Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
✝ HólmfríðurBergey Gests-
dóttir húsmóðir
fæddist 13. júlí
1923 í Reykjavík.
Hún lést 18. apríl
2019 í Sunnuhlíð í
Kópavogi.
Foreldrar henn-
ar voru Gestur
Óskar Friðbergs-
son, f. 7.10. 1902, d.
30.4. 1982, og
Kristín Guðrún Andrésdóttir, f.
6.3. 1895, d. 12.1. 1931.
Samfeðra systkin hennar eru
Þórunn Alice, f. 25.9. 1934, d.
25.5. 2017, Agnes, f. 19.10. 1936,
Karen María Pálína, f. 8.9. 1939,
Vilborg Sigrún, f. 29.9. 1942, og
Kristrún Guðný, f. 16.6. 1946.
Fósturforeldrar hennar voru
Ingunn Margrét Andrésdóttir, f.
24.8. 1888, d. 27.5. 1970, og Guð-
mundur Ágúst Guðmundsson, f.
31.8. 1894, d. 14.9. 1963.
Hólmfríður giftist 1952 Finn-
boga Einarssyni pípulagninga-
meistara, f. 14.6. 1921, d. 11.4.
2001. Börn þeirra eru 1) Mar-
Jóni Karli Kristjánssyni
múrarameistara, f. 23.9. 1948.
Börn þeirra eru Finnbogi raf-
magnstæknifræðingur, f. 3.3.
1969; Lilja kennari, f. 24.12.
1970, og Laufey hjúkrunar-
fræðingur, f. 17.6. 1988. Barna-
börn Hafdísar eru níu. 4) Guð-
mundur Hörður pípulagninga-
meistari, f. 14.12. 1959.
Eiginkona hans Unnur Rut
Rósinkransdóttir, f. 4.8. 1961,
börn hennar eru Rósinkrans
Már, f. 27.12. 1979, Arna María,
f. 22.8. 1983, Sigurlín Edda, f.
20.3. 1985, Guðbjartur Gestur, f.
4.4. 1987, og Kristján Birgir, f.
27.8. 1999. Uppeldissonur Harð-
ar af fyrra hjónabandi er Hallur
Víkingur, f. 31.8. 1991. Barna-
börn eru sex. 5) Trausti, með
sveinspróf í pípulögnum, f. 6.3.
1963. Eiginkona hans Cheiryl
Necar Cadete, f. 23.9. 1984.
Barn þeirra er Aron Trausta-
son, f. 8.2. 2018. Börn hans af
fyrra hjónabandi eru Friðberg
tölvunarfræðingur, f. 26.7. 1990,
og Lena Dís háskólanemi, f.
27.6. 1995. Barnabörn Trausta
eru tvö.
Afkomendur Hólmfríðar og
Finnboga eru orðnir 53.
Útför Hólmfríðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 2. maí
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
grét Kristín vefn-
aðarkennari, f.
11.4. 1943. Eigin-
maður hennar Haf-
þór Óskarsson at-
vinnurekandi, f.
18.6. 1943, d. 1978.
Þeirra börn eru
Óskar vélfræð-
ingur, f. 5.9. 1966;
Bergey leikskóla-
kennari, f. 26.5.
1969; og Finnbogi
flugvirki, f. 17.7. 71. Sambýlis-
maður Margrétar er Björn S.
Benediktsson sendibílstjóri, f.
23.10. 1948, og eiga þau eitt
barn, Benedikt, lögg. bílasala, f.
22.8. 1984. Barnabörn Mar-
grétar eru níu. 2) Guðni Einar
pípulagningameistari, f. 6.6.
1946. Eiginkona hans er Þór-
hildur Magnúsdóttir, f. 31.5.
1949. Þeirra börn eru Berglind
sjúkraliði, f. 4.10. 1968; Hólm-
fríður Dögg sálfræðingur, f.
