Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 39

Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 líka á greiðu og ef það var sög á svæðinu þá spilaði amma á hana. Það var ógleymanlegt að horfa á hana sveigja og beygja sögina til að ná hljómunum úr henni. Amma var nýtin, hún saumaði bangsa handa okkur barnabörn- unum sem voru fylltir með ónýt- um nælonsokkabuxum. Amma var líka sniðug og hugmyndarík, hún festi húslykilinn í brjósta- haldarann með nælonsokk sem hún var búin að klippa í teygju. Amma festi líka lausaféð sitt með nælu í brjóstahaldarann. Amma Fríða var ekkert að skafa utan af hlutunum, sagði hlutina eins og hún sá þá. Það var gott að koma í Loga- landið til ömmu og afa. Þaðan á ég ótal minningar, minningar þar sem ég var í sólbaði með ömmu og mömmu á brjóstahöldurunum. Minningar um eldhúsborðið sem svignaði undan veitingunum og enginn komst upp með að fara án þess að fá sér. Amma gerði vel við gesti og það var alltaf fullt hús af fólki hjá henni, nágrannar, ætt- ingjar og vinir. Dýrin í nágrenn- inu sóttu líka í ömmu því hún var dugleg að gefa þeim mat. Ég minnist með þakklæti stundanna þegar mamma, amma og Hafdís voru að setja „toni“-permanent hvor í aðra. Minningar um þær systur, mömmu og Hafdísi, að setja rúllur í ömmu. Minningar þegar ég sat með þeim að sauma keppi í sláturtíð. Amma og afi voru í húsbílafélaginu. Þau voru dugleg að ferðast um landið. Úti- legurnar í Hrafnadal með fjöl- skyldunni og annars staðar eru mér hugleiknar. Félag pípulagn- ingamanna var með fjölskylduú- tilegur einu sinni á ári. Þar lét amma ekki sitt eftir liggja og kom ríðandi í gervi Grýlu á kústi öðr- um til skemmtunar. Hún eyddi síðustu árunum sín- um í Sunnuhlíð. Þegar við komum í heimsókn þá sungum við oft með henni og amma kunni öll lög utan að. Hún var ávallt kát og glöð. Þegar ég spurði hana að ein- hverju þá sagði amma iðulega, það man ég ekki, og hló við. Í Sunnuhlíð eru guðsþjónustur reglulega, það var dásamlegt að fara með ömmu sem kunni allar bænir og vers. Hvíl í friði, elsku amma, ég minnist þín með þakklæti og kær- leika. Hafðu það gott í sumar- landinu, afi tekur á móti þér þar og þið dansið saman inn í sólsetr- ið. Elsku mamma, Einar, Hafdís, Hörður og Trausti, ég votta ykk- ur dýpstu samúð mína. Bergey Hafþórsdóttir. Elsku kæra amma mín, alltaf varst þú létt í lund, tókst strætó og varst rosalega sjálfstæð kona, alveg rosalega sjálfstæð, ólst upp fimm börn eins og ekkert væri, krafturinn var svo mikill. Krafturinn mikli sem kemur að ofan. Börnunum þínum yndislegu sem þú elskaðir svo mikið og hugsaðir svo vel um veittirðu gott uppeldi og sást vel fyrir þeim með ljúffengum mat, dýrindismat, allt svo gott sem þú kokkaðir. Elsku amma mín, maður var alltaf eins og prinsessa þegar maður kom til þín, þú stjanaðir þannig við mann. Þú varst mér og ert dýrmæt perla, ég sá hvað þú gast gert mikið úr lífinu og nýttir tímann vel með ættingjum, ástvinum, börnum og barnabörnum. Það var þér stórt áfall að missa afa og margt breyttist en alltaf varst þú jafn sterk, sama hvað gekk á. Berglind Einarsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Hólmfríði Bergeyju Gestsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Helga Haf-steinsdóttir fæddist á Akureyri 5. júlí 1967. Hún lést 14. apríl 2019. Foreldrar Helgu eru Ingibjörg Krist- insdóttir, f. 19. júní 1944, og Hafsteinn Þorbergsson hár- snyrtimeistari, f. 18. nóvember 1934, d. 6. mars 2017. Systkini Helgu eru Hulda, f. 1961, maki Júlíus Jónsson, börn þeirra eru a) Hildur Jana, b) Inga Dís og c) Hafsteinn. Kjartan Ein- ar, f. 1974, d. 2002. Þórunn, f. 1976, maki Guðni Þór Jósepsson, börn þeirra eru a) Kjartan Logi og b) Katrín Helga. Fyrrverandi maki Helgu er Þorbjörn Guðrúnarson, f. 1967. Dætur þeirra eru a) Guðrún, f. 