Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 45

Morgunblaðið - 02.05.2019, Side 45
ÍÞRÓTTIR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar Þegar lið sem enginn reiknar með slá í gegn og ná langt eða vinna jafnvel meistaratitla hríf- ast margir með og þau fá stuðn- ing óháðs áhugafólks um íþrótt- ir. Jafnvel fólks sem allajafna hefur engan áhuga á íþróttum. Við sáum þetta vel fyrir þrem- ur árum þegar öskubusku- ævintýri Leicester City í enska fótboltanum gaf „litlum liðum“ um allan heim nýja von og aukna hvatningu. ÍR getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta karla í kvöld, í fyrsta skipti í 42 ár. Nú eða í oddaleik í Vesturbænum á laugardags- kvöldið. Engin furða að spennan í Breiðholtinu sé nánast áþreif- anleg. Og víðar. Konan mín hefur ekki fylgst sérstaklega með Ís- landsmótinu í körfubolta en má nú ekki missa af neinu og styður ÍR með ráðum og dáð. Eins og margir fleiri hlutlausir gera þessa dagana. Mér var í vikunni bent á skemmtilega samlíkingu við æv- intýri ÍR-inga. Það var þegar handboltalið HK sló í gegn í úr- slitakeppninni vorið 2012 og varð Íslandsmeistari karla í þeirri íþrótt í fyrsta skipti. Þar fór einhvern veginn allt á flug, svipað og hjá ÍR-ingum í vor, þegar HK varð í fjórða sæti í deildinni en valtaði svo 3:0 yfir bæði Hauka og FH í úrslita- keppninni og vann bæði Hafnar- fjarðarliðin tvisvar á útivelli. Þar byggðist upp rétt stemning og gríðarleg tiltrú leikmannanna á verkefnið og engu skipti þó mót- herjarnir virtust sterkari á papp- írunum. Rétt eins og KR ætti alltaf að vinna ÍR 3:0 eða 3:1 ef maður færi bara yfir ferilskrá leikmann- anna og meinta getu þeirra. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Hitastigið verður við suðumark í Seljahverfinu í Breiðholti í kvöld þegar ÍR tekur á móti KR og há- vaðinn í Hellinum nánast óbærileg- ur. Morgunblaðið tók púlsinn á Sig- urkarli Róberti Jóhannessyni, leikmanni ÍR, á þriðjudaginn og ræddi við hann. Daginn eftir sig- urinn sæta gegn KR í Vest- urbænum. „Já já. Það var fagnað í gær en við vitum allir að við þurfum að komast fljótt niður á jörðina. Það þýðir ekkert að koma of æstir inn í þennan leik,“ sagði Sigurkarl þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans og spurði hvort hann væri kominn niður á jörðina. „Maður tekur eftir því í um- ræðunni eftir leikinn að fólk bjóst ekki við því að við næðum einhverju út úr leiknum úr því sem komið var. En við gerðum það með baráttu og góðri vörn,“ sagði Sigurkarl og hann segir tilhlökkunina vera mikla í Breiðholtinu nú þegar ÍR er aðeins einum sigri frá bikarnum. „Stemningin er náttúrlega gríð- arlega góð. Það eru bara allir ÍR- ingar mjög peppaðir enda er við- bjóðslega langt síðan ÍR varð meist- ari síðast. Allir í Breiðholtinu eru tilbúnir í fjör á fimmtudaginn (í kvöld). Alveg óhætt að segja það.