Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2019
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Besta sprunguleitarefnið
Pepsi Max-deild karla
Víkingur R. – FH...................................... 1:1
Staðan:
Fylkir 2 1 1 0 5:2 4
KR 2 1 1 0 4:1 4
ÍA 2 1 1 0 5:3 4
Breiðablik 2 1 1 0 4:2 4
FH 2 1 1 0 3:1 4
KA 2 1 0 1 2:3 3
Víkingur R. 2 0 2 0 4:4 2
Stjarnan 2 0 2 0 2:2 2
Valur 2 0 1 1 3:4 1
HK 2 0 1 1 2:4 1
Grindavík 2 0 1 1 1:3 1
ÍBV 2 0 0 2 0:6 0
England
Manchester City – Leicester................... 1:0
Staðan:
Manch.City 37 31 2 4 91:22 95
Liverpool 37 29 7 1 87:22 94
Chelsea 37 21 8 8 63:39 71
Tottenham 37 23 1 13 65:37 70
Arsenal 37 20 7 10 70:50 67
Manch.Utd 37 19 9 9 65:52 66
Wolves 37 16 9 12 47:44 57
Everton 37 15 8 14 52:44 53
Leicester 37 15 6 16 51:48 51
Watford 37 14 8 15 51:55 50
West Ham 37 14 7 16 48:54 49
Cr. Palace 37 13 7 17 46:50 46
Bournemouth 37 13 6 18 53:65 45
Newcastle 37 11 9 17 38:48 42
Burnley 37 11 7 19 44:65 40
Southampton 37 9 11 17 44:64 38
Brighton 37 9 9 19 34:56 36
Cardiff 37 9 4 24 32:69 31
Fulham 37 7 5 25 34:77 26
Huddersfield 37 3 6 28 21:75 15
Svíþjóð
Helsingborg – Djurgården..................... 1:1
Andri Rúnar Bjarnason kom inn á hjá
Helsingborg á 63. mínútu.
Elfsborg – Norrköping ........................... 0:0
Guðmundur Þórarinsson og Alfons
Sampsted voru ekki í leikmannahópi Norr-
köping.
Staða efstu liða:
Malmö 7 4 2 1 12:7 14
Gautaborg 7 4 1 2 16:9 13
Häcken 7 4 1 2 10:4 13
Djurgården 7 3 3 1 11:7 12
Elfsborg 7 3 3 1 13:10 12
Östersund 7 3 3 1 9:6 12
Linköping – Örebro................................. 4:1
Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik-
inn fyrir Linköping.
B-deild:
Dalkurd – Syrianska ............................... 4:1
Nói Snæhólm Ólafsson var á varamanna-
bekk Syrianska.
Pólland
Jagiellonia – Pogon Szczecin................. 4:2
Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyr-
ir Jagiellonia.
Hvíta-Rússland
Gorodeja – BATE Borisov...................... 1:0
Willum Þór Willumsson kom inn á sem
varamaður hjá BATE á 64. mínútu.
KNATTSPYRNA
1. UMFERÐ
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Verða Breiðablik og Valur í sér-
flokki í sumar og heyja einvígi um
Íslandsmeistaratitil kvenna í knatt-
spyrnu? Eftir aðeins eina umferð er
kannski fullsnemmt að spá um slíkt
en eftir góða sigra Íslandsmeistara
Breiðabliks og gríðarlega vel mann-
aðs Valsliðs á tveimur af þeim lið-
um sem ættu að vera með þeim í
efri hlutanum í sumar eru strax
komnar sterkar vísbendingar í
þessa átt.
Þór/KA er það lið sem talið er
eiga mestu möguleikana á að fylgja
Breiðabliki og Val eftir. Stórsigur
Vals, 5:2, í leik liðanna á Hlíðarenda
á föstudagskvöldið gefur hinsvegar
til kynna að munurinn á þeim sé
meiri en talið var. Valur teflir fram
nánast eingöngu núverandi og fyrr-
verandi landsliðskonum á meðan
breiddin hjá Akureyrarliðinu er
minni en áður og ljóst er að Þór/KA
má ekki við neinum skakkaföllum í
sumar til að eiga möguleika gegn
toppliðunum. Það eru viðbrigði fyr-
ir Þór/KA að fá á sig fimm mörk
eftir að hafa fengið á sig samtals 14
og 15 mörk í deildinni tvö und-
anfarin keppnistímabili.
Breiðablik þurfti að hafa fyrir 2:0
sigrinum í Eyjum en gerði betur
þar en í fyrra þegar liðin skildu
jöfn. Kópavogsliðið er með nokkra
leikmenn sem geta gert út um leiki,
gat leyft sér að vera með landsliðs-
konurnar Berglindi Björgu Þor-
valdsdóttur og Selmu Sól Magn-
úsdóttur á bekknum fram í seinni
hálfleik. Agla María Albertsdóttir,
sem sannaði sig sem einn besti leik-
maður deildarinnar í fyrra, skoraði
bæði mörkin og fer vel af stað á
tímabilinu.
Hin sex liðin í deildinni virðast
geta unnið hvert annað, og svo fór
að Stjarnan, Fylkir og HK/Víkingur
unnu eins marks sigra á Selfossi,
Keflavík og KR. Það er útlit fyrir
gríðarlega harða keppni í neðri
hlutanum í ár.
