Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
Forystumenn heild-
arsamtaka atvinnurek-
enda og launafólks
skrifuðu fyrir nákvæm-
lega 50 árum undir
kjarasamning fyrir fólk
á almennum vinnu-
markaði þar sem sér-
stakur kafli er um líf-
eyrissjóði. Fyrsta
málsgrein hljóðar svo:
„Lífeyrissjóðir með
skylduaðild verði stofnaðir og starf-
ræktir á félagsgrundvelli.“
Þetta gerðist 19. maí 1969 og lagð-
ur var grunnur að lífeyrissjóðakerf-
inu sem við höfum búið við allar götur
síðan þá. Samningur um skylduaðild
að lífeyrissjóðum markaði auðvitað
tímamót og áhugavert er að hafa í
huga að á þessum tíma var íslenskt
samfélag í efnahagslegu og fé-
lagslegu uppnámi. Hér ríkti djúpstæð
efnahagskreppa með tilheyrandi
fjöldaatvinnuleysi og flótta fólks í
stórum stíl sem leitaði eftir atvinnu
og betri lífskjörum annars staðar.
Flestir fluttu til Svíþjóðar og Dan-
merkur en margir líka
alla leið til Ástralíu.
Við munum flest vel
eftir efnahags- og at-
vinnuástandinu á Ís-
landi eftir hrun banka-
kerfisins 2008 en víst er
að aðstæður allar voru
mun verri og kreppan
umfangsmeiri á síðustu
árum sjöunda áratug-
arins. Þegar svo var
umhorfs í íslensku þjóð-
félagi var samið um
skylduaðild að lífeyr-
issjóðum. Aðstandendur kjarasamn-
ingsins sýndu aðdáunarverða for-
sjálni og til varð vísir að kerfi sem
byggist á því að hver kynslóð leggi til
hliðar á starfsævinni fjármuni sem
lífeyrissjóðir gæta, ávaxta og greiða
út sem lífeyri á efri árum.
Íslendingar völdu þá leið í lífeyr-
issjóðamálum sem bæði Efnahags- og
framfarastofnunin OECD og Al-
þjóðabankinn mæla eindregið með.
Þjóðir eldast og færri og færri vinn-
andi standa undir eftirlaunum þeirra
sem hverfa af vinnumarkaði. Sam-
félögin og efnahagskerfin ráða ein-
faldlega ekki við það til lengdar að
fjármagna eftirlaun að mestu með
sköttum í svokölluðum gegn-
umstreymiskerfum. Þess vegna
mæla OECD og Alþjóðabankinn með
sjóðsöfnunarkerfi lífeyris og benda
meðal annars á Ísland sem fordæmi.
Við hjá Landssamtökum lífeyr-
issjóða viljum minnast þess sér-
staklega að hálf öld er liðin frá því að
skylduaðild að lífeyrissjóðum var
ákveðin í kjarasamningum og beina
sjónum að því sem þessi framsýni at-
vinnurekenda og launafólk hefur skil-
að fólki á vinnumarkaði og samfélag-
inu öllu.
Samkomur verða í Hörpu þriðju-
daginn 28. maí og í Hofi á Akureyri á
uppstigningardag, 30. maí. Við köll-
um þær góðvinafundi og bjóðum alla
velkomna til þess að njóta skemmti-
legrar dagskrár í tali, tónum og
myndum. Nánari upplýsingar á Líf-
eyrismál.is.
Lífeyrissjóðakerfið er fjarri því að
vera óumbreytanlegt fyrirbæri í sam-
félaginu. Lífeyrissjóðir breytast og
kerfið allt breytist til að svara kalli
tímans hverju sinni. Flestir urðu
sjóðirnir um 100 talsins en eru nú 21,
þar af nokkrir með sameiginlegt
skrifstofuhald eða rekstrarsamning
við banka. Lífeyrissjóðum hefur
þannig fækkað stórlega og þeir eru
um leið stærri og sterkari en áður.
Rekstrarkostnaður þeirra hefur
minnkað en sérhæfð þjónusta við
sjóðfélaga aukist á sama tíma.
Yfir 60% lífeyris á Íslandi koma úr
lífeyrissjóðakerfinu en innan við 40%
frá Tryggingastofnun. Hvergi annars
staðar í veröldinni þekkist svo hátt
hlutfall lífeyris úr lífeyrissjóðum en
það verður að segjast að ein stærsta
áskorun okkar nú er að móta og
ákveða mun réttlátara samspil lífeyr-
issjóðakerfisins annars vegar og al-
mannatryggingakerfisins hins vegar.
