Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
Í dag kveður
Álftaneskórinn
kæran vin og söng-
félaga, Hallgrím Viktorsson.
Kórinn var stofnaður árið 1982
og kom Hallgrímur fljótlega til
liðs við kórinn. Var hann for-
maður kórsins á árunum 1991
til 1994 og bar hag kórsins ætíð
fyrir brjósti og vildi velgengni
hans sem mesta.
Hallgrímur var mjög tónelsk-
ur maður og góður og öruggur
söngmaður. Hann hafði einstak-
lega fallega bassarödd sem
naut sín vel í kórnum og það
var mikill styrkur fyrir kórinn
að njóta krafta hans.
Hallgrímur naut þess að vera
í góðum félagsskap í ferðalög-
um og samkomum á vegum
kórsins og munu kórfélagar
sakna hans sárt. Við sendum
Ragnheiði og börnum þeirra
hjóna innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. Álftaneskórsins,
Sigrún Helgadóttir
og Sæbjörg Einarsdóttir.
Síst vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða sælli funda;
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgrímsson)
Við kveðjum kæran vin með
trega en fram streyma ljúfar
minningar um dýrmætar sam-
verustundir og vináttu.
Okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur sendum við Ragnheiði,
Kristjáni, Hrannari, Auði og
fjölskyldum þeirra og biðjum
fyrir styrk þeim til handa.
Inga og Þorgils.
Góður drengur er fallinn frá,
en dánarfregn hans kom eins
og þruma úr heiðskíru lofti.
Haustið 1969 fór Hallgrímur
Aðalsteinn Viktorsson á æsku-
slóðir foreldra sinna og hóf nám
í Menntaskólanum á Akureyri.
Heimavistarnemendur héldu
hópinn og náðu margir að
kynnast þar vel. Máladeildar-
bekkur okkar skólabræðra var
sá síðasti sem stundaði latín-
unám við skólann. Við latínu-
gránar stofnuðum félagið Salta-
tor, sem jók ennfremur á
samheldni okkar skólabræðra.
Sú vinátta sem treyst er á
skólaárum hefur tilhneigingu að
haldast gegnum lífið og sú varð
raunin í tilfelli okkar Hallgríms.
Eftir áhyggjulaust líf
menntaskólaáranna fetaði Hall-
grímur í fótspor föður síns og
lærði til flugmanns og starfaði
síðan sem flugstjóri hjá Flug-
leiðum til starfsloka.
Ungur stofnaði hann heimili
með æskuástinni sinni, Ragn-
heiði Vilborgu Rögnvaldsdóttur
hjúkrunarfræðingi, og áttu þau
lengst af heimili á Álftanesi og
hreiðruðu þar vel um sig ásamt
börnunum þremur, Kristjáni
Hjörvari, Hrannari Þóri og
Auði. Hallgrímur var mikill fjöl-
skyldumaður og kærleikur mik-
ill í fjölskyldunni.
Hallgrímur var traustur vin-
ur, hæglátur og hógvær að dag-
fari, en mikill gleðigjafi á góðra
vina fundum.
Stangveiði var eitt af helstu
Hallgrímur Aðal-
steinn Viktorsson
✝ HallgrímurAðalsteinn
Viktorsson fæddist
13. ágúst 1953.
Hann lést 3. maí
2019.
Útför Hallgríms
var gerð 17. maí
2019.
áhugamálum Hall-
gríms. Í áratugi
stundaði hann veið-
ar í Þistilfirði og
víðar á Norður-
landi, en hin síðari
ár varð hann sér-
fræðingur í vatns-
föllum hinnar fögru
Skaftafellssýslu,
þar sem þau Ragn-
heiður byggðu sér
myndarlegt frí-
stundahús og þar nutu þau úti-
verunnar við jarðyrkju, veiði-
skap og náttúruskoðun.
Myndlistaráhugi Hallgríms
hófst snemma og fylgdist hann
vel með íslenskum myndlistar-
mönnum. Þegar efni og aðstæð-
ur leyfðu gerðist hann öflugur
málverkasafnari og vandaði þar
vel til verka. Hann hafði þjálfað
og gott auga í rýni sinni á
myndlist. Gaman var að fylgjast
með hvaða listamaður var undir
smásjánni hverju sinni og
hverjir voru verðlaunaðir með
listaverkakaupum. Það verður
söknuður að myndlistarspjall-
inu við þennan góða vin.
