Morgunblaðið - 02.05.2019, Page 46
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
• Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun
• Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum
• Afkastamikið og öflugt
• Mjög góð hitastýring á kolum
• Ytra byrði hitnar ekki
• Færanlegt á meðan það er í notkun
• Auðvelt að þrífa
• Má fara í uppþvottavél
• Taska fylgir
• Mikið úrval aukahluta
STÓRSNIÐUGT GRILL
Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ
BIKARINN
Bjarni Helgason
Víðir Sigurðsson
FH er komið áfram í 16-liða úrslit
Mjólkurbikars karla í knattspyrnu
eftir 2:1-sigur gegn Íslandsmeist-
urum Vals í 32-liða úrslitum á Origo-
vellinum á Hlíðarenda í gær. Jákup
Thomsen og Atli Guðnason skoruðu
mörk Hafnfirðinga í leiknum en
Birnir Snær Ingason minnkaði mun-
inn fyrir Valsara í 2:1 á 67. mínútu,
þá nýkominn inn á sem varamaður.
Hafnfirðingar voru sterkari að-
ilinn í leiknum og stjórnuðu ferðinni
meira og minna allan leikinn. Liðið
varðist vel og gaf fá færi á sér og þá
léku þeir Valsmenn sundur og sam-
an í fyrsta marki liðsins. Þá voru all-
ir leikmenn liðsins með sín hlutverk
á hreinu.
Valsarar litu ekki vel út í gær.
Varnarleikur liðsins var óöruggur
og þá voru sóknarmenn liðsins í eng-
um takti við leikinn. Fremstu menn
liðsins voru ekki að tengja, Kaj Leo
hékk endalaust á boltanum og Emil
Lyng var týndur á vinstri kantinum.
Ef Hafnfirðingar halda áfram á
sömu braut eru þeir til alls líklegir í
sumar. Valsmenn þurfa að fá
sóknarleikinn í gang hjá sér hið
snarasta ef liðið ætlar sér að berjast
um titla í sumar.
Bikarmeistararnir fallnir
Stjörnumenn verja ekki bikar-
meistaratitilinn því þeir töpuðu 1:0
fyrir ÍBV í framlengdum leik á Há-
steinsvelli. Varnarmaðurinn Óskar
Elías Zoëga kom inná sem varamað-
ur og skoraði sigurmark ÍBV seint í
framlengingunni.
Fylkismenn lentu í miklum
vandræðum með Gróttumenn, nýlið-
ana í 1. deildinni, en unnu 2:1 í Ár-
bænum með tveimur mörkum Arn-
órs Gauta Ragnarssonar. Pétur
Theódór Árnason kom Gróttu yfir
snemma leiks og sigurmark Fylkis
var umdeilt, auk þess sem Pétur
nýtti ekki algjört dauðafæri fyrir
Seltirninga um svipað leyti.
Ásgeir Marteinsson skoraði tvö
mörk fyrir HK og lagði eitt upp í 5:1
sigri Kópavogsliðsins á 2. deildar liði
Fjarðabyggðar í Kórnum.
Víkingur úr Reykjavík vann
nauman sigur á nýju Hafnarfjarð-
arliði, KÁ (sem þýðir Knattspyrnu-
félagið Ásvellir) en lokatölur á Ás-
völlum urðu 2:1. Patrik Snær
Atlason, sonur Atla Einarssonar,
fyrrverandi leikmanns Víkings,
gerði mark 4. deildar liðsins.
Steinar Þorsteinsson skoraði
strax á fyrstu mínútu þegar ÍA vann
3. deildar lið Augnabliks 3:0 í Fíf-
unni í Kópavogi.
Varnarmaðurinn Aron Bjarki
Jósepsson skoraði tvö marka KR í
auðveldum 5:0 sigri á 2. deildar liði
Dalvíkur/Reynis.
Thomas Mikkelsen skoraði fjög-
ur mörk fyrir Breiðablik og Hösk-
uldur Gunnlaugsson þrjú þegar liðið
rótburstaði 1. deildar lið Magna 10:1
í Boganum á Akureyri. Magnamenn
misstu mann af velli strax á 4. mín-
útu og annan undir lokin.
Ásgeir Kristjánsson skoraði tvö
mörk fyrir 2. deildar lið Völsungs
sem vann 4. deildar lið Mídasar úr
Reykjavík, 4:0, á Húsavík.
Hallgrímur Mar Steingrímsson
skoraði þrennu á tíu mínútum seint í
leiknum þegar KA vann 3. deildar lið
Sindra á Hornafirði, 5:0.
FH-ingar eru til alls líklegir
Sannfærandi sigur á Íslandsmeist-
urum Vals sem eru úr leik í bikarnum
Morgunblaðið/Hari
Mark FH-ingar fagna Jákup Thomsen eftir að hann kom þeim yfir.
Ingvar Þór Jónsson, fyrirliði karla-
landsliðsins í íshokkí sem hefur
leikið alla 103 landsleiki Íslands frá
upphafi, stefnir á að halda lands-
liðsferlinum áfram. Þetta kom fram
í viðtali við hann sem birtist á
mbl.is í gær. „Ég kom inn í þetta
mót með það hugarfar að þetta
væri ekki mitt síðasta mót og ég á
von á því að spila einhverja leiki í
viðbót fyrir íslenska landsliðið,“
sagði Ingvar sem lék 100. landsleik-
inn gegn Norður-Kóreu á heims-
meistaramótinu í Mexíkóborg um
páskana. vs@mbl.is
Ingvar stefnir á
fleiri landsleiki
Ljósmynd/Stefán Örn Sigurðsson
Fyrirliði Ingvar Þór Jónsson hefur
leikið alla landsleiki Íslands.
