Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
Guðmundur Sv. Hermannson
gummi@mbl.is
Þess er minnst með ýmsu móti á
árinu að 500 ár eru liðin frá andláti
ítalska meistarans Leonardo da
Vinci. Sergio Mattarella, forseti
Ítalíu, og Emmanuel Macron, forseti
Frakklands, ætla þannig í dag að
ferðast saman til Loire-dalsins í
Frakklandi þar sem da Vinci lést 2.
maí árið 1519, 67 ára að aldri.
Síðar á þessu ári verður haldin
mikil sýning í Louvre-safninu í París
þar sem mörg af helstu verkum da
Vincis, bæði þau sem eru í eigu
safnsins og annarra, verða til sýnis.
En óvíst er að það málverk eignað
honum, sem hvað mest hefur verið
fjallað um á undanförnum
mánuðum, verði meðal sýningar-
gripanna.
Málverkið Salvator Mundi var
selt á uppboði hjá Christie’s í Lund-
únum í nóvember árið 2017 fyrir 450
milljónir dala, jafnvirði 55 milljarða
króna. Er það hæsta verð sem greitt
hefur verið fyrir listaverk á uppboði.
En verkið hefur ekki sést opinber-
lega síðan og óljóst er hver á það,
hvar það er niðurkomið og hvort það
er í raun eftir da Vinci.
Til stóð að málverkið, sem er and-
litsmynd af Jesú, yrði sýnt í lista-
safninu Louvre Abu Dhabi í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum í
september í fyrra. En af því varð
ekki og engar skýringar voru gefn-
ar. Forsvarsmenn Louvre Abu
Dhabi hafa ekki upplýst hver eig-
andi verksins er og aðeins sagt að
menningar- og ferðamálaráðuneyti
furstadæmisins hafi eignast það.
Nú hefur talsmaður Louvre-
safnsins í París upplýst að óskað
hafi verið eftir því við umrætt ráðu-
neyti að málverkið yrði lánað á sýn-
inguna í Louvre í haust en ekkert
svar hafi borist.
Er krónprinsinn eigandinn?
Bandaríska blaðið Wall Street
Journal hefur sagt fréttir af því að
sádiarabískur prins, Badr ben Ab-
dallah, hafi keypt málverkið á upp-
boðinu fyrir Mohammed bin Salm-
an, krónprins Sádi-Arabíu og
valdamesta manninn þar í landi. Mo-
hammed, sem oft er nefndur MBS,
hefur hvorki játað né neitað þessum
fréttum. Samband Sádi-Arabíu og
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna er náið og bæði taka ríkin þátt
í hernaðaraðgerðum gegn uppreisn-
armönnum í Jemen. MBS er einnig
sagður trúnaðarvinur Mohameds
bin Zayed, krónprins Sameinuðu ar-
abísku furstadæmanna, sem opnaði
Louvre Abu Dhabi-listasafnið form-
lega árið 2017 ásamt Emmanuel
Macron. Þetta listasafn er það
fyrsta utan Frakklands sem fær að
nota nafn franska Louvre-safnsins.
AFP fréttastofan segir að það
veki athygli að fyrrgreint málverk
„hverfi“ á sama tíma og fallið hefur
verulega á ímynd MBS vegna
morðsins á Jamal Khashoggi í Ist-
anbúl í Tyrklandi á síðasta ári.
Krónprinsinn hefur raunar ítrekað
vísað því á bug að hann hafi átt þar
nokkurn hlut að máli.
Artprice, sem er ein helsta upp-
lýsingaveitan um alþjóðlegan lista-
verkamarkað, segir að múslima-
klerkar við Al Azhar-háskólann í
Kaíró, hafi sagt MBS, að ekki sé
hægt að sýna Salvator Mundi opin-
berlega af trúarlegum ástæðum.
Samkvæmt íslamstrú er Jesús spá-
maður en málverkið sýni hann sem
frelsara og því með guðseðli og ísl-
am banni að sýna Guð í mannsmynd.
Efasemdir
Listfræðingar eru raunar alls
ekki á einu máli um hvort málverkið
sé í raun eftir da Vinci. Jacques
Franck, sérfræðingur í málaratækni
meistarans, segir við AFP-
fréttastofuna, að tæknilegri út-
færslu á mannsmyndinni, meðal
annars á fingrum, sé verulega
ábótavant. Vitað sé að da Vinci lét
aðstoðarmenn sína ljúka nokkrum
verkum fyrir sig vegna þess að hann
hafði ekki tíma til þess.
Annar sérfræðingur í verkum da
Vincis, Daniel Salvatore Schiffer,
segir einnig ljóst að verkið sé ekki
eftir ítalska meistarann. „Þegar
smáatriðin eru rannsökuð sést að
ekkert þeirra minnir á Leonardo;
innblásturinn skortir,“ segir hann.
En Diane Modestini, sem vann að
lagfæringum á málverkinu frá árinu
2005, segist ekki skilja þessar um-
ræður. Ljóst sé, að Leonardo da
Vinci hafi málað það.
Talsmaður Christie’s sagði að nið-
urstaða sérfræðinga árið 2010 hefði
verið að málverkið væri eftir da
Vinci. Ekkert nýtt hefði komið fram
síðan sem ylli því að uppboðsfyr-
irtækið teldi ástæðu til að endur-
skoða þá niðurstöðu.
AFP
Dýrasta listaverk sögunnar Starfsmenn uppboðsfyrirtækisins Christie’s í Lundúnum framan við málverkið Salvator Mundi í nóvember 2017. Verkið seldist þar á uppboði fyrir 450 milljónir dala,
jafnvirði 55 milljarða króna. Málverkið hefur ekki verið sýnt opinberlega síðan, óvíst er hver keypti verkið, hvar það er niðurkomið og hvort það sé í raun eftir Leonardo da Vinci.
Meistari Gestur á sýningu í Tórínó á Ítalíu skoðar teikningu eftir Leonardo
da Vinci frá árinu 1510 sem almennt er talið að sé sjálfsmynd meistarans.
Óvissa ríkir um dýr-
asta listaverk sögunnar
500 ár eru í dag liðin frá því að Leonardo da Vinci lést
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
B
O
T
70
22
7
08
/1
4
botarettur.is