Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 24

Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 24
24 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 O NÁNAR Á S A L U R I N N . I S DA CAPO GUNNAR GUÐBJÖRNSSONVIÐTALSTÓNLEIKAR 18.05.19 KL.14.00 ÞÓRA EINARSDÓTTIR STUTT ● Jón Viðar Stef- ánsson hefur tekið við starfi rekstrar- stjóra þjónustu- stöðva N1. Hann segir að miklar breytingar eigi sér stað í neyslu- hegðun fólks og þar ráði miklu að ungir neytendur hugsi öðruvísi um tíma sinn, heilsu og næringu og að þeir vilji nýta tæknina við ákvarðanatöku. „Markaðurinn er að breytast mjög hratt og þetta eru allt áskoranir sem við ætl- um að mæta. Þetta er skemmtilegt verkefni, en krefjandi,“ segir Jón Viðar. Segir miklar breytingar í neysluhegðun fólks Jón Viðar Stefánsson Hagar hf. högnuðust um 2,3 millj- arða króna á síðasta rekstrarári sem stóð frá 1. mars 2018 til 28. febrúar 2019, eða um 2,75% af veltu. Heildareignir félagsins námu tæp- um 51 milljarði króna í lok rekstrar- ársins, og jukust um rúma 20 millj- arða króna frá árinu á undan, þegar eignirnar voru rúmir 29 milljarðar. Eigið fé Haga nam rúmum 24 milljörðum í lok rekstrarársins og jókst um rúma fimm milljarða á milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins nam 47,7% í lok rekstrarársins. Í tilkynningu félagsins til Kaup- hallar Íslands segir einnig að vöru- sala rekstrarársins hafi verið rúmir 84 milljarðar króna, en til saman- burðar nam vörusalan 74 milljörðum árið á undan. EBITDA-hagnaður nam 4,5 milljörðum króna. Olís hefur áhrif Söluaukning félagsins á milli ára, sem er 13,9%, skýrist, eins og fram kemur í tilkynningunni, að stórum hluta af áhrifum Olís á síðasta árs- fjórðungi, en án áhrifa Olís er sölu- aukning félagsins 4,1%. Þá hafa seld stykki í matvöruhluta félagsins aukist um 0,9% og við- skiptavinum fjölgaði um 2% milli ára. Í tilkynningu Haga segir einnig að laun og launatengd gjöld hafi hækk- að um rúman milljarð króna millli ára, eða 13,5%. „Hækkunina má að mestu leyti rekja til áhrifa Olís og kjarasamningshækkana á fyrri hluta árs 2018. Launahlutfallið er nú 10,9% en var 11,0% á fyrra ári,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að annar rekstrarkostn- aður hafi hækkað um 293 milljónir króna á milli ára og er kostnaðar- hlutfallið nú 7,9% en var 8,6% á fyrra ári. Stjórn Haga mun leggja til á aðal- fundi félagsins 7. júní nk. að greidd- ur verði arður sem nemur 50% af hagnaði ársins, eða tæpir 1,2 millj- arðar króna. Er það í takti við arð- greiðslustefnu félagsins. Í lok tilkynningarinnar segir að áætlun stjórnenda fyrir rekstrarárið 2019/20 geri ráð fyrir að EBITDA félagsins verði 6.650-7.100 milljónir króna. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Hari Verslun Bónusverslanir í Faxafeni, á Hallveigarstíg og á Smiðjuvegi voru seldar vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið vegna samruna við Olís og DGV. Hagnaður Haga 2,3 milljarðar  Velta jókst um 13,9% á síðasta rekstrarári BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Óvissa í rekstri Icelandair er lykilorð í nýlegu verðmati ráðgjafarfyrirtækis- ins Capacent á flugfélaginu sem gert var í tilefni af fyrsta ársfjórðungsupp- gjöri félagsins frá því í mars. 6,7 millj- arða tap var á rekstri félagsins á þeim tíma og lækkaði eiginfjárhlutfall Ice- landair úr 32% í 23%. Capacent verð- metur Icelandair á 469 milljónir bandaríkjadala og lækkar það um 3% frá síðasta verðmati. Verðmatsgengi hljóðar upp á 11,9 kr. bréfið, sem er 16% yfir dagslokagengi flugfélagsins í gær og segir í verðmatinu að óhag- stæð ytri skilyrði og vandræði Ice- landair vegna hinna kyrrsettu Boeing 737 Max-þota hafi dregið úr bjartsýni Capacent í mars og apríl. Flugmála- yfirvöld í Bandaríkjunum reikna með að Max-þoturnar verði klárar um mitt sumar en sérfræðingur Capacent spyr aftur á móti áleitinnar spurning- ar um það „hvort almenningur muni treysta vélinni“. „Stóra spurningin