Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019 ✝ Þórir Björns-son fæddist í Reykjavík 28. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. apríl 2019. Foreldrar hans voru Brynhildur Magnúsdóttir, f. 17. júlí 1904, d. 6. apríl 1980, og Björn Bjarnason, f. 30. janúar 1899, d. 19. janúar 1984, sem var um árabil for- maður Iðju. Þórir átti tvö systkini sem létust í frum- bernsku fyrir fæðingu hans. Þórir lauk prófi í verk- stjórnarfræðum og vann ýmis störf í gegnum tíðina, m.a. á ferðaskrifstofu, hjá Kötlu matvælaiðju og við útfarar- þjónustu. Árið 1953 gekk Þórir til liðs við kanadíska her- inn og fékk á hans vegum kanadískan ríkisborgararétt. Í kjölfarið var hann sendur til Þýska- lands á vegum hersins, en slas- aðist árið 1957 og lét af störfum hjá hernum í fram- haldinu. Þórir var með mikla ævintýraþrá, ferðaðist mikið alla ævi, bjó um tíma í London en Edinborg átti alltaf sérstakan stað í hjarta hans. Þórir var einn af stofn- endum Samtakanna 78, hags- muna- og baráttusamtaka hin- segin fólks á Íslandi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Útför Þóris Björnssonar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 7. maí 2019, klukkan 11. Elskulegur frændi minn Þórir er allur, eftir langt og innihalds- ríkt líf. Hann sagði við mig fyrir stuttu að hann væri ánægður með líf sitt og hefði ekki viljað hafa það öðruvísi. Við Þórir vorum systkinabörn og áttu mamma hans Binna og pabbi minn Axel sterkt og gott samband. Öll þau jól sem Þórir og Binna voru á landinu héldu þau með okkur, fyrst hjá foreldrum mínum og síðar hjá mér eftir að ég eignaðist sjálf fjölskyldu. Ég minnist margra skemmtilegra boða hjá þeim í gegnum árin. Þau voru bæði mjög gjafmild og miklir höfðingjar. Þórir bjó lengst af á Framnes- vegi 14 í húsi sem afi okkar, 11 barna faðir, byggði yfir fjölskyld- una að eiginkonu sinni látinni. Það var gott að vita af Þóri þarna í fjöl- skylduhúsinu. Honum leið afar vel á Framnesveginum og bjó þar til 83 ára aldurs, en þurfti að flytja úr risinu þegar hann átti orðið erfitt með stigana. Þegar ég var lítil bjó Þórir í Kanada um tíma. Gerðist kanad- ískur ríkisborgari og gekk í kan- adíska herinn. Þjónaði hann m.a. í Þýskalandi þar sem hann slasaðist illa á fæti og hætti þar með í hern- um. Þórir var þriðja barn Binnu frænku og Björns Bjarnasonar, hin tvö misstu þau ung að aldri, stúlku og dreng. Binna frænka lifði fyrir Þóri, hann var hennar eitt og allt. Þau bjuggu saman þar til Binna lést árið 1980, Þórir var hennar stoð og stytta. Á yngri ár- um vann hann á ferðaskrifstofu og mörg ár vann hann í Kötlu og bar stjórnendum þar ætíð vel söguna. Þórir var mörgum hjálpsamur í lífinu. Hann reyndist mörgum vin- um sínum vel í veikindum þeirra, sem varð til þess að þeir gátu búið lengur heima hjá sér. Hann var einn af stofnendum Samtakanna 78 og átti fjölmarga vini í þeim samtökum. Gleðigangan var einn af hápunktum ársins og minn maður alltaf þar í göngunni og í bíl síðustu árin. Hann var litríkur, hann Þórir frændi, ungur í anda fram í and- látið. Hann átti fjölda vina sem litu oft inn til hans. Síðustu árin var sjónin farin að daprast og heyrnin líka, en ástríða hans á bókum var slík að hann fékk tæki til að hjálpa sér við að lesa og hlustaði á hljóð- bækur sér til skemmtunar. Hann var nákvæmur og þrjósk- ur þessi elska. Hvort tveggja hjálpaði honum til að vera sjálf- stæður. Hann bjó einn, eldaði sjálfur, því það var honum mik- ilvægt að hafa sitt bragð af því sem hann borðaði. Hann ferðaðist einn erlendis til 92 ára aldurs og sá um sig að öllu leyti fram að því síðasta. