Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 1
L A U G A R D A G U R 1 8. M A Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 116. tölublað 107. árgangur
MORRAN MEÐAL
MÚMÍNÁLFANNA
ER KVENKYNS
LJÓSMYNDIR
KRISTJÓNS
SETTAR UPP
ÍSLENSK KJÖTSÚPA 52ÞÓRARINN ÞÝDDI TOVE 12
Hvað er rýming?
» Rýming er þegar rýma þarf
húsnæði, svæði eða bæjar-
hluta og fólk er flutt á milli
hverfa eða svæða.
Brottflutningur er þegar fólk er
flutt burt af svæðinu.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við þurfum vonandi sjaldan að
beita rýmingaráætlun og helst aldr-
ei. Það sem getur látið á þetta reyna
er sennilega atburður sem okkur
dettur ekki í hug að geti orðið,“ sagði
Jón Viðar Matthíasson, fram-
kvæmdastjóri almannavarnanefndar
höfuðborgarsvæðisins. Drög að rým-
ingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæð-
ið voru kynnt á fundi borgarráðs
Reykjavíkur í fyrradag.
„Rýmingaráætlun hefur þann til-
gang að forða fólki á höfuðborgar-
svæðinu úr varhugaverðum aðstæð-
um og flytja það á milli borgar- og
bæjarhluta eða hverfa ef aðstæður
krefjast. Áætlunin er í drögum og
mun fá frekari umfjöllun í haust,“
segir í bréfi almannavarnanefndar.
Jón Viðar sagði að stórir eldsvoð-
ar kæmu fyrst upp í hugann varð-
andi rýmingar, eins og Hringrásar-
bruninn 2004 þegar rýma þurfti
fjölbýlishús í nágrenninu. Á höfuð-
borgarsvæðinu eru einnig hraun og
ekki öll mjög gömul. Ekki er hægt að
útiloka eldgos og það að hraun fari
aftur að renna á svæðinu.
Rýmingaráætlun í vinnslu
Drög að rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins kynnt Tilgangurinn að forða
fólki úr varhugaverðum aðstæðum Mengun frá eldsvoðum og möguleg eldgos
MÁætlun um að forða fólki … »10
Morgunblaðið/Hari
Viðtal Minni Gunnarsson Kalsæg
lærði íslensku af Þórbergi.
Minni Gunnarsson Kalsæg átti ann-
að og gjörólíkt líf áður en hún flutti
til Íslands árið 1951. Hún starfaði
fyrir norsku andspyrnuhreyfinguna
á sama tíma og Þjóðverjar höfðu
lagt undir sig heimili hennar.
Í viðtali í Sunnudagsblaðinu lýsir
Minni, sem komin er hátt á tíræðis-
aldur og býr í Breiðholtinu, ástand-
inu á stríðstímum í Noregi. Hún seg-
ir að Hitler hafi verið þekktur fyrir
hrifningu sína á landinu. „„Norweg-
en über alles,“ sagði hann stundum.
Hann hafði lýst því yfir að helst vildi
hann sjálfur setjast að í Noregi og
virtist eitthvað heltekinn af landinu
og þegar þýski herinn kom til okkar
vorum við strax viss um að hann
myndi eyðileggja landið og við vild-
um gera eitthvað til að koma í veg
fyrir það.“
Stríðsárin voru henni ekki síst
hættuleg þar sem Þjóðverji dvaldi í
húsi fjölskyldunnar en á háaloftinu
geymdi hún mikið magn af lyfjum og
sáraumbúðum auk þess sem hún
hélt fundi í húsinu fyrir sinn hóp sem
var þjálfaður til að geta sinnt særð-
um Norðmönnum ef þeir væru kall-
aðir út til að berjast.
Þýddi ekki að vera hrædd
Hélt fundi í andspyrnuhreyfingunni með Þjóðverja í húsinu
Í fyrsta sinn í fimm ár keppir Ísland í úrslitum
Eurovision, sem fram fara í Tel Aviv í kvöld.
Dómararennsli fyrir úrslitin var í gærkvöldi og
stóð atriði Hatara fyrir sínu, að sögn blaða-
manns Morgunblaðsins á staðnum. Að rennsli
loknu var óneitanlega þreyta í hópnum, enda
komin nótt er þessi mynd var tekin. Í blaðinu í
dag er m.a. rætt við ömmu og afa söngvaranna
tveggja í Hatara, sem eru systkinasynir. »4
Stóra stundin rennur upp í Eurovision í kvöld
Morgunblaðið/Eggert
Nokkur
dæmi eru um
að við örygg-
isleit í Leifsstöð
séu farþegar
stöðvaðir með
matvæli í hand-
farangri á borð við skyr, mysing
og sardínur. Matur er ekki bann-
aður nema hann falli innan tak-
markana varðandi vökva, gel,
smyrsl og úðaefni. Allt sem hægt
er að smyrja, mauka og hella er
bannað. Þannig er mysingur skil-
greindur sem maukkennt efni sem
hægt er að smyrja. Isavia hefur
ekki haldið til haga hve miklu af
þessum matvælum er hent í örygg-
isleitinni. »8
Ekki koma með
mysing og skyr
Hafrannsóknastofnun hefur undir-
búið tilraunir með hafbeit á norsk-
ættuðum eldisseiðum til að kanna
hvort og þá í hversu miklum mæli
þau lifa af vetrardvöl í sjó við Ísland.
Tilraunin og áformuð rannsókn á
sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi miðar
að því að styrkja forsendur áhættu-
mats Hafró vegna erfðablöndunar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins óskuðu starfsmenn Hafró
eftir samvinnu við fiskeldismenn um
þessar rannsóknir. Óskað var eftir
því að fiskeldisfyrirtækin myndu
leggja til að minnsta kosti 600 þús-
und seiði af mismunandi stærðum til
að sleppa. Fiskeldismenn munu hafa
hafnað því.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, kannast
ekki við að málið hafi verið komið á
það stig að nefndur hafi verið fjöldi
seiða. Hugmyndirnar gangi út á að
sleppa 20-30 þúsund seiðum af eld-
isstofni og jafnmörgum af villtum
stofni á ári í þrjú ár.
Hann telur litla hættu á að eldis-
seiði sem sleppt er í ferskvatn uppi í
ám flækist annað og valdi erfða-
blöndun. »18
Hyggjast sleppa eldis-
laxi í tilraunaskyni
Nýtt nýtingarform vatnsfalla í
eigu ríkis og sveitarfélaga til
raforkuframleiðslu, sem byggist á
regluverki Evrópusambandsins,
mun mögulega hafa í för með sér að
bjóða þurfi út þar til gerða nýting-
arsamninga þegar samningstíma
þeirra lýkur, jafnt til opinberra sem
einkarekinna aðila.
Í úttekt Morgunblaðsins í dag
kemur fram að stjórnvöld hafi feng-
ið þau boð árið 2016 frá ESA, eft-
irlitsstofnun EFTA, að þeim bæri að
krefjast þess með lögum að greitt
væri markaðsverð fyrir nýtingarrétt
á náttúruauðlindum í almannaeigu
sem nýttar væru til raforkufram-
leiðslu. Þá höfðaði framkvæmda-
stjórn ESB samningsbrotamál gegn
átta aðildarríkjum sambandsins í
vor, þar sem þau höfðu ekki farið í
opin útboð á nýtingarrétti vatns-
falla. »28
Morgunblaðið/Ómar
Búrfellsvirkjun Nýjar EES-reglur kalla á
útboð nýtingarréttar vatnsaflsvirkjana.
Ber að krefjast
markaðsverðs