Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
ur sig á raunveruleikanum. Þó að
þau séu óteljandi tárin sem við
höfum fellt síðustu daga horfum
við bara til Epiktekts í þessum til-
finningarússíbana, í þessari vit-
leysu allri, þegar við leggjum í síð-
asta ferðalag Gemlinganna með
þér. Því miður höfum við ekki vald
yfir því að þú sért ekki lengur með
okkur. En við höfum þó allavega
vald yfir því hvernig við tökumst á
við þennan nýja veruleika. Ferða-
lagið hingað til; síðustu ár og ára-
tugina með þér, hefur að minnsta
kosti verið stórkostlegt. Og það
mun halda 100% áfram!
F.h. Gemlinga,
Jón (Nonni), Óskar,
Halldór og Erlingur.
Þrátt fyrir vorið, birtuna
og blómin blíð.
Þá eru dagarnir dimmir
Og drungi yfir tíð.
Fleyið bar hann Kolbein okkar
aldrei heim að Framnesi, heldur
áfram inn í eilífðina.
Orð fá því ekki lýst hversu
djúpt sorgin ristir hjartað, endur-
speglun af þeirri miklu ást sem
hjartað geymir um Kolbein, og
endurspeglun á óréttlætinu – hrif-
inn úr blóma lífsins úr kaflanum
sem var rétt að byrja, kaflanum
með Írisi og Önnu litlu í drauma-
landinu á Framnesi.
Eftir standa dýrmætar minn-
ingarnar. Þar er Kolbeinn alltaf í
aðalhlutverki, hrókur alls fagnað-
ar – með góða sögu, gott sprell, og
oft að stjórna sviðsetningu á til-
teknu konsepti. Persónutöfrar
Kolbeins gátu fengið fólk til að
taka þátt í flestöllu, t.d. að fá vini
sína til að marsera um götur Ísa-
fjarðar í fötum af móður sinni.
Kolbeinn var happafengur allra
sem fengu að kynnast honum.
Frábæru og einstöku mann-
kosti Kolbeins skildi ég enn betur
þegar ég lærði um gagnrýna hönn-
un. Kolbeinn var alltaf á fimmta
eða sjötta hugsunarhring. Hans
hugmyndir og sjónarmið voru allt-
af nokkrum skrefum á undan okk-
ur hinum, og hann var í raun alltaf
að prótótýpa hugmyndir til þess að
hrófla við okkar viðteknu venjum
og ýta undir gagnrýna hugsun.
Fræg eru jólatrén á Hlíðarvegin-
um sem brutu öll lögmál um barr-
nálar og grænan lit. Eitt árið var
gulur bananastandur úr Samkaup
endurnýttur sem jólatré heimilis-
ins og annað árið voru það
herðatré úr fataskápnum sem
mótuðu jólatréð.
Kolbeinn var sannur, einstakur
og óritskoðaður. Kolbeinn gerði
ekki hlutina af því að það var sam-
félagslega rétt. Hann gerði það
sem honum fannst rétt. Það end-
urspeglaðist í vináttunni, sem var
ein sú sannasta og besta sem ég
hef upplifað. Fyrir það verð ég ei-
líflega þakklát og það yljar mér að
hugsa til þessara orða sem tekin
eru af bloggi Kolbeins sem eru svo
lýsandi fyrir hann: „Mörg okkar
viljum alltaf gera það besta fyrir
hana Sunnu okkar og tókum okk-
ar góða skap með en fannst það
ekki nóg svo við keyptum okkur
smá auka gott skap í flöskuformi í
Áfsláttar Tilfinningar Verslun
Ríkisins“. Takk fyrir að hafa alltaf
verið til staðar og takk fyrir að
hafa boðið mér inn í ævintýra-
heiminn þinn.
Kolbeini tókst alltaf að beina
orkunni frá leiðindum, og leysti
hlutina með sínum frábæra húm-
or og æðruleysi. Þessum eigin-
leikum beitti hann í veikindum
sínum, við mikla aðdáun allra sem
fylgdust með honum. Hann horfði
fram á við og naut þess að ræða
framtíðina á Framnesi, hvernig
endurhönnunin á húsinu ætti að
vera, og eitt af því síðasta sem við
ræddum voru stigahugmyndir –
„Þessi er fallegur. Hann er eitt-
hvað svo verkfræðilega réttur.“
Kolbeinn var mikill fagurkeri,
hafði sterkar skoðanir á öllu í
kringum sig og gat komið þeim til
skila í stuttu og hnitmiðuðu formi.
Fyrir hönd árgangs 1984 þakka
ég Kolbeini fyrir samfylgdina í 29
yndisleg og ógleymanleg ár. Við
sendum fjölskyldunni styrk og
biðjum þess að sumarsólin þerri
tár og veiti yl í þessari miklu og
ótímabæru sorg. Minningin um
minn besta vin og okkar einstaka
bekkjarfélaga mun alltaf lifa með
okkur.