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku frændi minn. Þegar þú hefur vind í fang, þá haltu höfðinu hátt. Hræðstu ei myrkrið, það mun birta til. Því að ljós heimsins mun þér lýsa í gegnum dauðans dimman dal. Hann fer á undan í gegnum storm og regn. Þú munt aldrei ganga einn, munt aldrei ganga einn. (Sigurbjörn Þorkelsson) Kristín Axelsdóttir. Þórir frændi, Þórir hennar Binnu, Þórir á 14, þetta og margt fleira tengir maður við einn Vest- urbæing og heimsborgara, sem hann var svo sannarlega. Þegar maður var krakki var alltaf svo gaman að hitta frænda á Fram- nesveginum. Þar bjó hann ásamt móður sinni Binnu og móður- amma mín Magga systir hennar og afi Gunnar bjuggu á hæðinni fyrir ofan. Þórir gaf okkur frænd- systkinum útlent góðgæti og það var mikill leikur og prakkaraskap- ur og aldrei skammaði hann nokk- urt okkar svo ég muni, það fannst manni frábært. Seinna keypti hann og bjó í risinu og seldi svo innan fjölskyldunnar, það þótti honum vænt um. Hann var mynd- arlegur maður, flottur í tauinu og vakti athygli hvar sem hann kom með gleði og hlýtt viðmót. Vinsæll og vinmargur var hann og gat rætt um allt milli himins og jarðar við alla. Hann kunni sig, kurteis og þakkaði alltaf fyrir sig í stóru sem smáu. Aldrei kvartaði hann svo að maður heyrði en skoðanalaus var hann ekki. Á þessum tíma var tal- að undir rós og smám saman átt- aði maður sig á því að hann var hommi, það var pískrið. Það var ekki auðvelt vegna fordóma eins og hefur komið fram í viðtölum og það var mikill léttir þegar Sam- tökin ’78 voru stofnuð og auðvitað var frændi þar. Hann var einstak- lega ræktarsamur og sendi alltaf jólakort og svo komu póstkort frá útlöndum, kveðja frá ýmsum borgum, páskakort og sumarkort, alltaf eitthvað til að vera í sam- bandi. Hann hringdi stundum og spjallaði og það var eitthvert lítils háttar erindi sem hann átti en allt- af sama jákvæðnin og gleðin sem sat eftir að loknu símtali og manni leið alltaf vel, eins og í návist hans. Þegar hringt var til hans svaraði hann alltaf eins, fjóórtán, húsnúm- er æskuheimilisins þar sem hann bjó lengst af þar til nú síðast á Lindargötu 66, áfram var svarað fjóórtán. Hann ferðaðist og hitti félaga í Bretlandi reglulega og nú síðast í október. Hann var búinn að fara á hjartadeildina áður til að fá grænt ljós á ferðina og hann lagði mikið á sig til að komast, þegar ekki var göngufæri úti vegna hálku gekk hann stigana, því út ætlaði hann. Það tókst, en hann lenti á spítala úti og heim- ferð tafðist og eftir að heim var komið var hann á hjartadeildinni. Hann fékk að „kíkja“ heim en markmiðið var að komast í æfing- ar á Landakoti til að styrkja sig í að búa enn einn, en var óheppinn og féll og lenti aftur á sjúkrahúsi þar sem hann lést. Hann talaði um það á spítalanum hér heima að hann væri búinn með síðustu ut- anlandsferðina sína og að hann væri eitthvað að verða lélegri og hann nennti nú ekki að vera upp á aðra kominn, ætlaði sér að ná sér og fara heim. Hann sá um sig og sinn mat sjálfur og fór ekki að borða með „gamla fólkinu“, hann var svo sannarlega ungur í anda. Vinir hans og félagar í Samtök- unum ’78 hafa sýnt honum alveg einstaka tryggð og hjálpsemi í gegnum súrt og sætt og hann kall- aði þau líka fjölskylduna sína, takk fyrir. K. Axelsdóttir og fjölskylda, takk fyrir að sinna frænda svona vel, alltaf, nú síðast um jólin í nýja flotta jakkanum. Far vel og hvíl í friði fjóórtán, þín frænka, Kristín Björnsdóttir. Fjórtán. Sagt ákveðið en með blíðri röddu. Ég sé hann fyrir mér stíga upp þrepin, halda þéttingsfast um handriðið því ökklinn var svo slæmur, heyri marrið í stiganum og