Víkingar eru komnir í góða stöðu
í einvíginu við HK um sæti í úr-
valsdeild karla í handknattleik eft-
ir sigur í Digranesi í gærkvöld,
26:25. Staðan er þá 2:0 fyrir Vík-
inga sem geta tryggt úrvalsdeild-
arsætið í þriðja leiknum sem fer
fram í Víkinni á sunnudaginn.
Kristófer Andri Daðason skoraði 8
mörk fyrir Víking, Magnús Karl
Magnússon 5 og Hjalti Már Hjalta-
son 4. Hjá HK var Bjarki Finn-
bogason atkvæðamestur með 6
mörk og Guðmundur Árni Ólafs-
son skoraði 5. vs@mbl.is
Úrvalsdeildin
blasir við Víkingi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Slagur Elías Sigurðsson, HK, og
Kristófer Andri Daðason, Víkingi.
Lionel Messi fór langt með að koma
Barcelona í úrslit Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu 2019 með því
að skora tvívegis í 3:0 sigri Kata-
lóníuliðsins gegn Liverpool á Camp
Nou í gærkvöld. Seinna markið sem
hann gerði með stórglæsilegu skoti
úr aukaspyrnu var hans 600. mark
fyrir Barcelona á ferlinum.
Luis Suárez kom Barcelona yfir
gegn sínu gamla félagi á 26. mín-
útu. Jordi Alba átti þá glæsilega
sendingu af vinstri kantinum inn að
markteig Liverpool þar sem Suárez
skaust á milli miðvarðanna og pot-
aði boltanum framhjá Alisson í
markinu, 1:0.
Liverpool gerði oft harða hríð að
marki Barcelona í síðari hálf-
leiknum en á 75. mínútu átti Barce-
lona góða sókn, Suárez skaut í
þverslána og boltinn féll fyrir Lio-
nel Messi sem hljóp með hann í tómt
markið, 2:0. Á 82. mínútu kom
þriðja markið sem áður er lýst.
Seinni leikur liðanna fer fram á
Anfield í Liverpool næsta þriðju-
dagskvöld. vs@mbl.is
AFP
Sigur Lionel Messi og Luis Suárez fagna einu marka Barcelona í gærkvöld.
Messi og Suárez
afgreiddu Liverpool
Mjólkurbikar karla
Bikarkeppni KSÍ, 32ja liða úrslit:
Augnablik – ÍA......................................... 0:3
Steinar Þorsteinsson 1., Óttar Bjarni Guð-
mundsson 15., Viktor Jónsson 74.
KÁ – Víkingur R. ..................................... 1:2
Patrik Snær Atlason 80. – Halldór J.S.
Þórðarson 1., Nikolaj Hansen 49.
Völsungur – Mídas................................... 4:0
Ásgeir Kristjánsson 20., 74., Arnar Pálmi
Kristjánsson 50., Ólafur Jóhann Stein-
grímsson 61.
HK – Fjarðabyggð................................... 5:1
Ásgeir Marteinsson 21., 41., Emil Atlason
42., Aron Kári Aðalsteinsson 67., Brynjar
Jónasson 71. – Nikola Kristinn Stojanovic
14.(víti)
Fylkir – Grótta......................................... 2:1
Arnór Gauti Ragnarsson 17., 71. – Pétur
Theodór Árnason 6.
KR – Dalvík/Reynir ................................ 5:0
Björgvin Stefánsson 5., Alex Freyr Hilm-
arsson 20., Aron Bjarki Jósepsson 48.(víti),
90., Ægir Jarl Jónasson 71.
Magni – Breiðablik................................ 1:10
Kristinn Þór Rósbergsson 16. – Höskuldur
Gunnlaugsson 2., 51., 54., Thomas Mikkels-
en 4. (víti), 28. (víti), 79., 84., Aron Bjarna-
son 39., Þórir Guðjónsson 70., 73. Rautt
spjald: Sveinn Óli Birgisson (Magna) 4.,
Arnar Geir Halldórsson (Magna) 88.
Sindri – KA............................................... 0:5
Daníel Hafsteinsson 15., Brynjar Ingi
Bjarnason 37., Hallgrímur Mar Stein-
grímsson 74. (víti), 79., 84.
ÍBV – Stjarnan ................................ (frl.) 1:0
Óskar Elías Zoëga 114.
Valur – FH................................................ 1:2
Birnir Snær Ingason 69. – Jákup Thomsen
29., Atli Guðnason 61.
Meistaradeild karla
Undanúrslit, fyrri leikur:
Barcelona – Liverpool ............................ 3:0
Luis Suárez 26., Lionel Messi 75., 82.
Þýskaland
Úrslitaleikur bikarkeppninnar:
Wolfsburg – Freiburg ............................. 1:0
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik-
inn með Wolfsburg.
Svíþjóð
Úrslitaleikur bikarkeppninnar:
Gautaborg – Kristianstad....................... 2:1
Sif Atladóttir lék allan leikinn með
Kristianstad, Svava Rós Guðmundsdóttir
fór af velli á 41. mínútu en Þórdís Hrönn
Sigfúsdóttir kom ekki við sögu. Elísabet
Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
Noregur
Avaldsnes – Fart...................................... 3:3
Kristrún Rut Antonsdóttir lék fyrstu 88
mínúturnar með Avaldsnes.
England
B-deild:
Swansea – Derby...................................... 1:1
Derby (71), Middlesbrough (70) og Bri-
stol City (69) berjast um síðasta sætið í um-
spilinu í lokaumferðinni á sunnudaginn.
KNATTSPYRNA