13.4. 1976, og Finnbogi kerfis-
stjóri, f. 10.10. 1980. Barnabörn
Einars eru sex. 3) Ágústa Hafdís
sjúkraliði, f. 14.10. 1950, gift
að vinna sem kaupakona og var
lagin við saumaskap og vann við
ýmis handavinnustörf og hey-
skap. Hún þótti afar fríð sýnum,
félagslynd og glaðlynd kona. Í
heyskapnum á Álfsnesi kynntist
hún svo Boga, manninum sínum
og lífsförunaut. Fyrir utan
saumaskap, sem hún var kunn að,
vann hún með húsmóðurstarfi
sínu í þvottahúsi Sundhallar
Reykjavíkur og svo einnig við
skúringar hjá bakaranum á Bar-
ónsstíg. Þau byrjuðu að búa á
„Á morgun ó og aska, hí og hæ
og ha og uss og pú og kanski og seisei
og korríró og amen, bí og bæ
og bösl í hnasli, sýsl í rusli og þey-þey“
(Á þjóðveginum, síðasta erindi. Kemur
fram í skáldsögunni Heimsljósi eftir
Halldór Kiljan Laxness)
Mamma fór með þetta erindi í
tíma og ótíma á mannamótum og
víðar.
Mamma missti mömmu sína
þegar hún var átta ára gömul er
hún lá sjálf á spítala eftir að hafa
dottið af grindverki og slasast í
baki og var á Landakotsspítala í
þrjú ár. Móðursystir hennar Ing-
unn Margrét Andrésdóttir og
maður hennar Guðmundur Ágúst
Guðmundsson tóku hana þá í
fóstur. Flutti hún þá til Grinda-
víkur. Þar ólst mamma upp ásamt
fjórum öðrum uppeldissystrum
sínum, Siggu, Ástu, Svölu og
Möllu Marelsdætrum, sem voru
bræðrabörn Guðmundar en þau
voru sjálf barnlaus.
Ung að árum fór svo mamma
Herskálakambi 24, sem hafði ver-
ið hermannabraggi, sem síðan
brann undan þeim að nóttu til og
áttu þau fótum sínum fjör að
launa. Þar fæddust Einar og Haf-
dís. Maddý fæddist í Grindavík og
eftir brunann ílengdist hún þar
og var þar í barnaskóla. Fáum
mánuðum eftir brunann fluttu
þau á Bergþórugötu 45 í smá-
kytru og þegar við vorum flest
vorum við þar sex í íbúð sem í dag
hefði verið talin stúdíóíbúð. Þar
fæddist Hörður. Seinna fluttust
þau svo að Sólheimum 27, þar
fæddist svo Trausti. Á heimili
okkar var mikill gestagangur alla
tíð. Mamma var virk í félagsstarfi
kirkjunnar, hún var í klúbbi 44,
sem er makaklúbbur pípulagn-
ingamanna, og svo í húsbíla-
klúbbnum, en þau ferðuðust mik-
ið á húsbíl.
Kveðja,
Margrét Kristín,
Guðni Einar,
Ágústa Hafdís.
Mamma var þannig persóna að
það var aldrei nein lognmolla í
gangi þegar menn komu og
stungu nefjum saman. Hún tók
oft þá stöðu að vera hrókur alls
fagnaðarins. Borðhaldið hjá
mömmu mátti aldrei vera öðru-
vísi en að kökurnar lækju niður af
borðunum, svo troðfullt var
matarborðið. Enginn mátti fara
frá Logalandinu svangur en þar
bjuggu þau mamma og pabbi
lengst af. Það yrði að skoða það
vandlega hvort maður væri sadd-
ur eða svangur því engan veginn
gastu sloppið í burtu öðruvísi en
vera troðinn af kaffibrauði frá
mömmu.