Harkaleg skerðing lífeyris almanna-
trygginga vegna greiðslna úr lífeyr-
issjóðum skapar eðlilega mikla
óánægju í samfélaginu. Lífeyr-
issjóðum er jafnvel ómaklega kennt
um skerðinguna og menn spyrja sig
hvers vegna þeir eigi að borga í líf-
eyrissjóði þegar það kosti þá að missa
að miklu eða öllu leyti lífeyrinn frá
ríkinu?
Hér verða heildarsamtök vinnu-
markaðarins að koma til skjalanna,
móta sýn sína á lífeyriskerfið í heild
sinni og hafa áhrif á hvernig það
þróast. Hvert á hlutverk lífeyrissjóða
að vera? Hvert á hlutverk almanna-
trygginga að vera? Hér er mikilvægt
að marka skýra stefnu til framtíðar!
Fyrir liggur að hvergi annars stað-
ar en á Íslandi gerist það að greiðslur
lífeyris úr almannatryggingum geta
hreinlega fallið niður ef greiðslur úr
lífeyrissjóðakerfinu fara yfir ákveðin
mörk og þau mörk eru lág.
Það væri viðeigandi á afmælisári í
lífeyrissjóðakerfinu að ákveðið yrði
að milda verulega skerðingu lífeyris
almannatrygginga. Viljum við annars
eiga áfram staðfest heimsmet í skerð-
ingu lífeyris?
Eftir Þóreyju S.
Þórðardóttur » Viðeigandi væri á
afmælisári að
ákveða að milda veru-
lega skerðingu lífeyris
almannatrygginga eða
viljum við eiga áfram
heimsmet í lífeyris-
skerðingum?
Þórey S. Þórðardóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssamtaka lífeyrissjóða.
Merkum tímamótum í lífeyrissjóðakerfinu fagnað
Á Íslandi er ekki
viðhöfð mikil umræða
um Evrópusam-
bandið og það sést á
því að litlum hópi af
æsingarmönnum hef-
ur tekist að æsa upp
hluta af Íslendingum
vegna laga um sam-
keppni á íslenskum
raforkumarkaði
vegna þess að um-
rædd lög koma frá Evrópusamband-
inu. Það er gjörsamlega fáránlegt að
þetta skuli vera staðreynd á Íslandi
árið 2019.
Orkulögin frá Evrópusambandinu
eru ekki hættuleg. Umræddir æsing-
armenn gegn þessum lögum eru það
hinsvegar. Þar sem þeir ala á stór-
hættulegri þjóðernishyggju og eru að
gera sér dælt við fasisma og útlend-
ingahatur eins og hefur sést í verki
hjá sumum á undanförnum mán-
uðum. Þetta fólk stefnir að því leynt
og ljóst að koma Íslandi úr EES og
EFTA og valda þannig gífurlegu
efnahagslegu tjóni fyrir Íslendinga.
Þetta hefur sést mjög vel í Bretlandi
þar sem æsingarmenn gegn Evrópu-
sambandinu unnu kosninguna um að-
ild að Evrópusambandinu
árið 2016. Síðan þá hafa
þeir valdið tuga milljarða
tjóni á breskum efnahag
og það sér ekki ennþá
fyrir endann á þeim
skemmdarverkum.
Ástæða þess að hægt
er að æsa Íslendinga upp
í andstöðu við Evrópu-
sambandið er sú að lítil
umræða hefur farið fram
um málefni Evrópusam-
bandsins á Íslandi. Þeir
sem hafa stjórnað og ráð-
ið umræðunni um Evrópusambandið
hafa verið andstæðingar Evrópusam-
bandsins og þeir hafa verið mjög iðn-
ir við að ljúga að Íslendingum um
Evrópusambandið á undanförnum
áratugum.
Ísland er nærri því að vera með
fulla aðild að Evrópusambandinu.
