Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Varnir sem Icelandair Group hefur
keypt vegna flökts á heimsmarkaðs-
verði á eldsneyti valda því að nú
greiðir félagið hærra verð fyrir hluta
þess eldsneytis sem það nýtir á flota
sinn. Þannig stendur heimsmarkaðs-
verð á flugvélaeldsneyti nú í um 668
dollurum á tonnið en 47% af birgðum
félagsins til næstu 12 mánaða miðast
við verð upp á 701 dollara á tonnið.
Þetta kom fram í máli Evu Sóleyjar
Guðbjörnsdóttur, framkvæmda-
stjóra fjármála hjá Icelandair Gro-
up, á fundi sem haldinn var með fjár-
festum í gærmorgun. Fundurinn var
haldinn í kjölfar þess að félagið birti
uppgjör sitt fyrir fyrsta ársfjórðung
ársins eftir lokun markaða á föstu-
dagskvöldið síðasta.
Lægri varnir lengra fram
Í kynningunni kom einnig fram að
þær eldsneytisvarnir sem félagið
hefur keypt 13 til 18 mánuði fram í
tímann nema um 3% af ætlaðri notk-
un. Þær varnir tryggja félaginu
hvert tonn á 675 dollara á tonnið.
Í uppgjörinu fyrir fyrsta fjórðung
ársins kom fram að tap félagsins
hefði numið 6,7 milljörðum króna.
Þrátt fyrir að tapið hafi reynst meira
en greiningaraðilar höfðu gert ráð
fyrir hækkuðu bréf félagsins í gær, á
fyrsta degi eftir að uppgjörið var
gert opinbert. Nam hækkunin
reyndar ekki nema rúmum 0,2% í
ríflega 430 milljóna króna viðskipt-
um.
Fyrir opnun markaða í gær sendi
Icelandair frá sér flutningatölur fyr-
ir aprílmánuð. Þar kom fram að far-
þegum félagsins í millilandaflugi
fjölgaði um 19% frá sama mánuði í
fyrra. Þá jókst sætanýtingin og
reyndist 83,7% samanborið við
78,5% yfir sama tímabil í fyrra.
Benti Bogi Nils Bogason, forstjóri
félagsins, á það á kynningarfundin-
um að hina miklu aukningu milli ára
mætti að miklu leyti rekja til svipt-
inga á markaðnum. Minntist hann
ekki beint á WOW air í því sambandi
en eins og kunnugt er varð félagið
gjaldþrota 28. mars síðastliðinn.
Ástæða þess að sætanýtingin jókst
ekki meira en raun varð á er sú stað-
reynd að framboð félagsins jókst á
sama tíma um 8% og vó það á móti
hinum stóraukna fjölda ferðamanna.
Þegar tölur félagsins eru skoðaðar
sést einnig að farþegum félagsins
sem nýttu sér þjónustu þess gagn-
gert í þeim tilgangi að heimsækja Ís-
land fjölgaði um 44% og voru þeir
128.242 í apríl. Farþegar sem nýttu
sér þjónustuna til þess að ferðast frá
Íslandi fjölgaði um 56% og voru þeir
66.944. Hins vegar fækkaði farþeg-
um sem nýttu sér flug Icelandair á
leiðinni milli Evrópu og Bandaríkj-
anna um 9%. Sagði Bogi Nils að
þessar tölur vitnuðu um breyttar
áherslur félagsins í þessum efnum
og að samkeppnin á tengiflugsmark-
aðnum væri mjög hörð.
Meðalfargjaldið ódýrara
Meðalfargjöld hjá félaginu vitna
sömuleiðis um hina hörðu sam-
keppni. Á fyrsta fjórðungi ársins var
meðalfargjald félagsins 177 dollarar.
Á fyrsta fjórðungi ársins 2018 var
meðalverðið hins vegar 194 dollarar.
Því hefur meðalfargjaldið í raun
lækkað um 9% á tólf mánaða tíma-
bili. Icelandair Group hefur enn ekki
birt afkomuspá fyrir árið 2019. Í
máli Boga Nils kom fram að það
væri fyrst og síðast vegna óvissu
með flotamál félagsins. Sem stendur
er ekki ljóst hvenær Boeing
737MAX-vélar félagsins verða settar
aftur í loftið en þær voru kyrrsettar í
marsmánuði líkt og heimsfloti þeirra
véla í kjölfar mannskæðra flugslysa í
október í fyrra og mars á þessu ári
þar sem slíkar vélar áttu í hlut.
Icelandair greiðir yfir-
verð fyrir eldsneytið
Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson
Uppgjör Félagið flutti mun fleiri farþega í apríl en á sama tíma í fyrra.