sé hann ganga inn í notalega risið á Framnesvegi 14. Risið í húsinu sem langafi byggði, risið sem varð síðar mín fyrsta eign og hefur að geyma svo mikið af ætt- arsögunni. Bara ef veggirnir gætu talað. Þórir frændi var sonur afasyst- ur minnar, en var þó mun nánari minni fjölskyldu en skyldleikinn gaf til kynna. Hann var hluti af gamla jólagenginu, eins og við bróðir minn kölluðum þau, og tók þátt í að fagna afmælum, jólum og öðrum hátíðarstundum með okk- ur. Þórir frændi var alla tíð ungur í anda og þegar honum fannst ald- urstalan vera orðin heldur há sagðist hann vera tuttugu og sex og hélt því statt og stöðugt fram að hann væri ekkert að reyna að villa um fyrir fólki því þetta væri jú fæðingarárið. Hann átti stór- brotna ævi. Okkur systkinunum þótti gaman að heyra hann tala um árin í hernum, fallhlífarstökk og ferðalög sem hljómuðu ævin- týrum líkust. Ég man hvað ég gapti þegar hann tók upp á því að flytja til kunningja síns í London á áttræðisaldri. En þetta var Þórir. Hann lét ekkert stoppa sig, fylgdi draumum sínum og lét háan aldur engu máli skipta því hann mátti auðvitað ekki missa af partíinu. Maður fylltist stolti að sjá hann árlega í gleðigöngunni, því Þórir frændi þorði að vera sá sem hann var, saga hans og hugrekki er inn- blástur margra. Það voru einstök forréttindi að fá að eiga hann að í lífinu og mun minningin um hann aldrei dofna. Guðrún Lilja. Þórir Björnsson vinur minn verður jarðsunginn í dag. Við kynntumst árið 1984 í London þar sem hann bjó hjá vinum sínum. Hann bauð mér í teboð með þeim. Þórir klæddist leðri og fór á klúbba. Vinir hans voru heldri herramenn í London, þar á meðal þjónar drottningarmóðurinnar, en drottningin sjálf fæddist nokkrum dögum á undan honum. Þórir vinur minn ólst upp á Framnesveginum og átti sitt at- hvarf þar alla ævi. Hann varði mörgum árum í London og ein- hverjum í Kanada. Hann var í ástandinu á stríðsárunum. Braggabúðirnar voru fyrir neðan Framnesveginn og dátarnir gáfu mömmu hans súkkulaði en honum kossa. Í framhaldinu hófst líf hans í útlöndum. Hann átti engin systkini og ekki börn, var aldrei í sambúð og alltaf einstæðingur en þó aldrei einn. Hann var alltaf svo ungur í anda og hress. Hann var með strákahóp í kringum sig, stráka sem voru ungir og sætir fyrir nokkrum áratugum, en eru nú komnir af léttasta skeiði ef ekki látnir. Það var mikill lífskraftur í hon- um. Hann var gestrisinn, mikið partýljón og aldrei var lognmolla hjá honum. Hann bauð upp á drykk sem við strákarnir kölluð- um Arsenik, því hann var svo var- hugaverður. Arsenik-kokkteillinn samanstendur af 80% gini og 20% sætum vermút. Þessu sturtaði Björnsson-familían í sig, sem vor- um við strákahópurinn. Margir okkar byltust niður stigann á Framnesveginum. Alltaf hringdi Þórir daginn eftir og sagð- ist ekki hafa séð eins mikið áfengi fara í einu partýi, og þetta versn- aði með árunum, fannst honum. Alltaf bauð hann liðinu aftur og var virkur félagslega og áhuga- samur um tilveruna. Líf Þóris er stórmerkileg saga. Það er dýrmætt að hafa kynnst honum og heyra hann segja frá líf- inu á stríðsárunum. Þórir var 33 árum eldri en ég og á þeim aldri sem ég er á í dag þegar við kynn- umst. Hann var svo áhugaverður og talaði um hernámsárin eins og ég tala um alnæmistímann. Ár sem eru svo langt í burtu en þó svo nálægt í fólki eins og honum. Hann var tryggur vinur og gaf góð ráð. „Kurteisi kostar ekki peninga“ sagði hann við strákana á veitingastaðnum 22 þegar allt ætlaði um koll að keyra í baráttu- og áfallastreitu níunda og tíunda áratugar. Hann kom að stofnun samtakanna ‘78 og HIV Ísland. Hann sá á eftir