Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 Losun gróðurhúsa- lofttegunda af mannavöldum er far- in að valda hættu- legum breytingum á veðurfari jarðar- innar. Að óbreyttu er framtíð samfélags okkar mannanna eins og við þekkjum það í hættu. Losun gróðurhúsa- lofttegunda frá Íslandi eykst hratt og er mun meiri á hvern íbúa landsins en í nágrannalöndunum. Ríkisstjórn Íslands sendi frá sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum síðastliðið haust. Áætlunin er lítið skref í rétta átt, en hún er ekki markviss og gengur alls ekki nógu langt. Samfélagið virðist tilbúið fyrir stærri skref, en stjórnvöld hika. Viðfangsefnið kallar á rót- tækar aðgerðir í líkingu við það þegar þjóðin á sínum tíma kom sér saman um að veita heitu vatni í því sem næst öll hús á landinu. Það er deginum ljósara að grípa þarf til mun hraðari og víðtækari samdráttar í losun en horfur eru á að óbreyttu ef markmið Íslands um kolefnishlutleysi eiga að nást. Landvernd kallar eftir því að stjórnvöld setji skýran ramma, markmið og áætlun um hvernig það á að gerast. Staðan er svo alvar- leg að aðalfundur Landverndar 2019 skorar á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga. Landvernd kallar eftir aðgerðaáætlun með tölulegum og tímasettum markmiðum sem nái til allra sviða samfélagsins í sam- ræmi við alvarleika vandans. En Landvernd bendir jafnframt á að gæta þarf þess að árangur náist með sem hagkvæmustum hætti; forgangsraða aðgerðum sem gefa mest fyrir hverja krónu. Margar aðgerðir koma til greina. Á aðalfundi Landverndar komu fram fjölmargar ábendingar sem komið verður á framfæri við stjórnvöld. Samtökin leggja til að kolefnisgjald á bensín og dílsilolíu verði hækkað til 2021 og féð eyrnamerkt bættum almennings- samgöngum og öðrum vistvænum samgöngukostum. Þá leggur Landvernd til að kolefnisgjald verði lagt á hvern farþega með skemmtiferðaskipi og alþjóðaflugi sem kemur til landsins og að allar bílaleigur verði skuldbundnar til þess að kolefnisjafna losun frá starfsemi sinni. Lagt er til að skuldbinda lífeyrissjóði og aðrir stærri fjárfestingarsjóði til að all- ar fjárfestingar þeirra standist markmið Parísarsáttmálans. Aðal- fundur telur einnig að sala á nýj- um dísil- og bensínbílum verði bönnuð frá 2023, en ekki 2030 og eins og nú er stefnt að. Samtökin vilja líka að settir verði hvatar svo að bílum verði breytt þannig að þeir geti gengið fyrir metangasi, en flest tækifæri til þess eru van- nýtt. Samtökin benda einnig á mikilvægi þess að tryggja fjár- mögnun í borgarlínu og að vist- vænt skipulag verði haft að leið- arljósi í þéttbýli. Svo eitthvað sé talið. Víðtæk alþjóðleg samstaða er forsenda árangurs í aðgerðum gegn alvarlegum loftslagsbreyt- ingum. Það sem við gerum á Ís- landi, eða jafnvel allri Evrópu, leysir ekki loftslagsvandann. En framlag okkar Íslendinga gæti átt þátt í því að hvetja aðra til dáða. Aðgerðaleysi í raun glæpur gegn mankyninu; komandi kynslóðum, börnum og barnabörnum. Að- gerðaleysi eða ófullnægjandi að- gerðir eru því ekki valkostur. Sem betur fer eru margar tæknilegar og hagkvæmar lausnir fram komn- ar sem bíða þess að verða nýttar af ríkjum, borgum og bæjum og fyrirtækjum sem vilja vera í far- arbroddi. Flestar þessara lausna vinna ekki bara á loftslagsvand- anum, þær munu einnig bæta heiminn; gera hann að stað þar sem mannlífið fær að dafna í meiri sátt við náttúruna. Látum ekki græðgi og sérhagsmuni verða til þess að við villumst af leið. Tökum undir ályktun aðalfundar Land- verndar 2019 og sendum skýr skilaboð til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um aðgerðir sem draga úr losun og gera Ísland að betra landi að búa á. Loftslagsneyð kallar á frekari aðgerðir Eftir Tryggva Felixson Tryggvi Felixson » Staðan er svo