Bréf félagsins hækkuðu á markaði í gær Meðalfargjöldin lækkað um 9%
nú er kjörið um verði að minnsta
kosti tíu talsins og ekki er loku fyrir
það skotið að enn muni bætast í hóp-
inn. Þá herma heimildir að allir nú-
verandi stjórnarmenn í sjóðnum óski
endurkjörs á fundinum.
Líkt og í fyrra byggðust kosningar
til stjórnar að miklu leyti á því að lögð
voru fram umboð frá sjóðfélögum,
sem ekki mættu sjálfir til fundarins.
Nú þegar er stórtæk söfnun umboða
hafin og með því hyggjast frambjóð-
endur tryggja sér sem flest atkvæði.
Atkvæðavægi sjóðfélaga tekur mið af
réttindastöðu þeirra í sjóðnum.
Flest bendir til þess að hart verði tek-
ist á í stjórnarkosningu á aðalfundi
Frjálsa lífeyrissjóðsins sem haldinn
verður 13. maí næstkomandi. Þá
verður kosið um fimm af sjö stjórn-
arsætum. Er þetta í fyrsta sinn í sögu
sjóðsins sem allir stjórnarmenn eru
kjörnir af sjóðfélögum en áður til-
nefndi Arion banki, rekstraraðili
sjóðsins, hluta stjórnarinnar. Þau tvö
stjórnarsæti sem ekki er kosið um að
þessu sinni var kosið um á átakafundi
í sjóðnum í fyrra.
Heimildir Morgunblaðsins herma
að frambjóðendur í sætin fimm sem
Stefnir í átök á vettvangi Frjálsa
Margir frambjóðendur til fimm sæta
Morgunblaðið/Eggert
Frjálsi Arion banki er rekstraraðili sjóðsins. Átök á aðalfundi í fyrra sneru
m.a. að fjárfestingu sjóðsins í United Silicon í Helguvík á sínum tíma.
● Fækkun brottfara erlendra farþega
frá landinu um Keflavíkurflugvöll nam
18,5% í apríl síðastliðnum frá sama
mánuði í fyrra samkvæmt talningu
Ferðamálastofu og Isavia. Brottfarirnar
voru 120 þúsund í apríl í ár og voru 27
þúsund færri en á sama tíma í fyrra.
Fjölmennastir voru Bandaríkjamenn,
26,5 þúsund, og Bretar, 15,6 þúsund,
eða um 35% allra brottfara, en Banda-
ríkjamönnum fækkaði um 27% á milli
ára og Bretum um 31,5%. Brottfarir
Þjóðverja voru 7,6 þúsund talsins og
Pólverja 7,3 þúsund, en brottförum Pól-
verja einna fjölgaði á milli ára. Það sem
af er ári hafa 578 þúsund erlendir far-
þegar farið frá Íslandi um Keflavíkur-
flugvöll. Er það um 7,9% fækkun frá
sama tímabili í fyrra.
18% fækkun brottfara
frá Keflavík á milli ára
7. maí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.32 122.9 122.61
Sterlingspund 158.98 159.76 159.37
Kanadadalur 90.77 91.31 91.04
Dönsk króna 18.271 18.377 18.324
Norsk króna 13.938 14.02 13.979
Sænsk króna 12.743 12.817 12.78
Svissn. franki 119.85 120.51 120.18
Japanskt jen 1.0967 1.1031 1.0999
SDR 169.14 170.14 169.64
Evra 136.42 137.18 136.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.0184
Hrávöruverð
Gull 1270.05 ($/únsa)
Ál 1783.0 ($/tonn) LME
Hráolía 70.48 ($/fatið) Brent
● Gengi bréfa Arion banka í Kauphöll
Íslands hækkaði um 2,27% í viðskiptum
gærdagsins. Langmest viðskipti voru
með bréf bankans eða 1.277 milljónir
króna. Næstmest voru viðskiptin með
bréf Marel sem lækkaði um 1,54% í
504 milljóna króna viðskiptum. Ice-
landair hækkaði um 0,22% í 430 millj-
óna króna viðskiptum. Mest lækkuðu
bréf Sýnar um 1,56% í viðskiptum
dagsins en velta með bréf félagsins
nam aðeins 32 milljónum króna. VÍS
lækkaði um 1,42% í 37 milljóna við-
skiptum og Síminn um 1,26% í afar tak-
mörkuðum viðskiptum. Úrvalsvísitalan
lækkaði um ríflega 1% og stendur nú í
2.090 stigum. Hefur hún hækkað um
16,39% frá áramótum.
Langmestu viðskiptin
með bréf Arion banka
STUTT