Það vantar aðeins tollabandalagið,
landbúnaðinn, fiskveiðar og evruna
svo að Ísland sé fullur aðili að Evr-
ópusambandinu. Við fulla aðild að
Evrópusambandinu mundu Íslend-
ingar fá ákvörðunarrétt á öllum stig-
um þegar lög og reglugerðir eru sam-
þykkt. Í dag er það ekki raunin með
EES en þó hefur verið hægt að fá
undanþágur í samningaviðræðum í
EES-nefndinni við Evrópusam-
bandið og þar hefur Evrópusam-
bandið verið mjög sveigjanlegt við
Íslendinga á undanförnum áratug-
um. Hæst er bann við eignarhaldi út-
lendinga í fiskvinnslum á Íslandi sem
fékkst í upphaflegum samningum Ís-
lands þegar EES-samningurinn tók
gildi árið 1994. Íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki eru hinsvegar á fullu innan
Evrópusambandsins og hafa verið í
marga áratugi núna og velta þar
milljörðum evra í tekjum á ári í bæði
veiðar og vinnslu en á sama tíma
dæla þessi sömu fyrirtæki peningum
í áróður gegn aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu á sama tíma. Hræsn-
in er svo þykk hérna að hægt er að
skera hana með hníf og bera til
borðs.
Á Íslandi tapar landbúnaður
stórum fjárhæðum á hverju ári
vegna þess að Íslendingar standa
fyrir utan Evrópusambandið. Tak-
markanir á útflutningi eru helsta
ástæða þess. Engu að síður sjá þeir
sem sitja beggja vegna borðsins í
samtökum kenndum við bændur ekki
það tjón sem þeir valda á sjálfum sér.
Enda er þar rekinn einn sá svæsnasti
áróður gegn Evrópusambandinu sem
finnst á Íslandi. Það er nefnilega
staðreynd að umrædd samtök eru
fjármögnuð af skattgreiðendum og fá
á sama tíma að ákveða hvaða bændur
fá greiðslur á sama tíma og þau eru
ráðgefandi hjá íslenska ríkinu um
þennan sama málaflokk. Enda var
rekið upp hátt og skýrt væl þegar
Evrópusambandið krafðist þess að
stofnuð yrði sérstök greiðslustofnun
á Íslandi sem mundi sjá um þessar
greiðslur í framtíðinni til bænda. Síð-
an þá hefur áróðurinn gegn Evrópu-
sambandinu verið bæði grimmur,
vægðarlaus og hraðlyginn á síðum
blaðs sem umrædd samtök gefa út
frítt fyrir bændur á Íslandi.
Að standa utan við Evrópusam-
bandið hefur einnig aðrar afleiðingar.
Ein af þessum afleiðingu sem Íslend-
ingar spá í en hefur verið sagt að ekki
sér hægt að gera neitt í nema hækka
skatta á fátækasta fólkið í landinu
eru holóttir og jafnvel ónýtir vegir
víðsvegar um Ísland. Evrópusam-
bandið eyðir milljörðum evra á
hverju ári í að uppfæra vegakerfi og
viðhalda vegakerfum í aðildarríkjum
sínum. Enda eru góðar samgöngur
eitt af þeim atriðum sem Evrópu-
sambandið eyðir peningum í að við-
halda og laga hjá nýjum aðildar-
ríkjum. Við aðild að Evrópu-
sambandinu yrði fjármagn sett í
viðhald og viðgerðir á íslenska vega-
kerfinu.
Andstæðingar Evrópusambands-
ins tala mikið um mikinn kostnað við
aðild. Þetta er rangt. Kostnaður á
hvern Íslending við aðild að Evrópu-
sambandinu yrði væntanlega í kring-
um 500 til 900 kr. á ári. Í Danmörku
kostar Evrópuþingið hvern Dana 26
DKK (476 ISK) á ári. Þannig að
heildarkostnaður Dana er ekki mikið
meira en 900 íslenskar krónur á ári.
Danmörk græðir hinsvegar marg-
falda þessa upphæð til baka með að-
ild sinni að Evrópusambandinu.
Það er tap fyrir Íslendinga að
standa fyrir utan Evrópusambandið.
Aðild Íslands að Evrópusambandinu
getur eingöngu orðið Íslendingum til
hagsbóta. Tal um annað er byggt á
blekkingum þeirra sem ala á
hræðsluáróðri.
Eftir Jón Frímann
Jónsson » Á Íslandi eru rang-
færslur í umræðunni
um Evrópusambandið
vegna þess að andstæð-
ingar Evrópusambands-
ins hafa stjórnað henni á
undanförnum áratug-
um.