Hafdís Sunna Hermanns-
dóttir og árgangur 1984.
Engin leið er að skilja að ungt
fólk sé hrifið frá okkur í blóma lífs-
ins. Höggið er gríðarlegt. Sárs-
aukinn og sorgin ólýsanleg.
Áður en ég vissi að Kolbeinn
var í móðurkviði dreymdi mig
draum. Begga gaf mér fallegt,
myndarlegt karlmannsúr.
Drauminn réð ég þannig að önnur
okkar ætti von á barni.
Á páskum á Ísafirði fékk ég
þær fréttir að Begga ætti von á
sér. Ég sagði Beggu og Einari frá
draumnum og að þau myndu eign-
ast dreng.
Mánuðirnir liðu. Begga sótti
mikið til mín í draumi. Í byrjun
ágúst, á Ísafirði, fékk ég fréttir frá
Beggu. Drengur hafði fæðst á af-
mælisdegi mínum, löngu fyrir
tímann.
Ég sagði Beggu og Einari í
gamni að hann ætti að heita Kol-
beinn. Stuttu síðar óskaði Begga
mér til hamingju með nafna minn
Kolbein, sem skírður hafði verið í
höfuðið á mér. Þvílíkur heiður.
Kolbeinn hefur átt sérstakan stað
í hjarta mínu síðan.
Í Skóginum á Ísafirði léku börn-
in okkar sér saman á sumrin. Eitt
sinn fékk Kolbeinn að fara með
okkur í sund. Mér þótti ábyrgðin
mikil, að hafa auga með honum
ásamt drengjunum mínum. Kol-
beinn hefur þá verið fimm eða sex
ára. Ég skipaði honum að halda sig
nálægt mér í lauginni og hann yrði
að lofa að fara varlega. Hann svar-
aði engu. Ég var fljót að koma mér
ofan í laugina til að fylgjast með
drengnum. Þegar Kolbeinn kom
út úr klefanum kom hann okkur
öllum á óvart, stakk sér í djúpu
laugina og synti eins og selur.
Minning; jólakort frá Kolbeini
1994; „Ástkæra vinkona Kolbrún
Svavarsdóttir. Allt gott af mér að
frétta. Alltaf að stækka. Gleðileg
jól og farsælt komandi ár. Kol-
beinn Einarsson.“
Fleiri minningar; Kolbeinn í
Tjöruhúsinu. Kolbeinn í heimsókn
hjá okkur í sumarbústað. Kol-
beinn drullugur frá toppi til táar á
Mýrarboltamótum.
Minning frá Róm, þar sem
Begga, Elsa og ég héldum upp á
afmæli okkar. Begga sagði að ég
ætti von á leynigesti. Voru þar
komin Kolbeinn og kærasta hans
Íris, geislandi fögur og full af lífs-
gleði. Þau fóru með okkur í
útsýnisferð, út að borða og í Vatík-
anið. Í Vatíkaninu dróst ég aftur
úr hópnum. Birtist Kolbeinn þá
við hlið mér og án þess að orða
neitt fylgdumst við að. Kolbeinn
var umhyggjusamur, skemmtileg-
ur og lúmskt fyndinn með athuga-
semdir um það sem fyrir augu
bar.
Haustið 2017 giftist Kolbeinn
Írisi, von var á barni. Stuttu eftir
veiktist Kolbeinn alvarlega. Hann
náði að upplifa að eignast dóttur
og 1. afmælisdag hennar.
Þann 7. maí síðastliðinn lauk
stuttri ævi Kolbeins.
Íris hefur haldið úti síðu á
Facebook fyrir þá sem hafa viljað
fylgjast með heilsu Kolbeins.
Æðruleysi þeirra hjóna var ein-
stakt. Ég hef dáðst að styrk Írisar
og fagmennsku í skrifum hennar.
Sorgin og söknuðurinn virðist
óbærilegur. Ég veit að vel hefur
verið tekið á móti Kolbeini í öðr-
um heimkynnum. Hann mun leiða
okkur um nýja helgidóma þegar
okkar tími kemur.
Orð mega sín lítils.
Megi allar góðar vættir halda
utan um og styrkja Írisi, Önnu,
Beggu, Einar, systkini, ættingja
og vini í sorginni. Megi allar góðu,
fallegu minningarnar um einstak-
an mann verða þeim ljós sem lýsir
áfram veginn. Blessuð sé minning
Kolbeins.
Kolbrún Svavarsdóttir
Sörensen.