Berglind besti leikmaðurinn
Berglind Rós Ágústsdóttir,
miðjumaður og fyrirliði nýliða Fylk-
is, er besti leikmaður 1. umferðar
að mati Morgunblaðsins. Edda
Garðarsdóttir skrifaði í Morg-
unblaðið eftir leik Fylkis og Kefla-
víkur: „Berglind stýrði miðjunni í
vörn og sókn og var að öðrum ólöst-
uðum langbesti maður vallarins í
dag.“
Berglind fór fyrir Fylkisliðinu
þegar það vann 1. deildina í fyrra
og er því gríðarlega mikilvæg.
Berglind er 23 ára gömul og hefur
leikið 55 leiki í efstu deild með
Fylki, Val og Aftureldingu, ásamt
14 leikjum fyrir yngri landslið Ís-
lands.
Hlín besti ungi leikmaðurinn
Hlín Eiríksdóttir úr Val var besti
ungi leikmaður 1. umferðar. Hún
skoraði þrennu í 5:2 sigrinum á
Þór/KA, þar af tvö skallamörk. Hlín
verður 19 ára í næsta mánuði og
hefur nú skorað 9 mörk í 47 leikjum
fyrir Val í efstu deild. Hún á þegar
6 A-landsleiki að baki og 45 leiki
með yngri landsliðunum.
Dóra María Lárusdóttir úr Val
lék sinn 250. deildaleik á ferlinum
gegn Þór/KA, þar af 220. á Íslandi.
Hún er tólfta íslenska knatt-
spyrnukonan sem nær 250 leikjum,
heima og erlendis. Hina þrjátíu
leikina lék Dóra María í Svíþjóð og
Brasilíu.
Kristrún Kristjánsdóttir úr
HK/Víkingi lék sinn 200. leik í efstu
deild þegar liðið vann KR 1:0.
Kristrún var í barneignafríi í fyrra
en lék með Fjölni til 2008 og með
Stjörnunni frá 2009 til 2017. Hún er
fjórtánda konan sem nær að spila
200 leiki í efstu deild á Íslandi.
Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði
leikjamet Karenar Nóadóttur fyrir
Þór/KA í efstu deild og lék sinn
151. leik fyrir liðið gegn Val.
Mist Edvardsdóttir kom inn á
hjá Val og lék sinn fyrsta leik frá
2016. Hún hefur misst af tveimur
síðustu tímabilum eftir að hafa slit-
ið krossband í hné tvívegis.
Halla Margrét Hinriksdóttir
varði mark HK/Víkings gegn KR
og lék sinn fyrsta deildaleik frá
árinu 2014.
Þrír leikmenn skoruðu sitt
fyrsta mark í efstu deild í umferð-
inni og það voru markaskorararnir
þrír í nýliðaslag Fylkis og Keflavík-
ur. Ída Marín Hermannsdóttir
(Hreiðarssonar) og Marija Radoji-
cic skoruðu fyrir Fylki en Sveindís
Jane Jónsdóttir fyrir Keflavík.
Verða tvö lið í sérflokki í ár?
Vísbendingar um einvígi Breiðabliks og Vals eftir fyrstu
umferðina Útlit fyrir harðan slag í neðri hlutanum
Morgunblaðið/Eggert
Fyrirliði Berglind Rós Ágústsdóttir
tók við 1. deildarbikarnum í fyrra.
Lið umferðarinnar
Leikmenn:
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 2
Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki 2
Hlín Eiríksdóttir, Val 2
Natasha Moraa Anasi, Keflavík 2
Hlín Eiríksdóttir, Val 3
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 2
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA 1
Birna Jóhannsdóttir, Stjörnunni 1
Fanndís Friðriksdóttir, Val 1
Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 1
Karen María Sigurgeirsdóttir, Þór/KA 1
Marija Radojicic, Fylki 1
Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík 1
Þórhildur Þórhallsdóttir, HK/Víkingi 1
1. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019
Einkunnagjöfi n 2019
Þessar eru með fl est M í
einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik,
tvö M fyrir mjög góðan leik og
þrjú M fyrir frábæran leilk.
Markahæstar 2019
Valur 7
Breiðablik 6
HK/Víkingur 5
Stjarnan 5
Fylkir 4
ÍBV 4
Keflavík 3
Þór/KA 3
KR 2
Selfoss 2
Lið:
3-4-3
Sonný Lára Þráinsdóttir
Breiðabliki
Arna Eiríksdóttir
HK/Víkingi
Jasmín Erla
Ingadóttir
Stjörnunni
Hlín Eiríksdóttir
Val
Berglind Rós
Ágústsdóttir
Fylki
Fanndís
Friðriksdóttir
Val
Agla María
Albertsdóttir
Breiðabliki
Hildur
Antonsdóttir
Breiðabliki
Fatma Kara
HK/Víkingi
Sóley
Guðmundsdóttir
Stjörnunni
Natasha Moraa
Anasi
Keflavík
Handknattleiksdeild ÍBV hefur nú
sent frá sér tvær yfirlýsingar vegna
þriggja leikja bannsins sem Kári
Kristján Kristjánsson var úrskurð-
aður í af aganefnd HSÍ. Kári tók út
fyrsta leikinn í banninu þegar ÍBV
tapaði gegn Haukum á sunnudag
en þar með komust Haukar í 2:1 í
undanúrslitaeinvígi liðanna. Liðin
mætast á morgun og komi til odda-
leiks missir Kári einnig af þeim leik
fái bannið að standa. ÍBV krefst
þess að banninu verði aflétt og seg-
ir það byggt á röngum forsendum,
en yfirlýsingarnar má sjá á mbl.is.
Búast má við svari frá HSÍ í dag.
Vilja að leikbanni
Kára verði aflétt
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Bann Kári Kristján fékk bannið
fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni.