Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 39

Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Elsku stjúppabbi minn hefði fagnað 58 árum um helgina. Ásgeir kom inn í líf mitt þegar ég var þriggja ára gömul. Hann ól mig upp og á svo margt í mér. Það er ekki sjálfgefið að stjúpfeðgin eigi góð og náin tengsl en við áttum það svo sannarlega. Ég á líka erfitt með að koma því í orð hvað ég sakna hans mikið. Einhvern veg- inn koma samt „ómerkilegustu“ minningarnar upp í hugann. Lík- lega eru það þær sem skipta mestu máli. Ég hef oft hugsað til stund- anna og hefðanna sem við áttum saman, bara við tvö. Eins og þeg- ar mamma var á næturvöktum gátum við loksins verið með bjúgu í matinn. Mamma var nú ekki mikið fyrir svoleiðis mat svo við nýttum hvert tækifæri. Ég get varla ímyndað mér hvað við átum mikið af bjúgum, samt eru þau ekkert ofarlega á listanum mínum yfir uppáhaldsmat. Mér fannst bara svo gaman að við ættum þessa sérstöku hefð. Ásgeir var líka alltaf að hvetja mig áfram, hann vildi aldrei sjá mig gefast upp. Hann var ein- staklega þolinmóður kennari og eyddi heilu dögunum með mér í próflestri. Þegar mér gekk brös- uglega í skólasundi var hann staðráðinn í að bæta úr því og þjálfa mig upp. Við skelltum okkur reglulega í Laugardals- laugina og tókum æfingar í djúpu lauginni. Alltaf verðlaun- uðum við okkur svo með pylsu í Pylsuvagninum. Við vorum greinilega ekkert mikið í hollust- unni þegar mamma var ekki á svæðinu. Veit ekki alveg hvar við hefðum verið án hennar. En svo var það verkfræðin og Ásgeir. Hann gat stundum gert okkur mömmu brjálaðar með fullkomnunaráráttu sinni. Að hengja upp eina skitna mynd endaði með rifrildi og látum þeg- ar hann bara gat ekki sleppt hallamálinu. Við mamma vildum helst bara slumpa á þetta, miða og negla í vegginn. Slump var ekki til í orðabókinni hans Ás- geirs. Ég elska þessar minningar í dag, enda var þetta bara svo mikið hann. Ásgeir hjálpaði mér líka í gegnum erfið tímabil þegar þunglyndi og kvíði tóku yfir menntaskólaárin. Ég var hætt að sjá fram á mögulega útskrift þegar illa gekk. Hann var hjá mér þegar mér var tilkynnt að útskrift væri í sjónmáli og við hreinlega grétum af gleði. Við ræddum oft þetta augnablik á síðustu mánuðum fyrir andlátið hans. Ásgeir lýsti því hversu vanmáttugum honum leið á þess- um tíma. Hvað honum fannst erfitt að geta ekki bjargað mér frá þessari vanlíðan. Mér leið ná- kvæmlega eins eftir að Ásgeir greindist. Vanmátturinn sem fylgdi því að horfa upp á veik- indin ágerast og geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Ásgeir vildi lítið ræða yfirvofandi enda- lok en hann var duglegur að lýsa þakklæti sínu gagnvart mér og mömmu. Hann talaði oft um þá gleði sem við mamma færðum honum. Ég kem því varla í orð hversu þakklát ég er að hafa fengið hann inn í líf mitt og þeirri ólýsanlegu gleði sem fylgdi okkar samveru. Ásgeir veitti mér skilyrðislausa ást og fyrir það er ég honum óendan- lega þakklát. Betri stjúppabba Ásgeir Örn Gestsson ✝ Ásgeir ÖrnGestsson fædd- ist 19. maí 1961. Hann lést 8. febr- úar 2019. Útför Ásgeirs fór fram 28. febr- úar 2019. er ekki hægt að hugsa sér. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, elsku Ásgeir minn. Ég elska þig. Björg Alfa Björnsdóttir. Ásgeir var ná- kvæmur, gáfaður, hlýr, skemmtilegur og tónelskur músíkant. Hann hafði öðruvísi húmor sem fáir skildu en margir gátu hlegið með. Þar sem við Alfa, stjúpdóttir Ásgeirs, vorum mjög góðar vin- konur og frænkur, fékk ég að gista oft hjá Hildi og Ásgeiri þegar þau bjuggu í Engjaseli. „Slysasúkkulaðið“ þeirra á ný- bökuðum kanilsnúðum var sér- staklega í uppáhaldi hjá mér í þeim heimsóknum. Ásgeir og Hildur lögðu alltaf mjög mikið í ratleiki fyrir Ölfu á páskunum, þau ortu vönduð ljóð fyrir hvern viðkomustað. Þetta vakti ávallt mikla lukku, ekki bara fyrir Ölfu heldur fyrir okk- ur hin sem fengum að fara yfir ljóðin í páskaboðum og hlæja að þeim ógöngum sem þau sendu Ölfu í út um allt hús og alla lóð. Ásgeir var mikill verkfræðing- ur í sér, hann gat varla skorið ávexti eða grænmeti án þess að það væri útpæld aðferð við það og hann kenndi öllum sem tóku eftir. Brauð í ofni með miklu smjöri á alla kanta og vel rað- aður ostur var hans sérgrein. Allt sem hann gerði var svo ná- kvæmt, mælt og