Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
Klapparstíg 44facebook// Fransí instagram// fransi_skoverslun
St. 36-42
19.995 kr.
Einnig fáanlegir í
dökkbláu og svörtu...
Vinsælu kögurskórnir
frá Wonders eru
æðislegir í sumar!
Minningarmótið um Berg-vin Oddsson, skipstjóraá Glófaxa VE, semfram fór í Vestmanna-
eyjum um síðustu helgi, þótti heppn-
ast svo vel að gamli framkvæmda-
stjóri Ísfélagsins í Eyjum, Ægir Páll
Friðbertsson, stakk upp á því að At-
skákmóti Íslands yrði fundinn stað-
ur á þessum slóðum. Það var fjöl-
skylda Bergvins sem skipulagði
mótið ásamt Taflfélagi Vestmanna-
eyja.
Alls hófu 44 skákmenn keppni og
voru tefldar átta umferðir með tíma-
mörkunum 15 5. Efstu menn móts-
ins urðu: 1.-2. Jóhann Hjartarson og
Hannes Hlífar Stefánsson 6½ v. (af
8) 3.-5. Helgi Ólafsson, Þröstur Þór-
hallsson og Hjörvar Steinn Grétars-
son 6 v.
Jóhann var hærri á mótsstigum
og telst því sigurvegari mótsins.
Arnar Sigurmundsson, formaður
TV, vakti athygli á því að þrír efstu
hefðu einnig verið í þrem efstu sæt-
um í landsliðsflokki á Skákþingi Ís-
lands í Eyjum fyrir 25 árum.
Bestum árangri félagsmanna í TV
náði Lúðvík Bergvinsson, sem fékk
4 vinninga, en bestum árangri
kvenna náðu Tinna Kristín Finn-
bogadóttir og Jóhanna Björg Jó-
hannsdóttir, einnig með 4 vinninga.
Mótið fór fram á 2. hæð nýstand-
setts húsnæðis þar sem áður var
vinnslusalur Fiskiðjunnar í Eyjum
og hýsir nú Þekkingarsetur Vest-
mannaeyja. Á 1. hæð er Náttúru-
gripasafnið í Eyjum, þ.m.t. hið
merka Fiskasafn. Inn af því má
finna risastóra laug sem bíður komu
mjaldranna 19. júní næstkomandi.
Þetta eru glæsileg salarkynni og
framkvæmd mótsins í góðum stíl.
Við setningu mótsins afhenti Lúðvík
Bergvinsson, fyrir hönd fjölskyld-
unnar, Taflfélagi Vestmannaeyja
myndarlegan styrk til handa barna-
og unglingastarfi.
Magnús Carlsen vann með yfir-
burðum á Fílabeinsströndinni
Heimsmeistarinn Magnús Carl-
sen hefur nú unnið öll þau mót sem
hann hefur tekið þátt í á þessu ári og
staðfesti sigur hans í borginni
Abidjan á Fílabeinsströndinni, þar
sem 10 skákmenn tefldu einfalda
umferð í atskák og tvöfalda umferð
hraðskák, yfirburði hans í öllum
þrem keppnisgreinum skákarinnar.
Hann hlaut 26½ vinning af 36 mögu-
legum, en þess má geta að atskák-
irnar reiknuðust tvöfalt á við hrað-
skákirnar. Í 2.-3. sæti urðu Naka-
mura og Vachier-Lagrave með 23
vinninga og í 4. sæti varð Wesley So
með 19½ vinning.
Oft var heimsmeistarinn að nudda
af mönnum hnífjafnar stöður en
glæsileg undantekning var sigur
hans yfir Frakkanum í atskákinni:
Magnús Carlsen – Maxime
Vachier-Lagrave
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 Rg4 7.
Bg5 h6 8. Bh4 g5 9. Bg3 Bg7 10.
Dd2 Rc6 11. Rb3 Be6 12. h4 gxh4
13. Bxh4
Vachier-Lagrave teflir Najdorf-
inn við hvert tækifæri og að þessu
sinni vék Magnús ekki af alfaraleið-
um og mætti vel undirbúinn.