„HÆ“ sagði hún oft hátt og
snjallt og svo byrjaði hún að
smita loftið með hressileika sín-
um. Ef maður var eitthvað dapur
í bragði lífgaði hún upp á and-
rúmsloftið með til dæmis „p“-
málinu sem hún kunni eins vel og
íslenskuna. „Eper epekkipi apal-
lipir ípí stupuðipi“, sem þýðir;
„eru ekki allir í stuði“.
En hún talaði hana oft þegar
krakkar máttu ekki hlusta. Við
vorum samt fljót að læra það.
Oft lyfti hún manni upp og
þuldi vísur og kvæði og stundum
þegar lá vel á henni romsaði hún
upp Guttavísum og söng af inn-
lifun. Hún kunni kynstrin öll af
alls kyns vísum og erindum,
söngvatextum og lögum. Þegar
tríóið á heimilinu okkar sem í
voru Hörður og tveir félagar hans
sungu oft saman og rödduðu
sönginn þá leituðu þeir til hennar
og hún hjálpaði þeim að auðga
raddirnar í söngnum. Hennar eft-
irlæti voru t.d. Andréssysturnar
og Dry Bones eftir Delta Rhythm
Boys þegar þeir syngja um beinin
í manninum og ferðuðust upp
beinagrindina í söngnum og hún
ýtti á beinin í manni á meðan hún
ítrekaði textann og svo endaði
það í „Hear the Word of the
Lord“. Þessi tónlist stóð sem
hæst og var mikið spiluð á árun-
um 1940-60 þegar mamma var
tvítug og yfir. En hún elskaði
sálartónlistina og léttan ryþma-
blús og djass enda flestar tónlist-
arstefnur sem koma fram á henn-
ar árum. Lýsir léttleikanum í
mömmu og hún tók mann með sér
á flug með lagastúfum eða söng-
textum og lék á als oddi og ýtti við
manni og iðaði og brosti út að
eyrum. Það var ekki hægt annað
en að hafa gaman þegar hún var í
þessu stuði.
Pabbi keypti handa henni org-
el á fimmtugsafmæli hennar. Þar
sat hún oft og pikkaði upp lög.
Síðan bað hún Hörð oft að spila
fyrir gestkomanda þrátt fyrir
litla kunnáttu á orgelið. En ekki
má gleyma munnhörpuáhuga
hennar.
Allt frá því hún var ung spilaði
hún á mannamótum og spilaði
fyrir söng og dansi og spilaði
allrahanda sönglög á 16 tóna
munnhörpuna sína. Stundum
skemmti hún okkur með því að
spila á hárgreiðu eða smíðasög.
Já, hún gat spilað á sög. Hún var
með munnhörpuna alla tíð í vesk-
inu sínu og tók hana upp hvar
sem henni datt í hug. Hún gat
hugsað sér að spila í strætó en
oftast í rútum þegar hún var á
ferðalagi og hvar sem er. Á ní-
ræðisafmæli hennar fórum við öll
út að borða í Turninum svokall-
aða og þar dró hún upp munn-
hörpuna og spilaði fyrir lófa-
klappi á öðrum borðum.
Síðast bjó hún á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Mamma var alltaf ung í anda.
Blessuð sé minning hennar!
Kveðja,
Guðm. Hörður,
Trausti.
Mig langar að minnast ömmu í
Logalandi, ömmu Fríðu. Það var
alltaf líf og fjör í kringum ömmu.
Hún var hæfileikarík, kunni ótal
vísur, kvæði og þulur sem hún fór
með við hin ýmsu tilefni og notaði
líka mikið í almennu spjalli. Hún
spáði líka í bolla og spil. Hún hélt
uppi fjörinu hvar sem hún kom.