Það er sorg í hjarta að þurfa
að kveðja þennan góða dreng
svona alltof snemma, en góð
minningin lifir.
Ragnheiði og börnunum
þremur votta ég mína innileg-
ustu samúð.
Hvíl í friði, minn kæri.
Þorsteinn Jónsson.
Það er harmur þegar maður í
blóma lífsins kveður. Ég kynnt-
ist Hallgrími Viktorssyni fyrir
yfir tveimur áratugum. Viktor
bróðir hans er fornvinur minn.
Ég flaug með Hallgrími í nokk-
ur ár og kynntist honum vel
með tíðum samtölum okkar um
borð. Hann var prúðmenni, vel
gefinn og gaman að ræða við
hann. Áhugi okkar á myndlist
kom samtölum okkar á flug og
minnist ég þess sérstaklega
þegar við Hallgrímur og Viktor
bróðir hans heimsóttum Gunnar
Örn listmálara að Kambi í Holt-
um þar sem hann bjó. Stór-
skemmtilegur dagur þar sem
Gunnar sýndi okkur verkin sín
og vinnustofur, sagði okkur
sögur af sjálfum sér og öðrum.
Síðar kynnist ég sonum Hall-
gríms, þeim Kristjáni og
Hrannari, í gegnum störf okkar
og það kvað við það sama,
skemmtilegir og klárir strákar
eins og þeir eiga kyn til. Með
þessum fáu orðum kveð ég góð-
an kollega og votta fjölskyldu
hans og vinum, mína dýpstu
samúð.
Þorsteinn Kristmannsson.
Ég vil með örfáum línum
minnast míns góða kórfélaga,
Hallgríms Viktorssonar sem
kvaddur er í dag.
Það þekkja þeir sem starfað
hafa í kór hversu gefandi það er
og í Álftaneskórnum sem starf-
að hefur um alllangt skeið mæt-
ast sveitungar og áhugafólk um
söng sem er afar góð blanda.
Félagsskapurinn er einkar góð-
ur og minningar tengdar mess-
um, tónleikum og söngferðum
eru dýrmætar. Í hópnum hafa
allir sinn sess og það munaði
sannarlega um Hallgrím í bass-
anum, hann hafði hljómfagra og
þróttmikla rödd, var afar tón-
viss og lét sig varða um hvað
skyldi flytja.
Hann hafði líka skoðanir á
fleiru og hringdi einhvern tíma
í mig til að fá mig á lista Sjálf-
stæðisfélags Bessastaðahrepps,
hvort ég vildi ekki hafa áhrif
þar sem ég væri nýflutt í
hreppinn og gæti haft nýja sýn
á ýmsa hluti. Ég lét tilleiðast og
öðlaðist dýrmæta reynslu og
innsýn sem ég hafði ekki séð
fyrir.
Hallgrímur var áhugamaður
um myndlist og fylgdist vel
með, spurði gjarnan hvað væri
á döfinni eða hvernig gengi og
þau hjónin létu sig ekki vanta á
opnanir og sýningar hjá mér
þegar því varð við komið.
Ég kveð þennan velgjörðar-
mann minn með miklum trega
og við Sveinn þökkum fyrir
góða viðkynningu. Fjölskyld-
unni allri votta ég mína dýpstu
samúð.
Soffía Sæmundsdóttir.
Fréttin um andlát Hallgríms
Viktorssonar, fyrrverandi flug-
stjóra, snart samferðamenn
hans. Nú er góður drengur
genginn sem er sárt saknað.
Það var spenningur í lofti
fyrir 45 árum þegar nýr ár-
gangur settist í lagadeild Há-
skóla Íslands. Nokkrir laga-
nemar skáru sig þar úr,
Hallgrímur var einn þeirra, há-
vaxinn með suðrænt útlit, vin-
samlegur og hlýr í fasi og
spurði prófessorana áhuga-
verðra spurninga í kennslunni.