13. … b5 14. f4 b4 15. Ra4 Dc7 16.
0-0-0 Hb8 17. Kb1 Ra5 18. Rxa5
Dxa5 19. b3 Dc7 20. Be2 h5 21. f5
Bd7 22. Bxg4 hxg4 23. Dg5!
Hótar máti og skeytir engu um
veikleika sem myndast á hinum
vængnum.
23. … Bf6 24. Dxg4 Bxa4 25. Bxf6
Hxh1 26. Hxh1 exf6 27. bxa4 Ke7
28. Df3 Hc8 29. Dd3 a5 30. Hd1 Hg8
31. De2 Hg3 32. Df2 Ha3 33. g4
Hxa4?
Tapleikurinn. Með 33. … Dc5! gat
svartur haldið jafnvægi.
34. g5!
Peð eru líka sóknarmenn.
34. … fxg5 35. f6+ Ke8 36. De2
b3 37. axb3 Hb4 38. e5! dxe5 39.
Hd5 Kf8 40. Dh5 Hh4 41. Dxg5 Hh7
42. Dd2!
– og svartur gafst upp.
Glæsilegt minn-
ingarmót Berg-
vins í Eyjum
Morgunblaðið/Óskar P. Friðriksson
Á minningarmóti María Friðriksdóttir, ekkja Bergvins Oddssonar, lék
fyrsta leikinn fyrir son sinn Lúðvík í skák hans við Jóhann Hjartarson. Með
hvítt, frá vinstri: Einar Guðlaugsson, Lúðvík, greinarhöfundur, Birkir Karl
Sigurðsson og Þröstur Þórhallsson. Á bak við þá stendur Arnar Sigur-
mundsson, aðalskipuleggjandi minningarmótsins. Við taflið sitja einnig f.h.:
Jóhann, Páll Andrason, Hannes Hlífar Stefánsson og Oddgeir Ottesen.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Mikið af rekstri fyr-
irtækja hefur færst af
pappír yfir í tölvukerfi
og hefur verið á þann
veg nokkuð lengi.
Tölvuþrjótar hafa áttað
sig á því hversu mikið
af upplýsingum er
geymt í þessum net-
kerfum og eru stöðugt
að finna nýjar leiðir til
að misnota þær sér í
hag. Ponemon-stofnunin sérhæfir sig
í rannsóknum á öllum hlutum sem
tengjast gagnavernd og persónu-
vernd. Stofnunin var sett á laggirnar
árið 2002 af dr. Larry Ponemon og
hefur síðustu fjögur ár birt skýrslur í
samvinnu við IBM um stöðu upplýs-
ingaöryggismála hjá fyrirtækjum.
Síðasta skýrsla kom út í apríl síðast-
liðnum og náði hún til 3.655 aðila sem
sérhæfa sig í upplýsingatækni.
Eru til viðbragðsáætlanir
hjá þínu fyrirtæki?
Þau fyrirtæki sem skilgreind eru
sem leiðandi (e. high performer í
skýrslunni) hegða sér á margan hátt
öðruvísi en hin fyrirtækin. Þegar
spurt var um hvort gagnainnbrot eða
tölvuárás hefði komið upp hjá fyrir-
tækinu þá svöruðu 45% af leiðandi
fyrirtækjum að það hefði gerst hjá
sér en meðaltalið var 57% af öllum
fyrirtækjum. 95% leiðandi fyrirtækja
voru með viðbragsáætlanir vegna
mögulegra tölvuárása og 55% af
þeim sögðu að sú viðbragðsáætlun
væri að fullu innleidd í allar deildir
innan fyrirtækjanna. Til sam-
anburðar þá sögðust 24% fyrirtækja
ekki vera með viðbragðsáætlanir og
25% sögðu að viðbragðsáætlun
þeirra væri ekki til á blaði en það ger-
ir hana að mestu gagnslausa.
