Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
AUDI A3 E-TRON S-LINE nýskr. 11/2017,
ekinn 16 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, hlaðinn
aukabúnaði s.s. Virtual cockpit, S-line innan og utan
o.fl.Verð 4.650.000 kr. Raðnúmer 259292
AUDI A3 E-TRON SPORT nýskr. 01/2017,
ekinn 16 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, hlaðinn
aukabúnaði s.s. Virtual cockpit, B&O hljómkerfi, Matrix
led ljós o.fl.Verð 4.390.000 kr. Raðnúmer 259069
VW GOLF GTE PANORAMA nýskr. 05/2018,
ekinn 19 þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Hlaðinn
aukahlutum, t.d. Marseille felgur, virtual cockpit, ACC,
glerþak o.fl. Verð 4.890.000 kr. Raðn. 259338
BMW 225XE IPERFORMANCE
ekinn 12 Þ.km, bensín & rafmagn (tengitvinn),
sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn.
Verð 3.970.000 kr. Raðnúmer 259005
BMW 530E IPERFORMANCE
M-SPORT nýskr. 06/2018, ekinn 4þkm. bensín/
rafmagn, sjálfskiptur. M-sport innan og utan.
Verð 6.590.000 kr. Raðnúmer 259344
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Fjölmargar ábendingar hafa borist
Morgunblaðinu um slæma sorphirðu
í Reykjavík og rusl á víðavangi.
Þannig hafa stampar við gönguleiðir
í Grafarvogi verið yfirfullir og rusl
hefur safnast upp við gáma á
grenndarstöðvum borgarinnar, m.a.
við Kjarvalsstaði eins og meðfylgj-
andi mynd sýnir.
Þá átti vegfarandi nýlega leið um
Veðurstofuhæðina svonefndu og sá
þar rusl á víð og dreif á svæðinu.
Samkvæmt þjónustukönnun
Maskínu, sem gerð var fyrir Reykja-
víkurborg, hefur borið á óánægju
borgarbúa með umhirðuna. Kom þar
fram að það væru „tækifæri til mik-
illa úrbóta“ á sviði hreinsunar á
lausu rusli og losunar ruslaíláta á al-
mannafæri.
Í skriflegu svari Reykjavíkur-
borgar við fyrirspurn Morgunblaðs-
ins um sorphirðu borgarinnar segir
að ekkert rask hafi orðið á reglulegri
stampalosun í Grafarvogi og eru
stamparnir losaðir vikulega. „Það
getur komið fyrir að einhverjir af
þeim 1.500 stömpum sem eru í
Reykjavík fyllist, en það er þá
brugðist skjótt við þegar ábendingar
berast.“
Mikil samstaða íbúa
Á grenndarstöðinni við Kjarvals-
staði mátti sl. föstudag finna talsvert
magn af sorpi og úrgangi af ýmsu
tagi við gámana sem þar eru. Er
þetta mest notaða stöðin að sögn
Reykjavíkurborgar. „Skil á endur-
vinnsluefnum þar eru mjög góð og
er hirðutíðni miðuð við það. Það
kemur hins vegar ekki í veg fyrir að
gámarnir yfirfyllist af og til og er
unnið að því að fjölga grenndar-
stöðvum á svæðinu til að draga úr
álagi á stöðina við Kjarvalsstaði.“
Einnig segir í svarinu: „Sérstakur
vinnuflokkur hjá borginni sér um að
halda grenndarstöðvunum hreinum
og snyrtilegum“.
Þá segir Reykjavíkurborg að al-
mennt sé „góð umgengni við
grenndarstöðvar og mikil samstaða
meðal íbúa, eins og sjá má á sam-
félagsmiðlum og víðar, að gengið sé
vel um og ekki skilinn eftir úrgangur
við stöðvarnar sem ekki sé gert ráð
fyrir“. Fram kemur í svari borgar-
innar að undantekningar geti verið á
þessu og eru íbúar hvattir til þess að
senda borginni ábendingar.
gso@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Ruslagámur Á grenndarstöðinni við Kjarvalsstaði hafði safnast saman töluvert magn af sorpi fyrir helgi.
Úrgangur á víðavangi
í Reykjavíkurborg
Almennt er góð umgengni, að mati borgarinnar
Morgunblaðið/Ingó
Yfirfullur Þessi stampur var fullur
af rusli og lak úr honum að neðan.
Ljósmynd/Aðsend
Veðurstofuhæð Vegfarandi segir ruslið hafa legið í þrjár vikur.