Jón Frímann Jónsson
Höfundur er rithöfundur.
jonfr500@gmail.com
Rangfærslur um Evrópusambandið á Íslandi
Elskulegu alþing-
ismenn, sýnið okkur til-
litssemi, sem líst illa á
umræðurnar á vinnu-
staðnum ykkar og
ískyggilegar horfur á af-
greiðslu orkupakka
þrjú, sem fjallað er um á
alþingi nú og takmarkað
traust á meðferð mála á
þeim virðulega stað Al-
þingi. Frestið málinu.
Frestið samþykkt
málsins, gefið svigrúm til frekari um-
fjöllunar. Það myndi bæta álit ykkar
hjá almenningi, ef þið yrðuð við
þessu. Horfur eru á því að meiri hluti
þjóðarinnar sé mjög andvígur því að
málið verði afgreitt nú. Þeir kapps-
fyllstu í ykkar hópi segja að nógur
tími hafi verið gefinn til umþóttunar
og málið sé fullbúið til afgreiðslu. Við
hin, sem teljum meiri
hluta þjóðarinnar á
okkar bandi vitum að
svo er ekki. Málið er
ekki fullreifað. Við telj-
um hættu á því, að það
eigi að fara með góðu
eða illu í gegn um Al-
þingi sem fyrst og áður
er almenningur hefur
áttað sig á því, hvað er
verið að gera. Afleið-
ingarrnar af samþykkt
orkupaka þrjú eru
veiklun á yfirráðarétti
okkar yfir auðlindum
landsins og það sem óhugnanlegra er
en það eru næstu skref í sama máli,
orkupakki 4 og orkupakki 5, sem
koma eftir einhverja mánuði, kannski
einhver ár. Þar eru stigin enn óheilla-
vænlegri skref til að ná af landinu
okkar forráðum yfir eigin orku og
auðlindum undir sameiginlega stjórn
Evrópubandalagsins. Við höfum ekk-
ert að gera með forræði þeirra yfir
þessum málum, þótt gott sé að eiga
þá að vinum og stuðningsaðilum.
Vaknið, alþingismenn, vaknið, al-
menningur, enn betur og takið þátt í
umræðunni og látið til ykkar taka
baráttunni gegn þeirri óheillastefnu,
sem þetta mál hefur tekið. Fyllist
orku til að verja orkuna okkar og full-
veldið.
Hvar standa þjóðhollir framsókn-
armenn og sjálfstæðismenn í þessu
máli? Horfa þeir mállausir og vilja-
lausir upp á þessi ósköp?
Alþingismenn og orkupakki
þrjú, fjögur og fimm
Eftir Sigurð
Sigurðarson
Sigurður
Sigurðarson
»Frestið samþykkt
málsins, gefið svig-
rúm til frekari umfjöll-
unar. Það myndi bæta álit
ykkar hjá almenningi.
Höfundur er dýralæknir
frá Keldum.
Mannfjöldi jarðar-
innar árið 1950 var
2,6 milljarðar (mia),
1970 3,7 mia og er nú
7,7 mia. Mannfjöld-
inn hefur því þre-
faldast á sl. 70 árum
og tvöfaldast frá
1970.
Þessi gífurlega
fólksfjölgun er þegar
komin í óefni og
ástandið mun aðeins
versna til muna með tímanum
verði ekkert að gert. Þessu munu
fylgja hungursneyðir, styrjaldir og
fólksflótti.
Auðlindir jarðar eru komnar að
þolmörkum og mjög er þegar
þrengt að öðrum lífverum hennar,
hvort sem um að ræða jurta- eða
dýraríkið. Mengun er líka orðin
gífurleg og læt ég hér duga að
benda á plastefni, sem er bókstaf-
lega að kæfa lífið í höfunum.
Mannfjölgunin hefur
að langmestu leyti orð-
ið í vanþróuðum lönd-
um Asíu og Afríku.
Reyndar er það svo að
yfir 90% af plastmeng-
uninni er komin frá
þessum sömu löndum.
Umhverfismál eru
nú ofarlega á baugi, en
fyrir mér er það dag-
ljóst að verði fólks-
fjölgunin ekki stöðvuð
munu allar aðrar að-
gerðir til að sporna við
umhverfisbreytingum verða til
einskis. Takmarka verður barn-
eignir hjóna/para við 1-2 börn með
góðu eða illu. Þetta er hægt, Kín-
verjar hafa þegar gert það.
Offjölgun mannkyns
Eftir Reyni
Eyjólfsson
Reynir
Eyjólfsson
» Takmarka verður
barneignir við 1-2
börn með góðu eða illu.
Höfundur er doktor í lyfjafræði.