Sú saga Kolbeins Einarssonar
og Írisar Birgisdóttur sem hófst 2.
september 2017 með fallegu brúð-
kaupi niðri við sjó og endaði óvænt
á Landspítalanum 7. maí síðastlið-
inn, þegar Kolbeinn kvaddi þetta
líf, er ótrúlegri en orð fá lýst.
Brúðkaupshelgin var eftir-
minnileg – þar með talið kvöldið
fyrir brúðkaup, í dýrðlegu veðri
og gleðskap á Framnesi. Kolbeinn
og Íris höfðu nýlega fest kaup á
þeirri fallegu jörð við Berufjörð,
skammt frá Djúpavogi, og höfðu
glæstar fyrirætlanir um endur-
gera húsin og setjast þar að. Barn
var undir belti og kom í heiminn
24. febrúar 2018 – hún Anna Kol-
beinsdóttir.
Mánuði eftir brúðkaup greind-
ist krabbamein í höfði Kolbeins.
Þó að horfur væru slæmar í fyrstu
átti eftir að birta til og vonir að
kvikna um farsælan endi. Aldrei
fékkst samt hvíld og baráttan var
erfið, það eina og hálfa ár sem hún
stóð.
Að lokum reyndist krabba-
meinið illvígara en við héldum.
Það var okkur blessun í barátt-
unni að fram á síðasta dag var
vonin alltaf til staðar.
Við Kolbeinn systursonur minn
höfðum sömu sýn á heiminn, vor-
um litblindir á sama hátt. Grænt
var SS-pylsusinnep, þýskt
skorpubrauð og fólk sem var of
lengi í sólbaði. Rauðir túlípanar
leyndust okkur í grænu túni. Við
sáum heldur aldrei liti haustsins.
Kolbeinn var heimspekilega
þenkjandi og dvaldi ekki í haust-
inu. Hann sótti sér leiðarljós í bók-
ina „Hver er sinnar gæfu smiður“.
Í bókinni kennir Epíktetos að við
stjórnum ekki því hvað hendir
okkur og ættum að taka því með
jafnaðargeði og af æðruleysi. Hins
vegar séum við ábyrg fyrir eigin
viðbrögðum og gjörðum.
Í takti við þessa heimssýn var
það einkennandi fyrir Kolbein að
hann gat alltaf hlegið. Léttum
hlátri sem lýsti því að ekkert ætti
að taka of hátíðlega, hvorki sjálfan
sig né aðra – ekkert ranglæti of
nærri sér, engin mistök of alvar-
lega. Í þessum anda tókst Kol-
beinn á við sjúkdóminn, hann
horfðist í augu við dauðann og hló.
Kolbeinn sá hlutina oft öðrum
augum en nokkrum hefði dottið í
hug. Ég man eftir honum að borða
nokkra diska af súpu án þess að
nota skeið.
Hann veiddi súpuna bara upp
með brauði – og notaði heilt brauð
til verksins. Kolbeinn sótti sjóinn,
hló og blés sápukúlur á stærð við
hús. Engin hugmynd var of brjál-
æðisleg til að skoða mætti hana af
alvöru. Það féll stundum í hlut
Kolbeins að róa þá sem vinahóp-
urinn, Gemlingarnir, hafði gengið
of nærri í prakkaraskap. Eftir
uppátæki sem maður hefði haldið
að væru ófyrirgefanleg gat Kol-
beinn náð sáttum, með hrein-
skilni, einlægni og stóískri ró.
Þess verður sárt saknað að fá
ekki framar að fylgjast með og
taka þátt í uppátækjum Kolbeins
frænda. Sárt er líka að sjá ekki
fallega drauma þeirra Kolbeins og
Írisar rætast á Framnesi við
Berufjörð.
Samúð okkar allra er með Írisi,
sem enn heldur áfram að takast á
við stærsta verkefni lífs síns til
þessa. Við hlökkum til að sjá hana
skapa nýja draumsýn fyrir sig og
Önnu litlu. Við hlökkum til að
styðja þær mæðgur í að móta nýja
framtíð. Við hlökkum til að minn-
ast Kolbeins eins og Kolbeins ætti
að minnast – með óhefðbundnum
hætti.
Gísli H. Halldórsson.
Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir
Rúnar Geirmundsson
Sigurður Rúnarsson
Þorbergur Þórðarsson
Elís Rúnarsson
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
✝ Hans StefánGústavsson
fæddist 16. desem-
ber 1930 í
Fischersundi 3 í
Reykjavík. Hann
andaðist á Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands 2. maí
2019.
Foreldrar hans
voru Gústav
Sigurbjarnason, f.
1901, d. 1971, og Klara Ólafía
Benediktsdóttir, f. 1905, d.
1934.
Systkini Hans voru Hilmar,
f. 1924, d. 2003, og Hulda, f.