1986, maki Hólmar Sigmunds- son. Dóttir þeirra er Ylfa. b) Hafdís, f. 1991, maki Ingi Jó- hann Friðjónsson. Sonur þeirra er Frosti Snær. c) Birta Júlía, f. 2000. Helga lærði hár- snyrtiiðn í Iðnskól- anum í Reykjavík og var nemi á Miðbæj- arhársnyrtistofunni. Árið 1998 flutti hún aftur til Akureyrar og byrjaði að vinna á hársnyrtistofunni Med- ullu og gerðist þar síðar meðeig- andi. Hún lauk meistaranámi í iðn sinni árið 2000. Árið 2010 lauk hún kennsluréttindum frá Há- skólanum á Akureyri. Einnig var Helga fulltrúi í sveinsprófsnefnd síðustu ár og allt þar til hún lést. Útför Helgu fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, 2. maí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag reikar hugur minn fullur af minningum um vin minn og sálufélaga til svo margra ára. Per- sónu sem glæddi líf svo margra með jákvæðni og bjartsýni að vopni. Við kynntumst í Klúbbnum í Reykjavík þar sem ég var að skemmta mér með vini mínum. Ég stóð hugsi við stiga á milli hæða þegar glaðleg, falleg hrokkinhærð stúlka gaf sig á tal við mig. Það þurfti ekki langan tíma til að heilla mig enda Helga einstaklega gef- andi í alla staði. Við tók viðburða- mikill tími í okkar lífi og eigum við saman yndislegar þrjár dætur og tvö barnabörn og fleiri á leiðinni. En hvert fór tíminn? Tíminn sem við teljum að við höfum svo nóg af. Og þinn tími rann sitt skeið hér í jarðríki um daginn. Ég er svo þakklátur fyrir það sem ég hef fengið í mínu lífi í gegnum tíðina. Og ég er svo þakklátur fyrir þig Helga, lífið okkar og börnin okkar. En lífið er stórt verkefni sem við verðum að virða, meta og þakka fyrir. Oft hef ég hugsað um hversu dýrmætt það er að hafa heilsu því án hennar getur verkefni lífsins verið afar erfitt. Elsku Helga, ég þakka þér fyrir þitt mikla æðru- leysi sem þú sýndir í þínum erfiðu veikindum, ég þakka fyrir samtal okkar vegna barna okkar eftir þinn dag. Já efst er mér í huga svo mikið þakklæti fyrir allt með þér Helga. Elsku dætur, það ríkir sorg í hjörtum okkar enda Helga tekin frá okkur allt of snemma. Áttum saman einstök ár, yndislegar lífsins stundir. Hugur dofinn, hjarta sár, Helga ferðast sínar grundir. Þakka samfylgd þín er leiðin, þú munt varða okkar slóð. Tár í huga torfær heiðin, trú á þig sem kveikir glóð. Yfir vakir okkar börnum, einstök minning ávallt skín. Ein af okkar himins stjörnum, elsku besta Helga mín. (Þorbjörn Guðrúnarson 2019) Guð á himnum geymi þig. Þinn Tobbi. Þorbjörn Guðrúnarson. Elsku mamma. Það er erfitt að lýsa þessum mikla missi með orð- um og hve sárt við munum sakna þín. Þú varst einstök í alla staði og við erum svo lánsamar að hafa átt einmitt þig fyrir mömmu. Það er ekki sjálfgefið að eiga mömmu sína fyrir bestu vinkonu og minn- ing þín mun lifa með okkur og styrkja á erfiðum stundum. Þú varst gædd svo mörgum fal- legum eiginleikum sem við getum tekið okkur til fyrirmyndar. Þú mættir fólki með fordómaleysi og kærleik, þú varst jákvæð og gafst mikið af þér, og tókst á við veikindi þín með æðruleysi og miklum styrk. Í sorginni er þakklæti okkur ofarlega í huga. Við erum þakk- látar fyrir að hafa átt þig að, fyrir þá ást og hlýju sem þú gafst okk- ur, og fyrir húmorinn og hlátur- inn. En fyrst og fremst viljum við þakka þér fyrir að gefa okkur hver aðra og það dýrmæta samband sem við eigum. Þínar dætur, Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir, Hafdís Þorbjörnsdóttir og Birta Júlía Þorbjörnsdóttir. Elsku Helga mín. Takk fyrir allt sem við áttum saman og fyrir að vera einmitt eins og þú varst. Svo sterk, hjartahlý og algjör hetja. Það er mikil sorg í hjörtum okkar sem elskuðum þig. Þú varst glæsileg kona og listræn og vaktir athygli hvar sem þú komst. Ég vil kveðja þig með þessu fallega ljóði sem túlkar svo vel tilfinningar mínar. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir) Minning þín er ljós í lífi mínu. Mamma. Elsku Helga systir. Það er komið að kveðjustund í þessu lífi en ég veit að það verður tekið vel á móti þér. Hver dagur er svo dýr- mætur og minningarnar eru margar sem við áttum saman og ýmislegt sem kemur upp í hug- ann. Það má segja að þú hafir fylgt mér eins og skugginn frá því að við vorum litlar. Ég var ekki alltaf ánægð með að hafa þig í eftirdragi þá en þú varst mjög hamingjusöm að fá að fylgja mér eftir. Eitt sinn týndi ég þér og ég man að ég fór með faðirvorið mörgum sinnum og lofaði Guði að ég skyldi gæta þín betur ef þú fyndist aftur. Það má segja að ég hafi fengið tæki- færi til þess enda vorum við mjög mikið saman bæði í vinnu og utan hennar. Þegar ég fór að læra hár- iðnina fékkst þú þann heiður að vera módel fyrir mig þótt þér fyndist greiðslurnar ekkert flott- ar. Þegar ég flutti utan í nokkur ár komst þú eitt sumarið og varst hjá mér. Þegar ég opnaði hársnyrti- stofuna Medullu fórstu að vinna hjá mér, enda höfðum við báðar lært fjölskylduiðnina, og seinna gerðist þú meðeigandi í fyrir- tækinu. Við unnum saman í tutt- ugu ár og það voru forréttindi að fá að vinna með þér alla daga hlið við hlið. Við brölluðum margt sam- an bæði tengt fjölskyldu og vinnu. Sem fagmaður varstu tveir kar- akterar; Belga og Ljúfa. Þeir kúnnar sem komu til Belgu fengu alls konar litasprengjur og öðru- vísi klippingar en þeir sem komu til Ljúfu fengu hefðbundnari klippingar og náttúrulegri litanir. Við göntuðumst oft með það að kúnni sem hélt að hann hefði pant- að hjá Ljúfu hefði óvart lent hjá Belgu. Þú varst með eindæmum kærulaus og það hefur mögulega hjálpað þér í gegnum veikindin sem þú tókst á við af æðruleysi. Þegar okkur hin langaði til að gráta áttir þú það til að fá okkur til að hlæja. Þú varst óhrædd við að gefa af þér og tala opinskátt um baráttu þína við krabbameinið og sýndir þannig mikinn andlegan styrk. Á milli okkar eru órjúfanleg systrabönd og þú verður alltaf hluti af mér. Elsku Helga mín, ég mun geyma þig í hjarta mínu. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð geymi þig. Þín stóra systir, Hulda. Helga Hafsteinsdóttir HINSTA KVEÐJA Græðið gleðina í þá döpru færið þeim lötu fljótfærnina lundin hæfir þeim sem þegar eru fornir í skapi en snertið ekki beinin Ég þarf þeirra með þegar ég kem hlaupandi til móts við almættið með brassband á hælunum hjartalagið í dúndrandi djass- útsetningu Með þessu ljóði Gerðar Kristnýjar, Erfðaskrá, vil ég kveðja Helgu vinkonu mína og sendi fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Björk Jakobsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Helgu Hafsteinsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. systrum eins og hún átti til að kalla okkur. Ólafi Teiti og fjöl- skyldu vottum við okkar dýpstu samúð. Þínar vinkonur, Sigrún Rós Elmers og Steinunn Ólöf Benediktsdóttir. Í dag kveðjum við elsku hjart- ans vinkonu okkar hana Engil- björtu, Fruuu, Böttu, Engilinn eða Frúna eins og við kölluðum hana stundum. Stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn okkar sem hefur fylgst að síðan í grunnskóla. Þessi vinátta er okkur mjög dýrmæt og við höf- um lagt áherslu á að hittast reglulega. Mánaðarlega hitt- umst við í saumaklúbb og alltaf er passað upp á að allar komist, engin má missa af. Saumóinn okkar köllum við Guðrún and the Pink Ladies. Í gegnum tíðina höfum við brallað mjög margt saman eins og óvissu-, utan- lands- og sumarbústaðarferðir og þegar tækifæri gefst erum við með aukahittinga. Margt kemur upp í hugann þegar við hugsum til baka. Gleðin og hláturinn hefur alltaf fylgt okkur en við getum hlegið að ótrúlegustu og fáránlegustu hlutum og erum með okkar eigin húmor. Engilbjört var prýdd mörgum góðum kostum. Hún var ákveðin og fylgin