mörgum félögum í gegnum tíðina. Það var styrkur í Þóri og í huga mínum er einkunn- arorð hans þrautseigja. Aldrei kvartaði hann yfir hlut- skipti sínu og lagði ekki árar í bát. Hann barðist fyrir lífi sínu fram á síðustu stundu. Hann dó degi fyrir 93ja ára afmælið sitt. Þessi lág- vaxni, þrjóski herramaður var óhræddur við að segja meiningu sína umbúðalaust. Hann var skarpgreindur, not- aði Facebook og tölvur og tileink- aði sér nýjungar. Hann fylgdist vel með. Þórir fékk sér nightcap eins og drottningarmóðirin fram yfir áttrætt. Þá fékk hann sykur- sýki og hætti. Þórir hafði áhrif á mig. Hann var heimilisvinur heima hjá okkur Stig. Ég dáðist að honum á marg- an hátt. Hann hélt reisn sinni og dampi allt fram á síðasta dag. Ég mun sakna þessa litríka vinar míns og minnast um ókomin ár. Einar Þór Jónsson. Þórir Björnsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ BERNDSEN, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ föstudaginn 26. apríl. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 13. maí klukkan 13. Margrét Viðarsdóttir Erla Viðarsdóttir Kristinn Pedersen Sólveig Viðarsdóttir Logi Már Einarsson Sigrún Viðarsdóttir Elín Viðarsdóttir Sigurður B. Viðarsson Brynja Geirsdóttir barnabörn og langömmubörn Bróðir minn og móðurbróðir okkar, GUÐJÓN JÓSEPSSON frá Pálshúsum í Garðabæ, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. apríl. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 10. maí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindrafélagið. Ester Helgadóttir Guðmundur Kjartan Davíðsson Edda Davíðsdóttir Davíð Davíðsson Kári Davíðsson Skúli Davíðsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma, RAGNHEIÐUR KRISTJANA BENEDIKTSDÓTTIR, Kiddý, Grænabakka 7, Bíldudal, lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. apríl. Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 11. maí klukkan 16. Jón Brands Theódórs Benedikt Páll Jónsson Guðbjörg Arnardóttir Guðbjörg Jónsd. Theódórs Valgeir Ægir Ingólfsson Guðrún Jakobína Jónsdóttir Þórður Þorsteinsson Elínborg Anika Benediktsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR JÓHANN GUÐMUNDSSON bankastarfsmaður, Haðalandi 10, lést á LHS 1. maí og verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju 9. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnauppeldissjóð Thorvaldsenfélagsins, sími 5513509. Lára Margrét Gísladóttir Guðmundur Ó. Halldórsson Irena Galaszewska Guðlaug Á. Halldórsdóttir Þórarinn S. Halldórsson Fatmata Bintu Cole Halldór A. Halldórsson Helga M. Reykdal Gísli Á. Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, sonur okkar, bróðir, mágur, barnabarn og frændi, RÖGNVALDUR HELGI GUÐMUNDSSON, Þórðarsveig 16, Reykjavík, lést 30 apríl. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn 10. maí klukkan 14. Sigurbjörg Helga Rögnvaldsdóttir Guðmundur Eyþórsson Halla Jónína Reynisdóttir Magnús Pétursson Guðmunda S. Guðmundsd. Þór Sævarsson Eyþór Guðmundsson Reynir Ingi Guðmundsson Jóhanna Erla Jóhannsdóttir Bjarni Ragnar Guðmundsson Guðrún Arna Una Ósk Guðmundsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur Elsku pabbi okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR SIGFÚS HELGASON, Grjótaseli 15, lést á heimili sínu sunnudaginn 14. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. maí klukkan 13. Sigrún Steina Valdimarsd. Walter Schmitz Kristín Helga Valdimarsd. Magnús Magnússson Kolbrún Ásdís Valdimarsd. Hörður Valdimarssson Gunnar Grétar Valdimarsson Ingibjörg Sigurðardóttir Erna Valdimarsdóttir Þórður Geirsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.