1926, d. 2018. Einnig átti hann
eina hálfsystur samfeðra, Haf-
dísi, f. 1937.
Þau bjuggu á Laufásveg 4,
þar sem Klara lést 1934. Þá
fluttist hann að Hvammi í
Holtum til Oddbjargar Guðna-
dóttur, þar sem hann ólst upp.
1945 fór hann í Flensborg-
arskóla í Hafnarfirði og út-
skrifaðist þar 1948 og síðan í
Garðyrkjuskólann 1950. Þar
kynntist hann fyrri konu sinni,
Ásdísi Magnúsdóttur, f. 1.
október 1928, d. 31. ágúst
1973, og giftust þau 1952 þeg-
ar hann útskrifaðist þaðan. Þá
fóru þau til Svíþjóðar og hann
til að afla sér meiri þekkingar
í garðyrkjunni.
Þegar heim var komið aftur
1954 fór Hans að vinna sem
garðyrkjufræðingur í Hvera-
gerði og byggði síðan sína eig-
in stöð sem hann rak til ársins
2007.
Börn Hans og Ásdísar eru
Klara, f. 30. október 1959, gift
Eyþóri Hjartarsyni, Björg
Elva, f. 1. desember 1960, í
sambúð með
Magnúsi B. Krist-
jánssyni, og Frið-
rik Hallvarður, f.
30. júlí 1962, var
giftur Valgerði
Rúnarsdóttur.
Áður hafði Hans
eignast Jónu, f.
30. mars 1950,
hún er gift Gísla
Jónssyni.
Þau tóku einnig
dreng í fóstur 1958, Skúla
Einarsson, f. 30. apríl 1956,
eiginkona hans er Ásdís Ter-
esita Einarsson.
Barnabörnin eru níu, barna-
barnabörnin eru orðin 16 og
eitt barnabarnabarn.
Árið 1975 giftist Hans
seinni eiginkonu sinni, Elínu
Þórarinsdóttur, f. 1932, d.
2019, þau skildu.
Hans vann mörg trún-
aðarstörf fyrir Hvera-
gerðisbæ, var m.a. formaður
bæjarráðs og síðar forseti
bæjarstjórnar. Einnig var
hann í fulltrúaráði fyrir Sam-
band sunnlenskra sveitarfé-
laga og í orkunefnd. Hann var
einn af stofnendum Blóma-
miðstöðvarinnar og stjórn-
arformaður þar svo árum
skipti. Einnig var hann einn af
stofnendum Lionsklúbbs
Hveragerðis og formaður um
tíma. Hann gekk í Frímúr-
araregluna. Hans var mikill
bridgespilari, stundaði blóma-
ræktun og veiðimennsku og
spilaði m.a. á harmóniku og
píanó.
Síðustu 11 ár var Hans bú-
settur á Ási í Hveragerði.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Fallinn er frá kær vinur.
Rúmlega þrjátíu ár eru síðan
leiðir okkar Hansa lágu fyrst
saman í Hveragerði. Sjaldan
leið sá dagur að við ekki rædd-
um um bæjarmálin og almennt
um daginn og veginn. Þráður-
inn sem þá varð til slitnaði
aldrei. Það var stundum tekist
á, enda skoðanir okkar ekki
alltaf þær sömu. Aldrei nokk-
urn tíma bar þó skugga á vin-
áttu okkar. Stundum rölti ég
heim til hans, þessa fáu metra
sem voru á milli heimila okkar.
Þá var ég iðulega leystur út
með liljum sem hann ræktaði af
alúð og þekkingu. Ég lærði
fljótlega að hætta því að hafna
þessum fallegu vöndum, því
Hansi sagði: „Þetta er ekkert
handa þér, þetta er fyrir
Nönnu.“
Við vorum ekki sammála um
hvað almættið héti, eða hvernig
það væri innréttað. Skemmtum
okkur reyndar í þeim tilgangs-
lausu umræðum og öðrum létt-
vægum, svo sem um lyndis-
einkunnir pólitíkusa. Hann
hafði góðan og ögrandi húmor,
sem vekur enn hlátur í huga.
Síðustu mánuði var umræðu-
efnið oft dauðinn og eftirlífið,
þar sem við höfðum báðir
reynslu, sem gaf okkur full-
vissu um framhaldslíf. Hansa
verður vel tekið hinum megin,
það er ég viss um. Sé hann
samt ekki fyrir mér þar í hvít-
um serk, spilandi á hörpu. Sé
hann glamrandi gamla djass-
slagara á píanóið, eða með
nikkuna þanda með vindil og
viskíglas innan seilingar.
Við Nanna sendum börnum
Hans Gústavssonar og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðj-
ur. Hans er sárt saknað.
Hilmar Baldursson.
Hans Stefán
Gústavsson