Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019 2000 ERLA SÓLVEIG ÓSKARSDÓTTIR Stóllin Bessi er margverðlaunaður stóll sem var hannaður árið 2000 af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur iðnhönnuði. Í kjölfarið var Bessi kynntur á norrænni sýningu í Bella Center í Kaup- mannahöfn árið 2001 og vakti hann strax athygli fyrir einstaka fágun og vandaða hönnun. Bessa má fá í fjölbreytilegum viðartegundum og litum, ann- að hvort albólstraðan eða með bólstraðri setu ýmist með leðri eða tauáklæði. Einnig er hægt að fá stólinn úr plasti til nota ut- anhúss. Árið 2009 var stóllinn valinn í fundarsal loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem var haldin í Kaupmanna- höfn. Bessa má finna í Skálanum, nýbyggingu Alþingishússins. Stóllinn er framleiddur af danska fyrirtækinu Onecollection. Þess má geta að töluvert af húsgögnum Erlu Sólveigar hafa verið framleidd á Íslandi í yfir áratug hjá Á.Guðmundssyni. Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands Fór á ráðstefnu SÞ um loftslagsmál Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100ár100hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum af hönnunargripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is Mikið úrval Borðbúnaður fyrir veitingahús og hótel Kvikmyndagagnrýnandinn Mark Kermode sem skrifar fyrir enska helgarblaðið Observer er hæst- ánægður með kvikmyndina Kona fer í stríð og gefur henni fjórar stjörnur í einkunn af fimm mögulegum. Kermode er einn þekktasti og virtasti kvikmynda- gagnrýnandi Bretlands og gagnrýnir einnig kvik- myndir í útvarpi. Kermode ber mikið lof á Halldóru Geirharðsdóttur, aðalleikkonu myndarinnar, sem hann segir frábæra í hlutverki sínu í þessari blek- svörtu gamanmynd. Kermode segir að þrátt fyrir bleksvart spaugið sé kvikmyndin hlýleg, hnyttin og búi yfir mikilli visku sem nái út fyrir öll landamæri, bæði landfræðileg og menningarleg. Kvikmyndin sé bæði furðuleg og falleg í senn. Gagnrýni Kermode má finna á vef dagblaðsins Guardian sem heyrir undir sama útgáfufyrirtæki. Gagnrýnandi Observer ánægður með Kona fer í stríð Lof Halldóra Geirharðsdóttir í Kona fer í stríð. Hinn kunni svissnesk-íslenski myndlistarmaður Christoph Büchel, sem vakti athygli fyrir fjórum ár- umn er hann setti upp verkið Mosk- an í íslenska skálanum á Feneyja- tvíæringnum, mætir aftur til leiks á tvíæringnum sem hefst í vikunni og sýnir skipsflak sem um átta hundruð flóttamenn drukknuðu í er þeir reyndu að flýja yfir Miðjarðarhafið. Umfangsmiklar innsetningar Büchel byggjast iðulega á pólitísk- um átakamálum og í gær var greint frá því í The Art Newspaper og The New York Times að Büchel og sam- starfsmenn hans hefðu sett skipið upp við hinn mikla sýningarskála Arsenale, fyrrum skipasmíðastöð á aðalsýningarsvæði Feneyjatvíær- ingsins og þar yrði það til sýnis. Táknmynd harmleiks Eins og áður biðst Büchel undan viðtölum en í tilkynningu segir að verkefnið kallist Barca Nostra sem á ítölsku þýðir „Skipið okkar“. Því er lýst sem táknmynd mannlegs harm- leiks en jafnframt sé það „minnis- varði um tímabundna flóttamenn, raunveruleg og táknræn landamæri og (ó)möguleika flutnings fólks og upplýsinga“. Bætt er við að sú tákn- mynd sem skipið sé hnykki á sam- eiginlegri ábyrgð sem skapi slík flök. Þetta var fiskiskip sem sökk und- an strönd Lýbíu í aprílmánuði 2015 og er talið að 800 manns hið minnsta hafi verið lokuð inni í því og drukkn- að þegar skipinu hvolfdi eftir að hafa siglt á portúgalskt flutningaskip sem var að koma því til aðstoðar. Ein- ungis 28 lifðu af og er þetta eitt mannskæðasta slys sem sögur fara af á Miðjarðarhafi. Nær fimmtungur þeirra flóttamanna sem fórust á hafi úti það ár, en þeir voru 3.665 talsins að sagt er, drukknaði í skipinu. Verk Büchel eru oft umdeild enda taka þau á átakamálum. Að kröfu yf- irvalda í Feneyjum, sem töldu Mosku hans ögrandi fyrir fjórum ár- um, var sýningunni lokað eftir að- eins nokkra daga. Gagnrýnendur fjölluðu lofsamlega um verkið og til að mynda skrifaði rýnir The New York Times að þema tvíæringsins þá hefði verið samræða en „eini lista- maðurinn sem í raun kallaði um- heiminn til samtals [hefði verið] Christoph Büchel, fulltrúi Íslands.“ Sýnir dauðafley í Feneyjum  Christoph Büchel sýnir á Feneyjatvíæringnum skip sem um 800 flóttamenn drukknuðu í  Setti upp Moskuna 2015 Ljósmynd/Barca Nostra Hörmungafley Büchel og samstarfsmenn hans hafa tekið skipið Barca Nostra á land og sýna það við sýningarskálann Arsenale í Feneyjum. Avengers: Endgame 1 2 Wonder Park 2 4 Shazam! 4 5 Five Feet Apart 3 3 The Curse of La Llorona 6 3 Missing Link 5 3 Captain Marvel 8 9 Dumbo (2019) 7 6 Polaroid Ný Ný Serial (Bad) Weddings 2 9 4 Bíólistinn 3.–5. maí 2019 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bíóaðsókn helgarinnnar Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika hér á landi fimmtudaginn 4. júlí næst- komandi í salnum Silfurbergi í Hörpu en tilkynnt verður á næstu dögum hvernig miðasölu verður háttað. Lykke Li hefur notað sívaxandi vinsælda frá því hún hóf feril sem tónlistarkona og hefur farið frá því að vera lítt þekktur grasrótar- índílistamaður yfir í að vera þekkt og dáð. Fyrsta stuttskífa hennar (EP), Little Bit, kom út fyrir 11 ár- um og hefur hún nú gefið út fjórar breiðskífur. Þekktustu lög hennar eru „I Follow Rivers“, „Litte Bit“ og „No Rest for the Wicked“. Síðasta breiðskífa Lykke Li, So Sad So Sexy, hefur hlotið prýði- legar viðtökur gagnrýnenda og eru tónleikar hennar í Hörpu hluti af tónleikaferð hennar um heiminn í tengslum við útgáfu plötunnar. Lykke Li heldur tónleika í Hörpu Stjarna Lykke Li hin sænska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.