessir
sveiflujafnarar myndu þá auka ríkisútgjöld og
örva hagkerfið í niðursveiflu en fara í hina áttina
og draga úr örvunaraðgerðum samhliða því að
hækka skatta í uppsveiflu. „Þegar hagkerfið
breytir um stefnu vilja stjórnvöld oft grípa inn í
með einhverjum hætti, s.s. með því að lækka
skatta eða hækka bætur, en gallinn er sá að þess
háttar aðgerðir eru lengi að koma fram og fer
áhrifanna jafnvel ekki að gæta fyrr en það er
orðið of seint. Í staðinn mætti reyna, sem dæmi,
að tengja skatta eins og tryggingagjald við til-
teknar mælistærðir svo að skattprósentan lækki
sjálfkrafa þegar örvunar er þörf en hækki þegar
betur árar.“
Haldreipi getur orðið að fjötrum
Sá galli kann að vera á lögbundinni fjármálastefnu íslenskra stjórnvalda
að erfitt er að bregðast við ef hagkerfið þróast ekki eins og spáð hafði verið
Morgunblaðið/Ómar
Áskorun Dæmin sanna að hagvöxtur á Íslandi getur verið sveiflukenndur. Er aldrei að vita hvenær
uppákomur eins og loðnubrestur eða gjaldþrot flugfélags raska forsendum fjármálaáætlunar.
Þó að sala iPhone-snjallsíma hafi
haldið áfram að dragast saman á síð-
asta ársfjórðungi fóru tekjur Apple af
sölu á ýmiss konar þjónustu vaxandi á
sama tíma og voru meiri en markaðs-
greinendur höfðu spáð. Kemur þetta
fram í ársfjórðungsuppgjöri sem
bandaríski tæknirisinn birti á þriðju-
dag. Frammistaða Apple virðist hafa
slegið á áhyggjur fjárfesta og hafði
hlutabréfaverð Apple hækkað um
rösklega 7% um hádegi á miðvikudag
að bandarískum tíma.
Hækkunin færir Apple nálægt því
að vera aftur 1.000 milljarða dala virði
en fyrirtækið náði því marki í ágúst á
síðasta ári, allt þar til nokkurra mán-
aða lækkunartímabil tók við með
haustinu. Kostuðu hlutabréf Apple
um 214,6 dali um miðjan dag í gær, en
til að rjúfa 1.000 milljarða dala múr-
inn myndi hlutabréfaverð Apple
þurfa að fara yfir 217,4 dali. Er Apple
núna, að sögn Reuters, annað stærsta
fyrirtæki heims m.v. markaðsvirði.
Í uppgjöri Apple má greina að fé-
lagið er bjartsýnt á árangurinn á öðr-
um ársfjórðungi og benda markaðs-
greinendur á að eftirspurn eftir
iPhone á Kínamarkaði sé að aukast
eftir að fyrirtækið lækkaði hjá sér
verð samhliða því að bjóða upp á betri
fjármögnunarleiðir.
Hækkun Apple þýddi að S&P 500
hlutabréfavísitalan sló nýtt met á
miðvikudag. Af þeim fyrirtækjum
sem vísitalan byggist á hafa 305 þegar
birt uppgjör fyrsta ársfjórðungs og
hafa 76% þeirra staðið sig betur en
markaðsgreinendur væntu. Var S&P
500 í kringum 2.950 stig um miðjan
dag í gær og þarf aðeins að styrkjast
um u.þ.b. 1,5% til að ná 3.000 stiga
markinu. ai@mbl.is
AFP
Uppgangur Tim Cook, forstjóri
Apple, hefur ástæðu til að gleðjast.
Hlutabréfaverð
Apple tekur kipp
S&P 500 aldrei
verið hærri og er
hársbreidd frá
3.000 stigum
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
Frístunda- og atvinnufatnaður
frá REGATTA
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Allt um
sjávarútveg