alvar- leg að aðalfundur Landverndar 2019 skor- ar á íslensk stjórnvöld að lýsa yfir neyðar- ástandi vegna loftslags- breytinga. Höfundur er formaður Landverndar. Að undanförnu hafa birst myndir í blöðum og sjónvarpi af kröfu- göngum barna, bæði hérlendis og erlendis. Börnin krefjast þess að hinir fullorðnu geri átak í umhverfis- málum því að framtíð unga fólksins sé í veði. Óskin er almenns eðlis fremur en að tilteknar aðgerðir séu nefndar. Þessu framtaki barnanna hefur yf- irleitt verið vel tekið, þótt örlað hafi á þeirri skoðun að börnin líti á þetta sem tækifæri til að losna við nokkrar stundir af skólasetu. Ástæðulaust er að taka undir þær grunsemdir. Á hinn bóginn mætti benda börnunum á, að þau geti sjálf sett sér markmið. Þau gætu til dæmis farið að fordæmi sænsku stúlkunnar Gretu Thun- berg, sem var upphafsmaður þess- ara aðgerða. Greta hafnaði því að vera viðstödd ráðstefnu í Reykjavík um sjálfbæran lífsstíl því að hún vildi ekki ferðast með flugvél vegna mengunarinnar sem af því hlytist. Hér á landi tala menn um að draga úr akstri mengandi bifreiða. Ef hug- ur fylgdi máli myndi fólk draga stór- lega úr flugferðum og jafnvel setja háa skatta á flugfargjöld, því að flug- ið er margfalt meiri meng- unarvaldur en annar ferðamáti. En slíkt verður seint gert – fólk vill ekki neita sér um það frelsi sem ódýrt flug veitir, að ekki sé minnst á tekj- urnar af ferðamönnum. Er líklegt að þetta við- horf breytist þegar börnin sem nú mót- mæla verða fullorðin? Þær aðgerðir í um- hverfismálum sem menn hafa rætt um í al- vöru eru góðra gjalda verðar. Þær munu þó ekki ná tilgangi sínum ef ekki er tekist á við rót vandans sem við er að glíma, en það er fólksfjölgunin í heiminum. Mannfjöldi á jörðinni er nú sagður 7,7 milljarðar og hefur þrefaldast á síðustu 70 árum. Það þarf engan speking til að sjá að í óefni stefnir. Eina þjóðin sem reynt hefur að stemma stigu við fólksfjöld- anum er Kínverjar sem gáfu út til- skipun þess efnis árið 1980 að fjöl- skyldur mættu aðeins eiga eitt barn. En jafnvel í því mikla stjórnvaldsríki sem Kína er reyndist þetta illfram- kvæmanlegt og hafði reyndar þær ófyrirséðu afleiðingar að drengjum fjölgaði mjög umfram stúlkur. Frá árinu 2015 hefur hjónum í Kína verið heimilt að eiga tvö börn. Er því spáð að öllum hömlunum á barneignum verði senn aflétt því að stjórnvöld hafi þungar áhyggjur af fjárhags- legum afleiðingum þess að ungu starfandi fólki fækki hlutfallslega meðan öldruðum fjölgi. Kona nokkur í Þýskalandi, Verena Brunschweiger, menntaskólakenn- ari á fertugsaldri, hefur vakið tals- verða athygli og nokkurn úlfaþyt með bók sem hún gaf út nýlega þar sem hún hvetur fólk til að draga úr barneignum og segist sjálf ætla að neita sér um að eiga barn. Bendir hún á tölur sem sýni að slík stefna yrði miklu áhrifameiri en að draga úr flugferðum eða selja bílinn. Ólík- legt verður að þó teljast að Verena fái miklu breytt. Meðfædd hvöt fólks til barneigna er sterkari en svo að fortölur sem þessar hafi veruleg áhrif. Ef ekki tekst að stöðva fjölgun mannkyns og snúa þróuninni við, missa allar aðrar aðgerðir í um- hverfismálum marks. Þá verða menn að sætta sig við orðinn hlut og búa sig sem best undir það sem koma skal: breytt veðurfar, bráðnun jökla, hækkandi sjávarstöðu, sívax- andi flóttamannastraum, þverrandi auðlindir og alls kyns mengun sem óhjákvæmilega leiðir af fjölgun fólks. Menn ættu ekki að láta blekkj- ast af þeirri tálsýn að sársaukalitlar aðgerðir muni leysa þann stórfellda vanda sem við okkur blasir. Vonlítil barátta Eftir Þorstein Sæmundsson »Ef ekki tekst aðstöðva fjölgun mannkyns missa allar aðrar aðgerðir í um- hverfismálum marks. Þorstein Sæmundsson Höfundur er stjörnufræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.