Á þessum árum mynduðust góð
kunningjatengsl milli okkar
sem vörðu alla tíð síðan. Við
sátum oft saman í fyrirlestrum
og ræddum námsefnið í þaula.
Hallgrímur lauk öllum prófum í
fyrsta hluta laganáms en þegar
komið var fram á þriðja ár
námsins breyttust umræðuefnin
og samtölin okkar fóru meira
að snúast um flug. Hugur hans
var farinn að stefna í þá átt
enda ekki langt að sækja þar
sem faðir hans hafði um árabil
verið þjóðkunnur flugstjóri. Svo
fór að Halli hvarf frá laganámi
og hellti sér í flugið sem varð
hans ævistarf. En samtölin
snérust einnig um hvernig unnt
væri að eignast íbúð og komast
af leigumarkaði.
Hallgrímur og Ragnheiður
kona hans hófu að byggja rað-
hús í byggingarsamvinnufélagi í
Garðabæ, heimabæ hans. Og
það hafði áhrif og svo fór að við
urðum nágrannar í raðhúsunum
í Kjarrmóum.
Hallgrímur Viktorsson lauk
atvinnuflugmannsprófi og
kenndi flug um árabil. Árið
1980 réðst hann til Flugleiða
sem flugmaður og varð síðan
flugstjóri fáum árum síðar.
Hann var farsæll flugmaður
alla tíð, enda nákvæmur reglu-
maður sem fylgdi fyrirmælum
og hugsaði fyrst og síðast um
farþega sína. Eldskírn hans
varð þegar hreyfill á Fokker-
flugvél sprakk yfir Ísafirði á
árinu 1982 en áhöfninni tókst
að fljúga vélinni til Keflavíkur
og nauðlenda þar án þess að
mannskaði yrði. Við ræddum
þetta atvik oft og þann lærdóm
sem hann var fyrir flugið hér-
lendis.
Það varð Halla mikið áfall
fyrir röskum áratug þegar hann
þurfti að hætta að fljúga af
heilsufarsástæðum. Reglur
mæla svo fyrir að líffæraþegi
má ekki vera við stjórn á far-
þegaflugvél. Halli náði að jafna
sig á þessu áfalli með sálar-
styrk sínum og átti fyrir hönd-
um góð ár í öðrum störfum. Það
sýndi stöðu hans innan flug-
mannastéttarinnar að honum
var trúað fyrir að verða for-
maður flugslysanefndar ári eft-
ir að hann þurfti að hætta að
fljúga. Það hlutverk rækti hann
af mikilli samviskusemi og
sóma.
Halli var skarpgreindur mað-
ur, grandvar og vandaður að
orði og æði. Hann var vinsæll
og vel látinn af samferðamönn-
um sínum, yfirvegaður ró-
semdamaður sem hafði góða
nærveru. Hann leysti úr málum
þegar til hans var leitað, var
eftirsóttur til trúnaðarstarfa,
einstaklega viðræðugóður, gam-
ansamur og hlýr í viðmóti.
Þétta handartakið, viðkunnan-
lega röddin og blikið í augunum
lýstu inn í sálina. Hverjum þótti
ekki vænt um Halla? Hann hef-
ur nú horfið á braut alltof
snemma og löngu samtölin okk-
ar um flugið og flugvélarnar
verða ekki fleiri.
Fjölskyldu Halla og öðrum
ættingjum og vinum er vottuð
innileg samúð í þeirra miklu
sorg og söknuði. Við samferða-
mennirnir minnumst hans með
virðingu og hlýju og þökkum
honum gefandi samfylgd.
Skúli Eggert Þórðarson.
Kveðja frá sóknarnefnd
Bessastaðasóknar
Í dag kveðjum við með sökn-
uði og virðingu góðan vin og
samstarfsfélaga til margra ára í
sóknarnefnd Bessastaðasóknar.
Hallgrímur Viktorsson sat í
um 20 ár í sóknarnefndinni.
Okkur, sem starfað höfum með
honum á þeim vettvangi sem og
öðrum, er minnisstætt, að hann
var alla tíð mjög virkur í starfi
og öll hans störf og allt sem
hann tók sér fyrir hendur var
unnið af alúð og vandvirkni.