er hins vegar hvernig Icelandair kemur frá sumr- inu,“ segir höfundur verðmatsins sem bendir á að vísbendingar séu um rekstrarbata í ljósi þess að sætanýt- ing Icelandair nam 83,7% í apríl á þessu ári í samanburði við 77,2% frá apríl í fyrra. Sætanýtingin fyrir fyrsta ársfjórðung í heild sinni var aftur á móti óbreytt, og samhliða lægri flug- fargjöldum og „lægri tekjum á hvern farþega versnaði afkoma á milli ára“. Í verðmatinu segir að dagskipun Icelandair hljóti að kalla á aukið að- hald í rekstri og betri nýtingu rekstr- arfjármuna. Að fall WOW air hafi leitt til betri sætanýtingar í apríl og að vís- bendingar séu um að verð flugfar- gjalda til og frá Íslandi hafi hækkað eftir fall WOW air. „Þannig ættu kostnaðarhlutföll á öðrum ársfjórð- ungi að verða hagstæðari en á fyrsta ársfjórðungi og rekstrarhagnaður að verða hærri en á sama tíma fyrir ári,“ en að stórir þættir á borð við launa- skrið, olíukostnað og kyrrsetningu Max-þotanna geti komið í veg fyrir það. Í verðmatinu kemur fram að launa- hlutfall Icelandair á fyrsta ársfjórð- ungi hafi hækkað úr 42,3% í 44,3% og betri sætanýting sé nauðsynleg til þess að lækka launahlutfallið. Að heimsmarkaðsverð á olíu sé lægra en það var fyrir ári en frekari lækkun eldsneytiskostnaðar hafi átt að nást með endurnýjun flota félagsins, sem fólst í innkaupum félagsins á Max- þotum. Fleiri hoppa á vagninn Verðmatsgengi Capacent á Icelandair hefur verið á milli 10 og 20 kr. undanfarin þrjú ár ef frá er talið verðmat í kjölfar metársfjórðungs félagsins seint á árinu 2016. Að mati Capacent hefur Icelandair aftur á móti frá miðju ári 2018 verið eitt van- metnasta fyrirtækið á markaði en munurinn á markaðsgengi og verð- matsgengi fór yfir 50% á tímabili. Nú er munurinn aftur á móti tæp 20% og virðast „[m]arkaðsaðilar hafa hopp- að á Icelandair-strætóinn síðustu daga“. Mun almenningur treysta sér í Max-þoturnar?  Vísbendingar eru um rekstrarbata hjá Icelandair í nýju verðmati Capacent Kyrrsettar Boeing 737 Max-vélar hafa staðið óhreyfðar frá 12. mars. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Erlendum ferða- mönnum fækk- aði um 19% í apríl er 106 þús- und ferðamenn komu til lands- ins, í samanburði við 131 þúsund ferðamenn í apr- íl í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Hag- stofu Íslands um skammtíma- hagvísa í ferðaþjónustu. Farþegum með erlent ríkisfang fækkaði um 27 þúsund á milli ára og samkvæmt gögnum Hagstofunnar er um að ræða mestu fækkun erlendra far- þega á milli sömu mánaða í tvo ára- tugi, eða svo langt sem gögn Hag- stofunnar ná. Í maí 2010 fækkaði erlendum far- þegum um 18%, sem rekja má til eldgossins í Eyjafjallajökli sem lam- aði flugumferð í Evrópu og varð þess valdandi að um 95 þúsund skipulögðum flugferðum á milli Ís- lands og Evrópu var aflýst. Þá nam fækkunin aftur á móti einungis 6.300 manns. Minni umferð í Keflavík Umferð í gegnum Keflavíkur- flugvöll dróst einnig verulega sam- an í apríl síðastliðnum, eða um 27% á milli ára. Heildarfarþegahreyf- ingar voru tæplega 475 þúsund nú í apríl en 650 þúsund í sama mánuði í fyrra. Þegar kemur að heildar- flughreyfingum, flugtökum og lendingum nam samdrátturinn 25%. Voru heildarflughreyfingar 9.300 í apríl 2018 en 7 þúsund í síð- asta mánuði og sambærilegar því sem þær voru í apríl 2017 er fjöld- inn nam 6.800. peturh@mbl.is Mesta fækkun í 20 ár Leifsstöð Ferða- mönnum fækkar.  106 þúsund í apríl 18. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.94 122.52 122.23 Sterlingspund 156.39 157.15 156.77 Kanadadalur 90.91 91.45 91.18 Dönsk króna 18.293 18.401 18.347 Norsk króna 14.025 14.107 14.066 Sænsk króna 12.714 12.788 12.751 Svissn. franki 120.81 121.49 121.15 Japanskt jen 1.1115 1.1181 1.1148 SDR 168.5 169.5 169.0 Evra 136.62 137.38 137.0 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.2643 Hrávöruverð Gull 1295.55 ($/únsa) Ál 1801.5 ($/tonn) LME Hráolía 72.05 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.