Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 28
BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannson gummi@mbl.is Málþóf á Alþingi komst ísviðsljósið í síðustuviku, þegar HelgiBernódusson, skrif- stofustjóri Alþingis, lýsti því yfir í há- tíðarræðu á hátíð Jóns Sigurðssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, að nauð- synlegt væri að kveða þann draug niður, rota í einu höggi, eins og Helgi orðaði það. Málþóf á sér langa sögu á Al- þingi Íslendinga. Þorsteinn Magn- ússon, stjórnmálafræðingur og starfsmaður þingsins, segir í bókinni Þingræði á Íslandi, sem kom út 2011, að til dæmis sé vikið að málþófi í Morgunblaðinu árið 1915 og allan þann tíma, sem hér hafi verið meiri- hlutastjórnir, séu tíðar tilvísanir til málþófs, bæði í dagblöðum og um- ræðum á Alþingi. Þorsteinn segir að málþóf sé sterkasta birtingarmynd umræðu- hefðar átakastjórnmálanna á Alþingi og sé aðgerð minnihluta, oftast stjórnarandstöðu, til að tefja eða stöðva framgang þingmáls eða knýja fram breytingar með því að standa fyrir löngum ræðum um málið. Það sé hluti af því að vera í stjórnarand- stöðu, að leggja rækt við málþófs- hefðina og ekki skipti máli hvaða flokkar séu í stjórnarandstöðu. Sjálf- stæðisflokkurinn hafði þannig verið í stjórnarmeirihluta í 18 ár þegar hann lenti skyndilega í stjórnarandstöðu í febrúar 2009. Flokkurinn hafi strax tekið upp gunnfána stjórnarandstöðu og gengið beint inn í þá málþófshefð, sem hafði mjög sett svip sinn á störf þingsins árin þar á undan og Sjálf- stæðisflokkurinn harðast fordæmt. Bannorðið málþóf En þrátt fyrir langa málþófshefð á Alþingi hefur orðið málþóf verið nánast einskonar „tabú“ eða bannorð innan þingsins. Segir Þorsteinn, að það minni stundum á söguna um nýju fötin keisarans og sjaldgæft sé að nokkur vilji viðurkenna að hann stundi málþóf. Helgi Bernódusson hefur, áður en í Jónshúsi, fjallað opinberlega um málþóf á Alþingi og gagnrýnt það. Í erindi sem hann flutti á fundi Al- þjóðasamtaka skrifstofustjóra þjóð- þinga árið 2016 sagði hann, að mál- þófshefðin yki almennt agaleysi í störfum þingsins, störf þess væru ekki tekin alvarlega eins og verkefni löggjafans þó ættu að vera. Þykjustuleikur „Ein undarlegasta hlið málþófs- hefðarinnar er tilfinning margra, þingmanna, starfsmanna og áhorf- enda, fyrir fáránleika hennar. Málþóf getur haft sterk áhrif á þá sem búið hafa við það lengi. Sterkust er tilfinn- ingin fyrir samspili leiksins og forms- ins. Í hinu þunga og stífa formi, þing- skapa, þinghefða og hinni mikilúðlegu umgjörð þingsalarins, er í gangi leik- ur sem ekki hefur neina merkingu, e.k. þykjustuleikur. Forseti þingsins situr á virðulegum stól sínum og lýsir því hátíðlega yfir að nú taki til máls þessi eða hinn þingmaðurinn. Hann gengur sparibúinn til ræðustóls í saln- um og byrjar ræðuhöld sem eru ekki í alvöru, heldur aðeins tafaleikur. Við hlið forseta er háskólamenntaður starfsmaður sem fylgist með forms- reglum og skráir margt í bækur sínar. Ræðunni er sjónvarpað, bæði á op- inberri rás og á neti. Upptökumaður sér um að ræðan sé varðveitt í hljóð- skrá. Starfsmenn skrifa ræðuna upp, ritstýra henni og koma henni fyrir á neti (áður á prent). Öll er þessi við- höfn og fyrirhöfn utan um léttan leik,“ sagði Helgi. Almennt hafi fáránleiki af þessu tagi vond áhrif á starfsmenn sem finni fyrir virðingarleysi fyrir störfum sínum og tilgangsleysi þeirra. Birtingarmynd átakastjórnmálanna Morgunblaðið/Hari Þingfundur Málþófshefðin á sér langa sögu á Alþingi Íslendinga og það er hluti af því að vera í stjórnarandstöðu að leggja rækt við þessa hefð. 28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Joe Biden,fyrrverandivaraforseti Bandaríkjanna, ljóstraði á dög- unum upp um eitt verst geymda leyndarmál bandarískra stjórnmála þegar hann til- kynnti ákvörðun sína um að gefa kost á sér í forvali Demó- krataflokksins fyrir forseta- kosningarnar á næsta ári. Biden