útpælt, sama hvað það var. Snemma á fullorðinsárum fékk ég að búa hjá þeim hjónum í nokkra mánuði. Það var sérstak- ur tími í mínu lífi og þá fengum við Ásgeir tækifæri til að kynn- ast upp á nýtt. Ásgeir átti alltaf laust eyra og ráð undir rifi hverju. Hann naut þess að sitja með gítarinn á kvöldin og syngja og semja. Þar var hann í essinu sínu. Ég er mjög þakklát fyrir það að Emilía dóttir mín skyldi fá þann heiður að kynnast Ásgeiri því þau áttu sérstakt samband frá byrjun. Hún talar oft um Ás- geir og henni þykir svo vænt um hann og er staðráðin í því að gleyma honum ekki. Fljótlega eftir andlát hans spurði hún mig hversvegna ég væri eiginlega að gráta, ég myndi sko hitta hann aftur en bara seinna. Við ætlum að trúa því. Elsku Ásgeir okkar, við ætl- um að fagna lífi þínu um helgina. Takk fyrir allt. við munum aldrei gleyma þér. María, Björn og Emilía. Að kveðja vin sem er horfinn inn í eilífðina er vont. Vont vegna þess að hann skilur eftir sig tómarúm sem enginn annar get- ur fyllt upp í. Þannig tómarúm er nú í okkar lífi eftir að eilífðin tók hann Ásgeir frá okkur. Hann kom inn í líf okkar fyrir 26 árum. Glæsilegur, hávaxinn húmoristi ástfanginn upp fyrir haus af henni Hildi sinni sem hann elskaði meira en allt annað á þessari jörðu. Hún var engill- inn hans, stoð hans og stytta. Jarðtengingin hans og tengsl hans við umheiminn. Hildur var líf hans frá fyrsta degi. Hildi fylgdi litla stelpuskottið hún Alfa. Þau urðu strax góðir vinir og nánir og sú djúpa og fal- lega vinátta hélst alla tíð. Hann var mikill áhrifavaldur í lífi hennar og hún hafði mikil áhrif á hann og hans líf. Í veikindunum stóð Alfa eins og klettur við hlið hans og hjúkraði honum, sinnti honum og elskaði hann af allri þeirri elsku sem hún býr yfir. Og hún er mikil. Hildur og Ásgeir byrjuðu með tvær hendur tómar þegar þau hittust og byggðu upp glæsilegt heimili og stöndugt fyrirtæki af dugnaði og eljusemi. Þau voru samtaka í því eins og öllu öðru sem þau tóku sér fyrir hendur í lífinu. Þau áttu fallegt líf, ham- ingjuríkt líf og innihaldsríkt líf. Þau voru hvort öðru allt frá fyrsta degi þar til yfir lauk. Ásgeir var traustur vinur, afar greindur, mikill gleðigjafi, húm- oristi og djúpur pælari. Hann sá oft annað í samhengi hlutanna en aðrir, sem gerði líf okkar sam- ferðamanna hans ríkara. Þegar í ljós kom að það var langt gengið krabbamein sem hafði heltekið Ásgeir ákváðum við að stofna dögurðarklúbb. Við hittumst eins oft í mánuði og heilsa hans leyfði og í rúmt ár hittumst við einu sinni í viku, oft- ast á sunnudögum, og borðuðum saman í hádeginu. Á eftir fórum við á listasöfn og listsýningar. Stundum leyfði heilsan það ekki, þá ókum við um bæinn eða önnur bæjarfélög. Þetta var allt skráð niður í þar til gerða bók. Hvert við fórum, hvenær og hvernig okkur fannst maturinn í það og það skiptið. Stjörnugjöf. Þessi litli klúbbur okkar gerði okkur kleift að hittast og njóta lífsins eins og hægt var miðað við að- stæður. Dýrmætur tími. Enda ekkert undarlegt því Ásgeir var mikill matmaður og naut þess að borða góðan mat og öðruvísi mat. Hildur og Ásgeir nutu lífsins saman alla tíð. Þau elskuðu góð- ar bíómyndir, söngleiki, leikhús og óperur. Við fórum í eina slíka ferð með þeim til Berlínar þar sem tónlistin, góður matur og töfrar Berlínar fylltu líf okkar orku og gleði. Ásgeir hefði orðið 58 ára 19. maí og á þeim degi var ákveðið að dreifa ösku hans á þeim stað þar sem honum leið alltaf best sem barn og unglingur, í Skaga- firðinum. Þar munum við kveðja þennan vin okkar sem kenndi okkur að nýta tímann vel. Því ef það er eitthvað sem við lærðum í þessum sársauka, sem veikindi hans kenndu okkur, er það að líf- ið er stutt og brothætt. Njótum þess að vera til því að lífið er núna. Halldóra (Dóra) og Heiðar Jón. Ásgeir Örn Gestsson kom inn í líf okkar 1. maí 1993 þegar hann fékkst loksins til þess að koma og hitta hana Hildi Björgu systur. Við Kristján vorum með á þeirra fyrsta stefnumóti og það kom í ljós strax þá að þar hittust tvær sálir sem áttu mjög vel saman. Upp frá því urðu þau óaðskilj- anleg, tók ekki langan tíma þar til þau fóru að búa saman og keyptu sér svo sína fyrstu íbúð. Alfa fylgdi með í pakkanum hjá Hildi en Saga og Frosti hjá Ás- geiri. Þau keyptu sér íbúð í Engjaselinu og bjuggu