Amma spilaði á munnhörpu sem
hún var ávallt með í veskinu og
var ekki feimin að taka hana upp
og spila hvort sem það var í af-
mælum eða á almannafæri. Eitt
skiptið er mér minnisstætt en þá
vorum við staddar í Rúmfatalag-
ernum rétt fyrir jól, fjórir ættliðir
saman. Þar var kona að spila á
harmóniku. Amma stillti sér upp
við hliðina á henni og tók undir á
munnhörpuna. Þetta fór ekki of
vel í yngsta ættliðinn enda á við-
kvæmum aldri en við mamma
höfðum gaman af. Amma spilaði
Hólmfríður Bergey
Gestsdóttir
✝ EngilbjörtAuðunsdóttir
fæddist 5. júlí
1972 í Reykjavík.
Hún lést 11. apríl
2019 á Sahl-
grenska-
sjúkrahúsinu í
Gautaborg.
Foreldrar henn-
ar voru Svanhild-
ur Hervarsdóttir,
f. 26. janúar 1936,
d. 8. desember 2009, og Auð-
unn Sveinbjörn Snæbjörnsson,
f. 4. ágúst 1936, d.
31. maí 2018. Syst-
kini hennar eru
Stefanía Ása, f.
24. ágúst 1958,
Kristín, f. 28. apríl
1962, og Að-
alsteinn, f. 11.
september 1965.
Engilbjört og
eiginmaður
hennar, Ólafur
Teitur Guðnason,
f. 2. október 1973, hófu sam-
vistir vorið 1995 og gengu í
hjónaband 15. september
2001. Synir þeirra eru Guðni
Þór, f. 22. október 1999, og
Kári Freyr, f. 12. júní 2005.
Engilbjört var stúdent frá
Verzlunarskóla Íslands (1992),
B.A. í stjórnmálafræði frá HÍ
(1997), cand. oceon. frá HÍ
(2007) og M.S. í fjármálum
fyrirtækja frá HÍ (2011). Árin
1996-2011 starfaði hún sem
flugliði, aðallega meðfram
námi, hjá Air Atlanta, Iceland
Express og Flugfélagi Íslands.
Frá 2011 starfaði hún við bók-
hald og uppgjör, fyrst hjá Vir-
tus, þá Invicta og síðast hjá
Völku.
Útför Engilbjartar verður
gerð frá Neskirkju í Reykja-
vík í dag, 2. maí 2019, klukk-
an 13.
Engilbjört okkar var gegn-
heil, glaðvær og góð manneskja.
Allir eru einstakir á sinn hátt
en okkur fannst hún alveg ein-
staklega einstök.
Hún var yfirveguð en þó til-
finningarík.
Ástrík en aldrei yfirþyrmandi.
Hún var djörf en ábyrg.
Áræðin en forsjál.
Hún var hrókur alls fagnaðar
en gersneydd athyglisþörf.
Hún var töffari en hlý og um-
hyggjusöm.
Hún var stuðbolti en ekki
villt. Uppreisnargjörn en aldrei
villingur.
Hún sinnti sínu af dugnaði og
samviskusemi en stóð fast á
rétti sínum og lét ekki spila með
sig.
Hún var ekki sérlega dóm-
hörð en gerði þó kröfur til fólks.
Hláturmildi og gleði voru
sterkustu einkenni hennar
ásamt yfirvegun og jarðbund-
inni skynsemi.
Engin leiðindi. Ekkert rugl.
Þetta gætu sem best hafa verið
lífsmottó hennar.
Hún var samviska og áttaviti
þessa „drengjaheimilis“ okkar
og kom að mestu í veg fyrir vit-
leysu. Hún leyfði okkur samt
alls konar, eins og risahátalara í
stofunni.
Hún var oft hlédræg gagnvart
ókunnugum en alls staðar þar
sem hún staldraði við, hvort sem
var við nám eða störf, eignaðist
hún vini fyrir lífstíð. Og hún var
sífellt að hitta sína mörgu vini.
Fólk laðaðist að hreinlyndi
hennar og lífsgleði. Fáir brostu
breiðar, einlægar, oftar, fallegar.
Ef henni leist ekki á eitthvað
– einhverja hugmynd eða tillögu
– lét hún það alltaf óhikað í ljós
en mjög blátt áfram og án stór-
yrða eða málalenginga. Hún var
hvorki meðvirk né dramatísk.