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Vafi leikur á um hvort þriðji orku-
pakkinn samræmist stjórnarskrá
vegna valdframsals til Eftirlitsstofn-
unar EFTA (ESA). Þeirri leið sem
utanríkisráðherra hefur valið varð-
andi innleiðingu pakkans er hins
vegar ætlað að útiloka stjórnskipun-
arvandann að svo stöddu.
Þetta sögðu þeir Friðrik Árni
Friðriksson Hirst landsréttarlög-
maður og Stefán Már Stefánsson,
prófessor við lagadeild Háskóla Ís-
lands, þegar þeir komu fyrir fund ut-
anríkismálanefndar í gær. Þar gerðu
þeir grein fyrir álitsgerð sinni um
þriðja orkupakkann sem þeir unnu
að beiðni utanríkisráðuneytisins.
Stefán sagði á fundinum að stjórn-
arskrá Íslands gæfi lítið svigrúm og
sumt í þessum orkupakka væri þess
eðlis að það gæti valdið töluverðum
áhyggjum; hvort komið væri fram
yfir brúnina á stjórnarskránni.
„Við fullyrðum ekki að ákvæði
[þriðja orkupakkans] brjóti í bága
við stjórnarskrá, en segjum að það sé
verulegur vafi á því. Okkar umsögn
er neikvæð í þeim skilningi,“ sagði
Stefán. Eins og málið væri lagt fram
núna öðluðust hins vegar ekki öll
ákvæði gildi nema með lögum seinna
meir. Löggjöf sem ekki væri í gildi
gæti ekki brotið stjórnarskrá, en
óvissan væri um það hvernig eftir-
leikurinn yrði. Hvernig viðbrögð
ESB yrðu þegar þar að kæmi. Það
væri bæði lagaleg og pólitísk spurn-
ing.
Ekki gallalaus leið valin
Friðrik fór yfir þær tvær mögu-
legu leiðir sem hægt væri að fara
varðandi það hvernig Alþingi ætti að
afgreiða málið. Sú leið sem utanrík-
isráðherra hyggst fara snýst um að
samþykkja ákvörðun sameiginlegu
EES-nefndarinnar um þriðja orku-
pakkann, en með vissum fyrirvörum.
Meðal annars að Alþingi áskilji sér
rétt til þess að fresta því hvenær
ákveðnum ákvæðum verði veitt fullt
lagagildi, meðal annars um lagningu
sæstrengs. Í álitsgerðinni bentu þeir
á að þessi leið væri ekki með öllu
gallalaus.
Hin lögfræðilega rétta leið væri að
hafna innleiðingunni á þeim forsend-
um að óvíst væri hvort íslenska
stjórnarskráin heimilaði umrætt
valdframsal sem orkupakkinn boð-
aði. Slík synjun myndi hafa í för með
sér að málinu yrði vísað aftur til sam-
eiginlegu EES-nefndarinnar til
nýrrar meðferðar.
Stefán benti á að hin lögfræðilega
leið væri að vísa málinu aftur til
EES-nefndarinnar og væri sú leið
sem EES-samningurinn gerði ráð
fyrir að væri farin. Best væri að berj-
ast á þeim vígvelli eins og Stefán orð-
aði það, en ekki væri hins vegar loku
fyrir það skotið að Evrópusamband-
ið myndi grípa til gagnaðgerða.
Varðandi hvort íslenskum stjórn-
völdum beri skylda til þess að tengj-
ast sameiginlegu raforkukerfi ESB
með sæstreng með innleiðingu orku-
pakkans segir í þingsályktunartil-
lögu að slíkt ákvæði tæki ekki gildi
nema stjórnarskráin yrði skoðuð.
Þeir voru spurðir hvort stjórnvöld
gætu verið að skapa grundvöll fyrir
málsókn með þeim rökum að verið
væri að hindra raforkuflutning milli
landa.
Friðrik sagði að undir einhverjum
kringumstæðum gæti slíkt talist
samningsbrot, en ylti á Evrópurétti.
Hins vegar væri það ekki bundið við
þriðja orkupakkann hvort íslensk
stjórnvöld gætu fengið yfir sig mál-
sókn eða ekki. Það gæti gerst á
hvaða tímapunkti sem væri að við
yrðum talin hindra flæði orku.
Ómögulegt væri að gefa lagalegan
rökstuðning fyrir því hver yrðu við-
brögð hagsmunaaðila, sem gætu
höfðað skaðabótamál fyrir íslenskum
dómstólum gagnvart íslenska ríkinu
vegna hindrunar á raforkuflutningi.
Ekki væri hægt að útiloka slíkt.
Segja höfnun lög-
fræðilega rétta
Leggja til aðra leið um orkupakkann
Morgunblaðið/Hari
Fundur utanríkismálanefndar Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttar-
lögmaður (t.v.) og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor voru þar gestir.