Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 2

Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS MIÐJARÐARHAFS- SIGLING MEÐ SPÆNSKU ÍVAFI INDEPENDENCE OF THE SEAS 1. - 13. SEPTEMBER SMELLTU HÉR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Í gær voru 80 ár frá því Stanga- veiðifélag Reykjavíkur var stofnað í Baðstofu iðnaðarmanna við Reykjavíkurtjörn. Af því tilefni var haldinn óformlegur stjórnarfundur á sama stað, þar sem Jón Þór Óla- son formaður sæmdi Guðrúnu E. Thorlacius, félagsmann nr. 1, gull- merki félagsins, en hún gekk í fé- lagið 1941, 16 ára að aldri. Síðdeg- is var afmælisveisla í Elliðaár- dalnum. Á stofnfundinn 17. maí 1939 mættu 48 manns, en nú eru um 2.500 manns í félaginu. Fyrsti for- maður var Gunnar E. Benedikts- son. „Við erum fjölmennasta veiði- félag í heimi,“ segir Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri SVFR. Hann bendir á að félagið sé með veiðiréttindi á um 25 ársvæð- um víðs vegar um land og annist umboðssölu á þeim heima og er- lendis. „Kjarnastarfsemi félagsins felst í að semja um leigu á ársvæð- um og sjá um að selja þau fyrir bændur,“ segir hann. Stangaveiðifélag Reykjavíkur minntist 80 ára afmælisins með ýmsum hætti í gær Fjölmenn- asta veiði- félag heims Morgunblaðið/Árni Sæberg Fékk gullmerki Jón Þór Ólason, formaður SVFR, afhendir Guðrúnu E. Thorlacius gullmerki félagsins. Aðeins 18 hafa fengið merkið í 80 ára sögu félagsins, þar á meðal Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Ólafur Noregskonungur, borgarstjórar og fyrrverandi formenn félagsins. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þrír af farþegunum fjórum sem flutt- ir voru á Landspítalann í fyrradag vegna rútuslyssins í Öræfum voru enn á gjörgæslu í gær, en sá fjórði var kominn inn á bráðalegudeild. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir, en bílstjóri rútunn- ar greindi lögreglunni frá því að hann hefði mætt tveimur stórum bílum stuttu áður og misst stjórnina á bíln- um í kjölfarið. Áætlað er að hátt á þriðja hundrað manns hafi tekið þátt í aðgerðum í fyrradag samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en þær stóðu yfir frá um klukkan 15, þegar tilkynning barst um slysið, þar til um ellefuleyt- ið um kvöldið. Davíð Már Bjarnason, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar, segir að sam- starf viðbragðsaðila á vettvangi í fyrradag hafi verið til fyrirmyndar. „Það er magnað hvað allir vinna vel saman og af miklum krafti þegar reynir á eins og í gær,“ segir Davíð. Hann bætir við að á síðustu tveimur árum hafi orðið of mörg slys af þessu tagi en afleiðingin sé sú að allir við- bragðsaðilar, björgunarsveitir, lög- regla og sjúkraflutningalið, séu vel æfðir og vinni vel saman, sem sé ekki sjálfgefið. „Þegar eitthvað bjátar á erum við á Íslandi dugleg að snúa bökum saman og leysa málin.“ Ástand vegamála óviðunandi „Það er vitað að vegurinn er allt of þröngur og það eru engar vegaxlir á þessum stað, sem er óviðunandi,“ segir Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Hornafjarðar, um að- stæður á þjóðveginum þar sem rútu- slysið varð. Hún segir ástandið ekki einskorð- ast við staðinn þar sem slysið varð heldur sé það almennt slæmt á þjóð- veginum og menn hafi átt von á að slys af þessu tagi gæti orðið. Því hafi verið þrýst á um vegaúrbætur í allri sýslunni. „Bæjarráð ákvað fyrir stuttu að fá úttekt á vegakerfinu frá óháðum að- ila til að fá betri upplýsingar um ástand vegarins þannig að stjórnvöld hafi skýrslu sem sýni svart á hvítu hvernig það er, því við vitum að ástandið er ekki gott og það fer mikil umferð um þessa vegi,“ segir Matt- hildur. Hún bætir við að umferðin hafi margfaldast á undanförnum árum með fjölgun ferðamanna, en tölfræði yfir heimsóknir í Skaftafell og Jök- ulsárlón sýni að á hverjum degi árið um kring heimsæki þessa staði að meðaltali tvö til þrjú þúsund gestir. Matthildur segir að hin aukna tíðni slysa á þessum slóðum reyni mjög á fámennar sveitir viðbragðsaðila í ná- grenninu. Hins vegar séu þær vel æfðar, þar sem bæði séu reglulega æfingar um viðbrögð við flugslysum auk þess sem heimamenn hafi þjálfað sig í viðbrögðum við rútuslysum, því það hafi ekki verið spurning um hvort næsta rútuslys yrði heldur hve- nær. Það sé því þakkar- og aðdáun- arvert hversu vel störf viðbragðs- aðila hafi gengið í fyrradag. Þrír farþegar enn á gjörgæslu Ljósmynd/Guðmundur Karl Rútuslysið Hátt á þriðja hundrað manns kom að aðgerðum vegna slyssins.  Bílstjóri rútunnar í Öræfum mætti tveimur stórum bílum stuttu fyrir slysið  Hátt á þriðja hundrað manns kom að aðgerðum  Brýn þörf á úrbótum í samgöngum í Öræfum að mati bæjarstjórans á Höfn Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samtök sunnlenskra sveitarfélaga stóðu í gær ásamt lögreglustjórun- um á Suðurlandi og í Vestmanna- eyjum að ráðstefnu um almanna- varnir og skipulag þeirra, sem haldin var á Hótel Selfossi, og var þar farið ítarlega yfir þá náttúruvá sem steðjar að sveitarfélögum á Suðurlandi og hvernig almanna- varnir á svæðinu eru skipulagðar. Matthildur Ásmundardóttir, bæj- arstjóri á Hornafirði, segir að ráð- stefnan hafi verið einkar vel heppn- uð og til marks um hið góða og mikla samstarf sem sveitarfélögin á Suðurlandi hafi með sér í almanna- vörnum. Matthildur flutti á ráðstefnunni erindi um þær ógnir sem steðja að suðaustanverðu landinu og nefnir hún þar Öræfajökul, Bárðarbungu og Grímsvötn sem helstu hættu- svæðin og þar af hræði möguleikinn á eldgosi í Öræfajökli mest. „Það er búið að gera áhættumat og það eru komin drög að rýmingaráætlun ef til eldgoss kæmi,“ segir Matthildur og er stefnt að því að sú áætlun verði æfð á næsta ári. Þá sé einnig unnið að því að bæta farsímasam- band og upplýsingagjöf til íbúa á svæðinu. „Tímaþátturinn er svo stuttur,“ segir Matthildur. „Ef það gýs í Öræfajökli, þá er komið flóð á þjóð- veginn hálftíma síðar, þannig að þá þarf allt að vera í lagi.“ Drög að rýmingaráætlun komin vegna Öræfajökuls  Ráðstefna haldin um almannavarnir á Suðurlandi í gær Morgunblaðið/RAX Öræfajökull Tvö gos hafa orðið í jöklinum frá landnámi Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.