Sem lífsförunautar sóttum við
styrk hvort til annars án
áreynslu. Hvorugt dró hitt
áfram nema eins og gerist af
sjálfu sér þegar allar bylgju-
lengdir stemma. Strengir með
sama tón hreyfa hvor við öðrum
án fyrirhafnar – eins og hver gít-
arleikari getur vottað. Af því
leiðir auðvitað að lykilatriði er að
halda stillingu.
Sem móðir var hún góð og
blíð. Hún var alltaf til staðar og
góður félagi. Hún stakk oft upp
á því að fara í sund, bíó eða gera
eitthvað annað skemmtilegt með
sonum sínum.
Þó að Engilbjört væri glöð og
sterk fylgir okkur líka minningin
um hana veika á sjúkrahúsi í
Reykjavík og síðan Gautaborg
eftir að hjarta hennar hafði á
undraskömmum tíma hætt að
starfa. Sú minning er sumpart
erfið en hæst ber þó óvenjulega
yfirvegun hennar og rósemd
gagnvart sínum slæmu aðstæð-
um, sem læknar og hjúkrunar-
fólk höfðu orð á oftar en einu
sinni.
Sem betur fer kallar ekkert á
að við burðumst með ásakanir,
gremju eða vangaveltur um að
einhver hefði átt að gera eitt-
hvað öðruvísi. Það eru forrétt-
indi sem ekki allir búa við. Við
þökkum starfsfólki Landspítal-
ans og Sahlgrenska af dýpstu
hjartarótum fyrir fagmennsku
og metnað, kærleika og nær-
gætni.
Við erum þakklátir fyrir tím-
ann sem við fengum. Okkur
tekst ekki ennþá að lyfta honum
á hærri stall en tímanum sem við
höfum verið sviptir en vöðvarnir
sem til þarf eru sagðir eflast við
áreynslu eins og aðrir.
Fjölskyldu, vinum og kunn-
ingjum þökkum við fyrir þann
mikla samhug og stuðning sem
við höfum fundið hvarvetna og
öll fallegu orðin og minningarn-
ar sem þið hafið deilt með okkur.
Þær munu áfram ylja öllum sem
fengu að fylgja elsku Engil-
björtu um lengri eða skemmri
veg.
Ólafur Teitur Guðnason,
Guðni Þór Ólafsson,
Kári Freyr Ólafsson.
Hinn 11. apríl síðastliðinn lést
hún Engilbjört frænka mín af
völdum bráðasjúkdóms á Sahl-
grenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg í Svíþjóð. Heimsókn mín til
hennar í Svíþjóð fyrir nokkrum
vikum er sem greypt íhuga mér.