hefur löngum verið orð- aður við kapphlaupið um Hvíta húsið, en hörmulegur sonarmissir kom í veg fyrir að hann færi fram árið 2016. Bekkurinn demókratamegin er nú þegar þéttsetinn, en kannanir benda engu að síður til að Biden njóti langmests stuðnings af þeim frambjóð- endum sem vilja etja kappi við Trump Bandaríkjaforseta á næsta ári. Um 39% þeirra sem ætla sér að taka þátt í forvali Demókrataflokksins eru sögð styðja Biden og í ljósi þess að valið stendur á milli um tutt- ugu frambjóðenda verða slík- ar tölur að teljast afgerandi forysta fyrir Biden, sér í lagi þar sem næsti maður, Bernie Sanders, mælist eingöngu með um 15% stuðning. Þá mælast næstu frambjóðendur þar á eftir, þau Elizabeth Warren og Pete Buttigieg, með 8% og 7% fylgi. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að Biden skuli njóta svo mikils trausts meðal demókrata. Hann skapaði sér góðan orðstír á ferli sínum í öldungadeild Bandaríkja- þings, þar sem hann meðal annars beitti sér mjög í utan- ríkismálum. Þá þykir hann höfða mjög vel til þeirra kjós- endahópa í „ryðbelti“ Banda- ríkjanna sem kusu Obama með miklum meirihluta, en fóru svo yfir til Trumps í síðustu kosningum. Demókratar kunna því að vona að Biden hafi það sem þurfi til að sigr- ast á Trump á næsta ári. Fyrir sitt leyti hefur Trump látið sér fátt um finnast um framboð Bidens, en í fyrra lét forsetinn hafa eftir sér að Bi- den væri draumaframbjóðandi sinn, þar sem sér ætti að reyn- ast leikur einn að ná endur- kjöri yrði Biden mótframbjóð- andinn. Víst er að kjarnafylgi Trumps hefur sjaldan verið einarðara í stuðningi sínum við forsetann, og kálið langt í frá sopið þó að Biden yrði hlutskarpastur í forvalinu. Þá hefur Biden mátt sæta mikilli gagnrýni að undan- förnu fyrir meinta óviður- kvæmilega hegðun sína, eink- um í garð kvenna. Hann hefur svarað gagnrýninni þann- ig að hann verði í framtíðinni mun meðvitaðri um að virða betur „einka- rými karla og kvenna“. Eins og tölurnar sýna virð- ist þessi gagnrýni ekki hafa náð að höggva í fylgi Bidens og það helsta sem gæti ef til vill orðið honum fjötur um fót er ekki tengt þessu, heldur sú einfalda staðreynd, að Biden verður orðinn 78 ára gamall stuttu eftir kosningarnar 2020. Þá verður hann fimm ár- um eldri en Ronald Reagan var þegar hann var endurkjör- inn 1984, en þá vildi Reagan ekki gera mál úr „æsku og reynsluleysi“ mótframbjóð- anda síns, sem þá var 56 ára. Raunar er Biden ekki sá eini sem er laus við að þurfa að fást við eigin „æsku og reynslu- leysi“ því að Bernie Sanders er 77 ára og Elizabeth Warren 69 ára, eða jafngömul og Reagan var þegar hann náði fyrst kjöri. Þá verður að hafa í huga að Trump forseti var sjálfur sjötugur þegar hann tók við embættinu, sem þvæld- ist ekki fyrir honum þá og hef- ur ekki gert síðan. Í því ljósi er mögulegt að aldur frambjóðendanna muni skipta minna máli en ella. Engu að síður er það áhuga- verð þróun í bandarískum stjórnmálum, sem hafa gengið í gegnum sinn skerf af æsku- dýrkun, að aldur þeirra fram- bjóðenda sem ná árangri fari hækkandi. Að einhverju leyti endurspeglar það bætt heilsu- far á Vesturlöndum í seinni tíð og kannski líka ásókn kjós- enda í reyndari frambjóð- endur. Hinu skal þó haldið til haga, að enn er langt þar til forval flokkanna hefst og sagan sýnir að meðbyr í upphafi er ekki endilega ávísun á árangur þegar upp er staðið. Jimmy Carter var til að mynda til- tölulega óþekktur hnetubóndi árið 1975 en vann forsetakosn- ingarnar ári síðar. Bill Clinton var sömuleiðis lítt þekktur ár- ið 1991, en sigraði í forvali demókrata og svo sitjandi for- seta ári síðar, að vísu með hjálp þriðja frambjóðandans. Hvort núverandi meðbyr Bidens dugar til að halda alla leið til flokksþings demókrata sumarið 2020 er því erfitt að spá fyrir um þó að forskot hans sé óvenjulega mikið. Hitt er þó ljóst að aðrir vonbiðlar flokksins hafa verk að vinna, ætli þeir sér að skáka honum. Gamalkunnug