Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.05.2019, Blaðsíða 32
Rithöfundurinn Mazen Maarouf var á dögunum tilnefndur til Man Book- er International-verðlaunanna fyrir bók sína Brandarar handa byssu- mönnum. Mazen Maarouf segir frá bókinni og öðrum verkum sínum á málfundi í Veröld – húsi Vigdísar í dag kl. 16. Þar taka einnig til máls rithöfundurinn og þýðandinn Sjón og Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði við HÍ, sem báðir hafa þýtt verk Mazens Maaroufs. Mazen Maarouf ræðir verk sín í Veröld í dag ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 127. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Selfyssingar tryggðu sér í gær sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í hand- bolta. Þar mætir liðið sigurliðinu úr einvígi Hauka og ÍBV. Selfoss sóp- aði liði Vals út úr keppninni með því að vinna einvígið 3:0, en leikirnir í einvíginu voru jafnir og spennandi og fór sá síðasti 29:26 í Hleðslu- höllinni í gærkvöld. Selfoss lék síð- ast í úrslitum fyrir 27 árum. »27 Selfyssingar sópuðu Valsmönnum út ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Þrátt fyrir að vera 1:0 undir og manni færri í hálfleik í Laugardal í gærkvöld tókst FH-ingum að ná í jafntefli gegn Víkingi R. í lokaleik 2. umferðar úrvalsdeildar karla í fót- bolta. Víkingar komust yfir þegar Nikolaj Hansen nýtti sér skelfileg mistök Gunnars Nielsens, færeyska landsliðs- markvarðarins í marki FH, skömmu áður en Brandur Olsen fékk rautt spjald. Halldór Orri Björnsson jafnaði met- in fyrir FH- inga eftir að hafa kom- ið inn á sem varamaður. »26 Tíu FH-ingar náðu í jafntefli við Víkinga Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Skriftaráhuginn vaknaði sennilega þegar ég neitaði 11 ára að læra lykkjuskrift í gömlum íhaldssömum grunnskóla í Herlev í Danmörku. Mér fannst engin ástæða til þess að breyta skriftinni sem ég hafði lært í grunnskóla á Íslandi en mér var tjáð að ef ég lærði ekki lykkjuskrift þyrfti ég ekki að mæta aftur í skól- ann,“ segir Ingi Vífill, þrítugur nemi í grafískri hönnun við Lista- háskóla Íslands. Hann rekur sprotafyrirtækið Reykjavík Lettering og safnar nú á Karolina Fund fyrir útgáfu á bók- inni Skriftarbók fyrir fullorðna. Um hádegi í gær, þegar sex dagar voru eftir af söfnuninni, höfðu safnast 84% af markmiði söfnunarinnar. Þeir sem leggja söfnuninni lið fá bók eða námskeið í skrautskrift fyrir framlag sitt. „Ég hef skrautskrifað í rúm þrjú ár. Fyrir hálfu ári fór ég að kenna skrautskrift og varð þá var við að margir skammast sín fyrir rithönd- ina,“ segir Ingi sem bendir á að margir af hans kynslóð glími við rithandarkvíða og sumum jafn- öldrum hans finnist þeir skrifa barnalega. Of mikil áhersla á hraða „Það geta allir öðlast fallega rit- hönd og það gildir í skrift eins og í svo mörgu öðru að æfingin skapar meistarann,“ segir Ingi og bætir við að mikil áhersla hafi verið lögð á hraða bæði í lestri og skrift og í hamaganginum gleymist oft að það sé mikil nautn að skrifa, sérstak- lega með góðum blekpenna. „Ég kenni fólki að hægja á sér og slaka á við skriftir. Tengja strokurnar við andardráttinn; við þunnu strokurnar upp á við öndum við inn en við þykku strokurnar niður á við öndum við út,“ segir Ingi og bætir við að í bókinni fylgi rithandardæmi eftir þekkta Íslend- inga. Ingi segir áhugavert að skoða rithönd Guðna Th. og velta fyrir sér hvernig Vigdís Finnbogadóttir tengi á milli i og n. Ingi segir að í bókinni séu sýndar þrjár gerðir af hástöfum og með því geti hver og einn fundið sinn per- sónulega stíl. Skrift fyrir fullorðna er að sögn Inga byggð upp fyrir hvort heldur sem er hægri eða vinstri hönd. Ingi, sem hefur óbilandi áhuga á leturgerðum, segir það vera hálf- gert jaðarsport og eflaust þyki mörgum það djarft í rafrænum heimi að leggja áherslu á skrift. Slökun Ingi Vífill, sem hefur mikinn áhuga á leturgerð, leiðbeinir Viktori Hollander á skrautskriftarnámskeiði. Safnar fyrir skriftar- bók fyrir fullorðna  Ingi Vífill vill kenna fólki að slaka á með því að skrifa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.