Morgunblaðið - 18.05.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
B
O
T
70
22
7
08
/1
4
botarettur.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þessi saga er ansiáhugaverð, holl oggóð fyrir þá semeru litlir í sér.
Þarna komast þeir að því að
þegar þeim er treyst og þeir
finna að einhver annar er
hræddari en þeir og leggur
traust sitt á þá, þá eflist allt.
Mörg börn þekkja vel að
vera myrkfælin og einmana.
Lærdómurinn er góður og fallegur
og myndirnar hreint dásamlegar,
þær eru stór hluti af sögunni og eru
mjög nákvæmar. Tove passar upp á
að texti og myndir tóni saman, því
víða eru upptalningar í textanum,
nítján homsur koma til dæmis fyrir
og þá eru þær nítján á myndinni.
Börn vilja hafa svona hluti á hreinu,“
segir Þórarinn Eldjárn rithöfundur
en nýlega kom út bók Tove Jansson,
Hver vill hugga krílið? sem Þórarinn
sá um að þýða.
Þar segir frá feimnu kríli sem
er bæði einmana og hrætt og býr í
kofa í skógi. Eins og flestir vita er
Tove einnig höfundur bókanna um
Múmínálfana og
þó að álfarnir
sjálfir komi ekki
fyrir í sögunni af
krílinu, þá
bregður þar fyr-
ir mörgum persónum úr Múmínálfa-
bókunum, til dæmis hemúlnum, fíli-
fjonkum, Snúði, Mímlu og morrunni.
„Það var nokkuð sérstakt
hvernig það kom til að ég réðist í að
þýða þessa bók. Vinur minn Oliver
Manoury tangóspilari, sem býr hér á
landi annað veifið, hafði gert um
krílið tónverk upp úr þessari sögu og
var það flutt í Frakklandi. Þar söng
barnakór og sögumaður flutti hluta
af ljóðinu. Oliver langaði að gera
þetta líka á íslensku og spurði mig
hvort ég væri til í að prófa að skoða
textann, en ég þekkti þessa bók frá
því ég bjó í Svíþjóð, þar hafði ég les-
ið hana á sænsku fyrir syni mína.
Eftir að ég hafði lokið við þýðinguna
voru tónleikarnir haldnir síðastliðið
haust með stórum barnakór og
hljómsveit þar sem sögumaður var
Egill Ólafsson. Það stendur til að
endurtaka þessa tónleika víða á
þessu ári,“ segir Þórarinn og bætir
við að í framhaldi af tónleikunum
hafi Forlagið fallist á hugmynd hans
um að gefa textann út á bók.
Að halda anda frumtexta
Þórarinn þýðir bókina úr
sænsku, enda var Tove sænskumæl-
andi Finni og skrifaði allar sínar
bækur á móðurmálinu.
„Þetta er klassískt verk sem
kom fyrst út 1960 og er mjög þekkt
um Norðurlönd og víðar. Uppruna-
legi texti sögunnar er í bundnu máli,
þetta er ljóð og ég fylgi mjög ná-
kvæmlega frumgerðinni sem mér
finnst afar mikilvægt. Ég held brag-
arhættinum nákvæmlega, línulengd
og atkvæðafjölda, bragliðum og
rími. Íslenska stuðlasetningin bætist
svo við. Í þýðingarvinnu skiptir öllu
máli að halda anda frumtextans, en
að þýða bundið mál er heilmikil
glíma og handverk, alltaf eitthvað
sem glatast og eitthvað sem verður
öðruvísi. Það þarf að liggja dálítið
yfir þessu, en það er þjálfunaratriði
og ég er í ágætis þjálfun, ég hef ver-
ið að þýða Shakespeare-leikrit í
bundnu máli,“ segir Þórarinn og
bætir við að þegar hann sé að þýða
háttbundinn texta komi það líkt og í
bylgjum, stundum gangi vel en aðra
stund sé allt stopp.
Þórarinn leggur áherslu á að
vera trúr upprunalegum texta og
ekki hvarflaði að honum annað en
hafa morruna kvenkyns, hið ægilega
skrímsli meðal Múmínálfanna.
„Af einhverjum ástæðum
breytti Steinunn Briem um kyn á
henni í sínum þýðingum, hún lét
morruna vera karlkyns. Mér finnst
jafnréttismál að hafa hana kvenkyns
í minni þýðingu, eins og hún er í öll-
um frumsögum Tove. Kannski var
þetta gert af því að útgefandi eða
þýðandi hefur talið ómögulegt að
kona væri skrímsli, annars veit ég
ekki hvað var á bak við þessa kyn-
breytingu.“
Enginn kynjahalli í hópi
afkomendanna
Þórarinn var orðinn unglingur
þegar bækurnar um Múmínálfana
komu út í íslenskri þýðingu Stein-
unnar Briem. Og fyrir vikið datt
hann aldrei inn í Múmínheiminn,
eins og títt er um þá sem kynntust
þessum ævintýrum á barnsaldri.
„Ég leit á þetta sem stelpubæk-
ur, Sigrún systir mín sem er fimm
árum yngri en ég gleypti þessar
bækur í sig. Þegar ég bjó í Svíþjóð á
námsárum mínum kynntist ég þess-
um sögum. Og þegar ég varð faðir
þá las ég þetta fyrir syni mína og
komst að því að Múmínsögurnar eru
fyrir fólk á öllum aldri, jafnt fyrir
börn og fullorðna. Það hefur alltaf
verið mín kenning og áhersla að svo-
kallaðar barnabækur megi ekki vera
leiðinlegar fyrir fullorðna. Það er
mjög hræðilegt þegar börn ánetjast
bókum sem eru afskaplega leið-
inlegar,“ segir Þórarinn og bætir við
að barnabörnin hans séu meiri aðdá-
endur Múmínálfanna en hans eigin
börn.
„Mögulega höfða þessar sögur
meira til stúlkna en drengja. Ég
eignaðist einvörðungu syni, en
meirihluti barnabarna minna er
stúlkur, þar eru sex stelpur en að-
eins einn strákur. Foreldrar mínir
áttu þrettán barnabörn, þar af ellefu
stráka, en við Unnur erum búin að
kynjajafna því afkomendur okkar,
börn og barnabörn, eru samtals tólf
og þar er mikið jafnvægi meðal
kynja, sex strákar og sex stelpur.
Náttúran leitar alltaf jafnvægis.“
Mánaskin „Þau stóðu bara og störðu hvort á annað, strá og kríli, hljóð við mánaskin.“ Morran ógurlega „Nú hljóðnar allt og bregður birtu ljósa sem bergrisi þá morran fer á rölt.“
Jafnréttismál að morran sé kvenkyns
„Það hefur alltaf verið
mín kenning og áhersla
að svokallaðar barna-
bækur megi ekki vera
leiðinlegar fyrir full-
orðna. Það er mjög
hræðilegt þegar börn
ánetjast bókum sem eru
afskaplega leiðinlegar,“
segir Þórarinn Eldjárn
sem þýddi ljóð um kríli og
er það komið út á bók.
Morgunblaðið/Einar Falur
Rithöfundurinn Þórarinn segir það heilmikla glímu og handverk að þýða bundið mál.