nöfn skjóta upp gráum kollinum í forvali demókrata} Enn fjölgar í vonbiðlahópnum S amgöngur við Vestmannaeyjar eru enn og aftur í úlfakreppu. Höfnin í Landeyjum hefur ekki nýst nema rúmlega helming ársins sökum sandburðar frá opnun hennar 2010. Nýsmíði Herjólfs er föst í Póllandi vegna lög- fræðilegra þrætumála, sem ekki sér fyrir end- ann á. Milli lands og Eyja siglir 27 ára gamalt skip sem sífellt þarfnast meira viðhalds. Ferða- þjónustu í Vestmannaeyjum blæðir hvern þann dag sem samgöngur þangað eru í þeim ólestri sem verið hefur í vor. Reynsla Eyjamanna er að á meðan Herjólfur siglir í Þorlákshöfn hafi fáir ferðamenn áhuga á að sækja eyjarnar heim. Þeir leggi ekki á sig þriggja tíma siglingu til eyjanna þótt náttúru- fegurðin þar sé einstök og íbúarnir gestrisnir. Um leið og Landeyjahöfn opnast fyllist bærinn af ferðafólki sem kaupir sér margháttaða þjónustu af heimamönnum. Í vor hefur dýpkun Landeyjahafnar gengið afskaplega illa, sumpart vegna sjólags, en einnig virðist afkastagetan vera lítil. Þrátt fyrir ábendingar, m.a. bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, var samið við aðila um dýpkun sem hefur ekki yfir að ráða þeim tækjabúnaði sem dugir til verksins. Um þetta hefur bæjarstjórn ályktað og nú síðast munu þeir blíðviðrisdagar sem gáfust ekki allskostar hafa verið nýtt- ir til dýpkunar. Bæjarstjórinn hefur gengið svo langt að fara fram á að fenginn verði annar aðili til að annast dýpk- un, enda sé bæjarbúum haldið í gíslingu á meðan ekki sé siglt í Landeyjahöfn. Niðurstaðan er sú að enn (1. maí) er Landeyjahöfn ekki fær Herjólfi. Margir sjá eftir þeim aðila sem áður sinnti dýpkun og náði að vera mun sneggri við verkið og jafnvel að vetri til. Undirritaður tekur undir áhyggjur heimamanna að við svo búið verður ekki unað öllu lengur og finna verður dýpkunarskip sem dugir til verksins. Annað mál er að höfnina sjálfa verður að laga svo sandburður við hana minnki og auð- veldara og ódýrara verði um vik að halda henni opinni. Gera þarf rannsóknir á því hvernig það verður best gert. Margir horfa til þess að lokið er smíði nýs Herjólfs og átti hann að hefja siglingar fyrir mánuði. Þar virðist þó vera komið babb í bát- inn, ef nota má það orðalag, og hafa risið upp þrætur milli Vegagerðarinnar og pólsku skipa- smíðastöðvarinnar sem ekki sér fyrir endann á. Þegar það skip kemur, sem reyndar mikil óvissa er um, þá binda menn vonir við að það geti siglt oftar í Landeyja- höfn en núverandi Herjólfur, þar sem það ristir töluvert grynnra en eldra skipið og sé því ekki eins bundið af sand- burði á svæðinu. Einnig í því máli standa öll spjót á Vega- gerðinni og mikilvægt að finna skjóta lausn. Þrátt fyrir að einhverjir kunna að dæsa yfir síendur- teknum umræðum um samgöngur við Vestmannaeyjar er hér hreinlega um lífsspursmál fyrir heimamenn að ræða og verður að ganga skjótt í það verk að koma samgöngu- málum Eyjamanna í viðunandi horf. Karl Gauti Hjaltason Pistill Úlfakreppa í Eyjum Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Þorsteinn Magnússon rekur nokkur dæmi um árangursríkt málþóf á síðustu árum. Einna áhrifaríkast verði að telja mál- þóf Sjálfstæðisflokksins í mars og apríl 2009 gegn sam- þykkt á frumvarpi til stjórn- skipunarlaga en ríkisstjórn- arflokkarnir og aðrir stuðningsflokkar frumvarpsins urðu að falla frá því að fá mál- ið samþykkt þar sem málþófið leiddi til þess að ekki var möguleiki á því að fá það af- greitt áður en þingið lyki störfum þá um vorið. Annað árangursríkt málþóf var í umræðu um svonefnt vatnalagafrumvarp sem stjórn- arandstaðan beitti sér mjög gegn á þinginu 2004-2005. Þá nefnir Þorsteinn stjórnar- frumvarp um Ríkisútvarpið en málþóf stjórnarandstöðu leiddi til þess að afgreiðsla þess tafðist og þrjú þing tók að af- greiða það og á þeim tíma tók málið miklum breytingum. Stjórnskipun- arlög stöðvuð MÁLÞÓF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.