Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 02.05.2019, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Stólar Erum á facebook Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Ami Grace Manning Elton Cato Highrock Sierra Kelsey Góð smásagnasöfn hafa þaðstundum fram yfir skáld-söguna að geta boðið uppá svolítið fjölbreyttari heima og frásagnarefni. Séu þau virkilega góð nýtur lesandinn þeirra forréttinda að fyllast tilhlökkun þeg- ar einni sögu sleppir og næsta tekur við, með fersku umfjöll- unarefni og spennandi nýjum persónum. Fyrir síðustu jól kom út smá- sagnasafnið Kláði eftir Fríðu Ísberg en áður hafði Fríða meðal annars sent frá sér ljóðabókina Slitför sem hlaut athygli og lof. Fríða virðist upprennandi meist- ari smásögunnar því hún nær ein- mitt þessu taki á lesandanum, þar sem hann fer saddur og sáttur frá síðustu sögu, óþreyjufullur að hlýða á nýja. Kláði inniheldur 14 smásögur og efniviður þeirra er afar fjölbreyttur þar sem umfjöllunarefnin eru allt frá fermingu og klámi upp í sjálfsvíg. Náin sambönd af einhverju tagi er áberandi þema; sambönd æskuvina, elskhuga, vinnufélaga, tengdafor- eldra og tengdabarna en flestar sög- urnar fjalla um tilveru og tilfinn- ingar ungs fólks. Sögurnar eru þó ekki endilega all- ar sagðar úr frá sjónarhóli ungra kynslóða. Í fyrstu sögunni er frá- sögnin til dæmis í höndum foreldra sem hýsa ungt par sem reynir að safna sér fyrir íbúð, með tilheyrandi vandræðagangi í svo náinni sambúð. Á öðrum stað segir frá móður sem vill að nágrannar sínir viti af frama- göngu sonarins í starfi og leggur á sig ýmislegt til þess. Fríða býr yfir svolítið sérstakri skáldgáfu. Hún hefur lag á að miðla hinum smágerðari mynstrum tilver- unnar til lesenda; þessum blæbrigð- um tilfinningalífsins sem við upp- lifum á hverjum degi þótt þau kannski bara rétt blási um okkur á einhvern hátt í dagsins önn; hégóma, skömm, forvitni, pirringi og van- mætti. Í Kláða verða þessar tilfinningar jafnyfirþyrmandi og þráhyggju- kenndar hjá persónunum og væru þær skjálfandi ást, svo áleitnar að það er líkt og persónurnar vilji rispa sig undan þeim. Þótt bróðurpartur sögupersón- anna sé ungt fólk og nútíminn sé umgjörð sagnanna eru smásögurnar ekki þröngt sniðnar til að ganga ofan í yngri kynslóðir. Fríða nær auð- veldlega til allra aldurshópa því þær grunntilfinningar og -kenndir sem hún fjallar um eru tímalausar og les- andinn á auðvelt með að finna sjálf- an sig í þeim. Kjarni smásagnanna er skýr, myndmálið skemmtilegt og naskt, söguþráðurinn áhugaverður og tungumálið flæðandi. Það sem gerir stíl Fríðu að auki svo hressandi og öðruvísi er hvað hún hlífir sögupersónum lítið. Hún óttast ekki að afhjúpa þær og bera. Þessi skortur á spéhræðslu gerir persónurnar hálfvarnarlausar og frásagnirnar verða afar sannar, tragískar og síðast en ekki síst hrikalega fyndnar. Í raun endurspeglar ein sagan þetta afar vel, þar sem fullkomin „sjálfa“ á samskiptamiðlunum á ekkert skylt við þann tuskublauta vandræðagang sem persónan á í vændum. Við reynum kannski að hafa okkar bestu hliðar til sýnis en við sitjum alltaf uppi með tilveru sem er meira í graut en nokkurn rennir grun í. Meistaralegur skortur á spéhræðslu Morgunblaðið/Árni Sæberg Varnarleysi „Skortur á spéhræðslu gerir persónurnar hálfvarnarlausar.“ Smásögur Kláði bbbbm Eftir Fríðu Ísberg. Partus, 2018. Innb., 197 bls. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR BÆKUR Tilkynnt hefur verið að sýningar- stjórar alþjóðlega myndlistar- tvíæringsins Sequences IX, sem haldinn verður í níunda sinn í október 2019, verði myndlistar- mennirnir Hildigunnur Birgis- dóttir og Ingólfur Arnarsson. Einnig hefur verið upplýst að Kristinn Guðbrandur Harðarson verði heiðurslistamaður hátíð- arinnar og hann muni halda einkasýningu í Ásmundarsal og gefa út bókverk, sem verður í leið- inni sjálfstætt sýningarrými. „Ingólfur og Hildigunnur eru bæði virk í íslensku listalífi sem myndlistarmenn, kennarar og sýningarstjórar. Þetta er í fyrsta sinn sem þau vinna saman að verkefni af þessum toga en þau hafa á undanförnum árum kennt í sameiningu námskeið við mynd- listardeild Listaháskóla Íslands,“ segir í tilkynningu frá hátíðinni. Þar kemur fram að hátíðin muni í ár teygja anga sína víða og verða sýningarrými meðal annars Mars- hallhúsið á Granda, sem hýsir bæði Nýlistasafnið og Kling & Bang, Ásmundarsalur, Harbinger og Bíó Paradís. „Samhliða fjöl- breyttri og þéttri aðaldagskrá há- tíðarinnar verður einnig utan- dagskrá sem samanstendur af fjölbreyttum sýningum og atburð- um.