Við aðstæður sem þessar er erf-
itt að vita hvar skal byrja. Við
Engilbjört erum systradætur,
aldar upp af vestfirskum kjarna-
konum. Mæður okkar voru alla
tíð mjög nánar enda deildu þær
saman rúmi öll sín uppvaxtarár
sökum þröngs húsakosts og
stórs systkinahóps. Hugurinn
hvarflar til barndómsins, eftir-
væntingarinnar og gleðinnar
sem ávallt var til staðar þegar
við hittumst, mikill leikur og
mikið fjör. Allar bíóferðirnar,
sundferðirnar, ferðalögin, að
næturgistingunum ófáum. Vor
eftir vor gengum við ákveðnar
niður Laugaveginn að kaupa
eins sumarföt. Minningar um
óendanlega marga jakka og ano-
rakka sem við áttum í stíl dúkka
upp að fermingarfötunum
ógleymdum árið 1986. Draktirn-
ar sem mæður okkar keyptu á
okkur í stíl, þú í blárri og ég í
hvítri. Tímalínur okkar lágu
saman í lífinu. Unglingarnir, við,
sem fikruðum okkur áfram til
fullorðinslífsins með tilheyrandi
skemmtunum, ærslagangi og
sólböðum á sólarströndum. Við
nutum hins áhyggjulausa lífs-
stíls. Með árunum tókum við
fullorðinslífinu með meiri alvöru,
stofnuðum heimili og eignuð-
umst okkar fyrstu börn með sex
mánaða millibili. Börn númer
tvö, drengirnir okkar sem ferm-
ast nú í ár, fylgdu í kjölfarið
nokkrum árum seinna. Við
studdum hvor aðra í gegnum
súrt og sætt, í gegnum með-
göngur og brjóstagjafir og í öllu
því sem upp á ber í lífi fullorð-
inna kvenna. Já, það er erfitt að
vita hvar skal byrja við aðstæður
sem þessar. En þetta skal ég
muna, fallegu, litlu stelpuna með
dökka, síða hárið, sem var mér
svo kær, þig skal ég muna. Ungu
konuna, sem tók lífið föstum tök-
um, vann sér inn tvær háskóla-
gráður, stofnaði heimili, gifti sig
og eignaðist tvo myndarpilta, þig
skal ég muna. Mína yndislegu
vinkonu, lífsglaða, skemmtilega,
hlýja og góða, þig skal ég ætíð
muna. Ég leyfi mér að vitna í orð
þín, Engilbjört, þegar þú skrif-
aðir til mín tæpu ári eftir að
mæður okkar létust með nokk-
urra mánaða millibili, árið 2009:
„Guð minn góður hvað ég sakna
oft að koma niður í Sólheima og
hitta þær á spjallinu við eldhús-
borðið, með kaffi og með því. Ég
trúi því bara ekki að það eigi
aldrei eftir að verða aftur. Þær
voru svo skemmtilegar og ein-
stakar báðar. Svo gaman að tala
við þær. En svona er lífið.“ Nú
sit ég hér og skrifa þessi fátæk-
legu orð, mín kæra Engilbjört,
og ég trúi því bara ekki að ég
eigi aldrei eftir að sitja við nokk-
urt eldhúsborð, með kaffi og
með því og spjalla við þig. En
svona er lífið. Mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur votta ég ykkur,
Kári Freyr, Guðni Þór og Ólafur
Teitur. Við fjölskyldan minn-
umst Engilbjartar með hlýhug
og djúpri sorg.
Guðmunda Jakobsdóttir.
Elsku vinkona okkar er nú
fallin frá og það alltof snemma
og alltof óvænt. Engilbjörtu
kynntumst við þegar við störf-
uðum allar saman sem flugfreyj-
ur rétt eftir aldamótin. Við
smullum allar strax vel saman
og það var ekki leiðinlegt að sjá
að á skránni áttum við nokkrar
ferðir þann mánuðinn saman.
Eftir sitja nú minningar frá frá-
bærum tíma þar sem við eign-
uðumst góða og trausta vinkonu
en Engjó eins og við kölluðum
hana var mjög lífsglöð, lausna-
miðuð og eldklár og hún var ekki
að mikla hlutina fyrir sér. Eftir
að við fórum allar að starfa við
annað en flugið héldum við alltaf
traustu og góðu sambandi.
Stofnaður var matarklúbburinn
Black Russian sem hittist reglu-
lega og hélt stórkostleg boð.
Þegar matarklúbburinn byrjaði
var mikill metnaður lagður í
eldamennskuna og allir komu
með heimatilbúnar kræsingar
sem breyttist svo með tíð og
tíma því yfirleitt gleymdist að
borða eftirréttinn og meira var
drukkið og dansað en borðað.
Þar lét Engjó ekki sitt eftir
liggja. Það er erfitt að trúa því
að hún elsku Engjó okkar sé nú
farin og hennar verður sárt
saknað af okkur Suðurnesja-
Engilbjört
Auðunsdóttir
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Á góðu verði
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Opið: 10-17 alla virka daga