“ Voru of spenntir í leik tvö Hvað segir Sigurkarl um spennu- stigið í úrslitarimmunni? Hefur það hækkað eftir því sem á hefur liðið? „Eins og þú segir þá erum við komnir svo nálægt bikarnum. Mað- ur getur nánast snert hann. Ef spennustigið verður hins vegar of hátt þá er alveg eins líklegt að við töpum. Það var kannski raunin í leik númer tvö þegar við töpuðum á heimavelli. Þá gæti spennustigið hafa verið of hátt eftir sigur á úti- velli í fyrsta leik. Við þurfum að gæta okkur á því að halda spennu- stiginu temmilega lágu en á sama tíma þurfum við að vera vel gíraðir og hafa löngun í sigurinn. Við vilj- um vinna og vitum að við getum það ef við förum ekki fram úr okkur,“ útskýrði Sigurkarl og ekki að heyra að viðmælandinn sé tvítugur leik- maður. Kynntist pressunni 17 ára Sigurkarl kynntist leiðinlegu hlið- inni á úrslitakeppninni sem ungur meistaraflokksmaður. Tók þá skot á lokasekúndu gegn Stjörnunni sem ekki rataði rétta leið og ÍR tapaði. Var hann þá einungis 17 ára en fékk góða hjálp við að vinna skyn- samlega úr þeirri reynslu. „Fyrir tveimur árum komst ÍR í fyrsta sinn í úrslitakeppnina í nokk- ur ár. Við spiluðum á móti Stjörn- unni í 8-liða úrslitum. Var það mitt fyrsta tímabil í meistaraflokki. Við vorum þremur stigum undir og ég fékk skotfæri á nákvæmlega sama stað á vellinum og gegn KR. Ég hefði getað jafnað leikinn og náð fram framlengingunni en skotið klikkaði. Þá sögðu bæði Borche (Ilievski þjálfari) og Matthías (Orri Sigurðarson) að ég ætti að taka því sem jákvæðum hlut að fá að taka svona mikilvægt skot svo snemma á mínum ferli. Næst myndi ég setja slíkt skot niður. Skotið gegn KR var nánast ná- kvæmlega eins og aðstæður mjög svipaðar. Þeir höfðu því rétt fyrir sér. Ég man hvað mér leið illa þá og mér leið alveg jafn vel núna. Þetta var þess virði.“ Ólympíufari hjálpar til Leiðin að titlinum fyrir ÍR-inga er óhemju erfið. Í 8-liða úrslitum mætti liðið Njarðvík, þá tók við Stjarnan í undanúrslitum og nú KR í úrslitum. Allt geysilega vel mönn- uð lið í vetur. Fyrir þá sem horfa á leikina utan frá þá virðast ÍR-ingar ekki vera þreyttir og alvarleg meiðsli hafa ekki gert vart við sig. „Þessir leikir hafa ekki setið í okkur inni á vellinum. Við erum búnir að fara í gegnum efstu tvö lið- in í deildakeppninni og fóru báðar rimmurnar í fimm leiki. Auðvitað tekur það sinn toll en Óðinn frjáls- íþróttakappi (Þorsteinsson) hjálpar okkur í endurheimt eftir leiki. Auð- vitað verða menn þreyttir en við er- um þannig stemmdir að það gleym- ist þegar komið er inn á völlinn. Við erum auk þess það margir sem get- um komið við sögu í leikjunum. Eldri mennirnir okkar (Gerald) Robinson og Siggi (Sigurður Þor- steinsson) eru alltaf ferskir þótt þeir hafi þurft að berjast á móti mönnum eins og Hlyni (Bærings- syni), Kristófer (Acox) og (Julian) Boyd,“ sagði Sigurkarl Róbert Jó- hannesson við Morgunblaðið. „Maður getur nánast snert bikarinn“  Sigurkarl var hetja ÍR í sigrinum á KR og segir mikla tilhlökkun í Breiðholtinu fyrir fjórða leikinn í kvöld  ÍR getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 42 ár Morgunblaðið/Eggert Breiðholt Sigurkarl Jóhannesson er tvítugur ÍR-ingur sem er að ljúka sínu fjórða tímabili með meistaraflokki fé- lagsins. Hér á hann í höggi við hinn ítalsk-bandaríska Michele Di Nunno í úrslitarimmunni gegn KR-ingum. ÍR - KR » ÍR og KR mætast í fjórða sinn í úrslitarimmunni um Íslands- meistaratitil karla í körfuknatt- leik í kvöld. » ÍR er 2:1 yfir. Með sigri í kvöld verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta skipti síðan 1977. » ÍR vann síðast stóra keppni þegar liðið varð bikarmeistari árið 2007. » KR er Íslandsmeistari síð- ustu fimm ára. » Vinni KR mætast liðin í odda- leik í Frostaskjóli á laugardags- kvöldið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.