“ Á hátíðinni í ár verður áherslan á tímatengda miðla og verk sem unnin eru í rauntíma. „Rauntím- inn ferðast eftir óteljandi rásum sem hverfast um hvern þann sem þar dvelur. Það er hverjum hollt að dýfa tánni í annars konar tíma- rás og fá þannig nýtt sjónarhorn á raunveruleikann.“ Sequences IX haldin í október Hildigunnur Birgisdóttir Ingólfur Arnarsson Streymisveitan Netflix hefur tryggt sér réttinn á því að fram- leiða þáttaröð sem fjallar um björg- un drengjanna tólf og fótboltaþjálf- ara þeirra sem lokuðust inni í helli á Norður-Taílandi í júní í fyrra. All- ir björguðust drengirnir og þjálfari þeirra, en um 90 sérþjálfaðir kaf- arar frá öllum heiminum tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í 17 daga. Leikstjórar þáttaraðarinnar verða Jon M. Chu og Nattawut Poonpiriya. „Sagan sameinar svo mörg einstök þemu sem fólk um all- an heim tengir við,“ hefur BBC eftir Eriku North hjá Netflix. Þeg- ar hafa verið gefnar út tvær bækur um björg- unaraðgerðirnar auk þess sem tökum á bresk/ taílensku kvik- myndinni The Cave í leikstjórn Tom Waller lauk í desember, sam- kvæmt frétt Hollywood Reporter. Ný þáttaröð um björgun drengjanna Jon M. Chu flokkaður með hvítum. Þetta hafi boðið heim uppákomum því að ógerningur sé að sjá hvort á ferð sé Kínverji eða Japani. Heiti bókarinnar er vísun í sið- leysislögin, sem sett voru 1927. Með þeim var lagt bann við „líkamlegu samneyti evrópskra og innfæddra“ og voru viðurlögin allt að fimm ár fyrir karlmenn og fjögur ár fyrir konur. Noah er sonur svartrar móð- ur og hvíts föður og var því „glæpur við fæðingu“. Móðirin þurfti því hálfpartinn að fela son sinn og faðir hans varð líka að gæta sín í samskiptum við hann fyrstu æviárin á meðan aðskilnaðar- stefnan var enn við lýði. Lýsingar Noah á þessum óhugnanlegu og um leið skringilegu kringumstæðum eru oft kostulegar og persónuleg reynsla hans er einkar vel til þess fallin að draga fram mótsagnir þessa fáránlega og hryllilega kerfis, sem gekk út á að halda meirihluta íbúa landsins niðri í þágu lítils minnihluta. Hann lýsir því hvernig móðir hans beitti hann miskunn- arlausum aga vegna þess að hún vissi hversu afdrifaríkt það gæti orðið færi hann út af sporinu og lenti í yfirvöldum. En hann lýsir því líka hvernig móðir hans reyndi að ala hann upp undir merkjum víðsýni og veita honum verkfærin til að rísa upp úr sínum kringumstæðum líkt og hann síðar gerði svo um munaði. Vangaveltur Noah um það hvort tungumál skilji frekar að en útlit ættu að vekja lesandann til umhugs- unar. „Ég var kameljón,“ skrifar hann á einum stað. „Hörundslit- urinn breyttist ekki en ég gat fengið fólk til að sjá hann í öðru ljósi. Ef þú ávarpaðir mig á súlú svaraði ég á súlú. Ef þú ávarpaðir mig á tsvana svaraði ég á tsvana. Ég leit kannski ekki út eins og þú, en ef ég talaði eins og þú var ég þú.“ Frásögn Noah er lífleg og gríp- andi og Helgu Soffíu Einarsdóttur hefur tekist mjög vel upp í þýðingu sinni. Hann lýsir með auga grínist- ans, en dregur upp mynd af hrylli- legum veruleika þar sem valdhaf- arnir tefla íbúum landsins hverjum gegn öðrum með óréttlæti og mis- munun. Lagagrundvöllur aðskiln- aðarstefnunnar var numinn úr gildi 1991, en afleiðinga hennar gætir enn í suðurafrísku samfélagi tæpum þremur áratugum síðar. Það er ekki annað hægt en spyrja sig við lestur bókarinnar hvernig í ósköpunum standi á því að það hafi hvarflað að nokkrum manni að knýja fram fyr- irbæri á borð við aðskilnaðarstefn- una á seinni hluta 20. aldar. En kannski er lærdómur sögunnar að þegar kemur að mannlegu atferli komi ekkert á óvart. AFP Glæpur við fæðingu Trevor Noah lýsir uppvexti sínum á síðustu árum að- skilnaðarstefnunnar og umrótinu eftir að hún leið undir lok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.