sér, húmoristi, hlátur- mild, traust og stóð alltaf með sínu fólki. Hún var mikil fé- lagsvera og var alltaf til í hitting og stuð. Hún stóð fast á sínum skoðunum og var óhrædd við að segja hug sinn. Oft þvældist það fyrir hópn- um okkar að taka ákvarðanir og tölvupóstarnir sem gengu á milli voru oft orðnir fjölmargir og ruglingslegir. Þá tók Frúin gjarnan af skarið og sendi okkur langan og skilmerkilegan tölvu- póst og eftir það var enginn vafi á því hvaða ákvörðun skyldi tek- in. Hún átti iðulega síðasta orðið og það átti líka við þegar við hittumst, hún fór yfirleitt síðust heim og fór síðust að sofa í sum- arbústaðarferðum. Stundum, í þeim ferðum, þegar partíið stóð sem hæst og einhver ætlaði að lauma sér í rúmið þá var sá hinn sami sóttur af Frúnni og rekinn aftur á dansgólfið. Eins skörp og vel gefin og Frúin var gátu orðin stundum komið öfugt út úr henni. Við gát- um strítt henni mikið á því og eins og við segjum stundum í gríni, þá gleymist ekkert í þess- um hópi. Til dæmis sagði hún einu sinni: „Sjá þessar beljur með rassinn út í vindinn.“ En þetta voru reyndar kindur sem voru úti á túni og við gátum hlegið endalaust að þessu. Ann- að var dæmið um það þegar við vorum að kaupa í matinn fyrir sumóferð. Við báðum um mynd- arlegt læri og afgreiðslumaður- inn ætlaði að spyrja hvort hann ætti að saga hækilinn af en hik- aði og hún greip fram í og sagði: „Já, löppina!“ Okkur fannst það líka sjúklega fyndið. Stutt er á milli hláturs og gráts. Nokkrum dögum áður en Engilbjört veiktist áttum við yndislega helgi saman í sum- arbústað þar sem dans og söng- ur voru við völd eins og alltaf. Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa átt þessa stund og grun- aði ekki að þetta yrði síðasta helgin okkar allra saman. Elsku Engilbjört okkar. Við þökkum þér samfylgdina, vinátt- una, gleðina og hláturinn. Skarð þitt verður aldrei fyllt og þú munt lifa í hjörtum okkar alla tíð. Elsku Óli, Guðni og Kári. Við vottum ykkur innilega samúð okkar, missir ykkar er mikill en minningin um fallega, góða og yndislega konu lifir áfram. Með söknuði, þínar vinkonur Ásta, Bára, Brynhildur, Guð- rún, Hildur, Inga og Jórunn.  Fleiri minningargreinar um Engilbjörtu Auðuns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, MATTHILDUR KRISTENSDÓTTIR, lést laugardaginn 27. apríl. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 8. maí klukkan 13. Viðar Sæberg Hjálmar Sæbergsson Heiða Rúnarsdóttir Arnar Sæbergsson Yrsa Eleonora Gylfadóttir Sólveig R. Sæbergsdóttir Hrólfur A. Sumarliðason Kristín R. Sæbergsdóttir Arnold Björnsson Súsanna R. Sæbergsdóttir Sævar Jósep Gunnarsson Hilmar Kristensson Erlingur Kristensson barnabörn og barnabarnabörn Okkar kæri, GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON frá Efri-Hrepp, til heimilis að Leynisbraut 38, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 20. apríl. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 4. maí klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á gjafa- og minningarsjóð Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, reikningsnúmer 552-26-411, kt. 470108-0370. Gyða Bergþórsdóttir Guðrún J. Guðmundsdóttir Jóhannes Guðjónsson Bergþór Guðmundsson Bryndís R. Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, KRISTÍN ÓSKARSDÓTTIR, Þverholti 19, Tröllateig 45, Mosfellsbæ, lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 24. apríl eftir stutt veikindi. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju mánudaginn 6. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Þroskahjálp. Fyrir hönd aðstandenda, Óskar Gíslason, Vilborg Heiða Waage Guðmundur A. Óskarsson Sigurborg Matthíasdóttir Anna A. Waage Óskarsdóttir Hreinn Heiðar Oddsson og frændsystkini

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.