Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 8. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  116. tölublað  107. árgangur  MORRAN MEÐAL MÚMÍNÁLFANNA ER KVENKYNS LJÓSMYNDIR KRISTJÓNS SETTAR UPP ÍSLENSK KJÖTSÚPA 52ÞÓRARINN ÞÝDDI TOVE 12 Hvað er rýming? » Rýming er þegar rýma þarf húsnæði, svæði eða bæjar- hluta og fólk er flutt á milli hverfa eða svæða. Brottflutningur er þegar fólk er flutt burt af svæðinu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við þurfum vonandi sjaldan að beita rýmingaráætlun og helst aldr- ei. Það sem getur látið á þetta reyna er sennilega atburður sem okkur dettur ekki í hug að geti orðið,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, fram- kvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins. Drög að rým- ingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæð- ið voru kynnt á fundi borgarráðs Reykjavíkur í fyrradag. „Rýmingaráætlun hefur þann til- gang að forða fólki á höfuðborgar- svæðinu úr varhugaverðum aðstæð- um og flytja það á milli borgar- og bæjarhluta eða hverfa ef aðstæður krefjast. Áætlunin er í drögum og mun fá frekari umfjöllun í haust,“ segir í bréfi almannavarnanefndar. Jón Viðar sagði að stórir eldsvoð- ar kæmu fyrst upp í hugann varð- andi rýmingar, eins og Hringrásar- bruninn 2004 þegar rýma þurfti fjölbýlishús í nágrenninu. Á höfuð- borgarsvæðinu eru einnig hraun og ekki öll mjög gömul. Ekki er hægt að útiloka eldgos og það að hraun fari aftur að renna á svæðinu. Rýmingaráætlun í vinnslu  Drög að rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins kynnt  Tilgangurinn að forða fólki úr varhugaverðum aðstæðum  Mengun frá eldsvoðum og möguleg eldgos MÁætlun um að forða fólki … »10 Morgunblaðið/Hari Viðtal Minni Gunnarsson Kalsæg lærði íslensku af Þórbergi. Minni Gunnarsson Kalsæg átti ann- að og gjörólíkt líf áður en hún flutti til Íslands árið 1951. Hún starfaði fyrir norsku andspyrnuhreyfinguna á sama tíma og Þjóðverjar höfðu lagt undir sig heimili hennar. Í viðtali í Sunnudagsblaðinu lýsir Minni, sem komin er hátt á tíræðis- aldur og býr í Breiðholtinu, ástand- inu á stríðstímum í Noregi. Hún seg- ir að Hitler hafi verið þekktur fyrir hrifningu sína á landinu. „„Norweg- en über alles,“ sagði hann stundum. Hann hafði lýst því yfir að helst vildi hann sjálfur setjast að í Noregi og virtist eitthvað heltekinn af landinu og þegar þýski herinn kom til okkar vorum við strax viss um að hann myndi eyðileggja landið og við vild- um gera eitthvað til að koma í veg fyrir það.“ Stríðsárin voru henni ekki síst hættuleg þar sem Þjóðverji dvaldi í húsi fjölskyldunnar en á háaloftinu geymdi hún mikið magn af lyfjum og sáraumbúðum auk þess sem hún hélt fundi í húsinu fyrir sinn hóp sem var þjálfaður til að geta sinnt særð- um Norðmönnum ef þeir væru kall- aðir út til að berjast. Þýddi ekki að vera hrædd  Hélt fundi í andspyrnuhreyfingunni með Þjóðverja í húsinu Í fyrsta sinn í fimm ár keppir Ísland í úrslitum Eurovision, sem fram fara í Tel Aviv í kvöld. Dómararennsli fyrir úrslitin var í gærkvöldi og stóð atriði Hatara fyrir sínu, að sögn blaða- manns Morgunblaðsins á staðnum. Að rennsli loknu var óneitanlega þreyta í hópnum, enda komin nótt er þessi mynd var tekin. Í blaðinu í dag er m.a. rætt við ömmu og afa söngvaranna tveggja í Hatara, sem eru systkinasynir. »4 Stóra stundin rennur upp í Eurovision í kvöld Morgunblaðið/Eggert  Nokkur dæmi eru um að við örygg- isleit í Leifsstöð séu farþegar stöðvaðir með matvæli í hand- farangri á borð við skyr, mysing og sardínur. Matur er ekki bann- aður nema hann falli innan tak- markana varðandi vökva, gel, smyrsl og úðaefni. Allt sem hægt er að smyrja, mauka og hella er bannað. Þannig er mysingur skil- greindur sem maukkennt efni sem hægt er að smyrja. Isavia hefur ekki haldið til haga hve miklu af þessum matvælum er hent í örygg- isleitinni. »8 Ekki koma með mysing og skyr Hafrannsóknastofnun hefur undir- búið tilraunir með hafbeit á norsk- ættuðum eldisseiðum til að kanna hvort og þá í hversu miklum mæli þau lifa af vetrardvöl í sjó við Ísland. Tilraunin og áformuð rannsókn á sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi miðar að því að styrkja forsendur áhættu- mats Hafró vegna erfðablöndunar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins óskuðu starfsmenn Hafró eftir samvinnu við fiskeldismenn um þessar rannsóknir. Óskað var eftir því að fiskeldisfyrirtækin myndu leggja til að minnsta kosti 600 þús- und seiði af mismunandi stærðum til að sleppa. Fiskeldismenn munu hafa hafnað því. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, kannast ekki við að málið hafi verið komið á það stig að nefndur hafi verið fjöldi seiða. Hugmyndirnar gangi út á að sleppa 20-30 þúsund seiðum af eld- isstofni og jafnmörgum af villtum stofni á ári í þrjú ár. Hann telur litla hættu á að eldis- seiði sem sleppt er í ferskvatn uppi í ám flækist annað og valdi erfða- blöndun. »18 Hyggjast sleppa eldis- laxi í tilraunaskyni  Nýtt nýtingarform vatnsfalla í eigu ríkis og sveitarfélaga til raforkuframleiðslu, sem byggist á regluverki Evrópusambandsins, mun mögulega hafa í för með sér að bjóða þurfi út þar til gerða nýting- arsamninga þegar samningstíma þeirra lýkur, jafnt til opinberra sem einkarekinna aðila. Í úttekt Morgunblaðsins í dag kemur fram að stjórnvöld hafi feng- ið þau boð árið 2016 frá ESA, eft- irlitsstofnun EFTA, að þeim bæri að krefjast þess með lögum að greitt væri markaðsverð fyrir nýtingarrétt á náttúruauðlindum í almannaeigu sem nýttar væru til raforkufram- leiðslu. Þá höfðaði framkvæmda- stjórn ESB samningsbrotamál gegn átta aðildarríkjum sambandsins í vor, þar sem þau höfðu ekki farið í opin útboð á nýtingarrétti vatns- falla. »28 Morgunblaðið/Ómar Búrfellsvirkjun Nýjar EES-reglur kalla á útboð nýtingarréttar vatnsaflsvirkjana. Ber að krefjast markaðsverðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.