Hverju skilar viðbragðsáætlun?
30% leiðandi fyrirtækja sögðust
hafa lent ítrekað í truflunum vegna
tölvuárása en meðaltalið yfir heildina
var 45%. Þetta er vegna þess að leið-
andi fyrirtæki læra af
fyrri árásum og búa
þannig um hnútana að
viðbrögð við tölvuárás-
um eru skilgreind, skil-
virk og byggð á
reynslu. Leiðandi fyrir-
tæki nýta sér meira
sjálfvirk kerfi sem
bregðast við árásum og
æðstu stjórnendur fyr-
irtækjanna taka meira
þátt í öryggiskerfi
þeirra.
Einföld kerfi við flóknum
vandamálum
Annar marktækur munur á leið-
andi fyrirtækjum og meðalfyrir-
tækjum er straumlínulögun í örygg-
iskerfi þeirra. Leiðandi fyrirtæki
nota að meðaltali 39 lausnir í sínum
öryggiskerfum en meðalfyrirtæki
notar 45 lausnir. 53% af leiðandi fyr-
irtækjum álitu að þau væru með full-
nægjandi lausnir og tækni í sínu ör-
yggiskerfi en meðaltalið var 30% yfir
heildina.
Leiðandi fyrirtæki fjárfesta því
meira í sjálfvirkum kerfum. Þau
skjalfesta betur niðurstöður úr ör-
yggiskerfinu og eru með skilgreind
mælikerfi sem gera þeim kleift að
fylgjast með frammistöðu þeirra.
Leiðandi fyrirtæki glíma líka við
færri hindranir í samvinnu innan
fyrirtækisins og hafa þau öll skipu-
lega aukið samvinnu á milli deilda
innan fyrirtækisins. Þau deila frekar
niðurstöðum sínum með öðrum að-
ilum og hjálpast þannig að við að
berjast gegn tölvuógnum.
Samvinna er því lykillinn að góðu
öryggiskerfi.
Viðbrögð við tölvu-
árásum og gagnalekum
Eftir Aron Friðrik
Georgsson
» Leiðandi fyrirtæki
hafa góðar við-
bragðsáætlanir
Aron Friðrik Georgsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
ráðgjafi í upplýsingaöryggismálum
hjá Stika ehf.
aron@stiki.eu
Upplýsingaöryggi
Jóhann fæddist 19. maí 1919
í Reykjavík og ólst þar upp.
Foreldrar hans voru hjónin
Eyjólfur Jóhannsson og Helga
Pétursdóttir.
Að loknu prófi frá Verzl-
unarskóla Íslands árið 1938 hóf
Jóhann störf með föður sínum í
fjölbreyttum atvinnurekstri.
Hann rak síðar sitt eigið fyrir-
tæki, Heildverslunina Akur hf.,
um árabil.
Jóhann gat sér gott orð sem
knattspyrnumaður og varð Ís-
landsmeistari með Val fimm
sinnum. Þekktastur var Jó-
hann þó sem golfleikari en þá
íþrótt stundaði hann í 70 ár og
vann til fjölda verðlauna. M.a.
varð hann Íslandsmeistari árið
1960 og heimsmeistari öldunga
árin 1975, 1979 og 1981 í
Bandaríkjunum.
Jóhann sat í sveitarstjórn
Garðabæjar 1950-1965 og var
einn af stofnendum Lions-
klúbbsins Ægis í Reykjavík. Þá
var hann fyrsti formaður Sjálf-
stæðisfélags Garðabæjar og
gegndi formennsku og stjórn-
armennsku í Golfklúbbi
Reykjavíkur um margra ára
skeið og var heiðursfélagi.
Seinni eiginkona Jóhanns er
Fríða Valdimarsdóttir, f. 1936,
og eignuðust þau tvær dætur.
Jóhann átti tvo syni af fyrra
hjónabandi.
Jóhann lést 3.1. 2006.
Merkir Íslendingar
Jóhann
Eyjólfsson
Bílar