Hallgrímur var heilsteyptur
persónuleiki sem naut trausts
allra sem kynntust honum.
Formaður sóknarnefndar
Bessastaðsóknar var hann í
nokkur ár og reyndist hann öt-
ull og drífandi formaður. Smá-
atriði flæktust aldrei fyrir hon-
um og hafði hann alla tíð góða
yfirsýn yfir starfið í sókninni og
fylgdi fast eftir að hlutirnir
gengju vel fyrir sig.
Fráfall hans er mikill og sár
missir fyrir fjölskylduna og
okkur öll sem gengum með
honum á lífsins vegi.
Sóknarnefnd Bessastaða-
sóknar þakkar af alhug sam-
fylgdina á liðnum árum og bið-
ur góðan Guð að vernda og
styrkja fjölskylduna um alla
framtíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Fyrir hönd sóknarnefndar
Bessastaðasóknar,
Elín Jóhannsdóttir,
formaður.
Stjórn Félags nýrnasjúkra
minnist hér félaga síns Hall-
gríms Viktorssonar, gjaldkera
félagsins, sem lést þann 3. maí
síðastliðinn.
Hallgrímur var félagi í Fé-
lagi nýrnasjúkra í mörg ár og
sat í stjórn þess síðan 2008.
Hann vildi leggja sitt lóð á vog-
arskálarnar fyrir nýrnasjúka og
beitti sér meðal annars fyrir
þýðingu á fræðsluriti um
nýrnasjúkdóma og hvernig
bregðast ætti við þeim. Þessu
fræðsluriti er dreift til allra
þeirra sem greinast með þenn-
an sjúkdóm og hjálpar það
mörgum sjúklingum að takast á
við sjúkdóminn. Hann hafði
sjálfur gengist undir nýraíg-
ræðslu og var því vel kunnugur
því hvernig það er að greinast
með þennan sjúkdóm og lifa
með honum.
Honum var einkar annt um
styrktarsjóð félagsins. Styrkt-
arsjóðurinn hefur það markmið
að styrkja þá sem eiga um sárt
að binda eftir að hafa greinst
með nýrnasjúkdóm og þurfa
jafnvel að leita sér læknis-
hjálpar um langan veg.
Félagar í Félagi nýrnasjúkra
sakna nú góðs félaga og minn-
ast hans með kærri þökk fyrir
starfið sem hann vann fyrir fé-
lagið.
Blessuð sé minning Hall-
gríms Viktorssonar og megi
hann hvíla í friði.
Fyrir hönd stjórnar Félags
nýrnasjúkra,
Guðrún Barbara
Tryggvadóttir.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Á góðu verði
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Opið: 10-17 alla virka daga
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
REIMAR CHARLESSON
framkvæmdastjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í
Hafnarfirði föstudaginn 10. maí.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 20. maí
klukkan 13.
Björg Hjálmarsdóttir
Heiða Reimarsdóttir Magnús Karlsson
Kristín Helga Reimarsdóttir
Linda Reimarsdóttir
Sigurlína Halldórsdóttir
Sigrún Bergsdóttir Tony Arcone
Óskar Bergsson Jóhanna Björnsdóttir
Lára Gyða Bergsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MÁLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Stapavöllum 12, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 11. maí.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 23. maí
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Innilegar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Marís Hvannberg Gíslason
Sigurður Marísson Kristín Auður Jónsdóttir
Ingibjörg Guðný Marísdóttir Örn Benedikt Sverrisson
Margrét Linda Marísdóttir Kristberg Snjólfsson
Viðar Þór Marísson Tonje Tellefsen
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
ÞÓRA FRIÐRIKSDÓTTIR
leikkona,
andaðist sunnudaginn 12. maí.
Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni
í Reykjavík fimmtudaginn 23. maí klukkan 13.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á deild V-3 á
dvalarheimilinu Grund, Reykjavík, fyrir þá alúð og umhyggju
sem Þóru var sýnd.
Lára Jónsdóttir
Kristín Jónsdóttir Sigmundur Jóhannesson
Iðunn Jónsdóttir
Tryggvi Jónsson
Þórunn Friðriksdóttir