þar þar til þau fluttu á Hjallaveginn þar sem hann lét verða sitt síðasta verk að klára framkvæmdir inn- anhúss, því eins og hann sagði: Hildur mun ekki nenna að gera þetta þegar ég verð farinn. Verk- fræðingurinn í honum sístarf- andi fram í andlátið. Ásgeir vildi allt fyrir sitt fólk gera og var gott að leita til hans með alla hluti. Hann var dugleg- ur að veita ráð ef hann taldi sig hafa vit á hlutnum en að öðrum kosti benti hann á einhvern sér vitrari til leiðsagnar ef hann gat ekki hjálpað. Við áttum margar stundir með Ásgeiri og Hildi og Ölfu. Það var dásamlegt þegar við fórum sam- an í útilegur og hann með gít- arinn og sat og spilaði og samdi vísur jafnóðum, eða bara spilaði undir við fjöldasöng. Hann lærði það, í þessari fjölskyldu skal maður drekka kaffi og borða mikinn rjóma og þá list lærði hann fljótt en bætti við baileys út í og er það kallað Ásgeirskaffi. Sterkt kaffi, Baileys og þeyttur rjómi ofan á. Svona munum við öll Ásgeir, alltaf ljúfur og góður. Hægur, hugsi en hafði sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Hann var búinn að ganga á milli lækna í mörg, mörg ár og aldrei fannst neitt og ekkert var að honum. Fyrir einu og hálfu ári fengum við þær sorglegu fréttir að Ás- geir væri kominn með ólæknandi krabbamein. Við vildum ekki trúa þessari niðurstöðu og allir lögðust á eitt að finna eitthvað sem gæti komið honum að notum til bættrar heilsu. Í fyrstu virtist það virka vel en í september í fyrra veikist hann illa í Danmerkurferð þeirra Hildar og þar er hann tekinn og skorinn akút í Danmörku og þá kom í ljós hvað raunverulega hafði þjakað hann í öll þessi ár, en því miður, núna var það orðið of seint. Ef heilbrigðiskerfið á Íslandi væri skilvirkara en það er þá hefði þetta fundist fyrir ca. 15 árum og hann væri góður í dag. En í Danmörku kom það í ljós að hann ætti aðeins nokkra mánuði eftir og þrátt fyrir óskir okkar allra þá reyndist það rétt. Hann lést 8. febrúar 2019. Ásgeir hefði orðið 58 ára gam- all þann 19. maí 2019. Við mun- um heiðra minningu hans af því tilefni. Elsku Hildur, Alfa, Jónsi, Saga og Frosti, ykkar missir er mestur en við erum öll harmi slegin yfir þessari niðurstöðu og trúum því eiginlega ekki enn að hann sé farinn yfir í sumarland- ið. Blessuð sé minning þín, Ás- geir Örn Gestsson, og takk fyrir dásamlega samfylgd. Hafdís Júlía og fjölskylda. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegustu þakkir fyrir kveðjur og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Sauðárkróki, sem lést föstudaginn 26. apríl. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Dagdvöl aldraðra sem og deildar II og heimahjúkrunar á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki, fyrir einstaka umönnun og alúð. Bragi Þór Haraldsson Sigríður J. Andrésdóttir Helga Haraldsdóttir Bjarki E. Tryggvason Baldur Haraldsson Katrín María Andrésdóttir Jón Bjartur Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNJA UNNUR MAGNÚSDÓTTIR frá Súgandafirði, lést á heimili sínu í Kópavogi laugardaginn 11. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 21. maí klukkan 13. Magnús B. Erlingsson Kristín Guðmundsdóttir Þorsteinn Erlingsson Elin Anita Nilsen Hjálmar Erlingsson Scarlet Cunillera Unnur Sig. Erlingsdóttir Einar Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Kærar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar sambýliskonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og dóttur, SÚSÖNNU JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun og þá miklu umhyggju sem Súsönnu var sýnd. Haraldur Einarsson börn og barnabörn María Helena Ólafsdóttir Jón Þórðarson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Elsku drengurinn okkar, HRANNAR BALDVINSSON lést þriðjudaginn 23. apríl. Útförin hefur farið fram. Við þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir fær séra Vigfús Bjarni Albertsson. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Baldvin Garðarsson og Ólöf Friðfinnsdóttir Elskuleg móðir mín, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR áður til heimilis að Hofteigi 22, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 8 maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir til starfsfólks Sóltúns. Arnbjörg Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.